Tíminn - 04.07.1974, Page 9
Fimmtudagur 4. júli 1974
TÍMINN
9
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. ltitstjórar:
þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón llelgason, Tómas
Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsiuu við Lindargötu, simar
18:100-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af-
greiðslusimi 12323 — augiýsingasimi 19523.
Blaðaprent h.f.
V-______ >
Óánægðir kjósendur
Það er að sjálfsögðu erfitt á þessu stigi að
skýra til fulls þær breytingar, sem hafa orðið á
fylgi flokkanna á milli þingkosninganna 1971 og
1974. Þó þarf ekki mikla athugun til þess að fá
eina mikilsverða visbendingu. Sjálfstæðis-
flokkurinn eykur fylgi sitt um 7.5% af greidd-
um atkvæðum, en Samtök frjálslyndra og
vinstri manna tapa um 5.7%. Þegar við tap
Samtakanna er bætt þvi fylgi, sem O-listamenn
fengu i kosningunum 1971, er næstum fengin sú
tala, sem fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins
nemur.
Sú ályktun, sem verður helzt dregin af þessu
er sú, að hér séu á ferð óánægðir kjósendur,
sem eru á hrakningi milli flokka, og kjósa þvi
með stjórnarandstöðunni hverju sinni. Ef
menn athuga kosningatölurnar 1971 kemur það
i ljós, að hið óvænta fylgi, sem Samtökin fengu
þá, virðist hafa komið nær eingöngu frá þáver-
andi stjórnarflokkum, Sjálfstæðisflokknum og
Alþýðuflokknum. Það snýr nú til baka aftur og
fer svo að segja allt til Sjálfstæðisflokksins,
sem er sterkari stjórnarandstöðuflokkurinn.
Af þvi mættu forustumenn Alþýðuflokksins
draga nokkra ályktun um réttmæti þeirrar
kenningar Björns Jónssonar, að það sé sigur-
vænlegt fyrir litinn flokk að vera lengi i stjórn-
arandstöðu.
Ástæðan til þess, að Samtök frjálslyndra og
vinstri manna og O-listinn unnu eins mikið
fylgi I kosningunum 1971 og raun varð á, er
vafalitið sú, að hér var um nýja flokka að ræða,
sem oft geta i fyrstu aflað sér fylgis óánægðra
kjósenda, en venjulega hjaðnar það jafnfljótt.
Flokkur Vennamos i Finnlandi og flokkur
Glistrups i Danmörku eru nokkurt dæmi um
þetta. Það hjálpaði Sjálfstæðisflokknum nú, að
ekki var að þessu sinni um neina nýja keppi-
nauta að ræða i stjórnarandstöðunni, og þvi sat
hann svo að segja einn um hituna i sambandi
við óánægða kjósendur, þar sem Alþýðuflokkn-
um, sem litlum gömlum flokki, tókst ekki að
veita honum neina teljandi samkeppni, þrátt
fyrir mikla — og sennilega of — mikla — við-
leitni Gylfa Þ. Gislasonar i þá átt.
Þótt óánægðu kjósendurnir, sem fylktu sér
um Sjálfstæðisflokkinn nú, reyndust furðu
margir, urðu þeir þó mun færri nú en i kosning-
unum 1971. Nú töpuðu stjórnarflokkarnir ekki
nema tveimur þingsætum samanlagt, en i
þingkosningunum 1971 töpuðu stjórnarflokk-
arnir fimm þingsætum samanlagt.
Hrun Samtaka frjálslyndra og vinstri manna
er næsta auðskilið, þegar þess er gætt, að gengi
þeirra i kosningunum 1971 byggðist á stundar-
fylgi óánægðra kjósenda en ekki á raunveru-
legum stuðningi við stefnu þeirra eða forustu-
menn. í kringum Samtökin myndaðist þvi
aldrei neinn kjarni fylgismanna, sem var lik-
legur til að tryggja þeim lif til frambúðar. Fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn mætti þetta vera nokkur
visbending um að guma ekki of mikið af fylgis-
aukningu sinni nú. Hún getur fljótt orðið að
engu, likt og hjá Samtökunum, þar sem hún er
hvorki sprottin af trú á stefnu eða forustu
flokksins, heldur byggist mest á þvi, að hann
fékk nú til fylgis við sig hinn reikandi hóp óá-
nægðra kjósenda.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Hvenær sættast þeir
Nixon og Castro?
