Tíminn - 04.08.1974, Blaðsíða 11
TÍMINN
11
Kristjana Siguröardóttir aö róla
sér i heimspekilegum hugleiöing-
um.
þess að hann fengi einnig að taka
þátt i uppbygggingu borgarinnar.
Við nýbyggingu i Breiðholti II
hittum við fyrir ungan mann, sem
var að hreinsa timbur.
Hann heitir Arinbjörn Friðriks-
son og er átján ára. Við ræddum
við hann um Reykjavik og þjóö-
hátiðina.
— Mér finnst borgin vera á
mikilli uppleið, og þá kannski sér-
staklega hvað viðkemur þrifnaði.
Hins vegar finnst mér skipulagið
ekki vera til fyrirmyndar, aðal-
lega á þetta við um nýju hverfin.
Breiðholtið finnst mér t.d. frekar
illa skipulagt.
Um þjóðhátiöina sagði Arin-
björn:
— Ég er staðráðinn aö sjá hluta
af dagskrá hátiðarhaldanna. Ég
hef heyrt dagskrána og mér lizt
satt bezt að segja ágætlega á
hana.
Arinbjörn hélt áfram að
hreinsa sinar spýtur. Hann hefur
verið þrjú ár i byggingarvinnu og
sagði, að það væri ágæt vinna.
Hér voru bændabýli
allt um kring
Fyrir utan hornhús við Byggð-
arenda sátu nokkrar konur i sól-
skininu og létu fara vel um sig, en '
tóku um leið hendinni til við að
þrifa glugga. Við máttum til með
aö taka þær tali, en vorum heldur
á hraðferð, svo ekki gátum við
þegið kaffi hjá sómafólkinu Láru
Runólfsdóttur, Ásu Runólfsdóttur
og eiginmanni Georg Arnórssyni.
Hjá þeim var stödd i heimsókn
dóttirin Guðfinna, sem búsett er i
Bandarikjunum. Hvort þau færu
til þjóðhátiðarhalda?
— Jú,ég er nú hrædd um það,
sagði Ása, maðurinn syngur nú i
söngsveitinni Filharmóniu, svo
ekki mun maður láta það fara
fram hjá sér. — í sama bili kemur
Georg á vettvang og við spyrjum
hann um undirbúning:
— Við erum búnir að hafa þetta
8-9 æfingar á verkinu, sem heitir
Völuspá, og er sérstaklega samið
af Jóni Þórarinssyni i tilefni há-
tiðarinnar.
Við sögðum honum, að ýmsir
bæru kviðboga fyrir þvi, að ekki
myndi heyrast nægilega vel út úr
tjaldinu, sem er yfir hátiðarpall-
inum, en ekki var Georg smeykur
við það, enda myndi vera komið
fyrir mikrófónum hér og þar á
sviðinu og myndi söngnum siðan
verða útvarpað þaðan.
Ein kvennanna, Lára Runólfs-
dóttir er innfæddur Reykvikingur
og við settumst hjá henni með
blað og penna.
— Ég hef átt heima hérna I
Reykjavik frá barnæsku og alltaf
á sömu slóðum. Áður bjó ég i litlu
húsi hér rétt neðar við Bústaða-
veginn. Það er gaman að lita yfir
farinn veg og hafa orðið vitni að
öllum þessum breytingum og
framförum.
Lára sagði, að á fyrstu árunum
hefði hús þeirra raunar verið
„uppi i sveit”, þvi...
— ...hér voru mikil tún allt i
kring, lömb og kindur á beit, —
svo þið sjáið að breytingin er
geysilega mikil, sagði Lára.
— Mér þykir afskaplega vænt
um Reykjavfk, sagði Lára.
Við urðum þar með að hlaupa,
þvi að Reykjavik er orðin það
mikil stórborg, að ekki verður
komizt borgarenda á milli i einu
vetfangi.
