Fréttablaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 2
2 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Sjúkraflugið til Taílands:
Fólkið var greinilega slegið
HAMFARIRNAR Áhöfn og læknalið,
sem fóru með 38 sænska sjúklinga
frá Taílandi til Svíþjóðar í fyrradag,
kom til landsins síðdegis í gær og
var ferðin að mörgu leyti erfið, að
sögn Steingríms Ólafssonar, upplýs-
ingafulltrúa í forsætisráðuneytinu.
Sjúklingarnir voru með beinbrot
og opin, djúp sár, sumir höfðu
gengið í gegnum skurðaðgerðir í
Taílandi, jafnvel átt við sýkingar að
stríða og þurftu mikla lyfjagjöf auk
þess sem flestir þeirra höfðu misst
aðstandendur í hamförunum og
þurftu andlega umönnun.
„Langflestir höfðu misst náinn
ættingja og var stór hluti hópsins
því steinrunninn. Fólkið var frosið
og greinilega í sjokki, aðallega í
byrjun ferðarinnar. Þegar við milli-
lentum í Dubai hringdu margir
heim og urðu þá fyrir tilfinninga-
legu uppnámi,“ segir Steingrímur.
Svíar höfðu óskað eftir öðru
flugi en í Dubai kom í ljós að heilsu
sjúklinganna í Bankok er betur
borgið þar og var beiðnin því aftur-
kölluð. Boð Íslendinga um aðstoð
stendur þó enn þá. - ghs
Hættuástandi aflétt
nema í Bolungarvík
Hættuástand í Bolungarvík verður endurmetið í hádeginu en í gær þótti
ekki óhætt að hleypa 92 íbúum til síns heima. Hættuástandinu var aflétt
í Ísafjarðarbæ seinni partinn í gær.
SNJÓFLÓÐASVÆÐI Almannavarna-
nefnd Bolungarvíkur tók ákvörðun
í samráði við Veðurstofu Íslands,
seinni partinn í gær, um að aftur-
kalla ekki hættustig þar í bæ. Á
sama tíma var ákveðið að aflétta
hættuástandi í Ísafjarðarbæ og
fengu 46 manns á Ísafirði, í Hnífs-
dal, Önundarfirði og Dýrafirði að
fara til síns heima.
Einar Pétursson, bæjarstjóri í
Bolungarvík og formaður al-
mannavarnarnefndar þar í bæ,
segir ótraust
snjóalög og élja-
gang ekki gefa til-
efni til að aflétta
hættuástandinu.
Niðurstaðan í gær
var ekki eins og
vonir stóðu til en
Einar segir ekki
hægt að taka neina
áhættu. Enn þurfa
því 26 hús að vera
tóm í Bolungarvík
og því komust 92
bæjarbúar ekki
heim til sín í gær.
H æ t t u á s t a n d i ð
verður endurmet-
ið í hádeginu í dag.
Hluti byggðar-
innar í norðan-
verðum Hnífsdal
var keyptur upp
eftir snjóflóðin í
Súðavík og á Flat-
eyri árið 1995. Bráðabirgðahættu-
mat sem gert var árið 1996 sagði
nokkur einbýlishús vera á hættu-
svæði. Halldór Halldórsson, bæj-
arstjóri Ísafjarðarbæjar, segir þau
hús hafa verið keypt af einstakl-
ingum og endurseld sem sumarhús
sem aðeins má nota sex mánuði á
ári, sum hafi þó verið keypt og
flutt annað. „Endanlegt hættumat
kom síðan á síðasta ári og þar kom
fram að blokk, raðhús og tvö ein-
býlishús við Árvelli og íbúðarhúsið
að Hrauni væru líka á hættu-
svæði,“ segir Halldór en á þessa
staði féll flóðið á þriðjudag.
Ákvörðun um að kaupa upp þessi
hús var tekin í beinu framhaldinu
af endanlegu hættumati því það
þótti hagstæðara en að byggja
varnargarða. Halldór segir annað
einbýlishúsið þegar hafa verið
keypt en lengra hafi bæjarfélagið
og ofanflóðasjóður ekki verið
kominn í ferlinu sem átti að halda
áfram næstu mánuði.
