Tíminn - 04.08.1974, Blaðsíða 22

Tíminn - 04.08.1974, Blaðsíða 22
22 TtMINN Sunnudagur 4. ágágt 1974. Aftalhjörn Aftalbjörnsson hefur búið I húsinu sinu við SkúlavttrAustlginn frá fæðingu og ætiar ekki að flytja. ItV* t>V': >w; i 'f » ftr:. Aðstoðarlæknir ðj„ í>» Staða aðstoðarlæknis á skurölækningadeild Borgarspftal- ans er laus til umsóknar. ^ Staöan veitist frá 1. september, til allt aö 12 mánaöa. '}'ý< Umsóknir, skulu sendar yfirlækni fyrir 20. ágúst, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar. >'V, Reykjavlk 1. ágúst 1974. ;'iy) Heiibrigöismálaráö Reykjavikurborgar. AUGLYSIÐ I TIMANUM Verkstjóri — Bifvélavirkjar Samband íslenzkra samvinnufélaga, véla- deild óskar að ráða til starfa verkstjóra.til að standa fyrir rekstri á nýju bifreiða- verkstæði. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi full réttindi. Ennfremur óskum við að ráða nokkra bif- vélavirkja. Fyrsta flokks vinnuaðstaða og fullkomin tæki. Upplýsingar gefur Jón Þór Jóhanns- son framkvæmdastjóri og Sören Jónsson deildarstjóri, Ármúla 3 á skrifstofutima. Sambandið véladeild. Framhald af 11. slöu. Það hafa orðiö miklar breyting- ar hér frá þeim árum, er ég var að vaxa úr grasi. Mér datt þá aldrei I hug, að það myndi verða einhver byggð handan Skóla- vöröuholts. En þetta er allt ein- stakt framtak hjá borgarbúum, sem oft hafa ekki haft úr miklu að spila, sérstaklega ef við tökum önnur lönd til samanburðar. Allt hefur þetta þó verið eðlileg þróun fram á við, og ég er ekki svart- sýnn á framtlð borgarinnar og hef trú á æskunni, sem hún uppfóstr- ar. — Hvort mig langi til þess að flytja héðan? Ætli maður flytji nokkuð fyrr en i lokin, sagði Aðal- björn að siöustu. Austurstræti. Páll Fróöason er einn þeirra, sem unniö hefur við það að hlaða veggi niður á Lækjartorgi og þar með lagt sinn skerf af mörkum við fegrun borgarinnar. Viö spurðum hann að þvl, hvort það væri ekki erfitt að vinna svona I miklum mannfjölda allan dag- inn: — Nei, ekki get ég nú sagt þaö, þó hefur fólk verið að vinda sér að manni með gáfulegar ábendingar svona af og til. Svoleiðis nokkuö verður maöur bara að umbera, segir Páll og hlær við. En það bendir nú auðvitað til almenns á- huga fyrir þvl, sem gert er til þess að fegra útlit borgarinnar, sem ég tel, að meira þurfi aö gera. Ekki gátum við truflað Pál miklu lengur, en við eitt lista- verkið I Austurstrætinu stóð Björn Jóhannsson og virti þaö fyrir sér: — Mér finnst gott hjá þeim aö gera þessa breytingu, þetta var allt of likt þvi, sem var I gamla daga á timum Innréttinganna, þótt ég hafi nú ekki veriö uppi á þeim timum. Það er nauösynlegt að breyta svolitið til, og einmitt þessi listaverk setja mikinn svip hér á götuna, segir Björn. — Hvort ég sé Reykvlkingur? Nei, þaö er ég ekki og þakka Guði fyrir, að ég hef aldrei veriö þaö. Þá hefði ég kannski farið á mis við svo margt annað, sem ég hef kynnzt, en mér finnst gott aö eiga heima hér, það verö ég að segja. Þó aö listamenn og ræöuhöld viö afhjúpanir séu auövitað ein helzta forsenda sýningarinnar, þá má ekki gleyma iðnaðarmönnun- um, sem ganga frá pöllum og veggjum til þess að koma lista- verkunum fyrir. Trésmiðirnir Sævar Sigurðsson og Sæmundur Sigursteinsson hafa unnið við uppsetningu hljómsveitarpalla við skólana, en voru nú