Tíminn - 04.07.1974, Page 4

Tíminn - 04.07.1974, Page 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 4. júli 1974 Nýr sjónvarps- kunningi Islendinga Þessi þéttvaxni Norömaöur er nýr kunningi islenzkra sjón- varpsáhorfenda. Hann er ósköp alvarlegur á svipinn, en vekur mikla kátinu. Nafn hans er Rolv Wesenlund, en hann er þekktari sem Marve Kleksnes, en það nafn ber hann i sjónvarpsþátt- um, sem gerðirhafa verið i Nor- egi, svokölluðum Fleksnes-þátt- um. Þessir þættir hafa alveg „slegiði gegn” á Norðurlöndum og nú ætla Norðmenn að fara að byrja á stórri kvikmynd um þennan vinsæla náunga. Stjórn- andi kvikmyndatökunnar heitir Bo Hermansson, og segir hann, aö kvikmyndin verði örugglega vinsæl og gefi af sér mikinn gróða. Hann hefur áður gert kvikmynd með Rolv Wesenlund I aðalhlutverkinu, en hún var talin misheppnuð, a.m.k. var heldur tap á henni en gróði. Nú á heldur betur að bæta úr þvi, þegar Fleksnes-þættirnir eru orðnir svona vinsælir og Rolv vinsæll leikari, og í trausti þess leggur Bo Hermansson i töku annarrar kvikmyndar. 1 sjón- varpsþáttunum virðist manni Marve Fleksnes vera ósköp ein- faldur og mikill kjáni, og það eru kjánalæti hans, sem koma öllum I gott skap. En á bak við gríniö er alltaf einhver alvara og það gefur þáttunum meira gildi. Þeir tveir þættir, sem hafa komiö I islenzka sjónvarpinu koma við auman blett hjá mörg- um Islendingum. Sá fyrri fjall- aði um það, þegar sjónvarpið hans Marve Fleksnes bilaði og hann vissi ekkert hvað hann átti að gera af sér, vegna þess að sjónvarpið var ekki I lagi. Hinn þátturinn var um þrjózku tveggja ökumanna á mjóum þjóövegi, og spannst ýmislegt út af þvi. t einkalifi sinu er Rolv Wesenlund mjög ólikur þeim Marve Fleksnes, sem hann hef- ur gert frægan. Hann er mjög hægur og rólegur maður, rúm- iega lOOkg. á þyngd og litur fyrir aö vera eldri en hann er, — en hann er 37 ára. Hér sjáið þið mynd af hinum fræga Fleksnes, og svo aðra úr sjónvarpsþættin- um um ökumennina, sem ekki vildu vikja! Fundarstjóra var nóg boðið Dönsk rauðsokka Tina Schmedes var kosin i borgar- stjórn Kaupmannahafnar i vor. A fyrsta borgarstjórnarfundinn kom hún meö sjö mánaða barn sitt. Borgarstjórnarmönnum (sem flestir eru karlmenn) lá mikið á hjarta rétt eins og starfsbræðrum þeirra hér og héldu langar tölur. Barnið vildi hafa mat sinn og engar refjar, og þegar umræður drógust á langinn gerði Tina sér litið fyrir og lagöi barnið á brjóst. ★ Neðanjarðarbrautin Neðanjarðarbrautin i Paris er I örum vexti. A næstu fimm árum munu tiu linur veröa lagðar lengra út i sveit en þær hafa náð til þessa, og árið 1977 mun aust- ur-vestur hraðlestin ná þvert yf- ir borgina. Sem stendur er þessi lina ekki heil, heldur nær hún til beggja átta, en er ekki tengd i miöju inni i miðri Parisarborg. Mikill uppgröftur hefur átt sér stað þar sem Les Halles-mark- aðurinn mikli i Paris var eitt sinn I miðborginni, en nú er upp- greftrinum lokið og linulögninni einnig á þeim stað. Þar eiga hraðlestirnar aö mætast I fram- tiðinni, og verður þaö eins konar miðdepill neðanjarðar- brautarstöðvanna. Arið 1980 verður lokið við lagningu suður- Fundarstjóra, Urban Hansen, þótti nóg um og visaði Tinu úr fundarsalnum. Varð hún að gera sér aö góöu að fylgjast með þvi sem eftir var af fundinum af áheyrendapöllum. Hún var kos- in, vann sina vinnu — lika sem móðir — og var visað út. — Við þurfum að eignast margar likar Tinu áður en karlkyns fundar- stjórar skilja hvað jafnrétti raunverulega er, segir I norsku blaði, sem birti frásögn af at- burðinum. lengist hraðlestarinnar, og búið að tengja þá linu við úthverfalln- urnar, sem liggja til Sceaux, sem er langt úti I sveit. Þá er i ráði að bæta við einum 200 rennistigum hér og þar á brautarstöövum, og veröur þvi verki lokið einhvern tima fyrir 1980. Einnig er verið að kanna, hvort ekki sé rétt að Metro-neð- anjarðarbra'itirnar eigi að hafa yfir að ráðr eigin lögregluliði. Er það talið mjög nauðsynlegt, þvi mikið er um glæpi og afbrot, sem framin eru i neðanjarðar- lestunum og á neðanjarðar- stöðvunum. Eru bæði starfs- menn brautanna og farþegar i stöðugri hættu vegna ásóknar alls konar glæpalýðs.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.