Halldór segist ekki vita á þess-
ari stundu hvort þau hús sem
flóðið féll á á þriðjudag verði
keypt strax í framhaldinu eða
hvort einhver bið verði þar á. Eftir
sé að meta skemmdirnar og koma
þurfi rafmagni aftur á svæðið.
hrs@frettabladid.is
Samgöngur:
Leiðindafærð
um allt land
VEÐURFAR Leiðindafærð var víða á
landinu í gær þó svo að flestar
helstu leiðir væru færar.
Mosfellsheiði var þó ófær og
varaði Vegagerðin fólk við því að
vera þar á ferli. Á Hellisheiði og í
Þrengslum var bæði hálka og
skafrenningur og lítið sem ekkert
skyggni síðdegis og hálka og snjó-
þekja á Vesturlandi.
Gert var ráð fyrir að Ísafjarð-
ardjúp opnaðist í gærkvöld þó svo
að óvíst væri hvað mokstur tæki
langan tíma vegna yfirvofandi
snjóflóða. Annars staðar á landinu
var snjóþekja, hálka og skafrenn-
ingur. - óká
Sorpbrennslan Funi:
Vinnan hófst
á snjómokstri
SNJÓFLÓÐ Víðir Ólafsson, stöðvar-
stjóri sorpbrennslunnar Funa, byrj-
aði ásamt öðrum starfsmönnum að
moka snjó til að koma stöðinni í
gang. Starfsmennirnir þurftu að
yfirgefa stöðina um klukkan fjögur
á mánudag eftir að snjóflóð féll og
lenti á varnargarði fyrir ofan sorp-
stöðina.
Víðir segir auðvitað vera vont að
vinnslan skuli hafa stöðvast í nærri
tvo daga en hún hófst aftur í gær.
Moksturinn hófst klukkan átta í
gærmorgun en gríðarlega mikill
snjór var á svæðinu öllu. Víðir seg-
ir ekki minni vinnu vera fyrir hönd-
um hjá þeim sem þurfa að hirða
sorpið því erfitt sé að komast að
víða. Víðir segist treysta snjóflóða-
varnargarðinum enda hafi komið í
ljós bæði núna og í fyrra að flóðið
hafi tekið vinkilbeygju út á veg og
frá húsinu. - hrs
,,Endan-
legt hættu-
mat kom
síðan á síð-
asta ári og
þar kom
fram að
blokk, rað-
hús og tvö
einbýlishús
við Árvelli
og íbúðar-
húsið að
Hrauni
væru líka á
hættusvæði
SELMA Í HÁRINU
Selma Björnsdóttir leikkona segir mjög vel
hafa verið tekið í að hafa aukasýningu.
„Leikarar sem voru hættir buðust meira að
segja til að koma og afgreiða sælgæti og
rífa af miðum,“ sagði hún.
Góðgerðarsýning:
Uppselt á
mettíma
HJÁLPARSTARF Um miðjan dag í gær
seldist upp á aukasýningu á Hár-
inu sem verður í Austurbæ á laug-
ardagskvöldið klukkan átta til
styrktar fórnarlömbum hamfar-
anna í Asíu á annan í jólum. Björn
Thors, einn aðstandenda sýning-
arinnar, segir miðana hafa rokið
út á mettíma, en allir sem að sýn-
ingunni koma gefa vinnu sína og
allur ágóði rennur til hjálpar-
starfsins. „Að auki hefur KB
banki lofað að tvöfalda upphæð-
ina sem inn kemur,“ sagði hann og
benti á að þótt ákveðið hafi verið
að selja miða á ákveðnu lágmarks-
verði, 2.900 krónum, sé fólki
frjálst að greiða meira þegar
miðar eru sóttir. Hann segir
megnið af miðasölunni hafa farið
fram á netinu. - óká
SPURNING DAGSINS
„Ja, ég er náttúrlega 1,80 á hæð.“
Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á þriðjudag
sakaði Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Reykja-
víkurlistans og stjórnarformaður Orkuveitu Reykja-
víkur, Guðlaug Þór Þórðarson, borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins, um að ganga erinda Símans
með því að kalla eftir úttekt á rekstri fjarskipta-
fyrirtækja Orkuveitunnar.
Guðlaugur, ert þú þá stóri
Landsímamaðurinn?
