Tíminn - 28.07.1974, Side 28
Rannsóknir dr. Jens Ó. P. Pólssonar mannfræðings:
g::ði
fyrirgóöan mat
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Islendingar skyldari
Norðuriandabúum en Irum?
BH-Reykjavik. — Ýmsar mann-
fræðirannsóknir benda til meiri
skyldieika tslendinga við Skandi-
nava en íra. Þetta á einkum viö
um hára- og augnalit, sagði dr.
Jens Pálsson, forstöðumaður
Mannfræðistofnunarinnar I
Reykjavik, I viðtali við blaðið
fyrir skömmu, er það heimsótti
hann i stofnunina að Ásvallagötu
54.
Og Jens hélt áfram, er blaða-
maður innti hann frekar eftir nið-
urstöðum:
— Ég hef m.a. gert könnun á
tiðni ákveðinna manngerða á
Skandinaviu, á Irlandi og i Skot-
landi, og borið saman við tiðni
þeirra á íslandi. Þessar mann-
gerðir eru skilgreindar eftir
háralit, augnalit og höfuðlagi,
þannig t.d. að til einnar gerðar-
innar eru taldir þeir, sem hafa
ljóst hár og ljós augu og eru lang-
höfðar. En þá er miðað við aö
höfuðbreiddin sé minni en 80% af
lengdinni. Mikil gögn liggja fyrir
um þessi einkenni manna, og þess
vegna er hægt að gera nokkuð
víötækan samanburð á þessum
grundvelli, þótt vissulega verði
að fara varlega í sakirnar.
— Þú varst að lýsa norrænni
manngerð áðan, var það ekki?
— Jú, svo mætti vist segja, þótt
þetta sé orðið hálfgert feimnis-
mál hjá ýmsum mannfræðingum,
siöan nazistar, og reyndar sumir
enskumælandi menn á undan
þeim, hófu þessa manngerð til
skýjanna og mistúlkuðu gildi
hennar með hinum alvarlegustu
afleiðingum, eins og kunnugt er.
Þetta Hnurit sýnir tiðni þess, hvernig litur hárs ogaugnaferö saman
meðal tslendinga. Norðmanna, Dana og Svía.. óbrotna linan táknar
tslendinga, brotnu strikin Norðmenn strikapunktalinan Dani og
punktallnan Svia. I er ljóst hár og blá/grá augu, II ljóst hár og
kembd augu.III dökkt hár og blá/grá augu, IV dökkt hár og kembd
augu, V dökkt hár og dökk augu Hér sjáum við linurit, sem sýnir munin
á tslendingum og trum og Skotum. óbrotna llnan táknar tslendinga,
strikalinan lra og strikapunktallnan Skota. Skýringar á rómversku
tölunuin eru hinar sömu og á hinu Hnuritinu
Nú eru sumir, sem allt að þvi
neita að viðurkenna, að fólk með
umræddum likamseinkennum sé
til. Þessi manngerð finnst nú
samt allvlða i veröldinni enn.
Viröist nálægt fjórði eða fimmti
hver maður i Noregi, Danmörku
og á íslandi, og enn fleiri í Svi-
þjóð, tilheyra þessari svokölluðu
norrænu manngerð, og er þá ekki
eingöngu átt við háljóshært fólk,
heldur lika það, sem er miklu al-
gengara, ljós-skolhært eða nán-
ast ljósjarpt. Séu hins vegar tald-
ir menn með ljóst hár og ljós
augu, án tillits til annarra ein-
kenna, þá mun láta nærri, að ann-
ar hver maður á Islandi og i
Skandinaviu sé þannig, en aftur á
móti fáir af hverju hundraði á ír-
landi og Skotlandi, eins og linurit-
in sýna. Þar er þessi manngerð
sjaldgæf, en hins vegar algeng-
astar þær langhöfðamanngerðir,
sem hafa dökkt hár, en ljós eða
kembd augu. Þær virðast álika
algengar þarna og norræna
manngerðin er i skandinavisku
löndunum.
A íslandi eru þessar dökkhærðu
manngerðir algengar, t.d. i Dala-
sýslu og liklega i Rangárvalla-
sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu.
Hreinir Islendingar með kol-
svart hár, og jafnframt dökkbrún
eða svört augu, fyrirfinnast hins
vegar sjaldan.
— Þú sagðir dökkbrún augu.
Ég hélt, að þau væru ekki óalgeng
hér.
— Jú, segir dr. Jens og sækir
augnaiitastiga inn i skáp. Það,
sem almennt er kallað brún augu
hér, reynist þegar betur er að
gáð, I góðu ljósi, kembd augu, mó
græn aö lit, eins og þú sérð á nr. 10
hér á alþjóða-litastiganum, eða
þá ljósbrún eins og nr. 11 og 12, i
hæsta lagi 13, eða kastaniubrún.