Eiga þeir eftir að hittast í annað sinn?
NIXON forseti hefur gert
víöreist að undanförnu. Hann
kom heim i gær úr einnar viku
ferðalagi til Sovétrikjanna, en
þangað fór hann eftir að hafa
undirritað i Brussel hina nýju
yfirlýsingu Atlantshafsbanda-
íagsþjóðanna. Rétt áður var
hann nýlega kominn heirn úr
ferðalagi til fjögurra Araba-
landa og Israels. Bæði hafa
þessi ferðalög orðið mikill
persónulegur ávinningur fyrir
Nixon. Eftir förina til Araba-
landanna er það ljóst, að
Bandarikin njóta vaxandi til-
trúar hjá Aröbum, án þess að
hafa veikt tiltrú fsraels-
manna. Þetta mun skapa
Bandarikjastjórn miklu betri
aðstöðu til að halda áfram
sáttatilraunum i deilum Ar-
aba og ísraelsmanna. För
Nixons til Moskvu hefur stað-
fest, að sambúð risaveldanna
fer batnandi, þótt það gerist
hægt og hægt enda mun það
lika gilda hér, að sigandi
lukka er bezt. Það hlýtur eðli-
lega að taka sinn tima að eyða
þeirri tortryggni, sem skapað-
ist á timum kalda striðsins, en
ekki er von um meiriháttar
samkomulag á sviði afvopn-
unar fyrr en gagnkvæmu
trausti hefur verið komið á.
Þriðju viðræður þeirra Nixons
og Brezjnefs, eins og þessar
siðustu viðræður þeirra eru
stundum nefndar, þvi að þeir
hafa ræðzt við tvisvar áður,
hafa leitt i ljós, að risaveldin
eru smám saman að nálgast
hvort annað og fer þar saman
sameiginlegur ótti við kjarn-
orkustyrjöld og gagnkvæmir
efnahagslegir hagsmunir,
sem m.a. felast i þvi að hægt
verði að draga úr hinu kostn-
aðarsama kjarnorkuvopna-
kapphlaupi.
ÞÓTT Nixon gangi illa
heima fyrir og eigi yfir höfði
sér málshöfðun vegna Water-
gatemálsins, verður ekki ann-
að sagt en ástand heimsmála
hafi færzt I stórum friðsam-
legra horf i valdatið hans, og
að hann eigi rikan þátt i þvi.
Vitanlega eiga Bandarikin
sinn þátt i þvi að samningar
tókust um Vestur-Berlin og
samningar náðust milli Vest-
ur-Þýzkalands og kommún-
istarikjanna i Austur-Evrópu,
þótt Willy Brandt ætti þar
stærstan þátt. Þessir samn-
ingar allir hafa óneitanlega
bætt sambúðina og andrúms-
loftið i Evrópu. Það er svo
fyrst og fremst frumkvæði
Nixons, að sambúð Bandarikj-
anna og Kina hefur færzt i
eölilegt horf. Sama gildir
einnig um bætta sambúð
Bandarikjanna og Sovétrikj-
anna, þótt ekki megi gera litið
úr hlut Brezjnefs. Þá á Nixon
sinn stóra þátt i vopnahlés-
samningunum i Vietnam, þótt
sumar aðfarir hans i þvi sam-
bandi væru meira en umdeil-
anlegar. Loks er svo að nefna
hina nýju vopnahléssamninga
milli Arabarikjanna annars
vegar og ísraels hins vegar,
sem virðast stórum traustari
en hinir fyrri. Ef til vill missir
Nixon embættið vegna Water-
gatemálsins, en framlag hans
til bættrar sambúðar i heimin-
um mun samt ekki gleymast.
Sumum kann að finnast það
furöulegt, að Nixon, sem var
um skeið einn helzti riddari
kalda striðsins, skuli hafa á-
orkaö jafnmiklu i friðarátt.
Það sýnir að Nixon er, þrátt
fyrir galla sina, framsýnn og
kjarkmikill stjórnmálamaður,
þvi að hann hefur oft orðið að
brjóta sér nýjar leiðir, sem
gátu verið umdeilanlegar i
Castro og Nixon 1959.
fyrstu. Hver, sem verður hinn
endanlegi dómur um Nixon,
mun það sennilega verða sagt
um hann, að hann hafi ekki
verið neinn meðalmaður,
hvort heldur hefur verið i
kostum eða göllum. Og von-
andi lifir það lengur, sem hann
hefur vel gert i friðarmálum,
en hitt, sem miður hefur farið i
störfum hans heima fyrir.
