Fréttablaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 30
F2 4 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Á dögunum kom út bókin 200 Best Ad Photographers Worldwide sem gefin er út af Lürzer´s Archive í Þýskalandi. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða 200 bestu ljósmyndara heims og í þeim hópi eigum við Íslendingar einn fulltrúa, Hermann Smára Ás- mundsson, sem hefur verið búsettur í Boston síðastliðin fjögur og hálft ár og rekið þar eigið ljósmyndafyrirtæki. Hermann Smári lærði ljósmyndun í Santa Barbara og eftir að hann út- skrifaðist starfaði hann í fimm ár hjá öðrum ljósmyndurum og aflaði sér víðtækrar reynslu áður en hann hóf eigin rekstur. Í 200 Best Ad Photographers Worldwide eru myndir úr herferð sem Hermann Smári myndaði fyrir teppa- deild fyrirtækisins BASF þar sem lögð er áhersla á náttúruleg efni. Ísland varð fyrir valinu þegar tökustaður var valinn. „Mér finnst ég gríðarlega heppinn að hafa komist í þessa bók. Ég hef reyndar fengið viðurkenningu í Bandaríkjunum en það er gaman að fá viðurkenningu á Evrópumarkaðnum. Skemmtilegast fannst mér þó að her- ferðin var mynduð á Íslandi en ég er alltaf að reyna að kynna landið eins mikið og ég get,“ segir Smári. Mynd- irnar sem hann fékk viðurkenningu fyrir eru allar landslagsmyndir en her- ferðin var ætluð Bandaríkjamarkaði. Hann myndar þó ekki bara teppi út í eitt því hann hefur tekið mikið af myndum fyrir bílafyrirtæki eins og Lexus, Volkswagen og Land Rover. Hann segist þó alls ekki vera með neina bíladellu. „Ég er miklu meiri útivistarkarl og það var fyrir algera slysni að ég fór að mynda svona mikið fyrir bílafyrir- tæki,“ segir Smári. Þó hann hafi fasta búsetu í Boston er hann sjaldnast í verkefnum þar því hann er alltaf á flakki. „Bandaríkjamarkaður er allt annað dæmi en Ísland því þar er markaðurinn svo miklu stærri. Þarna úti get ég sér- hæft mig miklu meira en ég hefði getað gert hér heima. Ég kem samt alltaf reglulega til Íslands því hér líður mér vel. Það er alltaf jafn gaman að koma heim.“ Hann segir ljósmyndun- ina alltaf vera jafn spennandi starf. „Mér finnst flakkið sem fylgir starfinu mjög skemmtilegt og svo er ég alltaf að kynnast nýju fólki. Það eru alltaf ein- hver vandamál sem koma upp á sem maður þarf að leysa sem gerir starfið ögrandi um leið. Svo er það ósköp góð tilfinning að sjá myndirnar sínar á síð- um tímaritanna.“ Það gustar um tímaritaútgáfuna Fróða. Í síðustu viku var Knúti Signarssyni framkvæmdastjóra fyrirtækisins sagt upp störfum eftir að ljóst var að Fróði hafði ekki skilað nægilegum hagnaði að mati stjórnar fyrirtækisins. Knútur var búinn að starfa hjá móðurfyrirtæki Fróða, Odda, í tvo áratugi en hann tók við starfinu hjá Fróða síðasta sumar. Þetta var mikið áfall fyrir starfsfólk Fróða enda Knútur ákaflega vel liðinn meðal þess. Stjórn Fróða leitar nú log- andi ljósi að nýjum framkvæmdastjóra en á meðan stýrir Páll Gíslason, stjórn- arformaður Fróða, fyrirtækinu. Í vik- unni var haldinn starfsmanna- fundur þar sem greint var frá stöðu fyrirtækisins. Þar kom fram að Oddi vildi í raun ekki eiga Fróða og fyrirtækið væri falt fyrir rétt verð. Á fundinum kom ein- nig fram að skuldunum hefði ver- ið reddað. Fróði fékk nýja kenni- tölu og nýtt nafn á dögunum og heitir nú Tímaritaútgáfan Fróði. Gamli Fróði skipti hins vegar um nafn og heitir nú Hugi, en það félag hefur verið úrskurð- að gjaldþrota. Í lok fundarins var starfs- fólki boðið að stinga upp á nýjum fram- kvæmdastjóra. Ekki stóð á svörum og rétti fólk upp hönd og stakk upp á ýmsum merkismönnum. Sum- ir vildu Sigurð G. Guðjónsson fyrrum forstjóra Norðurljósa meðan aðrir stungu upp á Þórólfi Árnasyni fyrrum borg- arsstjóra. Að sögn Páls Gíslasonar komu ekki fleiri nöfn upp á fundinum og hefur hvorki verið rætt við Þórólf né Sig- urð. Morgunverkin: Reyna vera svolítið árrisul og ekki með allt á hælunum svona í byrjun dags. Hella upp á með kaffi frá Te og