Fréttablaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 56
Á dögunum tók Helgi Bernódus-
son málfræðingur við stöðu
skrifstofustjóra Alþingis af
Friðriki Ólafssyni sem hætti
störfum fyrir aldurs sakir. Það
vakti athygli að einhugur var
um ráðningu Helga en hann
hefur verið aðstoðarskrifstofu-
stjóri seinustu ár. Staða skrif-
stofustjóra er ekki ýkja gömul.
Fram að stjórnarskránni 1874
var enginn skrifstofustjóri en
forseti þingsins hafði skrifara.
Frá 1874 var þetta hlutastarf,
og einungis sinnt meðan þingið
sat en varð fullt starf 1915.
Fyrstur til þess að gegna því
var Einar Þorkelsson, bróðir
Jóns forna þjóðskjalavarðar.
Næstur var svo Jón Sigurðsson
frá Kaldaðarnesi. Þá tók Friðjón
Sigurðsson við og loks Friðrik
Ólafsson. Helgi Bernódusson er
því fimmti maðurinn sem gegn-
ir embættinu frá stofnun þess.
Tímamótin tóku hinn nýbak-
aða skrifstofustjóra tali. Tíma-
mótamaður er gamall þing-
fréttaritari og hefur oft velt því
fyrir sér hvað skrifstofustjór-
inn hafi fyrir stafni þegar hann
situr til hliðar við forseta í önd-
vegi þjóðþingsins.
„Það er nú rétt að ítreka enn
einu sinni að störf þingsins fara
ekki fram í þingsalnum nema að
litlu leyti. En á þingfundum
erum við forseta til aðstoðar og
veitum honum ráðgjöf um allt
sem snertir þingsköp, þingvenj-
ur og afgreiðslu mála. Við verð-
um líka að halda utan um við-
veruskrána og sjá til þess að
menn viti þegar að þeirra mál-
um kemur í dagskrá. Þingmenn
sitja stundum við störf annars
staðar í þinghúsinu. Við höldum
líka utan um dagskrána, röðum
skjölum í rétta röð og svo fram-
vegis. Þetta er sérstaklega mik-
ilvægt í afgreiðslum og at-
kvæðagreiðslum. Þá sjáum við
um utandagskrárumræður, röð-
um upp ræðumönnum eftir
samkomulagi sem tíðkast við
þær. Allt fer þetta fram eftir
ákvörðunum forseta. Utan að
komandi fólk gerir sér enga
grein fyrir öllu því kvabbi sem
er á forseta og er óhjákvæmi-
legur fylgifiskur þingstarfanna.
En þarna fer fram mikilvægt
starf og ekki mega vera ann-
markar á því.“
Tímamótin óska hinum nýja
skrifstofustjóra Alþingis vel-
farnaðar í starfi. ■
24 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
CARL SANDBURG, (1878-1967)
eitt frægasta ljóðskáld Bandaríkjanna,
fæddist þennan dag.
Hvað gerir hann?
HELGI BERNÓDUSSON: NÝRÁÐINN SKRIFSTOFUSTJÓRI ALÞINGIS
„Ég er hugsjónamaður. Ég veit ekki
hvert ég stefni en ég er á leiðinni.“
- Hann sagði líka (í þýðingu Steins Steinarr)
„Ég er gras. Og ég græ yfir spor ykkar“.
timamot@frettabladid.is
HELGI BERNÓDUSSON SKRIFSTOFUSTJÓRI ALÞINGIS Mikilvæg aðstoð við forseta.
Þennan dag árið 1942 kynnti
Franklin D. Roosevelt forseti þing-
inu að hann hefði staðfest áætlun
um mestu hernaðaruppbyggingu í
sögu Bandaríkjanna. Bandaríkin
hófu formlega þátttöku í styrjöld-
inni eftir árás Japana á Pearl
Harbor en þar sökktu þeir og
eyðilögðu nánast allan Kyrrahafs-
flotann. Bretar knúðu mjög á um
aukna framleiðslu hergagna í
Bandaríkjunum. Forystumenn
þeirra, með Beaverbrook ráðherra
birgða í borddi fylkingar, höfðu hitt
bandaríska ráðamenn og sagt
þeim frá aðferðum Breta.
Beaverbrook notaði aðferðir sem
hann kunni úr blaðaútgáfunni og
tókst að stórauka framleiðslu Breta
á hergögnum. Til dæmis náðu þeir
að smíða 500 orrustuflugvélar á
mánuði, og veitti reyndar ekki af.
