Tíminn - 04.08.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.08.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 4. ágúst 1974. Duglegir hjólreiðamenn Sirkusáhugafólk í Novosibrisk (Vestur-Siberiu) fékk tækifæri til þess aö horfa á frumsýningu hjá Vöndu og Valentin Ivanov, en þau hafa haft það aö starfi að þjálfa og sýna chimpansa. Chimpansarnir þeirra Ivanov- hjónanna eru sérstaklega vel þjálfaðir og hafa vakið mikla athygli alls staðar, þar sem þeir hafa komið fram. Þeir hjóla, ganga á linu og leika trúða og spila á hljóðfæri. Aparnir eru kallaðir Van og Nera, og hér sjáið þið þá á mótorhjólinu þeirra, en á ann- arri mynd, sem hér er einnig meö, er Nera að reyna að pumpa dekkið, sem hefur vist sprungið i hjólreiðatúrnum þeirra. Þægindi í auðninni Jarðfræðingar, oliuleitarmenn og byggingaverkamenn, sem þurft hafa að starfa i auðnum Siberiu, hafa alltaf látið sig dreyma um að fá tækifæri til þess að búa þar i sæmilegum husakynnum. Það hefur þó til skamms tima verið heldur erfitt, en nú er draumur þeirra að rætast. Hafin er framleiðsla á eins konar smáhýsum, sem likjast húsvögnum, en eru þó ekki á hjólum eins og venjulegir vagnar, en erufluttirmilli staða á flutningabilum. Hús þessi likjast einna helzt oliutönkum, sem lagðir hafa verið á hliðina. í húsunum eru tvö herbergi og eldhús og auk þess baðherbergi með sturtu og þvottavél og þurrkara, svo hægt er að þvo af sér, allt, sem til fellur. Húsin eru upphituð, og það er i þeim heitt vatn. Hægt er að halda húsunum vel heitum jafnvel þótt frostið utan dyra sé 50 til 60 stig. A annarri myndinni, sem hér fylgir, með, sjáið þið húsin, manna, sem búa I slikum eins og þau lita út að utan, en húsum, og er matsalurinn ein- hin myndin er úr matsal starfs- mitt i einum tankinum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.