Tíminn - 28.07.1974, Síða 1
óskar alþjóð
ónægjulegrar
þjóðhótíðar
________________j
Ur
Islendinga-
dags
ræðu
Þótt þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta
samt þins heimalands mót,
frænka eldfjalls og ishafs!
sifji árfoss og hvers!
dóttir langholts og lyngmós!
sonur landvers og skers!
Yfir heim eða himin
hvort sem hugar þin önd,
skreyta fossar og fjallshlið
öll þin framtiðar lönd!
Fjarst i eilifðar útsæ
vakir eylendan þin:
nóttlaus voraldar veröld,
þar sem víðsýnið skin.
Það er óskaland islenzkt,
sem að yfir þú býr,
aðeins blómgróin björgin,
sérhver baldjökull hlýr,
frænka eldfjalls, og ishafs!
sifji árfoss og hvers!
dóttir langholts og lyngmós!
sonur landvers og skers!
Stephan G. Stephansson.
Hátíðarávarp forsætisráðherra
í dag er hátíð haldin á helgasta stað þjóðar-
innar, Þingvöllum, þar sem á virðulegan hátt
er minnzt ellefu alda búsetu i landinu.
Á slikum degi leitar margt á hugann. Á þess-
um ellefu öldum hafa skipzt á skin og skuggar,
reisn og niðurlæging. Þjóðinni hefur auðnazt að
vinna ódauðleg bókmenntaafrek, sem báru
hróður hennar víða um lönd, og hún hefur einn-
ig barizt svo i bökkum, að stundum mátti ótt-
ast, að saga hennar væri senn öll.
En á hverju sem gekk, lifði i glæðunum. Á
öllum öldum sögu sinnar hefur þjóðin átt
menn, sem ekki létu merkið falla, og bak við þá
kynslóðir alþýðufólks, sem af frábærri seiglu
og þolgæði stóðu af sér hinar hörðustu raunir.
Hvað sem yfir dundi varðveittu íslendingar
menningararf sinn, þjóðerni sitt og tungu.
Við, sem höldum þessa hátið, erum fædd
undir þeirri heillastjörnu, þegar bjartari timar
eru upp runnir. Við höfum bolmagn til þess að
auka hróður og gengi lands og þjóðar meira en
aðrar kynslóðir hafa gert,og á okkur hvilir sú
skylda að gera það. Það er ósk min á þessari
stundu, að við berum gæfu til þess að skila þvi
dagsverki, sem niðjar okkar minnist með
þakklæti og virðingu.
Ólafur Jóhannesson.