Tíminn - 04.08.1974, Blaðsíða 28
t
«
f 1 rl
Sunnudagur 4. ágúst 1974.
- ■ --
rGSoi
fyrir góéan mai
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
SÍS“l7ÓI)Ult
SUNDAHÖFN
ÞROUIM
Br74-'\ST74
OPIN DAGLEGA KL. 14.00—22.00
í KVÖLD
KL. 9
ÞROUINI
Bya-'isrTa
LANDNÁMSMENN OG HERADS-
HÖFÐ/NGJAR AF VESTFJÖRDUM
koma í heimsókn
kl. 6 leikþátturinn
PÍSKRAÐ VIÐ PRENTSMIÐJUPÓS TINN
DAGLEGA nýjar íslenzkar kvikmyndir sýndar kl. 4 og 8
REYKJAVÍKURDEILD — Kynnisferðir um Reykjavík — Hefjast daglega kl. 2,45
frá Gimli v/ Lækjargötu og kl 3 frá Laugardalshöll — Sætapantanir í síma 28025
Það er alltaf eitthvað að gerast á sýningunni ÞRÓUN
Hugsanleg Blönduvirkjun:
Stöðvarhús
300 m niðri í
jörðu í Stóra-
dalshálsi
JH - Reykjavlk. — Þaö er nú álit
margra, að Blanda kunni að vera
einna heppilegust vatnsfaila á
Norðurlandi til virkjunar. Þar
gæti jafnvel komið orkuver, sem
væri sambærilegt við Sigöldu-
virkjun að vinnslugetu og orku-
veröið orðið með þvi hagstæðasta
sem gerist. Rannsóknir allar og
áætlanir eru að vlsu á frumstigi,
en þar er nú að komast skriður á,
þvi að margt manna á vegum
Orkustofnunar hefur verið við
fjölþættar athuganir I sumar, svo
sem frá var sagt i Timanum fyrir
skömmu.
Verkfræðiskrifstofa Sigurðar
Thoroddsens hefur með höndum
áætlanagerð um hugsanlega
Blönduvirkjun, og sagði Sigurður,
að hún væri svo skammt á veg
komin, að hann vildi ekki nefna
neinar tölur, nema hvað gert væri
ráð fyrir 124 megavatta virkjun.
Hins vegar virtust þarna hagan-
leg skilyrði til stórvirkjunar.
— Það er gert ráð fyrir að stifla
Blöndu neðan við Sandárhöfða i
um 480 metra hæð yfir sjávarfleti,
sagði Siguröur, og annan stiflu-
garð verður að gera viö Kolkuhól,
svo vatniö fái ekki framrás vestur
til Vatnsdalsár. Myndast þá uppi-
stöðulón, þarsem Kolkuflói er nú.
Norður á bóginn verður vatnið
leitt I skurðum i gegn um þrjú
vötn á Auðkúluheiði — Þristiklu,
Friðmundarvatn eystra og Gils-
vatn, og síðan að stöðvarhúsi,
sem yrði sprengt þrjú hundruð
metra i jörð niður i Stóradals-
hálsi, en vatninu siðan veitt það-
an um jarðgöng til norðausturs út
i farveg Blöndu um einn kiló-
metra fyrir ofan Löngumýri á að
gizka.
Timinn átti einnig tal við Birgi
Jónsson, jarðfræðing hjá Orku-
stofnun, sem kominn var að norð-
an fyrir skömmu.
— Við fengum i vetur mjög ná-
kvæma uppdrætti af þessu svæði,
sagði hann, og nú i sumar höfum
við unnið að jarðfræðilegum
rannsóknum, sem Haukur
Tómasson jarðfræðingur hefur
yfirumsjón með af hálfu Orku-
stofnunar. Flokkur manna hefur
verið við landmælingar, sem
meðal annars lúta að þvi að á-
kvarða, hvar aðfærsluskurðirnir
skuli koma, og vatnamælingar
hafa einnig verið framkvæmdar.
Við höfum safnað sýnishornum af
efni til mannvirkjagerðar, bæði i
stiflugarða og steinsteypu, og
boraðar hafa verið grunnar holur
niður á fast berg. Nú fyrir
skömmu er byrjað að bora djúpa
holu á Stóradalshálsi, þar sem
sprengja á stöðvarhúsin niður á
þrjú hundruð metra dýpi, en þvi
verki verður varla lokið I haust.
Núna um helgina hefjast jarð-
sveiflumælingar, en þeim er
beitt, þegar mælt er með hljóð-
hraða, hve djúpt er á fast berg.
Það er mikill kostur við
Blönduvirkjun, sem framkvæmd
yrði eins og þarna er verið að á-
ætla, sagði Birgir enn fremur, að
byggöalinan, sem á döfinni er,
myndi liggja rétt hjá stöðvarhús-
inu, og þess vegna myndu sparast
háspennulinur til þess aö flytja
rafmagn, bæði austur og vestur á
bóginn.
Liklegt er, að fjörutiu til fimm-
tiu ferkílómetrar lands á Auð-
kúluheiði myndu fara undir vatn
við þessa framkvæmd, og er hluti
þess gott og verðmætt beitiland.
Munu bændur, sem hlut eiga að
máli, litinn hug hafa á að þiggja
fébætur fyrir þetta land, en kjósa,
að ræktað verði i staðinn nýtt
Framhald á bls. 27
Reykjavik á sér tvo feður,
landnámsmanninn Ingólf
Arnarson og Skúla Iand-
fógeta Magnússon, sem kom
þvi til vegar, að innrétt-
ingarnar voru settar niður I
Reykjavlk, svo að hann ætti
skammt til eftirlits og um-
sjónar úr Viðey. Með þeirri
ákvörðun var I reynd tening-
unum kastað og Reykjavlk
útvalin til þess að verða
höfuðstaður landsins i fyll-
ingu tlmans. 1 rauninni hefði
Hafnarfjörður til dæmis al-
veg getað orðið fyrir valinu,
ef Skúla hefði þótt jafn-
haganlegt að hafa þar höfuð-
stöðvar þeirrar endursköp-
unar Islenzks mannfélags,
sem hann og fleiri fremstu
menn þjóðarinnar hugöust
koma á um miðbik átjándu
aldar.
Nú er verið að gera við
hinn gamla embættisbústað
Skúla I Viðey, og margur er
forvitinn, ekki siður en pilt-
urinn, sem við sjáum hér
rýna inn um einn gluggann.
(Timamynd: Gunnar.)