Tíminn - 02.10.1974, Qupperneq 19

Tíminn - 02.10.1974, Qupperneq 19
Miðvikudagur 2. október 1974. TÍMINN 19 Mark Twaín: Tumi gerist leyni- lögregla hálfa minútu kom hún ekki upp nokkru orði, og á meðan kleip ég i handlegginn á Tuma i laumi og hvislaði: „Ertu a 1 v e g genginn af göflunum, Tumi? Ætlarðu að ónýta annað eins tækifæri og þetta”. En hann var hinn rólegasti og hvislaði aftur að mér: ,,Nei, heyrðu nú, Finnur, imyndarðu þér, að ég ætli að fara að sýna henni, hvað ég er feginn þvi að fá að fara? Þá yrði hún bara óróleg og á báðum áttum og færi að hugsa um alls konar sjúkdóma og hættur og hindranir, og áður en við vissum af, væri hún farin að sjá eftir öllu saman. Nei, láttu mig um það, ég kann lagið á henni”. Þetta hefði mér aldrei getað dottið i hug, en auðvitað hafði Tumi rétt fyrir sér — Tumi Sawyer hefur alltaf á réttu að standa. Hann hefur þann skarpasta koll, sem ég hef nokkurn tima fyrir hitt, og hann kemst aldrei i klipu, heldur er hann alltaf viðbúinn að ráða fram úr hverju sem að höndum ber, jafnvel þó að það komi honum alveg á óvart. En nú var Pollý frænka búina að ná sér, og nú skall óveðr- ið yfir hann: ,,Jæja — þú segist ekki geta farið i bráð? Rett eins og þú getir Sívaxandi fjöldi háskólastúdenta HJ-Reykjavik. Nemendur há- skólans virtust kátir og hressir i bragði, þegar þeir hófu skóla- námið á ný i gær. Sumarleyfið- hafði haft góð áhrif á þá, og virt- ust þeir fyllilega sætta sig við þá tilhugsun að setjast nú við skruddurnar og takast á við erfið- leika námsins. Ef til vill var það þó ekki tilhlökkunin vegna þess, sem ljómaði af þeim, — veður- bliðan og endurfundagleðin hefur vafalitið einnig haft sitt að segja. Nemendum háskólans hefur fjölgað mjög undanfarin ár, og við náðum tali af Stefáni Sörens- syni háskólaritara til að fá upp- lýsingar um nemendafjölda innan skólans þetta skólaárið. Skrán- ingu átti að ljúka 30. sept. en eins og oftast hefur viljað brenna við, eru margir of seinir til að láta skrá sig, og sagði Stefán, að enn væru ekki fyrirliggjandi tölur um endanlegan fjölda nemenda. Nú þegar hafa u.þ.b. 2.100 stú- dentar skráð sig til náms, en bú- ast má við að 500-600 bætist i þann hóp. I fyrra voru u.þ b. 2.400 stú- dentar skráðir til náms við háskólann. Sagði Stefán, að sam- kvæmt reynslu fyrri ára væru það yfirleitt nálægt 75% stúdenta, sem skráðu sig til náms, áður en innritunarfrestur rennur út, og mjög margir þeirra væru á sið- ustu stundu. T.d. hefðu 300 stú- dentar innritazt þann 30. septem- ber. Búast má við, að endanlegur fjöldi þeira, sem hyggja á há- skólanám i vetur, liggi fyrir innan 10 daga, og þá jafnframt upp- lýsingar um, hvernig skipting milli deilda verður. Iðnfræðslu-, kjara- og félagsmól — helztu mól, sem rædd verða á 32. þingi INSÍ 32. þing INSt verður haldið i Reykjavik dagana 18., 19. og 20. október n.k. Þingið verður i salarkynnum Hótel Esju og verð- ur sett kl. 14.00 föstudag með setningarræðu Þorbjörns Guð- mundssonar, formanns INSÍ og ávörpum gesta. Til þingsins koma fulltrúar frá 18 aðildarfélögum Sambandsins vlðs vegar að af landinu og verða þeir alls milli 60 og 70. Helztu málaflokkar, sem fyrir þinginu liggja eru: Iðnfræðslu- mál, kjaramál, félagsmál og ýmiss önnur mál, sem iðnnema varða sem og aðra þjóðfélags- þegna. Varðandi iðnfræðslumálin verður fjallað um væntanlegar breytingar á iðnnámi, en lög um iðnfræðslu eru nú i endurskoðun. Félagsmál