Tíminn - 28.07.1974, Blaðsíða 11
Sunnudagur 28. júll 1974.
TÍMINN
11
Þuríður Guðmundsdóttir frá Bæ:
Kvœði þjóðhátíðarárið
1974
Ár og aldir liða, eyjan tigna, glæsta,
ónumin þú áður, ein i friði rasta.
Bar að þinum barmi bragna — stórra tiða,
ei sem þoldu ánauð yfirgangs að liða.
Höfðu lengi hrakizt hafs um sjóa kalda,
bak við lognin blunda brimsins kröppu faldar.
Höldar leita landa, lifsþrá huga fyllir.
Fanna krýndu fjöllin, fegurð sólar gyllir.
Eyjan elda og isa, óbyggð varst ei lengur,
hetjur hugumstórar hlutu bezta gengi.
Bauðstu barminn bliðan, brjóstin gróðri vafin.
Við sjóinn fyrðar fundu, feng sem var aflgjafinn.
Vöknuðu vættir landsins, vist var friður rofinn.
í striði áður staðið, stjórn og heill var klofin.
Sástu hildi háða, harmleik fyrri tiða,
Á banaspjótum bárust, burt var frelsi lýða.
Átti þjóð vor áður ógnir við að striða.
Myrkur, kröm og kulda, kvöl og vanmátt lýða.
Ýmsir illa þoldu ágang stærri þjóða,
Þorgeirs þáðu ráðin, þegnsins vitra og góða.
Staðið hafa að starfi, af stórhug hetjur þjóðar.
Fæðzt hafa undir feldi, frumhvöt stærstu glóðar.
Orka býr i æðum, undralandsins hvita,
fossa þess og fallvötn, fyrðar beizla og nýta.
Ellefu hundruð ára, okkar landið góða,
arðrán af sér staðið ætti lengur bjóða.
Græðum gömlu sárin, gróðri prýðum engi,
hátt nú kallið hefjum, höfum sofið lengi.
Ef að þjóðareining eflist meðal lýða
áfram djarft skal unnið, i anda breyttra tiða.
Hyllum fánafeldinn, fangamerkið góða,
frelsisröðull fagur, fangið gerir bjóða.
V egamótaútibú
Landsbankans
er komið á sinn stað
Landsbanki íslands, Vegamótaútibú,
tekur til starfa á nýjan leik
að Laugavegi 15, mánudaginn 29. júlí 1974.
Vegamótaútibúið verður opið
alla virka daga frá kl. 13.00-18.30 að venju
LANDSBANKINN
Vegamótaútibú
Laugavegi 15
MIÐSTOÐVAR-
KETILL
TIL SÖLU
Miðstöðvarketill er
til sölu/ með inn-
byggðum spíral.
Stærð2 1/2 fermetri,
auk brennara og
annarra fylgihluta.
Upplýsingar í síma
40053 eftir kl. 5 á
daginn.
Verktakaþjónusta
Gefum föst
verðtilboð í
efni og vinnu
ÞAKPAPPAIÖGN
í he'rttasfalt
EINANGRUN
fiysti-og kæliklefa
Orðsonding til
víðskiptamanna olíufólaganna
Vegna mikilla rekstrarfjárörðugleika eru olíu-
félögin neydd til að gera eftirfarandi ráðstaf-
anir:
Frá 7. ágúst 1974 falla úr gildi öll viðskipta-
og kreditkort, sem olíufélögin hafa gefið út
til bifreiðaeigenda, einstaklinga, fyrirtækja og
stofnana.
Frá sama degi verður bensín og aðrar vörur
aðeins selt gegn staðgreiðslu frá bensínstöðv-
um félaganna.
Vér væntum þess að viðskiptamenn vorir
taki þessum nauðsynlegu ráðstöfunum með
velvild og skiiningi.
REYKJAVlK, 25. JÚLl 1974
tsso!
Olíufélagið hf.
(ji
Olíuverzlun
Islands hf.
Olíufélagið
sheii Skeljungur hf.