Tíminn - 28.07.1974, Síða 4
4
TÍMINN
Sunnudagur 28. júli 1974.
:■ 5v; • ■JP'.TZ. >
I BwBfla . >« " W í
f W If) f m \ IfÍ fll W j
Myndin var tekin á miövikudag, er leikarar og starfsfólk Þjóftleikhússlns kom til starfa aft afloknu
sumarieyfi
Þjóðleikhúsið:
SUMARSTARF-
SEAAIN HAFIN
Nú er Þjóðleikhúsið að hefja
sumarstarfsemi sina i tilefni af
þjóðhátið. Allir leikarar og annað
starfsfólk mætti til starfa eftir
þriggja vikna sumarleyfi 24. júli
s.l. Meðan þjóðhátiðin stendur
yfir á Þingvöllum og i Reykjavik,
sýnir Þjóðleikhúsið eftirtalin
leikrit: Ég vil auðga mitt land,
eftir Þórð Breiðfjörð: Jón Arason
og Þrymskviðu Jóns Ásgeirs-
sonar, en vegna hinna fjölmörgu
erlendu gesta, sem hér verða
staddir á þjóðhátið, óskaði utan-
rikisráðuneytið sérstaklega eftir
að óperan yrði sýnd. Á kjallara-
sviði leikhússins verða sýningar á
Litlu fluginni hans Sigfúsar
Halldórssonar. Þjóðdansafélag
Reykjavikur frumsýnir sérstaka
, dans- og söngvadagskrá, sem er
samin og æfð i tilefni 11 alda af-
mælisins. Tónlistin er eftir Jón
Asgeirsson, en dansana samdi og
æfði Sigriður Valgeirsdóttir.
Verk Matthisar Jochumssonar,
Jón Arason, mun aðeins verða
sýnt þrisvar, svo nú eru siðustu
forvöð að sjá leikinn, en eins og
kunnugt er, þá var leikurinn
sýndur á Hólum i Hjaltadal og
þótti takast með afbrigðum vel
Valdimar
verður
ekki
i kjori
BH—Reykjavik. — Þess mis-
skilnings hefur gætt i blöðum hér-
lendis, að Valdimar Björnsson,
fjármálaráðherra i Minnesota-
fylki, hefði verið að segja af sér
embætti. Blaðinu hefur borizt
bréf frá Valdimar, þar sem hann
ber allar frásagnir um slika upp-
sögn til baka. Hann muni gegna
stöðu sinni sem fjármálaráðherra
áfram til 7. janúar 1975.
Hitt er rétt, að Valdimar hefur
tekið þá ákvörðun að verða ekki i
kjöri fyrir næsta fjögurra-ára
kjörtimabil, og kemur það fram i
bréfi Valdimars.
Gæzlumenn á Kleppsspítala
hætta störfum 1. ágúst
—hs—Rvik. Rúmlega 20 gæzlu-
menn, sem starfa við Klepp-
spltalann, munu leggja niður
störf sin fimmtudaginn 1. ágúst
n.k. Hafa þeir sagt upp með lög-
legum fyrirvara, þriggja mánaða
hinir fastráönu, en lausráðnir
með viku fyrirvara. Stafa þessar
uppsagnir af óánægju með launa-
kjör, en gæzlumennirnir, öðru
nafni aðstoðarfólk við hjúkrun,
eru i 12. launaflokki opinberra
starfsmanna, en telja sig eiga að
fá greitt eftir 14. launaflokki
Gæzlumennirnir hafa nú sent
öllum fjölmiðlum fréttatil-
kynningu, þar sem þeir skýra
sjónarmið sin, og fer hún hér á
eftir:
„Eins og komið hefur fram i
fréttum, er mikil óánægja meðal
gæzlumanna á Kleppspitala
vegna launakjara þeirra. Við
slðustu kjarasamninga B.S.R.B.
höfnuðu gæzlumenn i 12. launa-
flokki, en starfsmenn annarra
stofnana, sem bera önnur starfs-
UMMMH
Tíminn er
peningar
Auglýsirf
i Timanum
heiti, en gegna hliðsiæðum
störfum, þyggja laun eftir 14.