Maður með geymi
og annar á bekk
A Lönguhliðinni hittum við fyr-
ir mann, sem var að gera við bil-
inn sinn.
Stefán Hjartarson heitir mað-
urinn og hefur þann starfa að
vinna á þungavinnuvélum. Sagð-
ist Stefán hafa búið i höfuðborg-
inni i fimm ár, en áður verið á
Egilsstöðum.
Við spurðum, hvort hann ætlaði
að taka þátt i hátiðarhöldunum
um helgina:
— Þvi miður hef ég ekki trú á
þvi, að ég geti fylgzt með dagskrá
hátiðarhaldanna, þvi um þessar
mundir er alltaf mikið að gera.
Þegar hann var spurður hvort
hann kynni vel við sig i Reykja-
vik, svaraði hann:
— Já, ég kann vel við mig i
Reykjavik og hef ekki hugsað
mér að flytja héðan. Mér finnst
borgin vel skipulögð, falleg og
hrein sagði Stefán að lokum.
Sigurður Jónsson, ættaður frá
Skógarkoti i Þingvallasveit sat á
bekk á Miklatúni og lét fara vel
um sig innan um allar fallegu
Ragnar Guömundsson, smiöur
frá önundarfirði, kvaöst ekki
vita, hvort pallurinn mikii yröi
rifinn aö þjóöhátiö lokinni.
Brynjar, Maja og Sveinbjörn
voru verkleg viö vinnu sina i
skólagöröunum i Breiöholti.
Þiö megið alls ekki taka mynd af
mér með ruslið, sagöi Marta
Sigurðardóttir, en það geröum
við.
Þessi mynd gæti nú allt eins verið tekin i sólarlöndum, en hún er nú samt tekin inni i Byggöarenda og
sýnir Georg Arnórsson, ásamt fjölskyldu sinni, og Láru Runólfsdóttur.
stelpurnar, sem voru að rembast
við að ná brúnum lit á kroppinn.
— Ætlar þú að taka þátt i há-
tiðarhöldunum?
— Jú, það ætla ég að gera. Mér
lizt vel á dagskrána, en ég hefði
viljað að áfengisverzlanirnar
hefðu lokað fyrir þessa hátið eins
og hina. Mér fannst mesti óþarfi
að vera að opna verzlanirnar
þessa viku, enda óttaðist ég að á-
fengisneyzla verði einhver á
þessari þjóðhátið, þótt það sé
bæði von min og trú að svo verði
ekki.
Og Sigurður bætir við, eftir
stutta þögn:
— Það mætti segja mér, að það
væri meira tap fyrir rikið, að hafa
þessar búðir opnar, þvi skemmd-
ir og spellvirki, sem unnin eru af
mönnum undir áhrifum, kosta
rikið óhemju fjármuni, auk allra
þeirra stofnana og heimila, sem
eru á snærum hins opinbera fyrir
áfengissjúklinga.
Við spurðum um Reykjavik:
— Ég er búinn að vera hér i
borginnifrá þvi á kreppuárunum.
Þá var erfitt að lifa hér, þó svo að
það kæmi ekki svo mikið niður á
mér. Hér hafa raunar verið mjög
stórstigar framfarir, allt frá ár-
inu 1918. Reykjavik er ákjósan-
legt bæjarstæði til allra hluta,
sagði Sigurður að lokum.
Sigurður Jónsson er sjúklingur,
en hann vann áður hjá Raf-
magnsveitum Reykjavikur og
siðar hjá Borgarverkfræðingi.
Að klippa sig
í kaffitímanum
Diana Baker, Herdis Sveins-
dóttir, Kolbrún Eggertsdóttir,
Kristin Friðriksdóttir, tviburarn-
ir Bjargheiður og Bergþóra Urð-
ur Þorvaldsdætur og Borghildur
Jónsdóttir eru meðal þeirra
kvenna sem ötullega vinna að þvi
að fegra borgina með vinnu i
skrúðgörðum, þar sem þær vinna
við margvisleg störf. Okkur bar
að, þegar þær voru i kaffihléi,
sem þær nota mest til sólbaða.
