Tíminn - 04.08.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.08.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 4. ágúst 1974. Byggt og búið í gamla daga XXXIII Húsið rauðmálaða, sem myndin er af, byggðu Norðmenn á Litla-Arskógsandi, er þeir hófu sildveiðar á Eyjafirði um 1880. Þeir byggðu þarna fleiri hús, t.d. Rósuhúsið, kennt við gerðarlega konu, sem lifði ógift, og sagði, er um varð rætt, að hún gæti ekki hugsað sér að búa með manni, nema hann væri sem annar Hannes Hafsteinn. Húsið fyrrnefnda var salt- og fiskihús, allstórt og vel viðað, byggt úr þykkum, sköruðum borðum eða plönkum, sterkt en illa einangrað og kalt. Timburgólf var i þvi. Gengið inn i fordyri að suðaustan og tröppur upp að fara. Or for- dyrinu var komið i stóran sal, og var litil stofa með hnfehátt upphækkuðu gólfi norðan við hann. Þar voru stundum sýndir sjónleikir, eftir að hreppurinn tók við húsinu og ungmennafélag hóf starfsemi á Arskógsströnd. Óæðri inngangur var norðaustanmegin I húsið og gnauðaði kaldur gustur frá sjónum oft á þeim dyrum. Á samkomum voru veitingar fram- bornar á loftinu uppi yfir salnum, og var kaffið þá hitað i litilli ibúð uppi. Setið var á bekkjum við langborð. Ibúðin var aðeins tvö herbergi litil, en geymsla á loftinu framan við. A lftinu bjó lengi Jóhannes Sigfússon, þá gamall sjómaður, dugnaðar- forkur, er fyrrum hafði verið kunnur forsöngvari og organisti. Framan af var byggingin kölluð norska húsið, en siðar ungmenna- félagshúsið — og skólinn. Það var rifið fyrir fáum árum. Vigfús Kristjánsson, bóndi eftir Guðbrand i Litla-Arskógi, eignaðist húsið og notaði allmörg ár sem verbúð, en reif það siðan og var viðurinn notaður i nýtt hús, Pálmalund. Þegar Arskógshreppi var skipt úr Arnarneshreppi árið 1911, var norska húsið keypt og það lagað að innan og notað sem þinghús, ungmennaféiagshús, og einnig sem skóli fyrir börn utan Þorvaldsdalsár. Stóðu málin þannig 1911-1939, er skóla- og samkomuhús var byggt i Stærra- Árskógi. Fyrstu barnakennarar voru: Ólafur Þorsteinsson bóndi á Krossum 1911-1915, þá Gunn- laugur Hallgrimsson kennari frá Hrappsstöðum i Svarfaðardal, Freymóður Jóhannsson list- málari og Sigurvin Edilonsson út- gerðarmaður á Sandinum. Þeir kenndu allir i norska húsinu. Unglingakennslu annaðist þar nokkur ár Ingimar Óskarsson grasafræðingur. Gekk undir- ritaður i skóla hjá þeim öllum. Snorri Sigfússon, siðar skólastjóri og námsstjóri, var prófdómari barna af Arskógsströnd og úr Hrisey vorið 1912 og var þá prófaö I fyrsta sinn i norska húsinu. Veturinn 1912 hélt Snorri námskeið fyrir unga menn i húsinu. Segir hann svo frá I bókinni „Ferðin frá Brekku”: „Þetta var gamalt salthús og fiskihús Norðmanna. Var reynt að gera það sem vistlegast. Stór, litt hefluð borð, baklausir bekkir. Voru þarna hörkuduglegir nemendur (og sumir frá árinu áöur), kunnu mikið og lásu, drukku lýsi og æfðu ýmis konar aflraunir. Og til voru þeir, sem böðuðu sig daglega úr sjó og létu ekki veðurfar aftra sér. Ég efast um að ég hafi nokkurn tima kennt harðduglegri hóp”. Á barna- skólaskeiði mínu, á árum fyrri heimsstyrjaldar, voru bekkir enn baklausir, en siðan komu sæmileg skólaborð og salurinn var panelþiljaður. Stór kolaofn var til upphitunar „I stóra salnum kennarar þuldu fræði fróð, far- ið var i bröndótta, sungin æskuljóð, skroppið út á skauta og skiöabrekka reynd, það skerpir þreyttar sálir og hressir eðlis- greind”. — Ungmennafélagið Reynir hélt oft málfundi og vin- lausar skemmtisamkomur i húsinu. Fyrir dansi lék Baldvin Jóhannesson frá Kleif prýðisvel á tvöfalda harmoniku. Hann lagði sál sina i leikinn. Þungt öldusogið við malarkambinn barst inn i salinn sem hæfilegt undirspil dansymsins og harmoniku- hljómsins. „Bjálkahúsið dunar af dansinum i kvöld, drag frá glugg- um, máni, þin húmskýjatjöld. Ljúfur skaltu liða um ljósan stjörnugeim, lýsa þreyttu fólki af gleðinni heim”. Myndin sýnir húsið, þegar það var orðið verbúð aftur, tekin um 1950. 1 27. þætti 23. júni var birt mynd af kirkjunni, sem byggð var I Stærra-Arskógi 1927. Hér er mynd Verðandi sjómenn við verbúð á Litla- Arskógssandi 1931. af fyrirrennara hennar, átt- strendri timburkirkju, sem byggð var 1898 og rifin 1927. Sú kirkja var reist á nýjum stað, en kirkjur fyrri tima stóðu i gamla kirkjugarðinum, rétt fram undan bænum. Þessi „aldamótakirkja” þótti mjög vegíeg, og við var brugðið útsýninu af svölum hennar. Aldamótarokið mikla skemmdi kirkjuna o.fl. byggingar. Yfir- smiður var Bergsteinn Bjarnason á Akureyri. Þessa mynd af kirkj- unni teiknaði Jón Helgason biskup árið 1922. Nýja skólahúsið i Árskógi stendur skammt norður og niður af kirkjunni. Þar hefur verið grætt út tún og gróðursett tré. Á myndinni sést kennarinn ganga á undan við heysnúninginn I brakandi þurrki. Myndin af Stóru-Hámundar- stöðum sýnir byggingarlag gamla og nýja tímans hlið við hlið árið 1935, en þá var byggt á. mörgum bæjum á Árskógsströnd, eftir „Dalvikurjarðskjálftana árið áður. Gamla búrið og baðstofan sjást á myndinni, netla hylur girðinguna að mestu. 1 baksýn Hrisey og Látraströnd. Loks er brugðið upp mynd af ungum verðandi sjómönnum við gamla sjóbúð á Litla-Árskógs- sandi. Þeir standa við bjóðin. Þessi búð stóð niöri á mölinni, en flestar búðirnar voru að mestu grafnar i háan melbakka fyrir ofan. Þær voru tveggja hæða, veiðarfæri o.fl. g^ymt niðri, en búið á loftinu. Nú eru húsin komin upp á bakkana og vel byggt hvar- vetna. Hafnargarður gerður út við Flatasker og gengur þaðan ferja til Hriseyjar. Gömlu sjó- búðirnar voru kenndar við eigendur sína, sjó- og þurra- búðarmennina, t.d. Franklins- búð, Kárabúð og Pálubúð. „Húsið” stóð uppi á melnum og var eign kenharans Sigurvins Edilonssonar. Þar uppi var einnig leikvöllurinn. > \ - 'v ; ' ^ *. . . Kirkjan I Stærra-Arskógi 1922 Gamalt og nýtt á Stóru-Hámundarstöðum MmMmHOMBaMWBnMnwnninMinnnMnnNHManBMMMni 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.