Fréttablaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 2
2 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Sjúkraflugið til Taílands: Fólkið var greinilega slegið HAMFARIRNAR Áhöfn og læknalið, sem fóru með 38 sænska sjúklinga frá Taílandi til Svíþjóðar í fyrradag, kom til landsins síðdegis í gær og var ferðin að mörgu leyti erfið, að sögn Steingríms Ólafssonar, upplýs- ingafulltrúa í forsætisráðuneytinu. Sjúklingarnir voru með beinbrot og opin, djúp sár, sumir höfðu gengið í gegnum skurðaðgerðir í Taílandi, jafnvel átt við sýkingar að stríða og þurftu mikla lyfjagjöf auk þess sem flestir þeirra höfðu misst aðstandendur í hamförunum og þurftu andlega umönnun. „Langflestir höfðu misst náinn ættingja og var stór hluti hópsins því steinrunninn. Fólkið var frosið og greinilega í sjokki, aðallega í byrjun ferðarinnar. Þegar við milli- lentum í Dubai hringdu margir heim og urðu þá fyrir tilfinninga- legu uppnámi,“ segir Steingrímur. Svíar höfðu óskað eftir öðru flugi en í Dubai kom í ljós að heilsu sjúklinganna í Bankok er betur borgið þar og var beiðnin því aftur- kölluð. Boð Íslendinga um aðstoð stendur þó enn þá. - ghs Hættuástandi aflétt nema í Bolungarvík Hættuástand í Bolungarvík verður endurmetið í hádeginu en í gær þótti ekki óhætt að hleypa 92 íbúum til síns heima. Hættuástandinu var aflétt í Ísafjarðarbæ seinni partinn í gær. SNJÓFLÓÐASVÆÐI Almannavarna- nefnd Bolungarvíkur tók ákvörðun í samráði við Veðurstofu Íslands, seinni partinn í gær, um að aftur- kalla ekki hættustig þar í bæ. Á sama tíma var ákveðið að aflétta hættuástandi í Ísafjarðarbæ og fengu 46 manns á Ísafirði, í Hnífs- dal, Önundarfirði og Dýrafirði að fara til síns heima. Einar Pétursson, bæjarstjóri í Bolungarvík og formaður al- mannavarnarnefndar þar í bæ, segir ótraust snjóalög og élja- gang ekki gefa til- efni til að aflétta hættuástandinu. Niðurstaðan í gær var ekki eins og vonir stóðu til en Einar segir ekki hægt að taka neina áhættu. Enn þurfa því 26 hús að vera tóm í Bolungarvík og því komust 92 bæjarbúar ekki heim til sín í gær. H æ t t u á s t a n d i ð verður endurmet- ið í hádeginu í dag. Hluti byggðar- innar í norðan- verðum Hnífsdal var keyptur upp eftir snjóflóðin í Súðavík og á Flat- eyri árið 1995. Bráðabirgðahættu- mat sem gert var árið 1996 sagði nokkur einbýlishús vera á hættu- svæði. Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri Ísafjarðarbæjar, segir þau hús hafa verið keypt af einstakl- ingum og endurseld sem sumarhús sem aðeins má nota sex mánuði á ári, sum hafi þó verið keypt og flutt annað. „Endanlegt hættumat kom síðan á síðasta ári og þar kom fram að blokk, raðhús og tvö ein- býlishús við Árvelli og íbúðarhúsið að Hrauni væru líka á hættu- svæði,“ segir Halldór en á þessa staði féll flóðið á þriðjudag. Ákvörðun um að kaupa upp þessi hús var tekin í beinu framhaldinu af endanlegu hættumati því það þótti hagstæðara en að byggja varnargarða. Halldór segir annað einbýlishúsið þegar hafa verið keypt en lengra hafi bæjarfélagið og ofanflóðasjóður ekki verið kominn í ferlinu sem átti að halda áfram næstu mánuði. Halldór segist ekki vita á þess- ari stundu hvort