Tíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 15
Þessar þrjár ungu og fallegu stúlkur eru að planta birki upp í Heiðmörk, en þar vinnur á hverju sumri stór hópuraf ungum stúlkum við skógrækt á vegum Reykjavikurborgar. Skógræktarfélag Reykjavikur bauð blaðamönnum i ferð upp I Heiðmörk I gær, en félagið hefur i hyggju að rækta sérstakan þjóðhátiðarlund I sumar og á næstu árum I Heiðmörk. Nánar verður sagt frá þessari ferð I Timanum siðar. Timamynd: Gsal. UAA 800 HJÓLHÝSI ERU í LANDINU HP.—Reykjavik. — Að sögn sölu- manna hjá Gisla Jónssyni og Co. h.f. eru að ölium likindum um 80( húsvagnar af ýmsum stærðum og gerðum hér i landinu. Hefðu þeii fyrst tekið að berast hingað fyrii um 2 árum, en nú væri svo komið að erfitt væri að sinna pöntunum svo mikil væri eftirspurnin Sömu sögu væri hægt að segja um hin umboðin, en Gisli Jónssor og Co. hefur umboð fyrii Cavalier, sem eru ensk að upp- runa og Knaus-hjólhýsi, sem eru hvað mest seld i Gvrópu um þess ar mundir. Gekkst fyrirtækið fyr- ir sýningu á vörum sinum um kosningahelgina, og þá komti © AAurtan fóðrurum við þessa tjörn, sem er þriskipt. Varðandi fisktalningatækin sagði veiðimálastjóri, að þau væru látin leita eftir ákveðn- um línum og siðan reiknaður út fiskafjöldinn i öllu vatninu eftir vissum reglum. Hann sagði, að þessi tæki væru til- tölulega ný af nálinni, og vær- um við með þeim fyrstu sem fengjum þau. 0 Filmustríð ustan var boðin, og hafi hann talið þetta löglegt. Astþór sagði, að filman, sem send væri með fram- kölluðu myndunum, væri innifal- in i verðinu, eða aöeins hluti af þjónustunni, en ekki nein gjöf. Vfða erlendis hefur þetta verið bannað, eftir þvi sem Hilmar Helgason tjáði blaðinu, en Ástþór sagöist vita til þess, að þetta væri að ryöja sér til rúms i Þýzkalandi a.m.k., en hann hafði ekki glögga hugmynd um það, hvernig málin stæðu annars staðar. Sagðist hann þó vita til þess, að þetta væri algengt i Sviþjóð og Bandarikjun- um. Astþór hélt þvi einnig fram, að Hilmar færi með rangt mál, er hann segði að aðeins ein tegund filmu sé send kaupanda, þvi fyrirtækið sé bæði með Kodak og Fuji-color litfilmur og fram- köllunarefni frá báöum fyrir- tækjunum. Þá sagði Astþór, að gæðaeftirlit væri mjög strangt hjá fyrirtæki sinu, auk þess sem það væri undir gæðaeftirliti er- iendis frá. Það kemur sem sagt i hlut sakadómaraembættisins að kanna, hvort löglegt sé að verzla á þennan máta, en ef svo er, munu liklega öll þau fyrirtæki, sem framkalla filmur fyrir fólk, taka upp sams konar eða svipaða þjónustu. þessar upplýsingar fram. Mikið er gert að þvi, að flytja hjólhýsin á einn stað, þar sem fjölskyldan siðan dvelur I nokk- urn tima, allt að þrem vikum. Hefur Laugarvatn verið hvaö vinsælast, en menn eru einnig farnir að flytja hýsi sin lengra og viðar og má nefna að nú er kapp hlaupiö um hver verði meö þeim fyrstu með hjólhýsi hringinn i kringum landið á hringveginum. Þá eru húsin mikið notuð sem sumarbústaðir, tengt i þá vatn og rafmagn en siðan fluttir i bæinn á haustin, þar sem fyrirtækið tekur þá til geymslu. o Akranes Karlakórinn hefur ekki starfað i nokkur ár, en hóf æfingar aftur i vetur, og verður þetta fyrsti sam- söngur hans siðan hann hóf starf á ný. A miðvikudag kl. 20.30 ætlar Hestamannafélagið Dreyri að kynna „þarfasta þjóninn” á Iþróttavellinum (malarvelli). Ætla þeir m.a. að sýna söðulreið, kerruakstur, heyband og fleira. í lok dagskrárinnar mun svo arf- taki hestsins, bifreiðin, gamall Fordbill aka inn á völlinn. Fordbil þennan fékk séra Jón fyrir nokkrum árum mjög illa farinn, en sonur hans, Pétur Jónsson bif- vélavirki til heimilis I Kópavogi hefur varið gifurlegum tima og fjármunum I það að byggja bflinn upp, svo að nú er hann sem nýr. A fimmtudagskvöld kl. 21.00 verður svo lokasamkoma i Bió- höllinni. Þar verða ýmis skemmtiatriði, svo sem kór- söngur, upplestur, gamanvisur o.fl. fyrir hlé, en eftir hlé verður leikið stutt leikrit, Ljós i holti, sem Þórleifur Bjarnason fyrrv. námstjóri hefur samið um land- - námsmenn á Akranesi, leikstýrt af Steinunni Jóhannesdóttir. Með þvi lýkur landnámshátiöinni hér. Þjóðhátiðarárið hófst meö þvi, aö kveiktir voru 15 eldar i kringum landnám Bresasona á Akranesi, sem átti að tákna eld- helgun lands i fornöld. Þjóðhátiðarnefnd skipaði snemma i vetur þrjá menn i rit- nefnd hátíðarrits, þá Ara Gisla- son, Braga Þórðarson, og Sverri Sverrisson, og kemur ritið út næstu daga. Verða þar greinar um sögu