Tíminn - 28.07.1974, Side 19
Sunnudagur 28. júli 1974.
TÍMINN
J!
19.00 Fréttir
19.15 Frá þjóðhátlð á Þing-
völlum — Framhald
19.20 Frosætisráðherra
kveður hátiðargesti.
19.30 Þjóðhátið lýkur.
19.35 tslenzk tónlist sungin og
leikin
20.25 Frá þjóðhátið I Hafnar,
firði (hljóðr. 21. þ.m.)
21.10 Frá þjóðhátið i Kópavogi
(hljóðr. 21. þ.m.)
2200 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Danslög
23.25 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
MÁNUDAGUR
29. júli
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. landsm. bl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55:
Séra Þorsteinn L. Jónsson
(a.v.d.v.) Morgunstund
barnanna kl. 8.45: Valdis
Halldórsdóttir les fyrrihluta
þýðingar sinnar á sögunni
um Rut og Jakob eftir Tor-
ben Gregersen. Tilkynning-
ar kl. 9.30. Létt lög milli
liða. Morgunpopp kl. 10.25.
Morguntónleikar kl. 11.00:
André Pepin, Raymond
Leppard og Claudio Viala
leika Triósónötu fyrir
flautu, selló og sembal eftir
Leonardo Vinci/ Janos Se-
bastyen og Ungverska
kammerhljómsveitin leika
Sembalkonsert eftir Al-
bertsberger/ Tékkneski fil-
harmóniukórinn syngur
noktúrnur eftir Leopold
Kozeluh/ David Oistrakh og
Vladimir Yampolsky leika
Fiðlusónötu I f-moll eftir Lo-
catelli-Ysaye.
12.00 Dagskráin, Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Síðdegissagan: Endur-
minningar Mannerheims.
Þýðandinn, Sveinn Ásgeirs-
son, les (27).
15.00 Miðdegistónleikar. Fil-
harmóniusveitin I Berlin f
leikur Serenötu i G-dúr (K-
525) eftir Mozart, Herbert
von. Kjartan Stjórn-
ar, Alfreð Brendel leikur
Pianósónötu i E-dúr op. 14
nr. 1 eftir Beethoven. Cleve-
land-hljómsveitin leikur
Sinfóniu nr. 8 i h-moll eftir
Schubert, Georg Szell
stjórnar.
16.00 Dagskráin. Tilkynning-
ar. (16.15) Veðurfregnir.)
16.25 Popphornið.
17.40 bagan: „Fólkið rnitt og
fleiri dýr” eftir Gerald
Durrell. Þýðandinn, Sigrið-
ur Thorlacius, les (17).
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál. Helgi J.
Halldórsson cand. mag flyt-
ur þáttinn.
1940. Um daginn og veginn.
Þorsteinn Matthiasson
kennari talar.
20.00 Mánudagslögin.
20.30 .......og þá fékk ég
heilsuna” Guðrún Guð-
laugsdóttir ræðir við
Tryggva Einarsson bónda i
Miðdal.
21.00 A ólafsvöku. Færeyskir
listamenn leika og syngja.
21.30 Útvarpssagan: ,,Ar-
minningar” eftir Sven Del-
blanc. Sverrir Hólmarsson
og Þorleifur Hauksson lesa
(9).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. tþróttir
Umsjón: Jón Ásgeirsson.
22.40 Hljómplötusafnið i um-
sjá Gunnars Guðmundsson-
ar.
23.35 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
IBllill
Sunnudagur
28. júli 1974
10.45 Þjóðhátið á Þingvöllum
Bein útsending Ráðgert er
að sjónvarpa beint öllum
hátiðahöldum dagsins. Þau
hefjast um klukkan 11.00 og
lýkur væntanlega laust fyrir
klukkan 19.00 um kvöldið.
Hlé verður á útsendingu frá
kl. 12.00 til kl. 13.20.
Nýkjörið Alþingi kemur
saman til fundar á Lögbergi
kl. 11.00. Eftir hádegi
verður Þjóðhátið sett.
Biskup landsins flytur
ávarpsorð, og siðan hefst
þjóðarganga. Þá ávarpar
forseti íslands þjóðina, og
flutt verður hátiðarljóð.
Ennfremur flytja erlendir
gestir ávörp, og við lok
hátiðarinnar flytur for-
sætisráðherra ræðu. Auk
áðurnefndra atriða syngja
kórar og Sinfóniuhljómsveit
íslands leikur, og einnig
verða iþrótta- og dans-
sýningar.
18.40 Hlé
22.00 Fréttir
22.55 Veðurfregnir
23.00 Eftir 1100 árMynd, sem
Sjónvarpið hefur látið gera i
tilefni Þjóðhátiðar. Brugðið
er upp svipmyndum úr at-
vinnulifi þjóðarinnar og
náttúru landsins, sem svo
mjög hefur mótað söguna.
Umsjónarmaður Magnús
Bjarnfreðsson, en með
honum unnu að gerð
myndarinnar þeir Haraldur
Friðriksson, Erlendur
Sveinsson og Marinó Ólafs-
son.
23.30 Dagskrárlok.
Elva Björk Gunnarsdóttir, bókasafnsfræðingur, tekur til bskur, sem hún fer siftan meft heim tii vift-
skiptavina.