Algengt er, að fólk liti svo á, að
brún augu séu mjög einkennandi
fyrir Irlendinga, en það er mesti
misskilningur. Á Irlandi eru til-
tölulega fáir með verulega dökk-
brún augu, og þegar þau eru ekki
heldur algeng i Skandinaviu, þá
er varla við þvi að búast, að þau
séu það meðal íslendinga. Blá eða
blágrá augu hafa nálægt 70%
manna hérlendis.
Dr. Jens Ó. P. Pálsson
— Nú hafa íslendingar oft verið
taldir miklu dekkri á hár en Norð-
menn. Bendir það ekki til Irskra
áhrifa?
— Það virðist ekki vera mikill
munur almennt á háralit Islend-
inga og Norðmanna, eftir nýjum
og fyllilega sambæriiegum rann-
sóknum að dæma. Tiðni ýmsra
háralitaflokka er töluvert mis-
munandi eftir héruðum i Noregi.
T.d. eru dökkhærðir töluvert
miklu fleiri, hlutfallslega, i Vest-
ur-Noregi en austan fjalls og
sunnan. Með þetta m.a. i huga
verðum við að gera ráð fyrir þvi,
að nokkur hluti þeirra landnáms-
manna, er komu til Islands frá
Framhald á bls. 27
So_
Hér sjáum við linurit, sem sýnir muninn á Islendingum og trum og
Skotum. Óbrotna Hnan táknar tslendinga, strikallnan ira og strika-
punktallnan Skota. Skýringar á rómversku tölunum eru hinar sömu og
á hinum linuritum.
Landgræðsluáætlunin:
GERIR MARGT KLEIFT, ER
ÁÐURSATÁ HAKANUM
JH—Reykjavik — Ég vil ekki láta
hjá llða að lýsa yfir ánægju minni
vegna þeirrar samþykktar um
landgræðslu og gróðurvernd, sem
gerð verður á Þingvöllum, sagði
Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri við Timann. Og ég þakka
ekki einungis aukna fjárveitingu,
heldur og þá samstöðu, sem
náðist um þetta mál. En einkum
og sér I lagi vil ég ekki láta liggja
I láginni, hversu frábært starf
Eysteinn Jónsson hinn stjórn-
skipaöi formaður nefndar
þeirrar, sem áætlunina samdi,
hefur innt af höndum.
Þessi aukna fjárveiting land-
græöslunnar gerir okkur kleift að
sinna verkefnum, sem annars
hefðu ekki verið unnt að ráðast i,
og get ég þar nefnt áveitur, öflun
hentugra grastegunda til upp-
græðslu, sáningu i rofabörö og
margt fleira. En auk þess er
nefndarálitið gagnmerkt heildar-
rit um gróðurfar I landinu, nú, I
rauninni heildarúttekt á
gróðurfari i öllum sýslum lands-
ins, gerð með tilstyrk gagn-
kunnugra heimamanna.
Nú er stefnan að auka mark-
visst gróðurvernd og gróðureftir-
lit, sagði Sveinn ennfremur, og
mér er ljóst, að landgræðslu-
starfið verður að vinna á náinni
samvinnu við bændur landsins.
Það er ánægjulegt, að þetta sam-
starf hefur verið gott hingað til,
og ég vona að það verði enn
nánara i framtiðinni, enda getur
engum blandazt hugur um, að
hófleg og skynsamleg nýting
landsins er forsenda þess, að þvi
sé ekki ofboðið
Áríðandi tilkynning til
umboðsmanna Tímans:
Vinsamlega sendið uppgjör fyrir blaðiö til júniloka 1974 sem
allra fyrst.
Djúpvegur orðinn jeppafær
—hs—Rvik. Djúpvegurinn,
sem svo hefur veriö nefndur,
og liggur með ströndinni við
sunnanvert tsafjarðardjúp, er
nú oröinn jeppafær, og hefur
jafnvel verið ekinn á fólksbil
við góð skilyrði. Verður af
þessum vegi, þegar honum
verður lokiö hin mesta bót, og
má raunar segja að þá opnist
hringvegur á Vestfjarða-
kjálkanum.
Ennfremur ætti leiðin milli
tsafjarðar og annarra lands-
hluta að lagast til muna, þvi
yfir talsvert færri heiðar og
hálsa verður að fara.
Vegurinn frá tsafirði fyrir
botn Álftafjarðar og til Seyðis-
fjarðar hefur verið bilfær um
nokkurra ára skeið. Nýi
vegurinn liggúr siðan úr
Seyðisfirði yfir eiðið til Hest-
fjarðar, fyrir Hvitanes og i
Skötufjörð, en þaðan i ögur.
Þessum kafla verður lokið
næsta vor eða sumar.
Hinir innri firðir við Djúpið
hafa þegar verið vegaðir, og
úr Inndjúpi hefur lengi verið
akvegur yfir Þorskafjarðar-
heiði. Komið getur þó til
greina, að gerður verði nýr
vegur yfir hálendið suður i
Kollafjörð, en um það er
ekkert afráðið.