Akraness og fleira, og verður það prýtt fjölda mynda. Er blaðið hið glæsilegasta að öllum frágangi. Þjóðhátiðarnefnd hefur látið gera ýmsa minjagripi vegna hátiðarinnar. Diskurinn „Land- nám Bresasona” verður aðeins gerður i 600 eintökum. Fyrstu 200 eintökin seldust fljótlega upp, en von er á þvi sem eftir er fljótlega, en framleiðslu þeirra hefur seinkað nokkuð af óviðr'aðan- legum orsökum. Þá hefur nefndin látið gera barmmerki úr málmi, öskubakka með myndum af kútter Sigurfara og Gamla-Ford, limmiða á bilrúður með merki hátiðarinnar og oddveifur með sama merki. Upplag þessara muna er mjög takmarkað, og verða þeir þvi mjög eigulegir minjagripir. Agóðanum af sölu minjagrip- anna verður varið til að gera kvikmynd um Akranes árið 1974, og er gerð hennar þegar vel á veg komin, en hana annast Þrándur Thoroddsen og Jón Hermannsson i samráði við Magnús Oddsson rafveitustjóra. I upphafi var gert ráð fyrir, að minningarsteinn sá, er irska þjóðin gefur íslendingum i tilefni landnáms Ira, og reisa á hér á Akranesi, yrði afhjúpaður á Landnámshátiðinni, en af þvi gat ekki orðið. Verður það væntan- lega gert 27. júli n.k. Þjóðhátiðarnefnd var kosin af bæjarstjórn fyrir tæpu ári. Hefur hún haft mikið og gott samstarf við flest starfandi félög i bænum, og hefur fjöldi manna unnið að undirbúningi þessara hátiða- halda, sem munu vera þau viða- mestu, sem hér hafa farið fram. 1 þjóðhátiðarnefnd eru Þorvaldur Þorvaldsson formaður, Bjarn- friður Leósdóttir, Haraldur Sturlaugsson, Magnús Oddsson og Þorgils Stefánsson. Leiðrétting Misritazt hefur i forustugrein Timans I gær, um atkvæðatölur Framsóknarflokksins. t kosning- unum nú fékk Framsóknar- flokkurinn 24.9% greiddra at- kvæða, en fékk 25,3% I kosningun- um 1971. _ & SKIPAUTGCRB RIKISINS AA/s Hekla fer frá Reykjavík sunnudaginn 7. þ.m. austur um land í hringferð. Vörumóttaka á fimmtudag og föstu- dag. Til sölu 6 cyl. Trader vél/ sem nýupptekin. Verð 130 þúsund. Upplýsingar í síma 3-23-41. Lögreglan og umferðarnefndir efna til umferðarfræðslu fyrir 5 og 6 ára börn. Hvert barn á þess kost að mæta tvisvar klukkustund i hvort skipti. Sýnt verður brúðuleikhús kvikmynd, og auk þess fá þau verkefna spjöld. 5. júli. Varmárskóli Mosfellssveit 8.-9. júli öldutúnsskóli Lækjarskóli 10.-11. júli. Viðistaðaskóli Barnaskóli Garðahrepps 5 og 6 ára börn: kl. 10.00 5 ára börn: 6 ára börn 09,30 0.9.30 14.00 14.00 11.00 11.00 16.00 16.00 Reiðhjólaskoðun fer fram á ofangreindum stöðum, á sama tima. Lögreglan i Hafnarfirði og Kjósarsýslu. Gjöf Jóns Sigurðssonar Á fjárlögum fyrir 1974 er veitt ein milljón króna til sjóðsins Gjafar Jóns Sigurðs- sonar. Um úthlutun þessa fjár voru settar nánari reglur með þingsályktun 29. april s.l. Er verölaunanefnd sjóðsins heimilað að úthluta þvi i samræmi við ákvæði um vexti sjóðsins, en þó má viðurkenna viðfangsefni og störf höf- unda, sem hafa visindarit I smiðum. 1 reglum sjóðsins frá 1911 segir, að vöxtum skuli verja til „verðlauna fyrir vel samin visindaleg rit, og annars kostar til þess að styrkja útgáfur slfkra rita og til þess að styrkja útgáfur merki- legra heimildarrita. — öll skulu rit þessilúta að sögu Is- lands, bókmenntum þess, lögum, sljórn og framförum.” Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um fjárveitingar úr sjóðnum. Skulu þær stilaðar á verðlaunanefndina, en sendar mennta- málaráðuneytinu fyrir 1. september n.k. Umsóknum skulu fylgja rit eða ritgerðir eöa greinargerðir um rit i smiðum. Verðlaunanefndin mun skipta fjárveitingu þeirri, sem Aiþingi hefur veitt, ef ástæða þykir til, þegar umsóknir hafa verið kannaðar. Reykjavik 1. júli 1974 í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðs- sonar Gils Guðmundsson Magnús Már Lárusson Þór Vilhjálmsson Kennarar Stærðfræðikennara vantar nú að Gagn- fræðaskólanum i Hveragerði. Upplýsingar gefur skólastjórinn i sima 99-4288 eftir kl. 17. Skólanefndin Menntamálaráðuneytið, 1. júli 1974. Laust embætti er forseti íslands veitir Og Embætti háskólabókavarðar er laust til umsóknar er umsóknarfrestur til 1. ágúst n.k. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um embætti þetta skulu láta fylgja um- sókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og náms- feril sinn og störf. Gerður er fyrirvari um, að hugsanleg samtenging háskólabókasafns og landsbókasafns kunni að hafa I för með sér breytingar á stöðu háskólabókavarðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.