Tíminn - 02.10.1974, Page 14

Tíminn - 02.10.1974, Page 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 2. október 1974. vera kaupkona og búa við sífelld afskipti annarra. Það mátti heita drjúgur vinnudagur frá því um fótaferðar tíma til klukkan átta á morgnana, að fólkið fékk morgunverðinn. Eftir tveggja tíma hvíld var svo aftur tekið til starfa, brýnt og slegið, rakað og sætt, unz nátt- f allið kom og tími þótti til að axla amboðin og arka heim. Það var sannarlega gott að leggjast til svefns, þegar klukkan var orðin níu og tíu á kvöldin, og hvíla þreytta limina í nokkrar klukkustundir, áður en þrældómur næsta dags byrjaði. Katrinu fannst, að þetta hefði verið bærilegra, ef hún hefði fengið kaup sitt greitt daglega og getað notað pen- ingana eftir þvi, sem hún þurfti á þeim að halda. Hún kom oft inn i búð Norðkvists og skoðaði pottana og pönnurnar, diskana og bollana, sem þar voru til sölu, og gluggatjaldaefnin, sem lögð voru fram á búðarborðið, þegar bændakonur og skipstjórafrúr spurðu eftir slíku. Hana langaði til þess að kaupa eitthvað, sem til hagræðis eða prýði gæti verið i hinum fátæklegu húsakynnum hennar. En þeir fáu skildingar, sem hún hafði handa á milli nægðu tæpast fyrir kaffi og sykri. Hún hafði fIjótt komizt að raun um, að orð Betu voru sönn. Þeir borguðu helzt með því, sem þeir vildu losna við. Um helgar og þegar eitthvað var að veðri varð Katrín að haf ast við heima og haf ði þá sjaldnast neitt til þess að leggja sér til munns. Þá svarf sulturinn sárt að henni. Hún var hraust og þrekmikil, og erf iðisvinnan jók matar lysthennar. Enflautir, vont brauð og vatnsósa kartöflur var enginn undirstöðumatur. Einveran tók brátt að þjá hana. Hún var glaðlynd og félagshneigð að eðlisfari, en fyrstu tilraunum hennar til þess að gefa sig að öðrum hafði verið þannig tekið, að hún dró sig í hlé og gaf ekki færi á sér í annað sinn. Stúlkur, sem yngri voru og betur búnar en hún, sýndu henni kuldalega fyrirlitningu. Þær voru skipstjóradætur og hátt yf ir hana haf nar. Það eitt, að hún varð jaf nan að ávarpa þær með einhverjum virðulegum titli, gerði Katrinu hlédræga og þögla. Hún var óvön því að titla fólk. ( augum roskinna bændakvenna var hún þurra- búðarkona, sem ekkert átti — utansveitarkona, sem auð- vitað hafði verið tilneydd að giftast. Þær virtu fallegan likamsvöxt Katrínar fyrir sér með gagnrýnandi augna- ráði: Ætli það kæmi ekki bráðum i Ijós, hvernig ástatt var um hana? Allir litu fyrst og frems á hana sem konu Jóhanns, sem ekki var annað en lítisvirtur skrumari og hvergi liðtækur. Þetta varð henni til dómsáfellis, áður en henni gafst nokkurt tækifæri til þess að sýna dugnað sinn. Kona, sem gift var Jóhanni, hlaut að vera álíka aum og hann sjálfur. Jafnvel samverkafólk hennar leit niður á hana og hæddist opinskátt að málfari hennar. Hún fór að forðast að tala það mál, sem hún hafði lært við móðurkné, svo þýttog mjúkt sem það var. Hún lagði sig i f ramkróka um að tala eins og aðrir, en henni veittist það næsta erfitt. Hér voru notuð svo mörg kynleg orðatiltæki og latmæli, að henni varð of viða að átta sig á því öllu. Dag nokkurn, er hún sat að snæðingi í eldhúsi Norð kvist, heyrði hún allt í einu, að hann var farinn að tala um Jóhann inni í stofunni. Það voru gestir komnir, og hann vildi skemmta þeim hið bezta. Hann sagði háum rómi, svo að gerla heyrðist fram í eldhúsið, frá trölla- sögum Jóhanns af konu sinni og stórbúskapnum i heim- kynni hennar. Hann tíundaði hvert atriði af engu minni mælsku en Jóhann hafði gert og lýsti auðnum, sem sam- an átti að vera kominn þar i gaði kúafjöidanum og hestasægnum. Hann hló hátt í frásögninni, og tilheyr- endurnir veltust um af hlátri. Aliir þekktu þeir Jóhann. Því meir sem hann hafði gortað af heimili Katrínar, því vesalla var það auðvitað. Vinnufólkið í eldhúsinu hlust- aði með