Tíminn - 28.07.1974, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 28. júli 1974.
Menn og máUfni
Hátíð undir hamra-
veggjum Almannagjár
Á hátíðastundu
tökumst við öll í
hendur
Ellefu hundruð ár eru að baki —
ellefu hundruð ár liðin siðan við
teljum, að hafizt hafi til landsins
þeir mannflutningar, sem urðu
upphaf islenzks mannfélags. Fyr-
ir ellefu hundruð árum ætlum við,
að Ingólfur Arnarson og föruneyti
hans hafi stigið fyrstu sporin á
þeim slóðum, þar sem löngu siðar
reis höfuðborg tslands við fornan
túngarð hins fyrsta landnáms-
manns.
Alls þessa höfum við tslendingar
minnzt i sumar, og þó einkum á
þeim degi sem nu er runninn upp,
með þjóðhátið á Þingvöllum. i
þriðja sinn á þessari öld flykkjast
islendingar tugþúsundum saman
á hinn fornhelga stað, þar sem
þjóðarstolt okkar hefur risið hæst
og niðurlægingin orðið sárust á
liðnum öldum, til þess að fagna
áfanga i sögu þjóðarinnar og
gleðjast á virðulegan og hófsam-
an hátt, þar sem niður aldanna
blandast niði Oxarár og blátært
vatnið i gjánum hefur i senn
speglað „höfðingjans stolt og
tötraþrælsins tár” oftar og skýrar
en annars staðar, Með lotningu
rennum við enn einu sinni augum
upp hamraveggi Almannagjár,
virðum fyrir okkur Armannsfell,
sem forfeöur okkar helguðu
hollvættum þingstaðarins og
troðum þá velli, sem tugir
kynslóða hafa fetað á undan okk-
ur.
Við erum rik að eiga þennan
stað, þar sem allir geta tekizt i
hendur á hátiðlegri stundu, cg
farsæl að hafa stýrt málum okkar
á þann hátt, að i hverju brjósti
býr sú vissa, að forfeður okkar
hafi ekki til ónýtis þraukað langar
og myrkar aldir við áþján og
hörmungar heldur fleytt lifi þjóð-
ar yfir erfiðan hjalla til mikilla
sigra — sigra, sem fáar jafnsmá-
ar þjóðir hafa átt að hrósa.
Ólík kjör,
en somi arfur
Þó að við vanmetum ekki, hve
miklu siðustu kynslóðir, sem lifað
hafa og starfað i landinu, hafa
komið til vegar á skömmum
tima, skulum við ekki láta okkur
sjást yfir það, að dáðir þeirra,
sem fyrr hnigu að velli, voru engu
minni, þótt sumum þeirra entist
ekki einu sinni hamingja til þess
að vinna varnarsigra, heldur
urðu að lifa svo lifinu, að hvergi
sást rof. Það þarf engu minna
þrek og seiglu, nema siður sé, til
þess að standa ætið áveöurs án
vonar um veðrahlé, heldur en
sæta laginu, þegar það gefst. Þess
vegna hljótum við ekki siðui; að
dá þá, sem hömuðu sig, þegar
naprast blés um land og þjóð, og
gáfu aldrei allt frá sér, heldur en
hina, sem nýtt hafa gefin tækifæri
með atorku og þreki.
Reyndar getum við aðeins að
litlu leyti sett okkur i spor geng-
inna kynslóða. Hvað vitum við
um, hvaða harðfylgi landnáms-
menn þurftu til þess að rifa sig
upp með rótum, sigla á smáskip-
um með föruneyti sitt, konur,
börn og kvikfénað yfir úthafið og
reisa bú i ókunnu óbyggðu landi,
þar sem að engu var að hverfa
nema óvissum gjöfum náttúrunn-
ar, og reisa allt frá grunni við
frumstæðasta kost tækja? Svarið
við þeirri spurningu, hvernig
þetta mátti takast, felst kannski i
þessari setningu: „Allt var þá
kyrrt i veiðistöð, er það var óvant
manni”.
