Fréttablaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 10
10 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR HERINN SÆKIR HJÁLPARGÖGN Boeing CH-46, þyrla bandaríska hersins, sækir hjálpargögn í Medan-borg á norður- hluta Súmötru. Verið er að flytja ýmsar nauðþurftir til þeirra byggða í Indónesíu sem fóru hvað verst út úr náttúruhamför- unum 26. desember. Forstjóri Vinnumálastofnunar: Náið fylgst með Impregilo KJARAMÁL Búast má við að Vinnu- málastofnun veiti Kínverjunum 54, sem Impregilo hafði sótt um und- anþágu fyrir, atvinnuleyfi á næstu dögum. Impregilo hefur 250 lausar stöður og hefur fyrirtækið auglýst eftir starfsmönnum innan Evrópu- sambandsins og á Íslandi. Umsókn- arfrestur rennur út um miðjan jan- úar og í framhaldi af því verður ráðið í störfin. Ef ekki tekst að manna allar stöðurnar verður sótt um atvinnuleyfi fyrir 100 Kínverja í viðbót. Íslendingar hafa verið tregir til að ráða sig til Impregilo og segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, að Impregilo bjóði bara laun samkvæmt taxta, erfiðar aðstæður séu að Kárahnjúkum að vetri til og mikil eftirspurn sé eftir því fólki, sem til greina kemur, í önnur verk. Þá hafi neikvæð um- ræða verið um fyrirtækið sem sé að hluta til óverðskulduð og að hluta til eðlileg en hart verði gengið eftir því við Impregilo að leit „á innlendum markaði sé í alvöru“ og Íslendingar verði ráðnir til starfa. - ghs Ekki stætt á að veita Kín- verjunum atvinnuleyfi Alþýðusamband Íslands telur ekki neinar forsendur fyrir stjórnvöld til að afgreiða beiðni Impregilo um atvinnuleyfi fyrir allt að 300 Kínverja með jákvæðum hætti. 4.700 Íslendingar leiti eftir atvinnu sam- kvæmt skrám. Ekki sé stætt á því að veita fyrirtæki atvinnuleyfi sem snuðar erlent starfsfólk. KÁRAHNJÚKAR Halldór Grönvold, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að ASÍ hafi upplýsingar um all- nokkra einstaklinga sem hafa fyrr eða síðar og sumir nýverið haft uppi fyrirspurnir um starf hjá Impregilo en þeim ekki verið sinnt og sama gildi um íbúa ann- ars staðar í Evrópu. ASÍ telur að kínversku verka- mennirnir, sem sótt er um at- vinnuleyfi fyrir, uppfylli ekki skil- yrði laga um rétt- indi, t.d. meira- próf, og spyr hvort stjórnvöld hafi gengið úr skugga um að fyrirtækið hafi brugðist við þeirri gagnrýni sem sett hafi verið fram um vinnuskipulag og starfsaðstæður að Kárahnjúkum sem geri fyrirtækið samkeppnis- fært á íslenskum vinnumarkaði og skapi aðstæður sem Evrópubú- ar sætti sig við. ASÍ gagnrýnir fyrirtækið fyrir að virða ekki lágmarkslaun kjara- samninga og brjóta þar með lög. „Þetta er fyrst og fremst pólitísk spurning sem lýtur almennt að vinnumarkaðnum, stöðu hans og þróun. Þar liggur ábyrgð ráðherra og stjórnvalda. Þetta fyrirtæki starfar ekki á íslenskum vinnu- markaði við þau skilyrði sem hér hafa gilt. Önnur fyrirtæki eru farin að óska eftir sambærilegri meðhöndlun og þá reynir á hvort stjórnvöld eru tilbúin til að verja með okkur þann vinnumarkað og þá sátt sem hér hefur gilt,“ segir Halldór. Í yfirlýsingu frá Impregilo er þvertekið fyrir að ásakanir ASÍ eigi sér stoð í raunveruleikanum. „Impregilo hefur frá upphafi greitt laun samkvæmt gildandi kjarasamningum á Íslandi og svo mun vera áfram svo lengi sem félagið starfi á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. ASÍ hefur takmarkaðar upplýs- ingar um þá Portúgali sem hafa verið snuðaðir hjá Impregilo og því takmarkaða möguleika á að höfða mál fyrir þeirra hönd. „Að ýmsu leyti er skaðinn skeður og spurning hve mikið við getum bætt úr því. Þetta hlýtur samt að vera eitt af því sem ráðherra tekur til álita þegar hann veltir fyrir sér atvinnuleyfum: Er stætt á því að veita fyrirtæki, sem verð- ur uppvíst að svona hlutum, atvinnuleyfi?“ Ósk Impregilo um atvinnuleyfi fyrir Kínverja er til umfjöllunar hjá Vinnumálastofnun. ghs@frettabladid.is Impregilo: Vill fólk sem þolir veður VINNUMARKAÐUR Impregilo auglýs- ir eftir reyndum bílstjórum og tækjamönnum í krefjandi verk- efni 120 kílómetra frá næsta þétt- býli. Ráðning til sex mánaða. Í boði er ókeypis flugmiði heim, matur og húsnæði á staðnum, einkaherbergi, 60 klukkutíma vinnuvika. Áhugasamir umsækjendur þurfa að hafa öll vottorð í lagi, vera við góða heilsu. Þeir verða að vera viljugir til að lifa og vinna á fjarlægum, vindasömum, norð- lægum slóðum. Þriggja ára reynsla af starfi við svipaðar að- stæður er skilyrði. - ghs ,,Önnur fyrirtæki eru farin að óska eftir sambæri- legri með- höndlun... Jóhann G. Bergþórsson: Stjórnvöld eru lin KÁRAHNJÚKAR Jóhann G. Bergþórs- son verkfræðingur telur að gera megi ráð fyrir að launakostnaður Impregilo vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka sé ekki nema um þriðjungur af því sem gera megi ráð fyrir sam- kvæmt íslenskum kjarasamningum. Það sé því ljóst að Impregilo byggi starfsemi sína á „ódýru, innfluttu vinnuafli, ekki íslensku.“ Jóhann telur að ríki og sveitar- félög hafi ekki þær góðu tekjur af virkjanafram- kvæmdunum sem þau búist hafði verið við. „Ekkert af þessu virðist vera að skila sér,“ segir hann og bendir á að vélar og efnisaðdrættir kosti það sama, sama hver verktak- inn er. Eini munurinn sé því launin. Jóhann telur linku stjórnvalda gagnvart Impregilo gefa fordæmi fyrir komandi framkvæmdir. Þetta sé bara fyrsta skrefið því að aðrir vilji auðvitað fylgja í fótsporin. „Maður spyr hvort þetta verði eins og í kaupsýsluflotanum þar sem íslenskir sjómenn eru of dýrir,“ segir hann. „Ef stjórnvöld vildu taka harka- lega á þessu þá væri það stoppað.“ - ghs                     ! "#                         !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+   GISSUR PÉTURSSON Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að hart verði gengið eftir því við Impreg- ilo að Íslendingar verði ráðnir til starfa að Kárahnjúkum. FRÁ KÁRAHNJÚKUM Í ljós hefur komið að Impregilo hefur snuðað portúgalska starfsmenn um allt að 300 milljónir króna. Framkvæmdastjóri ASÍ telur því ekki stætt á því að veita fyrirtækinu at- vinnuleyfi fyrir allt að 300 Kínverja. JÓHANN G. BERGÞÓRSSON Jóhann telur að launakostnaður Impregilo nemi aðeins þriðjungi af því sem hann hefði átt að nema.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.