eftirvæntingu. Loks rauf þögnina einn vinnu- maðurinn, sem annaðhvort hafði gleymt, að Katrín var viðstödd eða lét sig það einu gilda. ,,Eindæma djöfuls kjaftaskur er Jóhann. Hann hefur aldrei sagt sattorð alla sína hundstið, svei mér þá“. Katrin sat teinrétt í sæti sínu. Andlit hennar var náfölt og varirnar samanbitnar. O, hve hún hataði þetta au- virðilega, kaldrifjaða fólk, allt þetta bændahyski, sem þóttist vera hefðarfólk og skreytti sig með fáránlegum titlum og tignarheitum. En hVað stoðaði að fárast um það? Það mátti gjarna hlæja að mælgi Jóhanns. En mig og mína skal það ekki spotta, hugsaði hún, gnísti tönnum og þagði. Um langt skeið var hún svo þögul, að nærri stappaði óeðli. Aldrei sagði hún neinum manni, hvernig högum var háttað á æskuheimili hennar. Aldrei skyldi neinn fá að vita, að hún kom til þessarar eyjar með dýrar vonir, ginnt og blekkt af hraðmælgi Jóhanns. Blessað fólkið mátti geta sér til um sannleikann og ímynda sér hvað það vildi, bæði hver hún væri í raun og veru og hvers vegna hún hefði tekið Jóhanni. Hún skildi mætavel nær- göngular augnagotur kvenfólksins. Það er verst, að ég get ekki gert ykkur þá ánægju, að verða við trú ykkar, sagði hún við sjálfa sig og brosti gremjulega. HVELl G E I R I D R E K I K U B B U R MIÐVIKUDAGUR 2. október 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með sinu lagi Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum og talar um Nancy Wilson, Nat Cole og fleiri söngvara. 14.30 Siðdegissagan: „Skjóttu hundinn þinn” eftir Bent Nielsen Guðrún Guðlaugs- dóttir les þýðingu sina (6). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Undir tólf Berglind Bjarnadóttir stjórnar.óska- lagaþætti fyrir börn undir tólf ára aldri. 17.40 Það er leikur að læra Anna Brynjúlfsdóttir sér um þáttinn. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Landsiag og leiðir Árni Böðvarsson cand. mag. talar um Holt og Landssveit. 20.00 Einsöngur: Margrét Eggertsdóttir syngur lög eftir Sigfús Einarsson. Guðrún Kristinsdóttir leikur á píanó. 20.20 Sumarvaka a. Nyrðra, syöra', vestra. 21.25 Útvarpssagan: „Gullfestin” eftir Erling E. Halldórsson Höfundur byrjar lesturinn. Sagan er áður óbirt og verður lesin i fernu lagi. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Bein lína. Umsjónarmenn: Árni Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson. 22.45 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 18.00 Steinaldartáningarnir Bandariskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 18.20 Gluggar Breskur fræðslumyndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 18.45 Filahiröirinn Breskur framhaldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga. 3. þáttur. Barn Ganesa Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. 19.10 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veöur og auglýsingar 20.35 Nýjasta tækni og vlsindi. Skordýr gegn skordýri, Segulgreipar, Laukflysj- unarvél, Tölva á skurðstofu, Vimumælir, Mótunarleir, Blýmengun, Skolphreinsun Umsjónarmaður Ornólfur Thorlacius. 21.00 Rómaborg Danskur sjónvarpsþáttur, þar sem rakin er saga fornfrægra bygginga i Rómaborg. Þýð- andi Stefán Jökulsson. (Nordvision — Danska sjón- varpið) 21.35 Barneignir bannaöar (The Last Child) Bandarisk sjónvarpskvikmynd. Leik- stjóri John Llewellyn Moxey. Aðalhlutverk Michael Cole, Janet Margo- lin og Van Heflin. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Myndin gerist i Bandarikj- unum árið 1994, eða að tuttugu árum liðnum. Fólksfjölgunin hefur verið geigvænleg og stjórnvöld hafa sett lög, sem banna hjónum að eiga meira en eitt barn. Aðalsöguhetjurn- ar eru ung hjón, sem hafa misst sitt eina barn aðeins fárra daga gamalt. Og þeg- ar ljóst verður, að konan er ófrisk i annað sinn, hyggjast yfirvöldin taka i taumana. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.