Hversu glöggt skynjum við,
hvað undir þvi var að búa, er allt
logaði i ófriði höfðingja á milli,
iðulega mátti vera ránsm.anna að
vænta i búfjárhaga eða gripahús
og menn voru hundruð saman
kvaddir til herferðar i önnur
héruð, hvernig sera á stóð? Hvaða
sálarstyrk þurfti fólk að vera gætt ■
til þess að horfast i augu við
hroðalegt mannfall i stórsóttum
eins og svartadauða og miklubólu
eða það afhroð, sem móðuharð-
Kagurt er um að litast af barmi Almannagjár.
indin höfðu i för með sér? Og hvað
um þá seiglu, sem var forsenda
þess, að fólk þraukaði af nær
tveggja alda verzlunareinokun
útlendra manna, sem höfðu það
aö markmiði að ná öllu, sem af-
gangs var af striti landsmanna i
sinri sjóð, án þess að hirða einu
sinni um, nema með höppum og
glöppum, að láta landsm. i té
þann varning, sem þeir urðu að
fá, ef þeir áttu að geta dregið fisk
úr sjó eða nagað grasstrá af bala
og yfirleitt dregið fram lifið? Slikt
lifsstrið er óneitanlega .orðið
býsna” fjarlægt i friðsamlegu
samfélagi nútimans, þar sem á er
að skipa læknum með hina við-
tækustu þekkingu og fullkomn-
ustu læknisúrræði, skuttogarar
eiga heimahöín i flestum sjóþorp-
um landsins og völlurinn er sleg-
inn með dráttarvélum og hey-
þyrlum, sem sópa grasið jafnóð-
um á vagn, ef menn kjósa svo við
að hafa. Og ekki siður er ævi
skrifstofumannsins orðin önnur
en forfeðranna er reistu frá
grundvelli bæi með langelda i
skála og ruddu merkur til.
heyskapar.
En allt um það erum við eitt
meö þessum gengnu kynslóðum,
Við stöndum á herðum þeirra, og
þær eru rótin, sem við sjúgum úr
næringu. Landið og sagan,
menningin og tungan, er sameign
okkar með þeim, og án þeirrar
sameignar værum við ekki
stréngur i hörpu þjóðanna, heldur
aöeins rúmlega tvö hundruð þús-
und hræður, sem allan heim
mætti einu gilda, hvorum megin
hryggjar lægju — fólk án sérstaks
gildis og sérstaks réttar til þess
aö ráða sér sjálft.
„Þetta land
a þig
Svo vel sem okkur vegnar nú i
þessu landi, sem landnámsmenn-
irnir helguðu sér og niðjum sin-
um, fer þvi þó fjarri, að við séum
komnir i eilifa sæluhöfn við
. rafljós okkar óg stofuofna, e'nda
væri slik sæluvist visastur vegur
til dáðleysis og andvaraleysis er
til lengdar léti. Við eigum margt
óhreppt,-og vonandi eygjum við
ný og ný markmið að keppa að
um ókomna tið An sliks lifsstriðs
myndum við koðna niðub. Við eig-
um lika um alla framtið margt að
verja og vernda — margt, sem lif
og heill liggur við, að við vökum
yfir. „Tungan geymir i timans
straumi trú og vonir landsins
sona”, og spillist hún eða glatist,
höfum við fyrirgert þjóðréttind-
um okkar. „Landið mitt og landið
þitt, laugað bláum straumi”, er
sú eign, sem dauðasök er að ljá
öðrum fangstaðar á. Frelsi og
forræði landsins er undirstaða
alls annars, og fari þar eitthvað
úrskeiðis, köllum við yfir okkur
þann voða, sem torvelt er gegn að
spyrna.
Það verður að vera fyrsta boð-
orð litillar þjóðarinnar, að hún á
landið.og landið á hana, og þar
mega engir aðrir hreppa neina
hlutdeild. Yfir hverri vöggu i
landinu ætti að raula hendingar
Guðmundar Böðvarssonar við
mömmu ljúf og pabba stúf:
„En þú átt að muna
alla tilveruna,
að þetta land á þig.”
