Tíminn - 28.07.1974, Side 13

Tíminn - 28.07.1974, Side 13
TÍMINN 13 Sunnudagur 28. júli 1974. r V_ Útgefandi Framsóknarfiokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Eitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300-18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiöslusimi 12323 — auglýsingasinii 19523. Verö i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. Blaðaprent h.f. Fósturlaun í dag minnist þjóðin 1100 ára fastrar búsetu á Is- landi með þjóðhátið á Þingvöllum, en viða um landið hefur þessa afmælis verið minnzt með sér- stökum héraðshátiðum, og eftir er að halda nokkr- ar slikar hátiðir. í upphafi var það ætlunin að 1100 ára byggðarafmælisins yrði aðallega minnzt með einni mikilli þjóðhátið á Þingvöllum, sem stæði i þrjá daga, en við nánari athugun þótti hyggilegra að dreifa þessum hátiðahöldum um landið, enda hefur það ótvirætt tryggt miklu almennari þátt- töku i þeim. Islendingar hafa vissulega margs að minnast i tilefni af ellefu alda afmæli byggðar i landinu. Það verður ekki rifjað upp til hlitar i stuttri grein, og þvi verður ekki reynt að gera það hér. En eitt ber þó hæst af öllu og má sizt af öllu gleymast. Það eru þakkirnar til landsins, sem á rikastan þáttinn i til- veru íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar. Þess verður lika sérstaklega minnzt á þjóðhátiðinni á Þingvöllum. Alþingi kemur þar saman til auka- fundar i dag, og verður það verkefni þess að leggja siðustu hönd á samþykkt landgræðslu- og gróður- verndaráætlunar, sem ætlunin er að komi til fram- kvæmda á fimm næstu árum. í greinargerð þeirri, sem fylgir tillögunni, er m.a. komizt svo að orði: ,,Landið hefur nú fóstrað þjóðina i ellefu hundruð ár. Gróðurinn á landinu og lifið i hafinu umhverfis það hafa alla tið verið undirstöður þjóðlifsins, og svo er enn. Sambúð lands og þjóðar hefur stundum verið hörð, og vist er, að landið hefur goldið mikið afhroð i þeim samskiptum. 1 harðri lifsbaráttu neyddust menn oft til þess að ganga nærri landinu, skerða gróðurinn til þess að bjarga lifi sinu og sinna. Þjóðin varð að taka lán hjá landinu, þegar verst lét, til þess að geta lifað. Enn er sú skuld hvergi nærri goldin. Nú er öldin önnur en áður var. Stórsókn hefur staðið um sinn i ræktun, landgræðslu og skógrækt, og árangur orðið stórbrotinn. Samt er mikill hluti landsins enn i sárum, uppblásin auðn, og gróður er enn viða á undanhaldi, svo að hætta stafar af. Markmiðin i landgræðslu- og landnýtingar- málum hljóta að vera þessi: Stöðva uppblástur, sandfok og aðra jarðvegseyðingu, koma gróður- nýtingu i byggðum og óbyggðum i það horf, að gróðri fari fram. Hlynna að skóglendi og tryggja, að það gangi ekki úr sér. Leggja grundvöll að nýjum skógum til fegrunar, nytja, skjóls og úti- vistar. Græða örfoka og ógróið land, sem æskilegt er að breytist i gróðurlendi. Efla rannsóknir og til- raunir á þessum sviðum, þannig að það, sem gert er, hvili á traustum grunni.” Áætlunin nær til allra þessara þátta. Með henni er stefnt að þvi að gera nýtt, myndarlegt átak i þessum efnum til minningar um 1100 ára búsetu þjóðarinnar i landinu. Ætlazt er til þess, að áætlunin marki timamót i viðleitni þjóðarinnar til þess að bæta og fegra land sitt og gjalda þvi fóstur- laun. Þ.