Tíminn - 02.10.1974, Síða 20

Tíminn - 02.10.1974, Síða 20
Ttminn er peningar Auglýsítf _______iTtmanmn i—r?----------, GHÐI fyrirgóóan ntai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Deilur forseta og þings í Bandaríkjunum hefjast að nýju: ADSTOÐ VIÐ CHILE SKORIN NIÐUR — FORD BEITIR NEITUNARVALDI NTB/Reuter-Washington. — öldungadeild Bandarikjaþings samþykkti i gær aö hætta allri fjárhagsaöstoð viö herforingja- stjórnina I Chile, vegna ógnar- stjórnar hennar. Þaö var Edward Kennedy, sem bar fram tillögu þessa efnis, og var hún samþykkt með 47 at- kvæöum gegn 41. (100 þingmenn eiga sæti i öldungadeildinni). Kennedy sagði i framsöguræðu sinni, að fjárhagsaðstoð við Chile ætti ekki rétt á sér og væri þvi óheimil eyðsla á almannafé. Hann lét þess getið, að i ár hefði aðstoðin numið 12 millj. dollara (u.þ.b. 1500 millj. isl. króna). Astæðan til þess, að bandarfska öldungadeildin stöðvar nú fjár- framlög til Chile, er eflaust sú uppljóstrun, að bandariska leyni- þjónustan, CIA, hafi varið ógrynni fjár — auk annars beins stuðnings — til að koma löglega kjörinni stjórn Salvadors Allende frá völdum. (Sem kunnugt er hefur öldungadeildin fyrirskipað rannsókn á starfsemi leyni- þjónustunnar — ekki aðeins i Chile, heldur um allan heim). Gerald Ford Bandarikjaforseti lýsti yfir þvi i gær, að hann myndi beita neitunarvaldi til að stöðva framgang fyrri samþykktar öldungadeildarinnar um að stöðva alla hernaðaraðstoð við Tyrkland. Ford kvað stöðu Bandarikjamanna I samning- unum um Kýpur versna til muna, ef aðstoðinni yrði hætt. Formælandi Henry Kissingers tók i sama streng og sagði, að t.d. væri óliklegt, að Kissinger yrði beðinn um að miðla málum milli deiluaðila. (Henry Kissinger er nú staddur i New York, þar sem hann á viðræður við griska og tyrkneska stjórnarerindreka). Deilur Fords forseta og öldungadeildarinnar verða þvi hatrammari með degi hverjum. Hvernig þeim lyktar, er erfitt að spá um, en Ford fer með sigur af hólmi i fyrstu lotu, þar eð neitunarvald hans er endanlegt. Hins vegar er þess skemmst að minnast, að stirt samband Richard Nixons við bandariska þingið varð honum — e.t.v. öðru fremur — að fótakefli. SPRENGDI SJÁLFAN SIG í LOFT UPP gggp mm Gestur Fanndal • Grímur & Arni ipfélag Skagfirðinga • Kaupfélag Eyfirðinga Kaupfélag • • > Kaupfélag 9 Héraðsbúa* Verzlunin Þór> Kaupfélag Borgfirðinga Verzlunin Strandgata 39 Reuter, Rocheford — Fjórar manneskjur létust i sprengingu I bænum Rocheford I Vestur- Frakkiandi á mánudag, þegar maöur nokkur sprengdi sjáifan sig I loft upp, vegna þess aö eigin- konan haföi yfirgefiö hann. Þetta geröist á fjölfarinni götu f bæn- um. Maöurinn, sem hét Ciaude Coutron, haföi fest viö sig dýna- mitstangir og sprengdi sjálfan sig i loft upp, ásamt tveim lögreglu- þjónum og konu, sem var vegfar- andi á götunni. Lögreglumaður slasaðist hættulega, svo og nokkrir aðrir vegfarendur, þegar sprengingin varð. Að sögn lögreglunnar hafði Coutron sagt vinum sinum, að ef kona hans kæmi ekki til hans aftur, myndi hann fremja sjálfs- morð. A mánudagsmorguninn fór Coutron til opinbera saksóknar- ans og sagði honum frá sjálfs- morðsáformi sinu. Saksóknarinn reyndi að koma vitinu fyrir Coutron, sem brást illur við ogt hljóp út á götu, með tvo lögreglu- menn á hælunum. Þegar svo lög- reglumennirnir nálguðust Cout- ron, kveikti hann i dýnamitinu, með fyrrgreindum afleiðingum. HHJ—Rvik — Morgunblaöiö birti fyrir skömmu frétt þess efnis, aö Bandarfkjamenn hygöust verja 76 miiljónum dollara, eöa sem svarar um niu milljöröum fslenzkra króna, til framkvæmda á Keflavikurfiugvelli i samræmi viö samninga þá um herstööina, sem nú standa yfir. Hér var hins vegar fariö meö rangt mál, sam- kvæmt uppiýsingum talsmanns bandariska sendiráösins hér á iandi, Roberts Diekermans. Hið rétta er, aö áætlaö er að verja 16 milljónum dollara til framkvæmda i sambandi við flugvöllinn og