VIÐ KOMUNA Í LEIFSSTÖÐ Áhöfn og
lækningalið sem sótti slasaða Svía til
Taílands kom til landsins síðdegis í gær.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og
Jóhannes Gunnarsson, forstjóri Landspítala
háskólasjúkrahúss, tóku á móti fólkinu
þegar það lenti örþreytt á Keflavíkurflugvelli.
SNJÓFLÓÐ Hjálmar Sigurðsson,
ábúandi á Hrauni í Hnífsdal, segir
snjóflóðið í fyrradag það stærsta
sem hann viti til að hafi fallið á
þessum stað. Gamli bærinn er
gjörónýtur en ekki er nema um
eitt og hálft ár síðan sonur hans
bjó í hluta bæjarins. Þá fór flóðið
inn um eldhúsglugga á nýja bæn-
um. Fjölskyldan hafði rýmt húsið
kvöldinu áður en flóðið féll.
Hjálmar, kona hans og sonur
búa nú í góðu yfirlæti hjá systur
Hjálmars. Sjálfur vinnur Hjálmar
við snjómokstur hjá Ísafjarðarbæ
og ruddi meðal annars leið í gegn-
um flóðið. Hann segist ekki vita
hvert framhaldið verði, hvenær
eða hvort fjölskyldan fái að snúa
aftur heim. „Gamli bærinn er
gjörónýtur og allt sem í honum
var. Kannski að ég finni eitthvað
dót í rústunum. Gífurlegur kraft-
ur var í flóðinu sem tæmdi allan
snjó úr stóru gili fyrir ofan bæinn.
Nýi bærinn slapp að mestu og er
lítið um skemmdir í honum nema
kannski parket á gólfi,“ segir
Hjálmar. Hann segir bílskúrinn
við nýja bæinn hafa tekið mest af
flóðinu og að svefnherbergis-
álman hafi því alveg sloppið. Fjár-
húsið með um eitt hundrað kind-
um slapp alveg. Hjálmar segir
kindurnar vera í góðu yfirlæti en
hann gefur þeim á kvöldin. Segir
það þó nokkuð puð þar sem ekkert
rafmagn sé á staðnum.
- hrs
Hjálmar Sigurðsson, ábúandi á Hrauni í Hnífsdal:
Veit ekki hvert framhaldið verður
HJÁLMAR SIGURÐSSON
Hjálmar vann á fullu við snjómokstur í Hnífsdal í gær. Eins mokaði hann í gegnum
flóðið sem féll á heimili hans.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
JÖ
SS
I H
AL
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
JÖ
SS
I H
AL
SNJÓMOKSTUR Á ÍSAFIRÐI
46 manns fengu að fara til síns heima seinni partinn í gær þegar hættuástandi var aflétt
í Ísafjarðarbæ.
Súðavík:
Lífið komið í
eðlilegt horf
ÓFÆRÐ Leiðin til Súðavíkur var opn-
uð í gær en hún hafði verið ófær frá
því á sunnudag. Barði Ingibjarts-
son, prestur í Súðavík, segir bæjar-
lífið vera aftur komið í eðlilegt horf.
Byggðin í bænum hafi aldrei verið í
neinni hættu enda var hún flutt
eftir snjóflóðin árið 1995.
Hluti atvinnustarfsemi Súðavík-
ur er aftur á móti á gamla svæðinu.
- hrsTALNINGU FRESTAÐ Telja átti at-
kvæði sjómanna um kjarasamning
þeirra við útgerðarmenn, sem und-
irritaður var 30. október, í gær-
kvöldi. Sævar Gunnarsson,
formaður Sjómannasambands
Íslands, segir að það hafi ekki
verið hægt. Atkvæði hafi ekki enn
borist utan af landi, líklega vegna
ófærðarinnar. Meðal annars vant-
aði atkvæði frá Bolungarvík. Reynt
verður að telja atkvæðin í dag.
■ KJARAMÁL
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
BRANN Í ANDLITI Fjórtán ára
drengur slasaðist nokkuð í andliti
þegar heimatilbúin sprengja sem
hann hafði búið til úr svokallaðri
vítistertu sprakk. Drengurinn fór
sjálfur á heilsugæslustöðina í
Spönginni í Grafarvogi. Að sögn
lögreglu var drengurinn töluvert
brunninn í andliti.