Þ. Gustav Barfod, Weekendavisen: Vestur-Evrópa þarf að vera óháð risaveldunum Óvissa um NATO, þegar illa árar Hvaö eru þeir aö brugga? knúinna kenninga sósialism- ans. TAKIST okkur framvegis að sigrast á þeim efnahags- og félagslegu erfiöleikum, sem fylgja fjármagns- og orku- skorti, og koma aö nýju á almennum og trúverðugum framförum, getum við senni- lega haldið Atlantshafssam- vinnunni áfram, eins og ekki hafi i skorizt, og hinir trúu fylgismenn þeirrar samvinnu gera sér sýnilega vonir um það, ýmist visvitandi eða ósjálfrátt. En eins og nú horf- ir, liggur öllu beinna við að gera sér grein fyrir öðru við- Samstarf Atlantshafs- bandalagsrikjanna hefur yfir- leitt ekki gengiö snurðulaust, nema framfarir hafi rikt. Það virðist ekki vel fallið til þess að lánast, þegar miður gengr ur. Til þess að svo megi vera, er það annars vegar of ein- ræðiskennt, og hins vegar of laust I böndunum. Annað hvort lýtur samstarfið alveg drottinvaldi Bandarikja- manna, eða þjóðlegir sérhags- munir hindra það. Meðan svo háttar, verður slikt rikjasam- starf á jafnréttisgrundvelli óhugsandi, enda ekki lýð- ræðislegur möguleiki að það þrffist i hernaðarbandalagi. NAPÓLEON hitti Alexander keisara á timburfleka á ánni Njemen i júni 1807. Hitler hitti Molotov i skrifstofu kanslar- ans i Berlin I nóvember 1940. Nixon hitti Brezjnef; " um mánaöamótin júni-júli 1974. Þetta eru þrir mismunandi fundir við mismunandi að- stæður, sögulega séð. Þrátt fyrir það staldrar hugurinn við sameiginleg einkenni. All- ir eru fundirnir haldnir að unnum „glæstum vestrænum sigrum”. Napóleon hafði sigrað Þjóð- verja, Hitler Frakka og Nixon Efnahagsbandalagsþjóðirnar niu. t öllum þremur tilfellun- um leita tveir andstæðingar i heimsmálum skjóls hvor hjá öðrum til þess að koma á betri skipan á áhrifasvæðum hvors um sig.Stuðnings er leitað hjá andstæðingi sinum til þess að standa betur að vigi gegn nálægum óvinum, eða til þess að eiga hægara með að hafa yfirhöndina i skiptunum við bandamenn sina og „vini”. ÞETTA er sigild aðferð, sem er eölisgróin heims- stjórnmálunum. Hún hefur yfirleitt gefizt báðum aðilum mjög vel, en tiðast hefur annar hvor farið illa út úr skiptunum, þegar til lengdar lét. t tveimur fyrri tilvikunum af þeim þremur, sem nefnd voru hér á undan, endaði þetta með ósköpum fyrir þann aðil- ann, sem óþolinmóðari var. Napóleon lauk ævi sinni sem fangi á Sankti Helenu. Hitler svipti sig lifi I sprengjuhelda byrginu undir kanslara- bústaönum, þar sem hann og ' Kippentrop höfðu reynt aö skipta heiminum upp i sam- ráði við utanrikisráðherra Stalins tæpum fimm árum áður. Þeir Nixon og Brézjnef biða hins vegar dóms sögunn- ar. IBÚAR meginhluta Vestur- Evrópu eru ánægðir með stefnuna, sem siglt er eftir. Mörgum þykir betur farið, að Bandarikjamenn skuli hafa náð undirtökunum á vestræn- um bandamönnum sinum i krafti dollara og oliuskorts, og geti af þeim sökum reynt að herða á viðleitni sinni til lækkaðrar spennu með sam- komulagi við Rússa. t margra augum er þetta, ,skipulegt afturhvarf” til þess heimsástands, sem tryggði hinum auðugu vesturveldum frið og