iðnnema eru einnig mjög til umræðu innan samtak- anna um þessar mundir og verður sérstaklega fjallað um þau mál með tilliti til aukins fræðslu- og upplýsingastarfs um málefni samtakanna og iðnfræðslunnar i landinu. Á þvi starfsári, sem nú er að ljúka hefur i fyrsta sinn verið starfað eftir lögum, sem sam- þykkt voru á siðasta þingi Sam- bandsins og ollu verklegum skipulagsbreytingum á öllu starfi samtakanna. Þessi breyting hef- ur þegar borið árangur með árangursrikara starfi. I lok þingsins verður kjörin stjórn samtakanna fyrir næsta starfsár. Umbúdir DAGANA 8.-13. október 1974 verður sýningin „Finnskar umbúðir” haldin i sýningarsölum Norræna hússins. Á bak við sýninguna standa Samtök finnskra umbúðaframleiðenda (Finska förpacknings- föreningen), og er hún haldin hér á vegum Norræna hússins i sam- vinnu við Félag islenzkra iðnrekenda og Myndlista- og handiðaskólann, o.fl. Markmið sýningarinnar, og þess sem henni er tengt, er að kynna hérlendis finnska umbúða- iðnaðinn og stuðla að bættri umbúðagerð á íslandi. 1 tengslum við þessa sýningu verður námskeið með erindum, kynningum og myndasýningum, og stendur það yfir miðviku- daginn 9. október og fimmtudaginn 10. október. Fyrir- lesarar eru finnskir sérfræðingar á sviði umbúðatækni. Fjalla þeir um meginatriði vöruverndar, umbúðir i heimilisrekstri og — ndmskeið og sýning dreifingu, umbúðir, miðað við nútima verzlunarhætti, hráefni i umbúðir og innpökkun fyrir útflutning. Námskeiðið er einkum ætlað auglýsingateiknurum, umbúða- hönnuðum, starfsmönnum umbúðafyrirtækja, prenturum, verzlunarmönnum og áhuga- sömum neytendum. Þeir, sem viija taka þátt i námskeiðinu, eru beðnir að láta skrá sig i skrifstofu Norræna hússins. Námskeiðsgjald er kr. 1.500,-. Siðari skráningardagur er föstudagurinn 4. október. Lausnarbeiðni samþykkt Reuter, Beirut — Stjórn Takiedd- in Al-Dolhs i Libanon sagði af sér á mánudag, og hefur forsetinn, Suleiman Franjieh, samþvkkt lausnarbeiðnina. Frosthætta Vörur sem liggja i vörugeymsluhúsum vorum, eru ekki tryggðar gegn frosti, og liggja þar á ábyrgð vörueigenda. iii— M Rangæingar Héraðsmót framsóknarmanna i Rangárvallasýslu verður haldið i samkomuhúsinu Hvoli, Hvolsvelli, og hefst kl. 21. næstkomandi laugardag. Ræðu flytur Vilhjálmur Hjálmarsson menntamála- ráðherra. Jón Gunnlaugsson flytur gamanmál, og hljómsveit Þorsteins Guðjónssonar leikur fyrir dansi. Freyjukonur Kópavogi Námskeið i myndvefnaði hefst fimmtudaginn 10. október. Kennari verður Elinbjört Jónsdóttir. Nánari upplýsingar gefur Guðný Pálsdóttir i sima 40690. Stjórnin. J Skólasjónvarp við teiknikennslu — fyrirlestur í Norræna húsinu Finnski lektorinn Inari Grön- holm, teiknikennari frá Helsinki, flytur fyrirlestur i Norræna húsinu fimmtudaginn 3. október kl. 20:00 um notkun skólasjón- varps við teiknikennslu i Finnlandi. Með fyrirlestrinum sýnir hún tvær kvikmyndir, sem heita: „Hvernig ljós og skuggar mynda form.” og er ætluö efri bekkjum grunnskólastigsins, og „Skugga- leikur,” ætluð yngri bekkjum sama stigs. Myndir þessar eru hluti úr röð kvikmynda, sem finnska sjónvarpið hefur látið gera fyrir teiknikennsluna. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Norræna hússins og Félags íslenzkra myndlistar- kennara, og er öllum heimill aðgangur. AFSALSBRÉF innfærð 16/9-20/9 1974 Ólafur Ólafsson selur Óskari Friðþjófssyni hluta i Efstasundi 37. Byggingafélagið Afl h.f. selur Gunnari Guðjónss. og Elsu Jónasd. hluta i Hraunbæ 102. Gunnar Vernharðsson o.fl. selja Reykjavikurborg erfðafestu að Sogamýrarbl. 