Fréttablaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 20
Hverju sætir það, að útkjálka- menn uppi á Íslandi skrifuðu bækur, sem áttu engan sinn líka annars staðar um heiminn á sinni tíð? Íslendingasögur eru eins- dæmi: aðrar þjóðir eiga engar sambærilegar ritaðar heimildir um sögu sína, engan sambæri- legan skáldskap. Gunnar Karls- son prófessor gerir glögga grein fyrir þessari sérstöðu í bók sinni Goðamenning (2004). Helgi Guðmundsson prófessor hefur sett fram nýstárlega kenn- ingu um uppsprettur menningar á Íslandi til forna. Í bók sinni Um haf innan (1997) og svo aftur í greinasafninu Land úr landi (2002) vekur Helgi máls á því, að hámenning um heiminn eins og t.a.m. bókmenning Íslendinga til forna hefur hvergi orðið til við búskap á sveitabæjum. Fyrri höf- undar eins og t.d. Sigurður Nor- dal (Íslenzk menning, 1942) settu þetta atriði ekki fyrir sig. Þeir leituðu skýringar á fornmenn- ingu Íslendinga fyrst og fremst í menningunni sjálfri. Þráðurinn var þessi: Snorri Sturluson skrif- aði bækur sínar á íslenzku, ekki á latínu eins og tíðkaðist í öðrum löndum. Hér var álitlegur hluti alþýðu manna læs á eigin tungu, svo að Snorri og aðrir höfundar áttu greiðan aðgang að lesendum. Tungan skipti sköpum, hún batt þjóðina saman og bjó til markað fyrir bækurnar. Harðbýlið neyddi menn til útrásar. Þessar skýringar eru trúlegar, svo langt sem þær ná. Helgi Guðmundsson gengur skrefi lengra. Hann setur málið í alþjóðlegt samhengi og dregur sömu ályktun og erlendir hagsögufræðingar: „Hámenning verður til þar sem er verzlun, auðmyndun, náið samband við út- lönd, umferð fólks víða að og menntun.“ Helgi fjallar um efnahagshlið þessa mikla máls og segir: „Menning kostar of fjár. Það vill stundum gleymast. En það er undantekningarlaus regla, að ríkidæmi er undanfari og undir- staða menningar.“ Hann lýsir því, hvernig lærðir menn íslenzk- ir dvöldust í útlöndum árum sam- an, keyptu bækur og forfrömuð- ust og fluttu með sér heim. Það var dýrt. Helgi sér það í hendi sér, að til þess að standa straum af menntun og menningu þurfti útflutning. Hann dregur í efa fyrri kenningar um erlend við- skipti Íslendinga í fornöld – þá viðteknu hugmynd, að vaðmál hafi verið helzta útflutningsafurð landsmanna. Vaðmálskenningin getur varla staðizt, segir Helgi, til þess var vaðmál of verðlítið og vandmeðfarið. Það þurfti t.d. að fleygja því fyrir borð, ef það blotnaði í hafi, því að ella hefðu skipin sokkið. Hlustum áfram: „Til þess að skýra þá hámenningu, sem varð til á Íslandi, verður að sýna fram á verzlun með dýrar vörur, auð- myndun, menntun, sem barst úr mörgum áttum, umferð útlendra manna og siglingar til margra landa, einkum utan Norðurlanda. Svipast má eftir einhverju, sem gat staðið undir auðmyndun á Ís- landi. Ekki verður séð, að neinn innlendur varningur komi þar til greina. Þá verður að leita til út- landa. Varla hafa Íslendingar auðgazt á verzlun með vörur inn- an Evrópu. Leita verður í aðra átt. Þar getur aðeins verið um eitt að ræða. Það er Ameríku- verzlunin, verzlun Evrópubúa við Grænland og Kanada. Þar var Eldorado og Klondyke þessa tíma. Svo vildi til, að Íslendingar bjuggu þar um þjóðbraut þvera. Þeir voru milliliðir í þessari verzlun. ... Grænlenzkur varning- ur [dýr, skinn og tennur, innskot mitt] var lúxusvarningur.