Fréttablaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 62
„So this is the new year / and I have no resolutions
for self assigned penance / for problems with easy solutions“
- Hljómsveitin Death Cab for Cutie söng um nýársdag á síðustu plötu sinni
Transatlantism sem endaði á listanum yfir bestu uppgötvanir síðasta árs í Fréttablaðinu.
30 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Í spilaranum hjá ritstjórninni
The Futureheads: The Futureheads, Hot Chip: Coming On
Strong, Pinback: Summer in Abbadon, Cex: Maryland
Mansions og Jan Mayen: Home of the Free Indeed.
MODEST
MOUSE
Tróna á
toppnum eftir
árið 2004 með
lagið „Float
On“.
[ ÁRSLISTI Xins 977 ]
BESTU LÖGIN 2004
MODEST MOUSE
FLOAT ON
KORN
Y’ALL WANT A SINGLE
THE KILLERS
MR. BRIGHTSIDE
FRANZ FERDINAND
TAKE ME OUT
BEASTIE BOYS
CH CHECK IT OUT
MINUS
ANGEL IN DISGUISE
INCUBUS
MEGALOMANIAC
LOSTPROPHETS
LAST TRAIN HOME
SNOW PATROL
RUN
VELVET REVOLVER
FALL TO PIECES
BLINK 182
MISS YOU
HIVES
WALK IDIOT WALK
DÁÐADRENGIR
BARA SMÁ
MÍNUS
NICE BOYS
THE DARKNESS
LOVE IS ONLY A FEELING
JET
COLD HARD BITCH
SLIPKNOT
DUALITY
PAPA ROACH
GETTING AWAY WITH MURDER
JAN MAYEN
ON A MISSION
STROKES
REPTILIA
* Listanum er raðað af umsjónar-
mönnum stöðvarinnar
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
Síðumúla 13
Opið 10 - 18
Sími 568-2870
ÚTSALA ÚTSALA
50 – 80 %
Ótrúlega lágt verð
Dæmi um verð:
Áður Núna
Mohair peysa 6.000.- 1.900.-
Riffluð peysa 6.500.- 1.900.-
Rennd peysa 5.900.- 1.900.-
Rúllukragapeysa 6.200.- 1.900.-
Vafin peysa 4.800.- 1.900.-
Satín toppur 5.300.- 1.900.-
Bolur m/perlum 6.600.- 1.900.-
Bolur m/áprentun 3.700.- 900.-
Skyrta 4.000.- 1.800.-
Viskósblússa 4.700.- 900.-
Hettupeysa 4.900.- 1.900
Sítt pils 6.300.- 900.-
Flauelsjakki 6.400.- 1.900.-
Dömujakki 6.500.- 1.900.-
Vatteruð úlpa 6.800.- 2.900.-
Íþróttagalli 8.900.- 2.900.-
Leðurbuxur 11.200.- 2.900.-
Kvartbuxur 4.900.- 900.-
Dömubuxur 5.800.- 900.-
Og margt margt fleira
5 690691 2000
08
Lífsreynslusagan • Heilsa • • Matur • Krossgátur
1. tbl. 67. árg., 4. janú
ar 2005.
g•á~t
Persónuleikaprófið
Aðeins 599 kr.
Sigurbjörg og Guðr
ún fundu
góða leið til betra lí
fs
65 kílóum
Ä°ààtÜ|
Bjó til engla
- úr Sveppa, Audda
og Pétri
Flutti til Íslands til
að leika í Latabæ
Að grennast með
réttu hugarfari!
Heilsuátak
fræga fólksins
Sjötugur og á
fullu í ræktinni
Sjö da
ga kúr
sem vi
rkar
00 Vikan01.
tbl.'05-1
17.12.2004
11:51 Pag
e 1
ný og fersk í hverri viku
Aðeins 599 kr.
Náðu í eintak á næsta sölustað
Útgáfusamningur í jólagjöf
Hljómsveitin Tender-
foot tryggði sér útgáfu-
samning við One Little
Indian rétt fyrir jól.
Enn ein íslenska sveitin
sem kemst yfir þrösk-
uldinn, en hvaða sveit
er þetta eiginlega?
Liðsmenn Tenderfoot fengu góða
jólagjöf í ár þegar þeir bættust í
hóp íslenskra tónlistarmanna sem
eru á málum hjá erlendri plötuút-
gáfu. Það var fyrirtækið One
Little Indian, sem hefur séð um
útgáfu platna Sykurmolanna og
svo Bjarkar á erlendri grundu,
sem tryggði sér útgáfuréttinn á
plötum sveitarinnar næstu árin.
