Tíminn - 04.08.1974, Blaðsíða 17

Tíminn - 04.08.1974, Blaðsíða 17
Sunnudagur 4. ágúst 1974. TÍMINN 17 Dr. Richard Beck: Þakkarverðar þýðingar Axel Thorsteinson rithöfundur heldur áfram að gefa út i bókar- formi þýðingar sinar af völdum erlendum smásögum. í fyrra kom út nýtt bindi þeirra ( Sögusafn Rökkurs III), en það er Bókaút- gáfan Rökkur i Reykjavik, sem stendur að útgáfunni. Má i þvi sambandi á það minna, að Axel hóf útgáfu timaritsins Rökkurs i Winnipeg 1922, á þeim árum, er hann dvaldi vestan hafs. Hefir hann siðan haldið tryggð sinni við okkur Vestur-íslendinga, og skil- ur vel og metur viðleitni okkar til varðveizlu Islenzkrar tungu og annarra ættar- og menningar- erfða okkar vestan hafs. Þetta nýja bindi þýðingasafns- ins nefnist Paul Busson: Skotið á heiðinniog sögur eftir aðra kunna höfunda (Sögur dulræns eðlis). Upphafsþýðing safnsins er hún dregur nafn af, kom upprunalega I Morgunblaðinu.en hinar flestar i RökkrL Ekki er það orðum aukið, þegar sagt er i bókarheit- inu, að sögur þessar séu eftir kunna höfunda, þvi að þeir hafa allir getið sér frægðarorð i heimalöndum sinum, og margir viðar um lönd. Mun þeirra kunnastur franski rithöfundurinn Anatole France, er hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels 1921. Sögur þessar eiga það sameig- inlegt, að þær eru dulræns efnis, en samtimis tilbreytingarikar og bera þvi allar glögg merki, að þar halda á pennanum höfundar sem kunna vel til sins verks um sér- stætt efnisval og túlkun þess, og um sambærilega frásagnarsnilld. Þær tala þvi til hins almenna les- anda og njóta sin vel i þýðingunni, þar sem saman fara lipurð i máli og smekkvisi. En Axel hefir eigi aðeins þýtt á isienzku fjölda prýðilegra smá- sagna, heldur einnig athyglis- verðar skáldsögur, og er þeirra merkust skáldsagan Eigi má sköpum rennaeftir ameriska rit- höfundinn Harvey Fergusson. Er hún á titilblaðinu réttilega nefnd „Amerisk verðlaunasaga”, og þvi til staðfestingar fer þýð- andinn um hana þessum orðum i forspjalli sinu: „Skáldsaga þessi er upphaflega valin til birtingar af The Literary Guild, bókmenntafélagi i New York. Sama árið (1954), sem hún kom út i sérútgáfu þess, komu fjórar aðrar, og siðar fleiri i kjölfarið.” Bæta má þvi við, að einungis úrvalsbækur hljóta slika viður- kenningu af hálfu þessa mikils- metna bókmenntafélags. Axel las þýðingu þá, er hér um ræðir, sem siðdegissögu i Rikis- útvarpi íslands sumarið 1973, og vakti sagan óvenjulega athygli hlustenda. Kom þýðingin siðan út i fyrra haust i bókarformi á veg- um Bókaútáfunnar Rökkurs, eins og fyrri þýðingar Axels. Skal þá stuttlega vikið að höfundinum, Harvey Fergusson, en æviferill hans er i megin- dráttum á þessa leið, eftir þeim heimildum, sem ég hefi getað aflað mér: Hann var fæddur i Albuquerque, Nýja Mexico, 1890. Eftir að hafa stundað háskóla- nám, gerðist hann blaðamaður og rithöfundur. Starfaði hann árum saman sem blaðamaður við kunn amerisk blöð, en vann einnig að kvikmyndagerð. Hann hefir samið fjölda skáldsagna, en þeirra mun sú, sem hér er gerð að umtalsefni, áreiðanlega vera tal- in merkust, enda hlaut hún eigi aðeins hina miklu viðurkenningu Thc Literary Guild.heldur einnig sérstaklega lofsamleg ummæli ritdómara amerisku stórblað- anna New York Herald Tribune og The New York Times. Hin siðari ár ævi sinnar átti Hervey Fergusson heima i Berkeley i Kaliforniu, og hefi ég ekki fundið upplýsingar um dánarár hans. En eftir útgáfu hins kunna uppsláttarrits Who's Who in Amerieafyrir árinl962 63, er hann horfinn þaðan, og virðist mér það benda til þess, að hann hafi þá verið látinn. Hverf ég