að smiða þil, sem á áttu að koma lágmynd- ir við enda göngugötunnar I Aust- urstræti. — Jú, viö vonum náttúrulega, að allt fari vel fram, og ég held, að það ætti aö gera það, ef litið er á hinn mikla undirbúning að öll- um þessum hátlðarhöldum, segir Sævar. Við spyrjum Sæmund að þvl, hvort hann sé Reykvikingur og hvernig hann héldi, að borgin myndi lita út, ef ekki væri Esjan til þess að hafa til augnayndis. — Esjan? Ég er nú hræddur um, að það séu fáir, sem vildu missa Esjuna, enda veit ég ekki til þess, að það standi til. En mér finnst gott að vera Reykvikingur og uni vel við þær framkvæmdir, sem búið er að vinna og einnig þær, sem ennþá eru á byrjunar- stigi. í tjaldi I Austurstræti stóð Is- leifur Þorkelsson og seldi þjóð- hátiðarminjagripi. Sagði hann, aö salan gengi sæmilega vel, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig við okkur blaða- snápana. Þó fengum við það upp úr honum, að hann hefði búið I fjöldamörg ár I Reykjavik og teldi sig þvi Reykvlking, þótt hann væri fæddur og uppalinn I Vestmannaey jum. Austurstrætið er nú aö fá á sig raunverulegan svip göngugötu, og hafa þvi margir lagt leiö slna þangað I góða veðrinu á undan- förnum vikum. Einn þeirra manna, sem heim- sótti Austurstræti I vikunni, þegar við Timamenn vorum á ferð, heit- ir Sveinbjörn Timóteusson, en hann er ættaður ofan úr Borgar- firði, en hefur verið i Reykjavik frá árinu 1934. — Reykjavik hefur alltaf veriö skemmtileg og falleg borg, og svo er eins I dag, sagði Sveinbjörn, og það hefur alla tið verið kappkost- VerAandi lcknir á dráttarvél: Kristmundur Asmundsson. að aðprýöa borgina, enda ber hún þess augljós merki. — Hvort hann ætlaði á þjóð- hátlð? Ja, hann ællaði allavega að líta á hátiðarhöldin og fylgjast eitthvað meö. Veit ekki hvort pallurinn verður rifinn.... Yfirmaður stóra pallsins, sem veriðhefur I smlöum á Arnarhóli, heitir Ragnar Guðmundsson, og við hittum hann við vinnu sina. — Þetta er mikið mannvirki þessi pallur, sagði Ragnar, og lagði hamarinn frá sér um stund. — Pallurinn er 240 fermetrar með búningsklefum, og á sjálfu sviðinu ættu aö rúmast 200-250 manns. Ragnar er Reykvlkingur, og við spuröum hann um borgina: — Ég kann vel við mig I þessari borg og hef verið hér lengi. Aður var ég I önundarfirði, og þar kunni ég einnig vel viö mig. Sagöi Ragnar, að hann myndi ekki taka beinan þátt i hátlöar- höldunum, en hann ætlaði örugg- lega að fylgjast eitthvað með. — Ég er ekki hræddur um vln- drykkju á þessari hátlð, enda hafa þjóðhátiðir um land allt farið fram á hinn bezta hátt. Hins veg- ar veltur allt á veðrinu, hvernig til tekst, sagði hann. — Verður þessi pallur svo rifinn niöur á þriðjudaginn? — Ekki veit ég um það, en það teldi ég hina mestu vitleysu, þvl eins og" ég sagöi áðan, er þetta mikið mannvirki og ætti aö vera hægt að brúka eitthvað áfram, sagði Ragnar Guðmundsson, yfirsmiður, að lokum. I Mánafossi með Baldvin Segja má, að finna megi slagæð borgarinnar* við Reykjavíkur- Sævar Sigurösson hefur unnið að uppsetningu hljómsveitarpalla viös vegar við skóia borgarinnar. Stefán Hjartarson frá EgilsstttAum meö geyminn á Lönguhifölnnl. Ég verö aö fá aö óska ttllum til hamingju meö daginn, sagöi Baldvin Haraldsson á Mánafossi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.