Fréttablaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 60
28 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
Námskeið í táknmáli hefjast 11. janúar.
Skráning og nánari upplýsingar
í síma 562-7702 eða anney@shh.is
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra
www.shh.is
Viltu læra táknmál?
Búmm! Krassj!
Arrggh! Nei, við
erum ekki stödd
á stríðshrjáðu
svæði og ekki
heldur í miðri
teiknimynd. Við
erum í Reykja-
vík frá áramót-
um fram á
þrettándann. Búmmið er frá
tívolíbombu, krassjið líka en argið
kemur frá mér þegar ég vakna í
þriðja sinn upp um miðja nótt við
styrjaldarástand og sprengingar
sem glymja í fjöllum. Ég er ekki á
móti flugeldum. Ég elska skipu-
lagðar flugeldasýningar þar sem
fjöldi manns kemur saman og
horfir á ljósadýrðina á himninum.
En þegar himinninn er útbíaður í
púðurreyk og hávaða sem fela alla
fegurð hætta flugeldar að vera
fallegir og spennandi heldur ber
brjálæðið á gamlárskvöld bara
vott um stjórnlausa græðgi. Ég sá
viðtal við mann í sjónvarpinu rétt
fyrir áramót sem sýndi stoltur
fullan bílskúr af sprengiefni sem
hann hafði sankað að sér. Hann
sagðist vera flugeldafíkill og kvað
fjölskylduna skilningsríka varð-
andi áhugamál hans og kostnaðinn
við það sem hann sagði að hjá
flugeldafíklum gæti vel hlaupið
á milljónum. Ég vona að þessi
maður, sem á aukamilljón til að
sprengja í loft upp um áramótin,
hafi átt aðra til að gefa í söfnunina
vegna flóðanna í Indlandshafi. Án
þess að ég viti nokkuð um þennan
ágæta mann annað en kom fram í
fréttunum er alveg með ólíkind-
um að hver sem er geti farið og
keypt sér skotfæri fyrir milljónir
sem hann svo getur sprengt hvar
sem er og hvenær sem er í heila
viku. Í heila viku er veiðileyfi á
himininn, tunglið og stjörnurnar,
hlustir fólks, garða og geðheil-
brigði.
Máninn hátt á himni skín og
glottir tungl.. og ég skil það vel
því þetta hlýtur að vera alveg fá-
ránlegt frá því sjónarhorni. En...
í kvöld er þrettándinn! Þessu lýk-
ur í kvöld. Á morgun verður aftur
bannað að sprengja flugelda
þangað til á sama tíma að ári.
Hjúkk! ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR FAGNAR ÞRETTÁNDANUM
Glottir tungl
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
Fyrirgefðu!
Ég gleymdi
mér aðeins í
gleðinni.
Og með
mikilli gleði
sýni ég þér...
Palli, þegar þú varst yngri
talaðir þú út í eitt.
Nú segir
þú næstum
aldrei
neitt.
Hættu nú
mamma. Ég er
alltaf að tala
við ykkur.
Oftast er það
bara svo lágt
að þið heyrið
aldrei í mér.
Ha?
Varstu að segja
eitthvað?
Tóm?
Nei. Full af forvitni.
Hannes,
stelpur
eru klár-
ari en
strákar.
Það er ekki
endilega
satt Solla.
Er það
ekki?
Nei! Sumar stelpur eru
klárari en strákar en
sumir strákar eru klárari
en stelpur!
Oh...
Nú ertu
farin að
skilja þetta.
Nema
stelpurnar
séu mömmur.