þau hús sem flóðið féll á á þriðjudag verði keypt strax í framhaldinu eða hvort einhver bið verði þar á. Eftir sé að meta skemmdirnar og koma þurfi rafmagni aftur á svæðið. hrs@frettabladid.is Samgöngur: Leiðindafærð um allt land VEÐURFAR Leiðindafærð var víða á landinu í gær þó svo að flestar helstu leiðir væru færar. Mosfellsheiði var þó ófær og varaði Vegagerðin fólk við því að vera þar á ferli. Á Hellisheiði og í Þrengslum var bæði hálka og skafrenningur og lítið sem ekkert skyggni síðdegis og hálka og snjó- þekja á Vesturlandi. Gert var ráð fyrir að Ísafjarð- ardjúp opnaðist í gærkvöld þó svo að óvíst væri hvað mokstur tæki langan tíma vegna yfirvofandi snjóflóða. Annars staðar á landinu var snjóþekja, hálka og skafrenn- ingur. - óká Sorpbrennslan Funi: Vinnan hófst á snjómokstri SNJÓFLÓÐ Víðir Ólafsson, stöðvar- stjóri sorpbrennslunnar Funa, byrj- aði ásamt öðrum starfsmönnum að moka snjó til að koma stöðinni í gang. Starfsmennirnir þurftu að yfirgefa stöðina um klukkan fjögur á mánudag eftir að snjóflóð féll og lenti á varnargarði fyrir ofan sorp- stöðina. Víðir segir auðvitað vera vont að vinnslan skuli hafa stöðvast í nærri tvo daga en hún hófst aftur í gær. Moksturinn hófst klukkan átta í gærmorgun en gríðarlega mikill snjór var á svæðinu öllu. Víðir seg- ir ekki minni vinnu vera fyrir hönd- um hjá þeim sem þurfa að hirða sorpið því erfitt sé að komast að víða. Víðir segist treysta snjóflóða- varnargarðinum enda hafi komið í ljós bæði núna og í fyrra að flóðið hafi tekið vinkilbeygju út á veg og frá húsinu. - hrs ,,Endan- legt hættu- mat kom síðan á síð- asta ári og þar kom fram að blokk, rað- hús og tvö einbýlishús við Árvelli og íbúðar- húsið að Hrauni væru líka á hættusvæði SELMA Í HÁRINU Selma Björnsdóttir leikkona segir mjög vel hafa verið tekið í að hafa aukasýningu. „Leikarar sem voru hættir buðust meira að segja til að koma og afgreiða sælgæti og rífa af miðum,“ sagði hún. Góðgerðarsýning: Uppselt á mettíma HJÁLPARSTARF Um miðjan dag í gær seldist upp á aukasýningu á Hár- inu sem verður í Austurbæ á laug- ardagskvöldið klukkan átta til styrktar fórnarlömbum hamfar- anna í Asíu á annan í jólum. Björn Thors, einn aðstandenda sýning- arinnar, segir miðana hafa rokið út á mettíma, en allir sem að sýn- ingunni koma gefa vinnu sína og allur ágóði rennur til hjálpar- starfsins. „Að auki hefur KB banki lofað að tvöfalda upphæð- ina sem inn kemur,“ sagði hann og benti á að þótt ákveðið hafi verið að selja miða á ákveðnu lágmarks- verði, 2.900 krónum, sé fólki frjálst að greiða meira þegar miðar eru sóttir. Hann segir megnið af miðasölunni hafa farið fram á netinu. - óká SPURNING DAGSINS „Ja, ég er náttúrlega 1,80 á hæð.“ Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á þriðjudag sakaði Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Reykja- víkurlistans og stjórnarformaður Orkuveitu Reykja- víkur, Guðlaug Þór Þórðarson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að ganga erinda Símans með því að kalla eftir úttekt á rekstri fjarskipta- fyrirtækja Orkuveitunnar. Guðlaugur, ert þú þá stóri Landsímamaðurinn? VIÐ KOMUNA Í LEIFSSTÖÐ Áhöfn og lækningalið sem sótti slasaða Svía til Taílands kom til landsins síðdegis í gær. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Jóhannes Gunnarsson, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, tóku á móti fólkinu þegar það lenti örþreytt á Keflavíkurflugvelli. SNJÓFLÓÐ Hjálmar Sigurðsson, ábúandi á Hrauni í Hnífsdal, segir snjóflóðið í fyrradag það stærsta sem hann viti til að hafi fallið á þessum stað. Gamli bærinn er gjörónýtur en ekki er nema um eitt og hálft ár síðan sonur hans bjó í hluta bæjarins. Þá fór flóðið inn um eldhúsglugga á nýja bæn- um. Fjölskyldan hafði rýmt húsið kvöldinu áður en flóðið féll. Hjálmar, kona hans og sonur búa nú í góðu yfirlæti hjá systur Hjálmars. Sjálfur vinnur Hjálmar við snjómokstur hjá Ísafjarðarbæ og ruddi meðal annars leið í gegn- um flóðið. Hann segist ekki vita hvert framhaldið verði, hvenær eða hvort fjölskyldan fái að snúa aftur heim. „Gamli bærinn er gjörónýtur og allt sem í honum var. Kannski að ég finni eitthvað dót í rústunum. Gífurlegur kraft- ur var í flóðinu sem tæmdi allan snjó úr stóru gili fyrir ofan bæinn. Nýi bærinn slapp að mestu og er lítið um skemmdir í honum nema kannski parket á gólfi,“ segir Hjálmar. Hann segir bílskúrinn við nýja bæinn hafa tekið mest af flóðinu og að svefnherbergis- álman hafi því alveg sloppið. Fjár- húsið með um eitt hundrað kind- um slapp alveg. Hjálmar segir kindurnar vera í góðu yfirlæti en hann gefur þeim á kvöldin. Segir það þó nokkuð puð þar sem ekkert rafmagn sé á staðnum. - hrs Hjálmar Sigurðsson, ábúandi á Hrauni í Hnífsdal: Veit ekki hvert framhaldið verður HJÁLMAR SIGURÐSSON Hjálmar vann á fullu við snjómokstur í Hnífsdal í gær. Eins mokaði hann í gegnum flóðið sem féll á heimili hans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B JÖ SS I H AL FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B JÖ SS I H AL SNJÓMOKSTUR Á ÍSAFIRÐI 46 manns fengu að fara til síns heima seinni partinn í gær þegar hættuástandi var aflétt í Ísafjarðarbæ. Súðavík: Lífið komið í eðlilegt horf ÓFÆRÐ Leiðin til Súðavíkur var opn- uð í gær en hún hafði verið ófær frá því á sunnudag. Barði Ingibjarts- son, prestur í Súðavík, segir bæjar- lífið vera aftur komið í eðlilegt horf. Byggðin í bænum hafi aldrei verið í neinni hættu enda var hún flutt eftir snjóflóðin árið 1995. Hluti atvinnustarfsemi Súðavík- ur er aftur á móti á gamla svæðinu. - hrsTALNINGU FRESTAÐ Telja átti at- kvæði sjómanna um kjarasamning þeirra við útgerðarmenn, sem und- irritaður var 30. október, í gær- kvöldi. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi ekki verið hægt. Atkvæði hafi ekki enn borist utan af landi, líklega vegna ófærðarinnar. Meðal annars vant- aði atkvæði frá Bolungarvík. Reynt verður að telja atkvæðin í dag. ■ KJARAMÁL ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BRANN Í ANDLITI Fjórtán ára drengur slasaðist nokkuð í andliti þegar heimatilbúin sprengja sem hann hafði búið til úr svokallaðri vítistertu sprakk. Drengurinn fór sjálfur á heilsugæslustöðina í Spönginni í Grafarvogi. Að sögn lögreglu var drengurinn töluvert brunninn í andliti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.