þá aftur að þýðingu Axels af skáldsögunni, en bak- hjarli hennar fæ ég ei betur lýst en i þessum kafla forspjalls hans: „Aðalvettvangur sögunnar er smábær i Nýja Mexico, Don Pedro,og nefnist hún á frummál- inu The Conquest of Don Pedro, en söguhetjan hafði að marki i ævintýralegum leiðangri, að koma þar fótum undir sig, leggja bæinn og sveitirnar i grennd undir sig, sigra — og hann kom, sá og sigraði i þeirri baráttu, og er af þvi dregið heiti sögunnar á frummálinu, en „eigi má sköpum renna”, sannaðist hér sem oftar, og það heiti hefi ég valið henni i þýðingu minni.” Þetta heiti þýðingarinnar hittir ágætlega i mark. t hinu gagnorða forspjalli lýsir Axel þvi einnig glögglega, hvernig, að lok- inni borgarstyrjöldinni i Banda- rikjunum á siðastliðinni öld (1861—1865), framgjarnir ungir menn og aðrir streymdu til Nýja Mexico til þess að leita þar gæf- unnar, og hve margvislegar hætt- ur biðu hinna nýju landnema á leið þeirra þangað, að ógleymd- um þeim erfiðleikum, sem þeir urðu að sigrast á, þegar náð var áfangastaðnum. Söguhetjunni lýsir Axel á þessa leið, af glögg- skyggni og samúð: „Hann var einn af niðjum þjóðar, sem ofsótt hafði verið um aldir, en herzt i baráttunni og þroskazt að ótrúlegri seiglu i ævarandi baráttu gegn litils- virðingu og ofsóknum. Hann var Gyöingur.... Þessi maður, Leó Mendes, var friöarins maður alinn upp innan vébanda sterkra fjölskyldu- tengsla, þráði framar öðru frið og öryggi, en var á flótta undan ein- hverju, i leit að einhverju með ódrepandi seiglu. Sterk forlaga- trú var honum styrkur. Hann sigraði og beið ósigra, þráði framar öðru, er fram liðu stundir — að njóta friðar og hamingju i heimaranni, en þegar þess var ekki lengur kostur, leit hann á það sem vilja forlaganna, og án haturs, án beiskju sáttur við guð og menn, hélt hann áfram göngu sinni, enn i leit að hamingju, þeirri hamingju, sem felst i þvi, að vera trúr sjálfum sér — og fann hana, umvafinn örmum þeirrar auðnar sem hann eitt sinn hafði óttazt.” Höfundur sögunnar, Harvey Fergusson, var, eins og fyrr getur, fæddur i Nýja Mexico, og þvi gagnkunnur þeim landshluta og sögu hans, eins og skáldsagan ber glöggt vitni, þvi að þar fara saman lifandi staðlýsingar og sambærilegar mannlýsingar, enda taldi ritdómari New York Herald Tribune skáldsögu þessa vera „merkilegt listaverk”, en ritdómari New York Times fór um hana þeim oröum, að þar hefði höfundinum tekizt að ná blæ, svip og mikilvægi hins Nýja Mexico. Af nokkrum samanburði við frumritið fæ ég eigi betur séð, en að þýðingin sé mjög vel af hendi leyst bæði um nákvæmni efnis og málfar, og sverji sig, hvað það snertir, i ættina til fyrri þýð- inga Axels, er hlotið hafa að verð- leikum vinsamlega dóma. Tel ég verulegan feng að þýðingunni. Báðar bækur þær, sem hér hefur verið dregin athygli að, eru, eins og fyrri bækur útgáfunnar, smekklegar og vandaðar að ytra búningi. Landssíminn oa þjónusta hans í Timanum og Þjóðviljanum 24. júli er grein rituð af Guðmundi M. H. Beck á Kollaleiru i Reyðar- firði, þar sem hann spyr i fyrir- sögn, fyrir hverja þjónusta lands- simans sé og er niðurstaða hans sú, að hún sé lftil og minnkandi i sveitum landsins, jafnvel svo, að hann hvetur til þess, að menn hætti að greiða fyrir þessa þjón- ustu. Tilefni ritsmiða hans er m.a. nokkur stytting, sem varð á afgreiðslutima simstöðvarinnar á Reyöarfirði i byrjun þessa mán- aðar, er til framkvæmda kom samræming á afgreiðslutima póst- og simstöðva um allt land. Þessi samræming leiddi til nokk- urrar styttingar á afgreiðslutima sumra þeirra stöðva, sem lengst- an höfðu þjónustutima, en veru- legar