Tíminn - 04.08.1974, Blaðsíða 27
Sunnudagur 4. ágúst 1974.
TÍMINN
27
Andri
gamli
maður, Andri, sagði
prestur. Þegar þú
kemur aftur, skal ég
launa þér ómakið rif-
lega. Oft hefur mig
langað til að rétta þér
skilding, en þú hefur
ætið þverneitað þvi. Far
þú nú guði á vald, og
biðjir þú mig bónar á
heimleiðinni, skal ég
verða við henni, verði
mér það ekki um megn.
Andri þakkaði fagur-
mæli prests. Fóru nú
hjónaefnin og gekk
ferðin vel. Langt var i
kaupstaðinn, og höfðu
þau góðan tima til að
masa á leiðinni
— Nú skulum við láta
okkur liða vel, þegar við
erum komin i hjóna-
bandið, Þóra min, sagði
Andri. Eða hvað segir
þú um það
— Og hvað ætli ég
segi? Min biður ekki
annað en slitið og
stritið, sama og áður.
Lifið réttir okkar likum
ekki annað
Þóra gamla bar öskjuna
með prestakraganum.
Hún tók af henni lokið,
leit á prestakragan og
andvarpaði
Andri varðveitti
bænakverið. Hann opn-
aði og það og renndi
augunum yfir linurnar.
Hann þekkti engan
stafinn
— Munur er á kjörum
mannanna, sagði Þóra.
Það væri gaman að vera
prestskona.
— Það skulum við nú
ætla, svaraði Andri.
Þegar þau nálugðust
prestsetrið, sagði karl:
— Ég ætla nú að
skreppa heim með
kragann og bænakverið,
þú getur beðið min á
meðan
Þóra dæsti, en Andri
fór með kragann og
bænakverið. Karl rak
O Landssími
Reyðarfjarðarstöðina.
Rétt er og skylt að biðjast vel-
virðingar á þvi, að afnotagjöld
skyldu ekki lækkuð, þegar stytt-
ing afgreiðslutimans kom til
framkvæmda, en sá misgáningur
verður að sjálfsögðu leiðréttur.
Póstur og simi er stofnun, sem
veröur að láta sér nægja eigin
tekjur til reksturs sins, og á það
jafnt við um aukningu simakerf-
isins, sem viðhald þess og dag-
lega starfsemi. t hinni hröðu
verðbólgu siðasta árs hefur hall-
aö raunalega á stofnunina um
rekstrarafkomuna, svo að orðið
hefur að fella niður um sinn bráð-
nauðsynlegar framkvæmdir,
m.a. mannvirkjagerð, sem á-
framhaldandi útvikkun sjálfvirka
simakerfisins á Austurlandi
byggist á. Nærri mun láta, að til-
kostnaður stofnunarinnar hafi
aukistum 40% á einu ári, og til að
mæta þessum auknu útgjöldum,
hafa simgjöld aðeins fengizt'
hækkuð um 20% að meðaltali.
Stofnunin er i svipaðri úlfakreppu
og kaupmaður, sem skipað væri
að selja vörur sinar langt undir
innkaupsverði. Til að forða stórá-
föllum hefur stofnunin orðið að
draga úr framkvæmdum og
spara mannafla svo sem mögu-
legt hefur verið. A þvi er enginn
vafi, að þorri þeirra, sem njóta
þjónustu simans, mundu fegnir
greiöa hærri gjöld fyrir betri
þjónustu. En þvi verður ekki við
komið, það eru stjórnvöld lands-
ins, sem ráða ferðinni, og á þeirra
reikning verður að skrifa mikið af
seinaganginum á endurbótum.
A Reyöarfirði tók sjálfvirk stöð
til starfa i október á fyrra ári. Við
hana eru tengdir um 160 sjálf-
virkir simar auk þessara 17 hand-
virku sveitasima, sem standa að
baki hinna 40 mótmælenda. Með-
an allt kerfið var handvirkt, voru
5 talslmakonur i starfi við stöðina
og önnuðu þær jafnt öllum innan-
bæjarsimtölum sem milliaf-
greiðslu við aðrar stöðvar, land-
simaafgreiðslu og skeytaaf-
greiöslu. Bárust ekki kvartanir
um, að þær væru ofhlaðnar störf-
um né þær þrælkaðar. Nú er þar
öll innanbæjarafgreiðsla úr sög-
unni og langlinuafgreiðsla aö
mestu leyti, og þarf ekki útlistan-
ir til að koma mönnum i skilning
um, að miklu starfi hefur verið af
stúlkunum létt. Sjálfvirkar sim-
stöðvar eru komnar á Eskifjörð
og i Neskaupstaö, svo að milliaf-
greiðsla vegna þessara stöðva er
hverfandi hjá þvi sem áður var.
Enn annast Reyðarfjarðarstöðin
verulega milliafgreiðslu fyrir Fá-
skrúðsfjörð og byggðalög þar fyr-
ir sunnan.
Guðmundur segir i grein sinni,
aö tvær talsimakonur hafi verið
teknar (reknar?) frá störfum við
simstöðina án þess að nokkur at-
hugun hafi farið fram á vinnuá-
lagi á þeirri stöð. Það er nú svo.