launaflokki. Starfsmenn hafa
fengið litinn hljómgrunn hjá
hinu ' opinbera, og virðist eiga
að hunza kröfur þeirra, ,,um
samræmingu þessara mála” al-
gerlega. Gæzlumenn við geð-
hjúkrun á Kleppspítala telja, að
þeim sé sýndur lltill skilningur og
yfirvöld hafi næsta fornaldarleg-
ar skoðanir á starfi gæzlumanna,
og á þeim kröfum, er gerðar eru
til þeirra i starfi. t þessu sam-
bandi má minna á hinar bylting-
arkenndu framfarir, er orðið hafa
á meðferð og aðhlynningu geð-
sjúkra og má vera augljóst, að
störf allra stétta, er á geðdeildum
starfa, hafa breytzt að sama
skapi. Allir gæzlumenn hafa
gengizt undir persónuleikapróf,
er þeir hefja störf og hljóta einnig
margvislega fræðslu á spitalan-
um, sem miðar að þvi að gera þá
hæfari til starfa.
Allir gæzlumenn spitalans hafa
sagt upp störfum og óskað eftir
viðræðum við yfirvöld. Einu
svörin, er fengizt hafa frá opin-
berum aðilum, eru þau, að aug-
lýst verði eftir nýjum mönnum i
störf þeirra. Að vonum rikir mikil
óánægja meðal gæzlumanna og
standa þeir þvi fast á kröfum
sinum”.
SÝNING í USTASAFNINU
Opnuð hefur verið ný sýning I listasafni isiands, þar sem sýnd eru verk 49 listamanna, inniendra og er-
lcndra. Undanfarinn mánuð stóð yfir yfirlitssýning á verkum Ninu Tryggvadóttur, og er talift, að mörg
þúsund manns hafi séð hana. Hefur nú verið skipt um verk, og kennir að sjálfsögðu margra grasa á
þessari sýningu. Þó vildi Selma Jónsdóttir sérstakiega vekja athygii á 17 Munch-myndum, sem nú væru
sýndar. 14 þeirra voru gefnar safninu 1947 af Christian Gierlöff I tilefni komu Friðriks krónprins Dana,
en hin 3 voru gefin af Ragnar Moltzau. Hafa verkin verið I viðgerð I Danmörku og eru nú I nýjum
römmum. Einnig benti frú Selma á verk eftir hinn heimsfræga málara Róbert Jakopzen, sem lista-
safnið keypti I desember I fyrra. Hefði Jakopzen verið ákaflega mildur viðskiptis, og fékk iistasafniö
þau 8 málverk, sem þarna eru til sýnis, fyrir gjafverð. A sýningunni eru einnig sýndar 14 höggmyndir
eftir ýmsa listamenn. Veröur sýningin opin daglega kl. 1.30 til 4, til 15. september.
SKÖGARHÓLAR
Blla- og tjaldstæði
Tjaldstæói
Hjólhýsastæði
Bilastæói
Tjaldstæði
Bilastæi
LEIRUR
ferð bðnouó
a sunnudag
ÞINGVALLABÆR
VALHÖLL
Bilastæói
EFRIVELLIR HATlÐARSVÆÐI
Þingpallur Lúðrar Lúðrasveit
^4* n Bilastæði ('?] Miðstöð Umsjón
4* LJ Bila- og tjaldstæði @ Póstur
□ Tjaldstæði @ Salemi
D Hjólhýsastæði ® Skyndihjálp
1—I Þjónustusvæði ® Snyrtíng
i Akbraut 0 Stjórn
m m m Strætisv. leið S Strætisvagnar
Gangbraut & Veitinqar Sölutjal
KARASTAÐIR 2,6km
Bílastæöi I®!
». -
" LOKAÐ SVÆÐI
ÞJOÐHATIÐ
A ÞINGVÖLLUM
28.JÚLÍ 1974