47. Guðlaug Astmundsdóttir selur Jóhannsei Viði Haraldss. hluta i Fellsmúla 7. Marinó Sigurbjörnsson selur Erni Scheving hluta í Hrisateig 11. Geir Waage selur Ólafi Hauki Simonarsyni húseignina Urðar- stig 6B. Málfriður Sigurðard. selur Guðmundi Þorgrlmss. hluta i Snorrabraut 34. Háafell h.f. selur Pálma Ás- mundssyni hluta I Dúfnahólum 4. Einaf Sigurðsson selur Kára Snorrasyni o.fl. m/b Aðalbjörgu RE. 5. Kristinn Hannes Guðbjörnss. o.fl. selja Ebbu Valvesd. hluta i Skeggjagötu 14. Magnús Guðmundsson selur Eð- varð Guðmundss. hluta I Alf- heimum 50. Ingibjörg Gislad. o.fl. selja Svein- birni Óskarss. hluta I Hraunbæ 56. Haraldur Lýðsson selur Róbert s.f. hluta i Skeifunni 3C. Leikvangur h.f. selur Bláfjöllum h.f. hluta I Þórsgötu 14. Þorsteinn Jónsson selur Ellnu Friðriksd. hluta i Viðimel 36. Sigriður Simonardóttir o.fl. selja Arnlaugi Guðmundss. og önnu Kristjánsd. húseignina Vestur- götu 34. Laufey Jóhannesd. o.fl. selja Geir Waage hluta i Garðastræti 43. Jón Pálsson selur Páli Helga Guðmundss. hluta i Sogavegi 107. Fjármálaráðun. f.h. rikissjóðs selur Birni Vilmundarsyni hús- eignina Ægissiða 94. Gunnar Bernburg og Bergljót Gislason selja Ágút Eyjólfss. hluta i Lönguhlið 21. Kristján Jónss. selur Stefáni Kristmannss. og Guðlaugu Richter hluta i Skaftahl. 16. Aldis Ragna Gunnarsd. selur Þórdisi Sæmundsd. hluta i Gnoð- arvogi 42. Þuriður Árnadóttir selur Þor- valdi Tryggvasyni hluta i Eski- hlið 16. Þorsteinn Eirikss. selur Hjördisi Hafsteinsd. og Magnúsi I. Ágústss. hiuta i Rauðagerði 8. Bjarni Halldórss. og Kristjana Frimannsd. selja Alexander G. Björnssyni hluta i Efstasundi 2. Július Magnússon selur Björgúlfi Andréssyni hluta i Viðimel 58. Ólína Ágústsd. selur Ingibjörgu og Þóru Sigurjónsdætrum hluta i Safamýri 42. Gyða Georgsd. McFarland selur Skúla Marteinssyni hluta i Vatns- holti 6. Ari Garðar Georgss. selur Skúla Marteinss. hluta i Vatnsholti 6. Guðbjörg Guðjónsd. seiur Sigriði Þ. Gestsd. hluta i Stóragerði 1. Pétur Ingólfss. seiur Helga H. Steingrimss. hluta I Hagamel 50. Háafell h.f. selur Eliasi Kristjánssyni hluta i Dúfnahólum 4. Byggingafélagið Einhamar selur Guðmundi Eyjólfss. hluta i Vest- urbergi 142. Björn Pétursson selur Guðmundi Pálssyni hluta i Gautlandi 13. Esther Sigurðard. o.fi. selja Ingi- björgu Frimannsd. hluta i Goð- heimum 22. Bernharður Guðmundss. og Guðm. Bernharðss. selja Gisla Snorrasyni hluta i Stórholti 31. Hrefna Jónsd. selur Kristinu Guðbjartsd. fasteignina Baldurs. 37. Ásta Andrésd. o.fl. selja Hrefnu Kristjánsd. og Kjartani Sveinss. hluta i Ægissiðu 98. Jóhann Þórarinsson selur Óskari Indriðasyni raðhús i smiðum að Vesturbergi 73. Breiðholt h.f. selur Ágústinu G. Ágústz hluta i Æsufelli 4. Kjartan J. Jóhannsson o.fl. selja Ólafi Guðlaugss. hluta i Skóla- vörðustig 17. Aðalheiður Hafsteinsd. selur Grétari Franklinssyni hluta i Mariubakka 32. Sigurbjörn Guðjónsson selur Birni Helgasvni fasteignina Rjúpufell 20. Stefán Siggeirsson selur Sigrúnu Arnadóttur hluta i Bólstaðarhlið 56. Db. Ragnheiöur Guðjónsd. selur Hjördisi Þorsteinsd. hluta i Vifilsg. 7. Breiðholt h.f. selur Skúla Magnússyni hluta I Æsufelli 2. Sigurður Helgason selur Þor- steini Kristjánss. og Guðjóni Ólafssyni hluta i Súðarvogi 20.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.