Ekki veit ég, hver hefur komið
þeirri flugu inn hjá Guðmundi, en
hitt er staðreynd, að ákvörðun um
uppsögn tveggja af fimm tal-
slmakonum á Reyðarfirði byggist
m.a. á þeirri augljósu minnkun á
starfsmannaþörf, sem sjálfvirkn-
in hefur i för með sér, og enn
fremur á athugun á simtala- og
simskeytaafgreiðslum i nitján
daga samfleytt. 1 þeim af-
greiðslufjölda eru talin öll simtöl
hinna 40 „simnotenda”, sem stöð-
in hefur afgreitt úr þeim 17
sveitasimum, sem mótmæla-
skjalið byggist á, öll handvirk af-
greiðsla úr þorpinu á Reyðarfirði,
svo og öll milliafgreiðsla fyrir
aðrar stöðvar, semsagt öll af-
greiðsla bæði til stöðvarinnar og
frá. Flestar reyndust þessar af-
greiðslur 245 á einum degi, fæstar
68 og að meðaltali 177.
Nú er vikulegur afgreiðslutimi
stöðvarinnar á Reyðarfirði 78
klst. alls. Þessar 78 stundir eru
vinnutima þriggja talsimakvenna
sem hver um sig á að skila 40
stunda vinnu á viku. Þegar kaffi-
timar hafa verið dregnir frá, svo
og stytting sem af þvi leiðir, að
um helgar reiknast ein vinnu-
stund 50 minútur, skilar hver tal-
simakona 36 1/2 klukkustund á
vinnustað, allar þrjár 109 1/2 klst.
Samkvæmt þessu eru tvær stúlk-
ur samtímis á vakt 31 1/2 klst. af
78 afgreiðslutimum vikunnar, eöa
sem svarar 6 klst. á dag frá
mánudegi til föstudags og 1 1/2
klst á laugardegi. Enginn held ég
muni halda þvi fram, að þörf sé
fyrir tvær stúlkur saman á vakt
utan venjulegs skrifstofu- eða
verzlunartima nema þegar sér-
staklega stendur á, svo sem
fermingar eða stórafmæli. Á
stöðinni eru aðeins tvö talsima-
skiptiborð, svo að fleiri en tveim
verður ekki komið fyrir við af-
greiöslu samtimis.
Hvarvetna þar sem sjálfvirkar
simstöðvar eru settar upp, er af-
greiðslufólki fækkað, enda einn
meginkostur þeirra sparnaður á
vinnuafli. Pósti og sima er nauö-
syn að gæta sparnaðar, ekki sizt I
mannafla. Engum er greiði gerð-
ur með þvi að hafa hann i starfi,
þar sem hans er ekki þörf. Síma-
kerfi landsins þarf sífellt að end-
urnýja og auka við það, þvi aö
kyrrstaða I þeim efnum er aftur-
för. Vegna fjárskorts hefur komið
afturkippur i aðkallandi fram-
kvæmdir. Vonandi verður Pósti
og sima ekki skorinn svo þröngur
stakkur framvegis, að ókleift
verði að sinna þeim kröfum, sem
vaxandi tækniþjóðfélag hlýtur að
gera til stofnunarinnar
Seyðisfirði 30. júli 1974.
Gissur Ó. Erlingsson.
© Stöðvarhús
beitiland, sem haldiö yrði viö með
áburðargjöf, svo að það rýrni
ekki, er fram i sækir.
Hákon Aðalsteinsson, vatnalíf-
fræöingur er, einn þeirra, sem
veriö hafa við rannsóknir á Auð-
kúluheiði.
— 1 vötnunum þarna á heiöi er
yfirleitt töluvert lif og veiði I
þeim, sagði Hákon, er Timinn
ræddi við hann. Ég er nýkominn
að norðan eftir tveggja vikna
dvöl. 1 ferðinni mældi ég dýpt
Friðmundarvatna og Mjóavatns,
en þau eru öll svipuð og harla
grunn, aðeins einn til tveir metr-
ar á dýpt. Sunnar á heiðinni eru
aftur á móti dýpri vötn, Þristikla
og Galtaból. Annars kannaði ég
aöallega að þessu sinni, hvað á-
hugaverðast er að rannsaka, svo
að þetta má frekast heita athugun
til undirbúnings gagngerðari
rannsóknum.
inJITM IIIGS-
TILKYNNINIi
III. ■ Viðskiptavina - og allra hinna.
m
FRA: Smith og Norland h/f.
LI HI. Flutningar, nýtt heimilisfang.Nóatún 4.
DAIHIR: e ágúst.
m
AS liLDUR. Framtíðarhúsnæði.Betri þjónusta.
HÝSÍWIAMÚIER: 28300
(vöruafgreiðsla)
28322 (skrifstofa/tæknid.)
. 519
llllJlX: 2055
UIVIBOD: Siemens, ofl.
HVAR NAKWEMLEGA? 1 fallega húsinu
við Samtún ogNóatún(Nóatún 4).Verið velkomin.
SMITH&
NORLAND
^riggja daga hátlðarhöld hófust meö barnaskemmtunum vlö nokkra
af skólum borgarinnar I gærmorgun I fegursta veðri, norðan kalda og
heiörlkju. Þessi mynd var tekin viö Melaskólan, þar sem Ómar
Kagnarsson skipherra á vikingaskipinu var aö skemmta börnunum.
(Tlmamynd Róbert)