lengingar á þjónustutima þeirra, sem höfðu hann stytztan, m.a. var öllum tveggja tima stöðvum breytt i fjögurra tima stöðvar. Þeir eru ekki margir notendur simans i sveitum, sem njóta tólf tima þjónustu virka daga. Sé hlutur þeirra bágur, mættu þeir þá sáran kvarta, sem verða enn um sinn að gera sér að góðu fjög- urra tima þjónustu. Notendur sveitasima i tengsium við Reyðar fjarðarstöðina eru þeim mun bet- ur settir en flestir, sem búa verða viö hina ófullkomnu þjónustu i sveitum landsins, að þeir eru tengdir stöð, sem hefur langan daglegan afgreiðslutima. Fyrir- svarsmönnum pósts og sima er, ekki siður en Guðmundi Beck, ljós hin brýna þörf fyrir bætta simaþjónustu i dreifbýlinu, en þvi miður nægir ekki góður vilji einn til þess, það þarf einnig til þess mikið fjármagn, sem stofnunin hefur ekki yfir að ráða, enda eru strangar hömlur lagðar á tekju- öflun hennar. Athugun hafði leitt i ljós, bæði á Reyðarfirði og viðsvegar um landið, að handvirk afgreiðsla var svo til engin seint á kvöldin eða snemma á morgnana, eða svo hverfandi lltil, að ekki þótti á- stæða til að hafa hennar vegna vakt á stöðvunum á þessum tim- um. Varð þvi úr, að felldir voru niður timarnir seinast á kvöldin, eða kl. 21-23, og fyrir kl. 9 á morgnana. Það er sú stytting, sem varð Guðmundi og 39 öörum „simnotendum” i Reyðarfirði til- efni til að skrifa fyrirsvarsmönn- um simans kröfubréf um aukna þjónustu. Þvi set ég simnotendur hér innan gæsalappa, að á bak við þá standa aðeins 15 notendasimar — af 17 alls, sem tengir eru við Framhald á bls. 27 M.A.N. framdrifsbifreið i góðu ásigkomulagi til sölu. Gerð 9.186 HA árgerð 1971. Hjólhaf 5200 mm. Ekin 100 þús. km. Hentug sem vöruflutninga- eða pall-bifreið. Nánari upplýsingar gefur. KRAFTUR H/F, Skeifan 5. Síinar: 85235, 82120. ÞórSveinsson og Hulda Marlsdóttir sýna lipurlegt handbragö viö leir munagerö á þróunarsýningunni I LaugardalshöII. Kreppir að græn- lenzkum bændum Sauðfjárbúskapur sem skiptir verulegu máli fyrir þrjú syðstu sveitarfélögin á Græn- landi, er nú i hættu. Orsökin er sú, að slitnað hefur upp úr samningum milli full- trúa fjárbænda og Grænlandsverzlunar. I Grænlandi eru um þrjátiu og fimm þúsund kiiidur settar á vetur, og verðmæti sauðfjár- afurða nemaur tugum milljóna. Nú blasir við að sauðfjár- búskapur á Grænlandi ber sig ekki lengur þar eð Grænlands- verzlun vill ekki hækka verðlagið til samræmis við almennt verðlag og aukinn tilkostnað. Við þetta bætist, að danska stjórnin hefur lagt niður tilrauna- bú það, sem hún rak, og bændur geta ekki lengur fengið til leigu tæki til jarðvinnslu. En fóður- bætiskaup eru þungur baggi, þvi að fórðurbætisverð hefur hækkað stórlega. Forstjóri Grænlandsverzlunar segir aftur á móti, að grænlenzkt dilkakjöt sé ekki samkeppnis- fært á markaði i Danmörku, þar eð það sé fjórðungi dýrara en kjöt frá Nýja-Sjálandi, miklar birgðir af grænlenzku kjöti liggi þvi óseldar. Hestaþing Sleipnis og Smára verður haldið á mótssvæöi félaganna að Murneyri á Skeiðum sunnudaginn 11. ágúst og hefst kl. 13.00. Keppt verður í: Skeiöi Folahlaupi Stökki Stökki 250 metra 250 metra 300 metra 600 metra Auk góðra peningaverðlauna hljóta 3 fyrstu hestar i hverri grein verðlaunapen- ing. Þá fer fram góðhestakeppni i A og B flokki innan félaganna. Mótsgestir velja hest dagsins úr hópi gæð- inga. Skráning keppnishrossa fer fram hjá Aðalsteini Steinþórssyni Hælipg Gunnari B. Gunnarssyni Arnarstöðum fyrir kl. 18.00 miðvikud. 7. ágúst. Góðhestar komi til dóms á mótsdag kl. 9.30 árdegis stund- vislega. Stjórnir félaganna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.