Þeim mun betur mun okkur
farnast sem slikt hugarfar er
fastar grópað i hvern og einn.
Fdmenn þjóð
í veðurnæmu
landi
Þvi er ekki ósjaldan á loft hald-
ið, að við séum fá og smá og eig-
um heima á yzta hjara hins
byggilega heims. Hvort tveggja
má til sannS vegar færa. Samt er
það svo, að okkur hefur betur
farnazt en fjölda þjoða, sem búa
við mildara veðurfar, og það er
að minnsta kosti örugg sönnun
þess, að við höfum ekki hlotið
iand utan hins byggilega heims.
Við þurfum ekki að ala kviðá i
brjósti. Við getum með góðum og
gildum rökum, sem alls staðar
blasa við okkur og birtast okkur
daglega i lifi okkar, trúað á land
okkar, gagn þess og gæði, enda
mun mála sannast, að farsæld
þjóða er meira undir hugarfari og
Íifsviðhorfum mannfólksins kom-
in heldur en þvi, hvort löfthitinn
er nokkrum stigum hærri eða
lægri. Svo lengi sem við iifum og
störfum með þvi hugarfari, sem
veitir brautargengi, getum við
vænzt þess, að landið verði okkur
gott, þrátt fyrir margs konar
veðrabrigði.
Og smæð þjóðarinnar er þá
fyrst viðsjárverð, ef við miklum
hana fyrir okkur og látum hana
smækka hvert eitt okkar, slæva
vilja okkar og varpa skugga á
tilveru okkar. Jafnvel fámennið
hefur sina kosti, og þá mikla.
Okkur riður bara á þvi að láta
ekki minnimáttarkennd gera
okkur hugdeig, heldur bæta
fámennið upp með þvi að hver og
einn skipi sem bezt sitt rúm,
hvert svo sem það er Við verðum
öíl i sameiningu að vilja staðfast-
lega vera við sjálf, ráða högum
okkar i bliðu og striðu, treysta á
okkur en ekki aðra. Enginn muri
bera’teljandi umhyggju fyrir ok-
ur, ef við gerum það ekki sjálf, og
okkur veitist ekki reisn og áræði
nema heimafengið sé. Það eru
viturs manns orð, að óttinn sé
slæmur ráðgjafi, og svo mun
reynast bæði þjóðum og einstakl-
ingum, hvenær sem nokkurs þarf
við, og á sama hátt er minni-
máttarkennd reikull áttaviti. Það
gildir að treysta sjálfum sér og
halda jafnan vöku sinni.
Sjálf er saga þjóðarinnar til
vitnis um það, til hvers dró, þegar
hún vantreysti sér að fara $inar
götur á trú á getu sina og leitaði i.
annarra skjól.
Friðarsamning
arnir miklu við
fósturjörðina
Um þessaf mundir eru um sjö
aldir siðan þjóðinni var sundrað
með innanlandsdeilum og lands-
forræði lagt i hendur Hákonar
gamla. Af þvi supu tslendingar
seyðið langar aldir, og var nærri
hvort tveggja gengið, mannfólk-
inu og laridinu.
Þessa ber landið menjar, þó að
mannfólkið hafi rétt sig úr kútn-
um. En ékki er við þá að sakast,
er börðust fyrir lifi sinu, þótt
sambúð þeirra við landið yrði
ekki ákjósanleg. Við getum ekki
kastað steini á þá. Og raunar
erum það við sjálf, sem nú erum
uppi, sem eigum landinu
ógreidda skuld. Það var flegið
sverði á fyrri öldum, svo að fólkið
mætti hjara, og ekki slitnaði
þráður kynslóðanna. Við, sem nú
erum uppi, eigum tilveru okkar
að þakka þeim skatti, sem af
landinu var tekinn.