velmegun i hartnær aldarfjórðung. En þessi rök- semdafærsla er meira en litið vafasöm, ef ekki beinlinis hættuleg. Atlantshafssáttmálinn var ekki orsök velmegunarinnar, hedur Marshall-aðstoðin. Hið bandariska fjármagn olli miklum efnahagsframförum, og þess vegna gekk samvinn- an i varnamálunum nokkurn veginn áfallalaust. ATLANTSHAFSBANDALAG- IÐ þandi kjarnorkuhlíf sina yfir Evrópu, sem naut ekki að- eins stjórnmálafrelsis að mestu, heldur öðlaðist einnig trú á efnahags- og félagslega framtið sina I krafti samvinn- unnar. Utan áhrifa- og valda- svæðis Rússa mátti heita, að allir væru hollir vesturveldun- um. Járntjaldið reis þar sem áhrifasvæði rauða hersins þraut, en milljónir manna flýðu gegnum þetta járntjald, af þvi að þeir vildu heldur stjórnmálafrelsi og efnahags- framfarir en félagslegan og efnahagslegan vanmátt fram- horfi. Sé að hefjast hjá vestrænu þjóðunum timabil heiftúðugr- ar baráttu i stjórn- og félags- málum vegna efnahagslegrar afturfarar eða stöðnunar, hljóta vestrænar þjóðir að glata innbyrðissamheldni sinni og aðlöðunarmætti i stjórnmálum út á við. Verði rikjandi almennur skortur á trausti á hið vestræna fram- leiðslukerfi, ofan á veikar og vanmáttugar rikisstjórnir — og slik vantrú er þegar farin að gera vart við sig, ekki hvað sizt meðal æskufólks — fá Rússar blátt áfram tækifæri til þess að taka heiminn af hjörunum. Þá getur þeim tek- izt að þoka járntjaldinu frá Saxelfi, ef til vill til Rinar eða Ermarsunds, ef ekki alla leið að strönd Atlantshafsins. AÐSTÆÐUR vestræns efnahagslifs fara yfirleitt versnandi, og valdhöfunum i Kreml mun þvi takast að halda traustum tökum á Austur-Evrópu. Kreppan þrengir æ meira að fylgirikj- um Bandarikjanna i Evrópu, og samkvæmt gamalli reynslu munu þau reyna að koma vax- andi greiðsluerfiðleikum sin- um hvert á annað og á Banda- rikin. Við þær aðstæður mun valdhöfunum i Kreml lánast að skjóta fleygum sinum milli hinna vestrænu þjóba. Þá munu sovézkir stjórnmálamenn fá tækifæri og möguleika til að færa járn- tjaldið i vestur. EIGI Vestur-Evrópurikjun- um að auðnast að komast hjá þessari óheillaþróun, verða þau að sniða efnahags- félags- og stjórnmálasamvinnu sinni samevrópskan stakk. Það veitir mesta möguleika á aö sigrast á afturfarar vandan- um, sem við verðum óhjá- kvæmilega að leysa i samein- ingu. Það gefur einnig möguleika á samstarfi við Bandarikjamenn á jafnræðis- grundvelli. Ef okkur tekst ekki að koma þessu i kring, verðum viö háðir reipdrætti risaveldanna næsta aldarfjóröung. Við gegnum þá hlutverki högg- deyfis, hvort sem spenna verður meiri eða minni, likt og þýzku furstadæmin gerðu á Napóleonstimanum. Þá yrðu einnig allar horfur á, að við yrðum háðari Rússum en Bandarikjamönnum, þegar til lengdar léti. Rússneskir hermenn eru nú i Berlin og Weimar, vegna þess að Evrópumenn gátu ekki sætt sig við þýzka drottn- un viö vissar aðstæður. A öld- inni sem leið reistu kósakkar tjöld sin á Champs Elysées, vegna þess að Evrópumenn sættu sig ekki við franska drottnun. Ef einstök Evrópu- riki eru algerlega háð banda- riskri drottnun, næðu Rússar úrslitaáhrifum á gang mála i Vestur-Evrópu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.