Það hafði legið lengi í loftinu
að Tenderfoot myndu ná samningi
úti, enda hefur þeim gengið allt í
haginn frá því að hljómsveitin
spilaði fyrst á Iceland Airwaves-
hátíðinni í hittifyrra. Þeir tónleik-
ar tryggðu sveitinni för til New
York þar sem hún kom fram á
nokkrum af álitlegri tónleikastöð-
um stórborgarinnar. Þessi vel-
gengni Tenderfoot er engin
heppni, og vel verðskulduð enda
berstrípaðir tónar sveitarinnar
með eindæmum fallegir. Flutning-
ur og tjáning eru svo í hæsta
gæðaflokki.
Í viðtali í skurðgröfunni
Hallgrímur trommuleikari, eða
Grímsi eins og hann er kallaður,
var að stjórna skurðgröfu í vinnu
sinni þegar Fréttablaðið hringdi.
Hann drap á vélinni og gaf sér
nokkrar mínútur til þess að
spjalla við blaðamann.
„Konni gítarleikari og Kalli
söngvari og gítarleikari voru sam-
an í hjómsveitinni Útópíu. Þegar
sú sveit hætti, árið 2002, ákváðu
þeir að fara að dunda sér saman.
Þeir byrjuðu inni í stofu hjá
Konna, bara með kassagítara,“
segir Grímsi og það ætti því ekki
að vera fjarri lagi að kalla tónlist
þeirra stofukassagítarsrokk. „Síð-
an hafði Konni samband við mig
og ég bættist í hópinn. Hann býr í
kjallaraíbúð og þess vegna gátum
við ekki verið með neinn míkra-
fón eða magnara. Ég mætti með
lítið trommusett sem að sonur
minn á af því að það mátti ekki
vera neinn hávaði. Þess vegna
notaði ég burstana. Þannig þróað-
ist stíll sveitarinnar.“
Kalli og Konni voru búnir að
safna upp nokkrum lögum áður,
en þegar Grímsi bættist í hópinn
opnuðust allar flóðgáttir og ný lög
fæddust nánast á hverri æfingu.
Á fyrstu tónleikunum var sveitin
tríó en ári eftir stofnun hennar
bættist bassaleikarinn Helgi í
hópinn. Hann fór og verslaði sér
kontrabassa til þess að fullkomna
hljóm sveitarinnar.
„Við vorum alveg í heilt ár í
stofunni. Fyrstu tónleikarnir voru
á litlum stöðum eins og Kaffi Vín
og Sirkús. Svo spiluðum við á
Listasafni Reykjavíkur á Air-
waves í hittifyrra. Þar sá okkur
ljósmyndari sem starfar líka sem
bókari á stöðum í New York. Hann
vildi endilega fá okkur út og við
fórum.“
Kósý og heimilisleg stemning
Tenderfoot komst fyrst á plast
þegar hún tók þátt á safnplötunni
Sándtékk sem kom út í nóvember
2003. Þar eru lögin Country og
While This River Flows. Það fyrra
endaði einnig á nýju breiðskífunni
þeirra, en það seinna hefur ein-
ungis heyrst þar.
Á þeirri safnplötu kristallaðist
órafmögnuð „americana“ sena,
sem Tenderfoot hefur leitt frá
upphafi.
„Einhver hluti af þessum sveit-
um eru kunningjar okkar og vinir.
Margir þeirra hafa verið bara
einir með gítarinn lengi. Okkur
finnst mjög notarlegt að vera
svona á rólegu nótunum. Stilltum
meira að segja upp kertaljósum
og teppum á útgáfutónleikunum
til þess að gera hluti meira heim-
ilislegri og kósý. Þannig hefur það
nefnilega verið á æfingum, þar er
meira að segja hundur á vappi,
sjónvarpið í gangi, kaffi á könn-
unni og allir sitja í sófum með
hljóðfærin sín, nema ég. Við höf-
um aldrei verið með hið týpíska
æfingahúsnæði.“
Hjólin byrjuðu svo almenni-
lega að snúast hjá sveitinni þegar
Árni Benediktson, umboðsmaður
Leaves, bauð fram þjónustu sína
eftir að hafa séð til sveitarinnar á
tónleikum.
Frumraun sveitarinnar, sem
kom út hér fyrir jól og ber nafn
sveitarinnar, fær útgáfu í Evrópu
og Japan í næsta mánuði. Sveitin
heldur út í kjölfarið til þess að
fylgja útgáfunni eftir. Fylgist
með, því lauflétt ganga Tender-
foot er rétt að byrja.
biggi@frettabladid.is
TENDERFOOT Hljómsveitin Tenderfoot hefur skrifað undir samning við útgáfufyrirtækið One Little Indian, sem hefur meðal annars gefið
út plötur Sykurmolanna og Bjarkar.