Fram til þessa hefur engan
veginn verið saminn fullur friður
I sambúð lands og þjóðar, né það
endurgreitt i neinum mæli, er frá
landinu var tekið. Þess vegna er
það timamótaatburður, að i dag
veröa staðfestir hinir miklu
friðarsamningar, er landið hefur
beðið éftir, og hafnar afborganir
af striðsskuldum liðins tima. A
sjálfum Þingvöllum gerist sá
sögulegi atburður, að forráða-
menn lands og þjóðar á alþingi
stiga á stokk meiri, skipulegri og
viðtækari landgræðslu en áður
eru dæmi um. Þvi skal lokið, að
við tökum meira frá landinu en
við gefum þvi, og gróðrinum i
þess stað hjálpað til þess að nema
á ný margan reit, sem farið hefur
i sand eða orðið örfoka á annan
hátt.
A þeirri stundu, er alþingi sam-
þykkir landgræðsluáætlunin i
dag, getur þjóðin andað léttar og
rétt enn betur úr sér en áður. Hún
hefur ásett ser að inna af höndum
manndómsverk, sem i fyllingu
timans mun gera landið betra,
fallegra og byggilegra og arð-
samara niðjum okkar, sem
ávaxtanna munu njóta, og von-
andi munu siðan græða fleiri og
stærri landflæmi en okkur auðn-
ast að þekja gróðri.
í upphafi þessarar aldar sáu
skáldin i draumum sinum þá „tið
er sárin foldar gróa”. Ung-
mennafélagarnir hétu I eldmóði á
sjálfa sig að skrýða landið skógi.
Þar var sáð frækorni nýrra
hugsjóna. Við höfum þreifað fyrir
okkur um framkvæmd þessara
drauma. Nú er sú stund komin, að
við ætlum að leggja okkur fram af
alefli. Sú ákvörðun má ekki vera
alþingis eins og þeirra, sem
stjórna málum okkar. Hún verður
að eiga hljómgrunn í hverri ein-
ustu sál, og allir verða að finna og
skilja, að þetta er okkur land-
varnamál — okkar herskylda,
sem enginn má skorast undan,
enda herkvaðning, sem öllum ber
að gegna ljúfu geði — i senn miklu
ljúfari og göfugri en venjulega er
táknuð með þessu orði.
Ný þjóðhótíð —
ný vakning
Arið 1874 var i fyrsta skipti
haldin þjóðhátið á íslandi. t
kjölfar hennar varð mikil vakn-
ing meðal þjóðarinnari, enda
fengu tslendingar þá stjórnar-
skrá og visi að heimastjórn.
Vissulega hafði jarðvegurinn
lengi verið urinn, og sjálf var
stjórnarskráin árangur af ára-
tuga langri baráttu Jóns Sigurðs-
sonar og fylgismanna hans. En all-
ar sýnilegar framfarir i landinu
hafa o.rðið á þessum hundrað ár-
um, er liðin eru frá þjóðhátiðinni
1874.
Nú er«aö okkar og þó einkum
hinna yngri kynslóða, að láta
landnámshátiði,na 1974 einnig
marka tímamót i þjóöarsögunni:
Láta hana verða aflvaka, sem
gagnsýrir þjóðfélagið, eflir nýjar
hugsjónir og eykur framkvæmda-
hug, svo að enn megi ný stór-
merki gerast og við eigum nýjum
stórbrotnum sigrum að fagna, er
næst verður þjóðhátið á Þingvöll-
■um — kristnitökuhátiðin árið
2000. En svo mjög sem hugur
okkar stefnir til verklegra
framkvæmda, þá er hitt ekki sið-
ur að vona, aðandlegarframfarir
verði i landinu, svo að ýmsir mis-
bresíir i fari þjóðarinnar, sem um
skeið ollu ugg um sómasamlega
framkvæmd þeirrar þjóðhátiðar
er nú er haldin, verði burtu máð-
ir. Þvi að háar hallir, greiðir
vegir og stórfengleg orkuver
munu þá fyrst færa okkur fulla
hagsæld og hamingju er fólkið,
sem þessa nýtur.hefur hlotið þá
andlegu kjölfestu, sem gefur heill
og heiður. — JH.