Tíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Kimmtudagur 4. júli 1974 r r Frank Usher: W A TÆPU VAÐI v__________________________________________J Öllu til skila haldiö 1. kapitúli Stanislov horfði á söngkonuna hálflokuðum augum. Hún féll alveg ágætlega inní fyrirætlun hans. Látum þá bara halda að hann gerði fásinnumeð því að leggja sag sitt við stúlku f rá Vesturlöndum. Þeir mundu ekkert gera til þess að hindra hann í því nú, en kuldalegt augnatillit mundi hann áreiðanlega fá f rá varaformann- inum þegar hann kæmi aftur til Moskvu. Samneyti við fólk f rá Vesturlöndum var ætíð talið grunsamlegt, jaf n- vel þótt ástarævintýri af heitari gerðinni væru látin liggja á milli hluta. Hann hafði aldrei kynnzt enskri stúlku náið. Hann var ekki búinn að gleyma dansmeynni frá Lundúnum á Bolsjoi-leikhúsinu. Þar fór tími hans til einskins — hún hafði aðeins áhuga á listrænum dansi. Þessi stúlka var allt öðru vísi. Hún hafði sungið á skemmtistöðum um allt meginlandið, og Stanislov leit ekki svo á að hún hefði getið sér neinnar sérlegrar frægðar. Það var ekki líklegt að af burða listakona kæmi fram á Lorenz, og Kaltenburt var ekki fræg fyrir nætur- lífið. Hún hét Amanda og var um tvítugt, prýðilega vaxin og aðlaðandi. Hún söng á þýzku og ensku, og vísu átti hún í fórum sínum á hræðilegri rússnesku. Sökum fegurðar sinnar komst hún allvel frá þessu, og kynþokki hennar var nægilegur til þess að vekja áhuga Stanislovs. En í þetta sinn var það ekki ástarævintýri, sem Stanislov hafði í huga. Hann var raunar í uppnámi. Hann keðjureykti og drakk látlaust vodka til þess að róa taugarnar. Hann var að hætta lif i sínu með þessu stóra stökki inni hið óþekkta. Það voru þessir fjandans Ameríkanar, sem höfðu gengið á gefið loforð. Þeir höfðu aðeins notfært sér hann. Nú var svo komið að hann — Nikolai Stanislov — kom á fjórum fótum til Bretanna í von um að sér yrði klappað á öxlina af einum eða öðrum leynilegum agent. Hann var í þann veginn að taka risavaxið skref — f rá einum heimi og yfir í annan. Það var hreint brjálæði að taka alltof mikla áhættu. Hann hafði svo sannarlega hættá nógu margt og mikið síðustu mánuðina. Eitt mis- stígið spor, eitt aukatekið orð gat þýtt dauðann. Nú var tími til þess kominn á brjóta upp á blað. Honum fannst að hann mundi ekki komast F sömu erfiðleikana með Amöndu og ensku dansmeyjuna. Amanda leit út fyrir að vera allt öðru vísi manneskja, miklu jarðneskari og léttari að komast í samband við. Hann hafði mætt henni í blómabúð í Prager-stræti — Það var ágætur undirbúningur, sem hann vonaði að mundi bera ávöxt. Hann vissi að á bakvið hana stóð maður, félagi hennar, Öskar Sallis, sem sýndi, ásamt henni, Indíánadans. Dans þessi hafði nú verið bannaður af menningarnefndinni sem gamaldags og auðvirði- legur. Eftir leiksýninguna gekk hann upp í búningsherbergið hennar. Amanda var orðin þreytt eftir mánaðar vinnu í Lorenz. Þetta var í fyrsta sinn sem hún kom f ram austan Járntjalds, og henni fannst Kaltenburg vara staður sambærilegur við allra leiðinlegustu tegund af enskum iðnaðarbæ. En sæmilegir ráðningasamningar vaxa ekki á trjánum. útlitið var ekki upp á það allra bezta. Frá Kaltenburg ætluðu þau til Munchen til þess að sækja þangað peninga sem hún átti þar. Frekari ráðning var alveg undir Figl komin, og eftir því, sem bezt hún vissi var allt í lausu lofti með það ennþá. Óskar vildi að sjálf- sögðu sýna Indiánadansinn áf ram, en öllum f annst hann nú vera úr tízku genginn. Einu staðirnir sem þessi dans yrði sýndur með árangri var í Norður-Af ríku og Egypta- landi. En í þeim hluta veraldar fylgdi böggull skamm- rifi. Menn væntu þess að Amanda gæfi sig að gestunum eftir sýninguna. En það tók hún ekki í mál. Framtíðin var því talsvert dökkleit. Eigi