Við tylltum okkur hjá þeim i
skeifunni stóru á Miklatúni og
spurðum þær um álit þeirra á
Reykjavik.
— Mér finnst hún bara alveg
dýrleg, sagði Herdis, Samt er hún
kannski ekki alveg nógu hreinleg
og fólk þyrfti að vanda betur um-
gengni sina um garðana hér og
annars staðar.
— Það eru nú aðallega verk-
smiðjulóðir, sem eru óhreinar,
sagði Kolbrún og hinar tóku undir
það.
Hvort þær myndu láta sjá sig á
þjóðhátið?
— Jú þær héldu það nú, en þá
kannski mest á kvöldskemmtun-
unum. Hvort þær héldu að það
yrði mikið filleri?
— Ég vona að það verði ekki,
segir Kolbrún. Þetta er nú einu
sinni þjóðhátið okkar Reykvik-
inga og við þurfum nú ekki endi-
lega að verða okkur til skammar,
þegar allt hefur farið svona vel
fram úti á landi.
— Mér finnst nú asnalegt að
vera að loka Rikinu eins og fólk
vill láta gera. Ef einhver ætlar
sér að verða fullur á þjóðhátið, þá
er sá hinn sami örugglega búinn
Arinbjörn Frlöriksson hreinsaöi timbur I grlö og erg viö nýbyggingar I
Breiöholti.
að byrgja sig vel upp. Verzlunar-
mannahelgi er alltaf verzlunar-
mannahelgi.
Þóru Hjálmarsdóttur, sem
vinnur lika á Miklatúni á vegum
borgarinnar, fannst hárið á sér
orðið talsvert mikið of sitt, svo
hún bað vinkonu sina Báru Ólafs-
dóttur, sem einnig vinnur á
Miklatúni, að klippa það i kaffi-
timanum.
Bára handlék skærin eins og
hún hefði ekki gert annað frá
barnæsku. Þóra og Bára eru báð-
ar Reykvikingar og við spurðum
hvort þær ætluðu að taka þátt i
þjóðhátiðinni:
— Já, ábyggilega, sögðu þær og
Þóra bætti við, að hún ætlaði ekki
að missa sjónar af vikingaskipinu
með „Bessa og þeim”, eins og
hún orðaði það.
Þeim fannst báðum Reykjavik
falleg borg, enda eiga þær báðar
sinn þátt i fegrun borgarinnar.
Á öðrum stað á Miklatúni voru
margar stelpur komnar saman til
að kveðja tvær af samverkakon-
um sinum. Slógu þær upp mikilli
veizlu með is, kók.kexi og fleira
góðgæti og sögðu þær okkur að
veizlan ætti að kallast „Reykja-
vikurhátiðarveizla”.
— Við þurfum ekkert að borga
til þessarar veizlu, sögðu þær
tvær sem voru að hætta.
Ég flyt ekki fyrr
en í lokin
Niðri á Skólavörðustig var Að-
albjörn Aðalbjörnsson að dytta að
húsi sinu, eins og svo margir aðr-
ir á þessum góðviðrisdögum, sem
verið hafa undanfarið:
— Ég er fæddur hér i Reykja-
vik 1915 og hef búið i þessu húsi
siðan. Það var byggt 1913, svo þaö
er orðið nokkuð gamalt, en maður
reynir að halda þessu við og
fegra það litilsháttar, segir Aðal-
björn, og kemur niður úr stigan-
um. — Jú ætli ég faki ekki þátt i
almennum hátiðarhöldum um
helgina, og svo minum eigin, þvi
að ég á nefnilega afmæli núna á
laugardag og hef þess vegna eitt-
hvað til þess að halda upp á sjálf-
ur.
Framhald á 22. siðu.
tsleifur Þorkelsson seldi merki og dagskrár i tjaldi á göngugötunni.