“ Auð- menn og höfðingjar sóttust eftir grænlenzkum vörum, segir Helgi, vaðmál var handa almúg- anum. Auðmenn áttu gnægð fjár, almúginn var bláfátækur. Og þarna, bætir hann við, er hún kannski lifandi komin skýringin á því, hvers vegna íslenzkum skáldum hélzt uppi að þylja langar drápur yfir erlendum kon- ungum, sem höfðu engin skilyrði til að skilja svo torræðan kveð- skap: skáldin íslenzku komu fær- andi hendi úr hafi með góss frá Grænlandi, svo að kóngar og jarlar létu sig þá hafa drápurnar. Þetta kalla ég bókmenntahag- fræði af beztu sort. Helgi Guðmundsson leggur þunga þraut fyrir sagnfræðinga. Um Grænlandsverzlunina til forna verður engum órækum vitnisburðum við komið, úr því að tannvöruviðskiptin, sem Helgi gizkar á og rekur ýmis dæmi um, voru ekki skráð á skinn. Það er ógerlegt að kortleggja þessi við- skipti og meta umfang þeirra þúsund árum síðar. Menn verða þá heldur að reiða sig á rökrænt samhengi hlutanna og eigið inn- sæi og ímyndunarafl. Þar skilur milli feigs og ófeigs í fræðum og vísindum. Grænlandskenning Helga Guðmundssonar bregður óvæntri birtu á sögu Íslands með því að afhjúpa ósamræmi í eldri hugmyndum og stinga í staðinn upp á hagrænni skýringu, sem rímar vel við rannsóknir hag- sögufræðinga. ■ Það ætlar seint að takast að stilla til friðar í Írak. Þaðanberast stöðugt fréttir af árásum uppreisnarmanna á ráða-menn í þjóðfélaginu og bandaríska hermenn. Nú síðast var héraðsstjórinn í Bagdad ráðinn af dögum er hann var á ferð í norðurhluta borgarinnar. Árásin virðist hafa verið vel skipu- lögð og árásarmennirnir tóku meira að segja myndir af því þeg- ar bílalest héraðsstjórans var bókstaflega sprengd í loft upp. Í gær bárust svo enn fréttir af fleiri árásum og að þessu sinni var um að ræða sjálfsmorðsárás á lögregluskóla sunnan við höfuð- borgina þar sem verið var að útskrifa lögregluþjóna til starfa í landinu. Meira en 20 manns létust í árásinni og margir særðust. Hörmungarnar á flóðasvæðunum í Asíu hafa dregið athygli umheimsins frá ástandinu í Írak undanfarna daga, en þar virð- ist allt við það sama, og reyndar síst betra en fyrir jól. Banda- rískir hermenn eru þar gjarna í skotlínu. Tölur frá Pentagon um fallna og slasaða tala líka sínu máli. Um tíu þúsund hermenn hafa slasast þar í bardögum á þeim tíu mánuðum sem liðnir eru frá því að stríðið hófst og um 1300 hafa fallið í valinn. Það var sláandi í fréttum vikunnar þegar greint var frá því að þrír fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna hefðu verið fengnir til að safna peningum til styrktar þeim sem eiga um sárt að binda á flóðasvæðunum í Asíu. Þegar náttúruhamfarir dynja yfir þarf að efna til víðtækrar söfnunar, en þegar um stríðsrekstur er að ræða virðast sem sjóðir stjórnvalda séu ótæmandi. Ráðgert er að kosningar fari fram í Írak síðasta sunnudag- inn í janúar og líklegt þykir að uppreisnarmenn séu að minna á sig fyrir þær. Ráðamenn í Írak láta þó engan bilbug á sér finna varðandi kosningarnar, þrátt fyrir stöðugar árásir. Þeir ætla að efna til kosninga hvað sem á dynur og segja að uppreisnaröfl megi ekki koma í veg fyrir eðlilega stjórnmálaþróun í landinu. Talið er að um 1300 lögreglumenn hafi fallið í árásum í Írak síðustu fjóra mánuði og að í liði uppreisnarmanna séu um tvö hundruð