Ámoksturstæki
ekið á haf út
Gsal—Rvik — Um helgina stálu
tveir tvitugir piltar ámokstursvél
við Sandnám Kalmannstjarnar á
Reykjanesi. Byrjuðu þeir að leika
sér á vélinni og fiflast á henni, en
óku henni svo út I sjó.
Þegar flæddi að, fór vélin að
mestu I kaf, og er hún mikið
skemmd, ef ekki ónýt. Sökudólg-
arnir náðust i gær og hafa
viðurkennt afbrot sitt. Vélin var
um tveggja milljóna króna virði.
Hér er verift aft leggja af stað, Elva Björk setur bókakassann inn I bll
Borgarbókasafnsins, og siðan er haldið af stað.
Timamyndir Gunnar.
Mánudagur
29. júii 1974
20.00 Fréttir
20.25 Veður og augiýsingar
20.35 Neðansjávarhellarnir
við Bahama-eyjar Bresk
fræðslumynd um sérstæða
neðans jávarhella við
Bahama-eyjar og þjóðtrú,
sem þeim er tengd. Þýðandi
Guðrún Pétursdóttir. Þulur
GIsli Sigurkarlsson
21.30 Deilt með tveim Sjón-
varpsleikrit eftir Kristin
Reyr. Leikstjóri Gisli
Alfreðsson. Leikendur:
Herdis Þorvaldsdóttir, Jón
Sigurbjörnsson Halla Guð-
mundsdóttir. Brynjólfur
Jóhannesson og Elin Edda
Arnadóttir. Leikmynd
Björn Björnsson Stjórn
upptöku Tage Ammendrup.
Áður á dagskrá 29. nóvem-
ber 1971
22.20 íþróttir Umsjónar-
maður Ómar Ragnarsson.
Dagskrárlok óákveðin
Heimilis
ánægjan
eykst
með
Tímanum
Bókin heim
ný þjónusta Borgarbókasafnsins
GB—Rvik. — Borgarbókasafnið
hefur nú tekið upp nýja þjónustu i
sambandi við útlán bóka, en það
er að senda bækur heim til fólks.
Erhér einkum átt við aldrað fólk,
sjúklinga eða fólk, sem ekki á
auðveldlega heimangengt. Það er
Elva Björk Gunnarsdóttir, sem
sér um þessa deild Borgarbóka-
safnsins. Hún er bókasafns-
fræðingur að mennt, lærði i
Sviþjóð, og tók námið þrjú og
hálft ár. Hún vann einnig i
Sviþjóð, sá meðal annars um
bókasafnið á sjúkrahúsi Rauða
krossins i Stokkhólmi i fjögur ár.
Elva Björk er enn sem komið er
ein við hina nýju deild, sem stað-
sett er I Sólheimaútibúinu, og
nefnist deildin: Bókin heim. Elva
Björk er við simann á morgnana,
en þá getur fólk hringt i hana
(simi 36814), beðið um sérstakar
bækur eða látið Elvu Björk hjálpa
sér til að velja þær. Hún finnur
svo bækurnar eða setur fólk á
biðlista, ef þær eru i láni, og ekur
siðan með bækurnar heim til við-
skiptavinanna. Handa sjóndöpr-
um eða blindum hefur 'safnið
bækur á segulbandsspólum, tal-
bækur, og fer Elva Björk einnig
Tregur afli á
Ólafsfirði
BS-óIafsfirði — Afli hefur verið
heldur tregur, en þó kom ólafur
Bekkur með 140 tonn, og eins var
verið að landa úr Sigurbjörgu,
sem kom með 40 lestir. Atvinna
hefur verið mjög góð á Ólafsfirði
undanfarið. t sambandi við þjóð-
hátið Ólafsfirðinga er sýning á
heimilisiðnaði og ýmsum
munum, og var sýningin opnuð á
laugardaginn var og stendur til 2.
ágúst. — Mesta rigningin, sem
komið hefur á sumrinu, var um
siðustu helgi, en nú er gott veður
á ólafsfirði og um tuttugu stiga
hiti.
með þær heim til þeirra, sem þess
óska. Þetta fyrirkomulag, sem nú
er I fyrsta skipti tekið i notkun hér
á landi, er ekki mjög gamalt. Það
var fyrst tekið upp i Bandarikjun-
um I Cleveland, um 1940. Sviar
voru þeir fyrstu á Norðurlöndun-
um, sem tóku þetta upp. Starf-
semi þessi hófst i mai siðastliðinn
á Borgarbókasafninu. Safnið
keypti bil fyrir deildina, Volks-
wagen „rúgbrauð”, en i honum
ekur Elva Björk, þegar hún fer
með bækurnar til viðskiptavina
sinna. Fóik, sem ekki á heiman-
gengt, ætti að færa sér þessa
þjónustu i nyt,það þarf þá ekki að
biðja ættingja eða vini að skreppa
á bókasafnið fyrir sig, heldur
aðeins að fara I símann og fá
samband við Elvu Björk og biðja
um þær bækur, sem það vill helzt
fá. Elva Björk er einnig með
bókalista, sem hún lætur fólki i té,
þannig að auöveldara sé að velja
bækur.