kaffi, hlusta á morgunútvarpsþættina og vera fær í flestan sjó þegar mætt er í vinnuna. Bókin: Til hinstu stundar er mögnuð frásögn Traudl Junge af árum sínum sem einkaritari Adolfs Hitler og þá er sérstaklega frásögnin af síðustu dögunum í byrg- inu í Berlín ótrúleg. Geisladiskurinn: Nú þegar jólapopp- flóðinu er lokið er hægt að snúa sér að alvörutónlist. Ladies Sing Jazz er meðal annars með Ellu Fitzgerald, Söruh Vaughan og Billie Holiday. Sígild tónlist sem hægt er að setja á við öll tækifæri. Drykkur: Trönuberjasafi er víst vatns- losandi og mjög hreinsandi. Hann er því tilvalinn drykkur eftir allan matinn um hátíðarnar. Útiveran: Það er frí í enska bolt- anum um helgina, þannig að að- dáendur hans ættu að bæta upp fyrir maraþonið yfir hátíðirnar með góðum göngutúr í Öskjuhlíð og bjóða upp á heitt kakó og með því í Perlunni. Sjónvarpið: Njála en þátturinn var valinn sá besti á Eddu-hátíðinni nýverið. Er sýnd- ur í sjónvarpi allra landsmanna á sunnudaginn klukkan 20.00. Kvikmyndin: Kvikmyndin Alfie, um kvennabósann ógurlega, verður frum- sýnd föstudaginn sjöunda janúar. Þetta er endurgerð myndar frá 1966 sem skartaði Michael Caine, en er nú með engum öðrum en Jude Law, sem ætti að kæta kvenþjóðina. Strákarnir ættu síðan að geta lært brögðin af meistar- anum. Góðverkið: Það er hægt að fara með allar flöskurnar sem söfnuðust fyrir heima um áramótin í endurvinnslu og gefa síðan allan ágóðann til styrktar hrjáðum fórnalömbum jarðskjálftans í Asíu. Myndbandið: The Eternal Sunshine of a Spotless Mind var mynd sem ekki fór mikið fyrir í bíóhúsunum. Handritið að henni er meðal annars skrifað af Charlie Kaufmann, hinum sama og skrifaði handritin að Adaptation og Being John Malkovich. Í aðalhlutverk- um eru Jim Carrey og Kate Winslet. Mögnuð mynd sem lætur engan ósnortinn. Skyndibiti: Niður- skornir ávextir kann að hljóma sem leiðinlegur skyndibiti, en ef valið er rétt, þá er þetta ótrúlega góður og hollur matur. velurF2 F2 er viku- rit sem fylg- ir Frétta- blaðinu á fimmtudög- um. Útgefandi Frétt hf. Ritstjórn Jón Kaldal Höfundar efnis í þessu hefti Borghildur Gunnarsdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson, Kristján J. Kristjánsson, Marta María Jónasdóttir, Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 550 5000 Netfang: f2@frettabladid.is Auglýsingar Auglýsingadeild Frétta- blaðsins, Jón Laufdal, Einar Logi Vignis- son, Ólafur Brynjólfsson. Forsíðan Ólafur Egill Egilsson leikari sjá viðtal bls. 10 Ljósmynd: Teitur Jónasson Þetta og margt fleira 06 Göturnar í lífi Péturs Gauts list- málara 08 Góð ráð til að sigra útsölurnar 10 VIÐTAL Lítillátur en lofi hlaðinn Kristján J. Kristjánsson ræðir við Ólaf Egil Egilsson leikara sem brillerar í söngleiknum Óliver Twist 12 VIÐTAL Kúreki norðursins Vilhjálmur Björn Sveinsson hreindýrasmali í Norður-Noregi segir Frey Gígju frá ævintýrum sínum 14 Japanskir grillpinnar og matgæð- ingurinn Eyjólfur Kristjánsson útgáfustjóri Vöku-Helgafells 16 3 dagar: Það helsta sem er á seyði um helgina 18 Bolir með húmor - Böddi klippari Smári - einn af 200 bestu auglýsingaljósmyndurum heims ■ Göturnar í lífi Péturs Gauts málara ■ Japanskir grillpinnar ■ Matgæðingurinn Eyjólfur Kristjánsson ■ Það sem er að gerast um helgina ■ Böddi klippari ■ Súr bolahúmor F29. TBL. 2. ÁRG. 6. 1. 2005 Íslenskur hreindýra- smali í Noregi Ólafur Egill Slær í gegn fyrir norðan Hermann Smári er einn af 200 bestu ljósmyndurum heims: Teppaherferð kom honum á heimskortið Starfsmenn Fróða látnir stinga upp á nýjum framkvæmdastjóra: Sigurður G. eða Þórólfur? Ein af myndum Hermanns Smára sem tryggðu honum tilnefningu í hóp bestu auglýsingaljósmyndara heims. Myndin er úr auglýsingaherferð fyrir fyrirtækið BASF og var mynduð hér á landi. Hermann Smári Ásmundsson ljósmyndari Forsíðan af bókinni 200 Best Ad Photographers Worldwide LJ Ó SM .: AM Y ED EN J O LL YM O R E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.