EFTIR heimkomuna frá
Moskvu getur Nixon stært sig
af þvi, að hann hefur komið á
bættri sambúð við flest eða öll
þau riki, sem Bandarikin voru
i ósætt við, þegar hann kom til
valda. Þó er hér ein undan-
tekning, en það er Kúba.
Bandarikjamenn eiga erfitt
með að sætta sig við þá hugsun
að eiga kommúnistariki sem
nábúa og vera i sæmilegu
sambýli við það. Hitt er svo
annað mál, hvort það yrði ekki
Bandarikjunum til hags að
koma sambúðinni við Kúbu i
nýtt og betra horf. Það gæti
mildað kommúnismann, sem
nú ræður rikjum á Kúbu, og
jafnframt eytt þeirri trú, sem
er nú útbreidd meðal Kúbu-
manna og er ekki alveg á-
stæðulaus, að Castro sé að
heyja sjálfstæðisbaráttu við
Bandarikin. Þá myndi það
mælast vel fyrir meðal ýmissa
rikja i Suður-Ameriku og Mið-
Ameriku ef sambúð Banda-
rikjanna og Kúbu kæmist i
eölilegt horf.
Margir bandariskir stjórn-
málamenn, þar á meðal Ed-
ward Kennedy, hafa látið i ljós
þá skoöun, að timabært sé orð-
ið að viðurkenna stjórn
Castros, enda sé hin neikvæða
afstaða Bandarikjastjórnar
mestur ávinningur fyrir hann.
Nixon fer sér þó enn hægt i
þessum efnum, enda vanur að
reyna að finna rétta stund og
réttan stað til að birta meiri-
háttar ákvarðanir sinar. En
flestar spár benda til þess, að
sennilega verði þess ekki langt
að biða að stjórnmálalegu og
viðskiptalegu sambandi við
Kúbu verði aftur komið i
venjulegt horf. En Castro mun
hins vegar verða að greiða
þetta einhverju þvi verði, sem
styrkir Nixon heima fyrir.
Það er talið mjög liklegt, að
sambúð Bandarikjanna og
Kúbu hafi borið eitthvað á
góma i viðræðum þeirra Nix-
ons og Brezjnefs. Brezjnef er
sagður hafa mikinn áhuga á
þvi, að sambúð Kúbu og
Bandarikjanna komist i eðli-
legt horf. Castro hefur verið
dýr á fóðrum hjá Rússum, þvi
að viðskiptabannið, sem
Bandarikin hafa beitt hann,
hefur vaidið honum miklum
erfiðleikum og Rússar þvi orð-
ið að hlaupa undir bagga.
Sumir fréttaskýrendur telja,
að sú reynsla, sem Rússar
hafa öðlazt á Kúbu, valdi m.a.
þvi, að þeir gera sér nú minna
far um það en áður að stuðla
að byltingum, sem kynnu að
hafa það i för með sér, að þeir
yrðu að taka viðkomandi land
meira og minna á framfæri
sitt.
Ef Nixon skyldi flestum á ó-
vænt taka upp á þvi að fara i
heimsókn til Castros, yrði
það ekki i fyrsta sinn sem þeir
Castro hittust. Castro kom til
Bandarikjanna i boði Eisen-
howers forseta rétt eftir að
hann hafði brotizt til valda
með fuliu samþykki Banda-
rrikjastjórnar, sem hélt þá, að
Castro myndi verða umbóta-
sinnaður einræðisherra, sem
hefði góða samvinnu við
Bandarikin. Enginn vissi þá,
að Castro ætti eftir að snúast á
sveif með kommúnistum,
enda hafa atvikin meir ýtt
honum i þá átt en að hann hafi
ætlað sér það i fyrstu. t um-
ræddri heimsókn til Banda-
rikjanna hitti Castro meðal
annars Nixon, sem þá var
varaforseti, og fór ekki illa á
meö þeim. Ef til vill rifja þeir
upp gömul kynni áður en langt
um liöur.
Þ.Þ.