að síður tók Amanda á móti hinum glæsilega Rússa, sem gekk inn í búningsherbergið, með ýtrustu varúð. Henni geðjaðist mjög vel að Rússanum, henni fannst eitthvað rómantískt við hann. Gallinn var bara sá, að þeir áttu aldrei peninga þessir Rússar. Hún leit svo á, að þetta væri á einn eða annan hátt í sambandi við komm- unismann. Annars lét hún sig stjórnmál engu skipta. Það var um nóg annað að hugsa. Aðalatriðið var að afla sér nægilegra peninga til sæmilegs lífernis og standast sam- keppnina, sern var álíka hörð hér austan Járntjalds og á meginlandinu að Englandi meðtöldu. Samt sem áður, það var eitthvað við þennan Rússa. Hann var enginn kaldrif jaður kommúnist, og var betur klæddur en f lestir. Hann er um fimmtugt hugsaði hún. Líkama sinum hafði hann haldið vel við, og var áreiðan- lega upp á kvenhöndina. Hann kunni einnig að koma fram við konur. öruggur en ekki stimamjúkur um of. Amanda mundi eftir honum frá blómabúðinni í Prager-stræti. Hann hafði keypt eina rós og gef ið henni hana án þess að segja eitt einasta orð Verð á rósum var mjög hátt í Kaltenburg. Sjálf hafði hún ekki ráð á slík- um munaði. Og nokkrir nágrannar... innfæddu mennirnir! Fimmtudagur 4. júli 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Heiðdis Norðfjörö heldur áfram „Ævintýri frá annarri stjörnu” eftir sig (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Viö sjó- inn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir aftur viö Halldór Gíslason efnaverk- fræðing um hreinlæti við fiskverkun. Morgunpopp kl. 10.40. Hljómplötusafniö kl. 11.00 (endurt. þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frívaktinni. Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Síödegissagan: (Jr end- urminningum Manner- heims. Sveinn Asgeirsson hagfræðingur les þýöingu sína (10!. 15.00 Miðdegistónleikar. Agnes Giebel, Marcel Cordes, Paul Kuen og Sin- fónluhljómsveit útvarpsins I Köln flytja „Carmina Burana”, kantötu fyrir ein- söngvara, kór og hljómsveit eftir Carl Orff. Stjórnandi: Wolfgang Sawallisch. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorniö 17.10 Tónleikar. 17.30 Þættir úr feröabók Duff- erins lávaröar. Þýðandinn Hersteinn Pálsson, les (1). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.40 Kirkjan i samfylgd sög- unnar. Séra Sigurður Guö- mundsson prófastur á Grenjaðarstað flytur synoduserindi. 20.05 Gestur i útvarpssal. Þýski þjóölagasöngvarinn Karl Wolfram syngur gömul þjóðlög við undirleik lútu og llrukassa. 20.30 „Dægurvlsa”. Þættir úr samnefndri skáldsögu eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Höfundur bjó til leikflutn- ings I útvarp ásamt Bríeti Héðinsdóttur, sem er leik- stjóri. Fyrsti þáttur: Morgunn. Persónur og leik- endur: Jón húseigandi ... GIsli Alfreösson, Svava, kona hans... Margrét Guö- mundsdóttir, Ingi, sonur þeirra ... Þórður Jón Þórð- arson, Ingimundur, faöir Jóns ... Þorsteinn O. Stephensen, Asa, vinnukona hjá Svövu og Jóni ... Stein- unn Jóhannesdóttir, Kennslukonan ... Helga Bachmann, Pilturinn ... Sig- uröur Skúlason, Konan I slmanum ... Auður Guð- mundsdóttir, Karlmanns- rödd ... Erlingur Gíslason, Sögumaður ... Sigriður Hagalin. 21.10 Fré erlendum útvarps- stöövum. a. „Hjarðsveinn- inn á klettinum” eftir Schu- bert. Elly Ameling syngur, Bas de Jong leikur á ídarln- ettu. b. Fiðlukonsert I D-dúr op. 77 eftir Brahms. Zino Francescatti og Sinfónlu- hljómsveit útvarpsins I Baden Baden leika, Ernest Bour stj. 22.00 Fréttir. 22.25 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Jeremlas I Kötlum” eftir Guömund G. Hagalln. Höfundur les (2). 22.35 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur I umsjá Guðmundar Jónssonar planóleikara. 23.20 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.