flugiö og 22,5 til ibúðarbygginga. Samtals verða þetta 38,5 milljónir dollara, eða sem svarar röskiega 4,5 milljöröum Islenzkra króna. Fréttamaður sá, sem Morgun- blaðið gerði út af örkinni til Washington, mun hafa lesið I Washington Post og Herald Tribune, að verja ætti 60 milljónum dollara til fram- kvæmdanna. Þá sagði i frétta- skeyti frá Reuters-fréttastofunni, að kostnaðurinn við Ibúöahúsa- byggingar yrði 16 milljónir doll- ara. — Þetta hafa þeir Morgun- blaðsmenn lagt saman, sagði Dickermann, og þannig fengið þessar 76 milljónir dollara, að þvi er ég bezt fæ séö. Hins vegar hefur farið fram hjá þeim að Washington Post birti leiðréttingu á þessu daginn eftir og nefndi þá 16 milljónir dollara, sem raunar er sú upphæð, sem bandarisk yfirvöld hafa lýst sig fús til að verja til flugvallarfram- kvæmdanna. Heildarupphæðin er sem fyrr segir 38,5 milljónir doll- ara. HEIMSHORNA Á MILU NTB—Lagos —Y. Gowon, for- seti Nigeriu, hefur gert aö engu vonir iandsmanna um aö borgaraleg stjórn taki við vöidum I landinu að tveimur árum liðnum. Gowon sagði i ræðu I gær, að slik breyting á stjórn landsins gæti valdið hörðum deilum — jafnvel borgarastyrjöld. (Eins og mörgum er i fersku minni, geisaði blóðug borgarastyrj- öld I Nigeriu á árunum 1967- 1970 milli hersveita Lagos- stjórnarinnar og sveita Bi- afrahers undir forystu O. Ojukwu.) Gowon hét þvi þó i ræðu sinni, að fleiri ráðherrar — af borgaralegum uppruna — tækju sæti ni nýrri rikis- stjórn, er mynduð verður um næstu áramót. Þá boðaði Gowon fimm ára áætlun i efnahagsmálum — áætlun, sem koma á efnahag landsins á ‘ réttan kjöl. í henni er m.a. gert ráð fyrir miklum framförum I landbúnaði, en matvælaframleiðsla Nigeriu- búa hefur hingað til ekki nægt til að fæða alla ibúa landsins. NTB—Stokkhólmi — Sænsk yfirvöld komust I gær yfir stærsta skammt af herófni, sem reynt hcfur veriö að smygla inn f Svíþjóö. Lögreglan i Gautaborg lagði hald á eiturlyfin, en þau fund- ust i fórum ungra hjóna frá Stokkhólmi. Markaðsverð smyglvarningsins er talið nema u.þ.b. 150 millj. Isl. króna. Lögregluyfirvöld I Sviþjóð eru áhyggjufull vegna þessa fundar, þvi að vitað er, að mun meira magn eiturlyfja hefur borizt inn i landið að undan- förnu. ^ Reuter—Moskvu — Henry Kissinger, utanrfkisráöherra Bandarfkjanna, heldur f opin- bera heimsókn til Sovétrfkj- anna 23.-27. október n.k. Skv. frétt Tass-fréttastof- unnar er gert ráð fyrir, að Kissinger ræði mál, er snerta stórveldin tvö, við rússneska ráðamenn. (Búast má við, að Kýpur-deilan og samningar um gagnkvæma afvopnun veröi ofarlega á baugi) För Kissingers til Moskvu er upp- haf á löngu ferðalagi hans til Asfu og Suður-Evrópu. ★ NTB—Kaupmannahöfn — Danskur rfkisborgari var handtekinn I Kaupmannahöfn s.l. laugardag, sakaöur um njósnir f þágu erlends stór- veldis. Hvorki nafn mannsins né þess rfkis, er f hlut á var birt. Sá ákærði hefur gegnt herþjónustu, en dönsk yfirvöld fullyrða, að hann hafi ekki komizt yfir hernaðarleyndar- mál. Rannsókn I máli hans hófst I gær, og má búast við, að hún standi nokkurn tfma. ★ NTB—Brussel.— Skv. upplýs- ingum EBE-nefndarinnar i gær hefur nokkuð dregið úr verðbólgu I löndumEfnahags- bandalagsins í júli og ágúst. Þetta þýðir þó ekki, að verðbólga sé með öllu úr sögunni — aðeins aö verð- hækkanir voru ekki eins miklar og fyrr á árinu. t gær voru 25 ár liöin frá valdatöku kommúnista undir stjórn Maó-tse-tungs I Kfna. t þvf tilefni voru mikil hátiöahöld I Peking. Þaö bar til tföinda, að hvorki Maó né Chou-en-lai forsætisráöherra létu sjá sig. Hér I Reykjavik tók kfnverski sendiherrann á móti gestum I tilefni dagsins. A myndinni sjást Eysteinn Jónssons og frú heilsa hér sendiherra Kfna á tslandi. Chen Tung. Tfmamynd: Gunnar. Slí Stapafell * > Electrolux i Kaupfélag Austur- Skaftfellinga REIKNIMEISTARAR MORGUN- BLAÐSINS HLUPU Á SIG

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.