Fréttablaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
Dreifing: 515 7520 Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 – fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
Bílaólán
Ég hef aldrei átt bíl. Ég hef rekiðbíla og haft þá í minni umsjá en
ég hef aldrei raunverulega átt þá. Ég
hef yfirleitt tekið lán fyrir þeim og
bílalán núna í seinni tíð. Oftar en ekki
hafa bílarnir verið ónýtir áður en ég
hef náð að greiða upp lánið af þeim.
Oft hafa þessir bílar verið ónýtar
druslur frá upphafi, gamlir og út-
keyrðir. En ekki alltaf.
Ég hef nokkrum sinnum slysast til
að kaupa bílategundir sem hafa ekki
notið almennrar hylli. Ég hef meðal
annars átt Simca Talbot, Renault
Nevada og Mercury Topas. Þeir eiga
það allir sameiginlegt þessir bílar að
þeir hafa fært mér mikla óhamingju.
Ég keypti þessa bíla vegna þess að
þeir voru ódýrir miðað við útlit. Þeir
litu vel út og virtust í góðu lagi. Yfir-
leitt hefur líka bílasalinn mælt sterk-
lega með þessum bílum. Ég hef síðan
komist að því síðar að hann gerði það
fyrst og fremst til að losna við við-
komandi bíl í fangið á einhverjum
auðtrúa fáráðlingi eins og mér.
Þegar ég keypti Simca Talbotinn
hélt ég að ég væri heppnasti maður í
heimi. Mér leið eins og ég hefði unnið
í happdrætti. Bílasalinn fullyrti að ég
hefði dottið í lukkupott og gert bestu
bílakaup lífs míns. Mánuði seinna var
bíllinn orðinn að ryðhrúgu. Það var
eins og ég hefði keypt mér ís í hita-
bylgju. Bíllinn hreinlega bráðnaði
sundur í höndunum á mér. Ég komst
líka að því að nákvæmlega enginn
flutti inn varahluti fyrir Simca Tal-
bot. Það var því tilgangslaust að láta
gera við hann. Afturdempararnir
ryðguðu undan honum og hann var
fastur í fyrsta gír. Ég keyrði um bæ-
inn á 10-15 km. hraða með afturend-
ann hoppandi í allar áttir. Á endanum
hoppaði hann í sundur og ég fór með
hann á haugana.
Ég var enn þá að borga lánið af Tal-
botinum þegar ég keypti Topasinn.
Einhver hafði sagt mér að amerískir
bílar væru frábærir. Ég veit ekkert
um það, en Tópasinn bræddi úr sér
eftir nokkra mánuði en ekki fyrr en
ég var búinn að eyða meiru í viðgerð-
ir á honum en ég hafði keypt hann á.
Ég var heppinn að losna við hann mér
að kostnaðarlausu. Þá keypti ég
Nevöduna en sá bíll átti eftir að
græta mig.
Í dag á ég Fiat Weekend sem er bíll
sem enginn þekkir. Ég fékk hann á
mjög góðu verði. Ég skulda hann all-
an. Ef hann bregst mér þá skila ég
inn ökuskírteininu mínu og tek upp
rösklegar göngur.
JÓNS GNARR
BAKÞANKAR