Tíminn - 04.08.1974, Blaðsíða 23

Tíminn - 04.08.1974, Blaðsíða 23
Sunnudagur 4. ágúst 1974. TÍMINN 23 Sæmundur Sigursteinsson vildi nú ekki fyrir nokkurn mun missa Esjuna. Sveinbjörn Timúteusson, heim- sótti Austurstræti. Siguröur Jónsson frá Skógarkoti, sem nú tilheyrir þjóögaröinum á Þingvöllum. JÞorkeil Samúelsson, iögreglu- maöur, kvaðst ekki hafa miklar áhyggjur af framferöi borgarbúa á.þjóöhátiö. höfn. Þar er að finna miðstöð inn- og útflutnings borgarbúa, og þar vinna margar hendur að þvl að afla þjóðarteknanna. Baldvin Haraldsson fundum við um borð I Mánafossi, og sagðist hann ekki vera Reykvíkingur, þó hann hefði flutzt hingað frá Akureyri fyrir 25 árum, og ekki heldur vera sjó- maður, þó hann færi stundum túr og túr, svona af og til. En við spurðum hann samt um Reykja- vlk, hvað honum fyndist um borg- ina?: —- Borgin hefur breytzt gifur- lega, bara frá 1950, og hún hefur breytzt til batnaðar. Varðandi Ibúa borgarinnar verð ég að segja, að ég er ekki um of sam- þykkur yngri kynslóðinni, eða þeim, sem eru um tvltugt nú, þetta fólk flýtir sér allt of mikið að verða fullorðið. Það er vissu- lega okkur að kenna, sem erum af minni kynslóð, þeirri, sem óx úr grasi um og eftir strlðsárin. Við létum okkar börn fá alltof mikið upp i hendurnar, en ég veit, að þau munu ekki láta sin börn fá allt gefins, ef svo mætti segja, segir Baldvin. — Ég verð nú ekki heima á þjóðhátiðinni, við erum að fara til Rotterdam og Hamborgar, en ég vona, að allt fari vel fram. Það væri til stórskammar, ef Reyk- vlkingar kynnu sér ekki hóf á sinni hátlð, eins og þetta hefur allt farið vel fram úti á landi. En ég vona, að ég megi nota tækifærið til þess að óska öllum innilega til hamingju með daginn, sagði Baldvin að lokum. Éndurspegli hátíðarhöldin á Þingvöllum Við gátum vart hugsað okkur að ljúka „þjóðhátiðargöngunni” án þess að tala við einn af laganna vörðum. Á Lindargötunni hittum við Þorkel Samúelsson, lögreglu- þjón númer 75, en hann er fæddur og uppalinn I Reykjavik. — Ég vona, að þjóðhátiö Reykjavikur fari vel fram og hef ekki ástæðu til að ætla annaö, sagði Þorkell. Þegar við spurðum hann svona almennt um borgina, svaraði hann: — Reykjavíkurborg er falleg, og hún er á mikilli uppleið, sér- staklega hvað viðkemur skipu- lagsmálum. En gatnakerfið er að verða of litið fyrir borgina. Taldi lögregluþjónninn, að borgin ætti engar skuggahliðar. — Ég ber engar áhyggjur fyrir framtið borgarinnar, — alls eng- ar. Að lokum sagðist hann vonast til þess, að þjóðhátið Reykvik- inga, sem nú færi i hönd yrði þeim til sóma — endurspeglaði hátiðar- höldin á Þingvöllum. Og þessi ágætu orð lögreglu- þjóns númer 75 látum við vera lokaorð þessa viðtalsþáttar við Reykvikinga i tilefni þjóðhátiðar, sem nú fer I hönd, og óskum öllum Reykvikingum gleðilegrar hátiðar. Helga Siguröardóttir, sagöist mundu ávaxta peningana hennar mömmu sinnar i skólagöröunuin. JBm i r mWm 31 : 1 \V SÍM r, S ilV ,M. IH íMm %M.mm JHE3 iJU- Föngulegur hópur verkakvenna á Miklatúni. Þaö er mikiö verk og fagmannlegt, sem Páll Fróöason og félagar hans hafa leyst af hendi á Lækjartorginu. Getnaðarvarnatöflurnar enn á dagskrd: Komast konur í meirihluta á næstu áratugum? VERÐA konur I yfirgnæfandi meirihluta innan tiðar? Þetta er spurning, sem visindamenn og þjóðfélagsfræðingar velta fyrir sér, og ástæðan er sú, að rannsóknir hafa ieitt í Ijós, að konur, sem notaö hafa getnaðar- varnatöflur til langframa, ala miklu oftar meybörn en svein- börn. Hingað til hafa yfirleitt fæðzt öllu fleiri sveinbörn, viða sem næst 105 á móti hverjum hundrað meybörnum. En nú getur svo fariö, að á þessu verði ærin breyting, ef tiltækar niður- stöður rannsókna gefa rétta mynd — jafnvel svo mikil, að það getur raskað stórlega gerð þjóö- félaganna. Það er enn ráðgáta, hvernig getnaðarvarnapillur geta haft þau áhrif á mæðurnar, að þær ali fremur stúlkubörn, er þær eignast afkvæmi, en getgátur eru um, að þær kunni að valda þeim breytingum i leginu, er fram koma á þennan hátt. BREZK RÖDD Þetta mál komst á dagskrá, er brezkur fæðingarlæknir birti skýrslu um athuganir sinar, og var niðurstaða hans, að á móti hverjum hundrað meybörnum hefðu aðeins fæðzt 30,4 sveinbörn. Þessi athugun náði þó aðeins til barna, sem vógu ellefu merkur við fæðingu, og varð þess vegna ekki dregin af henni nein heildar- ályktun. Það fylgdi auk þess, að af jafnþungum börnum kvenna, sem ekki notuðu getnaðarvarna- töflur, voru ekki nema 63,2 drengir á móti hverjum hundrað stúlkum. UNGVERSK RANNSÓKN Þetta leiddi aftur til þess, að fleiri fæðingarlæknar hófu sams konar athuganir. i rannsóknar- stöð i Ungverjalandi, þar sem fjallað var um eðlilega þung börn 560mæðra, sem notuðu getnaðar- varnatöflur að staðaldri, kom á daginn, að I þ'essum hópi voru 393 telpur og 257 drengir. Af börnum mæðr?, sem notað höfðu töflurn- ar I ' vö ár samfleytt, voru 58 drenf r, en 112 telpur. HINU AFBRIpÐILEGA Á LOFT HALtylÐ Hafi það við rök að styðjast, er þessir læknar halda fram, hlýtur þess fljótt að gæta i hagskýrslum. Svo hefur þó ekki verið hingað til, svo að verulega athygli hafi vakið. Þess vegna telja sumir ekki mikiö mark takandi á skýrslum einstakra manna, þar sem þeir séu á höttunum eftir þvi, sem afbrigðilegt er, og birti það eitt. Eðlileg hlutföll i kynferði barna séu ekki fréttnæm, og þess vegna sé sliku ekki á loft haldið. VEITINGASALA í sköLbolib i nýju og glæsilegu húsnæði Lýðháskólans OPIÐ ALLA DAGA ALLÁN DAGINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.