þúsund manns, þar af séu um fjörutíu þúsund manna harður kjarni. Þetta sýnir að vandi stjórnvalda í Írak og Banda- ríkjamanna við að koma á friði er ærinn. Svo virðist sem Bandaríkjamenn hafi alls ekki gert ráð fyrir þeirri miklu mótstöðu sem þeir hafa orðið fyrir í kjölfar hernámsins. Njósnastofnanir þeirra hafa því ekki aðeins brugð- ist hvað varðar vopnabúnað Saddams Hussein, heldur líka hvað snertir hugsanlega þróun í landinu að stríði loknu. Ýmsar kenningar eru á lofti hvað varðar þróun mála í land- inu að loknum kosningunum 30. janúar. Sumir spá því jafnvel að þá brjótist út borgarastríð í Írak milli þeirra tveggja hópa sem takast á um framtíð landsins: sjía- og súnní-múslima. Írak er ekki eitt þeirra landa sem aðild eiga að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, en stjórnvöld í Bagdad hafa þó óskað eftir því að stofnunin sendi fulltrúa til að fylgjast með kosning- unum. Þrátt fyrir að Írakar eigi ekki aðild að ÖSE, þá virðist sjálfsagt að stofnunin sendi fulltrúa sína þangað, ekki síst ef það gæti orðið til þess að minnka spennuna sem óhjákvæmilega verður þar í kringum kosningarnar. ■ 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Ráðgert er að kosningar fari fram í Írak síðasta sunnudaginn í janúar. Ófriður áfram FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG UPPSPRETTUR ÍSLENZKRAR MENNINGAR ÞORVALDUR GYLFASON Þetta kalla ég bók- menntahagfræði af beztu sort. ,,      Brautarholt 22 • Sími: 551 4003 www.thorshamar.is • thorshamar@thorshamar.is Tannvara eða vaðmál? Markúsi hrósað Áramótaskaup Sjónvarpsins er fastur punktur í skemmtanahaldi þjóðarinnar á gamlárskvöldi. Heita má að allir landsmenn horfi á það og hafi síðan á því skoðun. Dagskrárliðurinn sem á eftir fylgir, áramótadagskrá útvarps- stjóra, nýtur ekki sömu hylli, líklega standa flestir upp og hverfa frá viðtækjunum til að sinna flugeldum og freyðvínsdrykkju, enda heyrast þær raddir iðulega fyrstu daga nýs árs að þáttur- inn sé úrelt fyrirbæri. Ekki eru þó allir á því. Ögmund- ur Jónasson alþingismaður, sem líklega má telja Íslandsmethafa í minnihlutaskoðunum (og þær þurfa ekki að vera verrri fyrir það), hrósar útvarpsstjóra í hástert á vefsíðu sinni í vikunni. „Mér þykir Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri RÚV eiga vinninginn þessi áramót. Hann hefur fundið aldeilis frábæra for- múlu fyrir sitt framlag og framkvæmir hana mjög vel“ skrifar Ögmundur. „Sennilega er hlutskipti Markúsar Arnar erfiðast allra áramótamanna. Hann kemur á skjáinn rétt fyrir miðnættið þegar óþol er komið í mannskapinn, fólk vill skála og sprengja. Markúsi hefur hins vegar tekist að finna leið til að ná athygli okkar. Hann býður upp á sögulega og menn- ingarlega veislu“. Óli Björn snýr aftur Örn Valdimarsson hætti um áramótin sem ritstjóri Viðskiptablaðsins og fram- kvæmdastjóri útgáfufélagsins Framtíð- arsýnar. Í stað hans hefur Óli Björn Kárason, fyrrverandi ritstjóri DV, tekið við framkvæmdastjórninni. Óli Björn var helsti frumkvöðull að út- gáfu Viðskiptablaðsins á sínum tíma og er meðal eigenda blaðsins. Nýr ritstjóri kemur að blaðinu í vor en ekki hefur ver- ið greint frá því hver það verður. Á meðan gegnir Jónas Haralds- son blaðamaður ritstjórastörfum. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.