Taldi hann að Bandaríkjamenn
gætu ekki verið eftirbátar Breta í
þessum efnum. Roosevelt varð fyrir
áhrifum af Bretum, bæði Beaver-
brook og Churchill, og tilkynnti
markmiðin í framleiðslunni þetta
fyrsta ár. Framleiða skyldi 45.000
flugvélar, 45.000 skriðdreka,
20.000 loftvarnabyssur og skip
sem væru samtals 8 milljónir rúm-
lesta. Þingmenn voru sem þrumu
lostnir og vantrúaðir á að þetta
mundi takast. En Roosevelt gaf
ekkert eftir og sagði þessa fram-
leiðslu og ótalinn fjölda annarra
hergagna sýna óvinum Bandaríkj-
anna, Japönum og nasistum,
hverju þeim hefði tekist að koma
til leiðar.
6. JANÚAR 1942 kynnti Franklin
D. Roosevelt áætlun um gífurlega
hervæðingu Bandaríkjanna.
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1066 Haraldur konungur Guð-
inason krýndur konungur
Englands.
1838 Samuel Morse sýnir ritsím-
ann í fyrsta sinn opinber-
lega.
1923 Halldór Kiljan Laxness
skírður til kaþólskrar trúar í
klaustrinu í Clairvaux.
1925 Finnski hlauparinn Paavo
Nurmi setur tvö heimsmet
innanhúss á sama klukku-
tímanum, í 5.000 m hlaupi
og míluhlaupi.
1949 Fæðingardeild Landspítal-
ans flytur í nýtt hús.
1950 Bretar viðurkenna Kín-
verska alþýðulýðveldið.
1994 Skautadrottningin Nancy
Kerrigan verður fyrir lík-
amsárás. Seinna kom í ljós
að eiginmaður keppinautar
hennar í bandaríska
ólympíuliðinu stóð að baki
árásinni.
Bandaríkin hervæðast
Okkar góða móðir og tengdamóðir,
Guðrún Jakobsdóttir
frá Grund í Svínadal,
andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi að morgni miðviku-
dagsins 5. janúar.
Fyrir hönd vandamanna,
Lárus Þórðarson, Valdís Þórðardóttir, Brjánn Á. Ólason, Ragnhildur
Þórðardóttir, Sigurður H. Pétursson og Þorsteinn Tr. Þórðarson.
Verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 07. janúar
kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
systkinabörn hins látna.
Þórður Elíasson
Frá Saurbæ,
fyrrverandi leigubílstjóri.
Áður til heimilis að Hraunbæ 103.
Okkar ástkæri frændi,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. janúar
kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Soffía M. Sigurjónsdóttir, Bragi Ólafsson, Sigrún Pálsdóttir, Helga
Ólafsdóttir, Helgi Björn Kristinsson, Sigurjón Ólafsson, Arna Kristjáns-
dóttir og barnabörn.
Ólafur Stefánsson
lögfræðingur Engihjalla 1, Kópavogi,
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Víðihlíðar
í Grindavík og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Við óskum ykkur
öllum gleðilegs nýs árs.
Guttormur Arnar Jónsson, Sigurbjörg Arndís Guttormsdóttir, Harald-
ur Auðunsson, Harpa Guttormsdóttir, Orri Brandsson, Soffía
Guttormsdóttir, Sighvatur Halldórsson, Alma Björk Guttormsdóttir,
Björgvin Björgvinsson, Elfa Hrund Guttormsdóttir, Einar Ásbjörn
Ólafsson og barnabörn.
Hrefnu Einarsdóttur
Reykjanesvegi 16, Ytri-Njarðvík.
Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar eigin-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
Maríus Sigurjónsson
Háteig 2b, Keflavík,
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 4. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigtryggur Maríusson, Drífa Maríus-
dóttir, Erlingur Jónsson, Sigurjón Maríusson, Alba Lucia Aluarez,
Jóhann Maríusson, Þyrí Magnúsdóttir, Jón Þór Maríusson, Alda Haf-
steinsdóttir, Jón Þór Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is
MOSAIK
Veljið fallegan legstein
Vönduð vinna og frágangur
Sendum myndalista
Legsteinar
ANDLÁT
Almut Alfonsson, fædd Andresen,
Brúnalandi 16, lést miðvikudaginn 29.
desember.
Einar Rúnar Stefánsson vélfræðingur
lést fimmtudaginn 30. desember.
Svava Vigfúsdóttir lést föstudaginn 31.
desember á hjúkrunarheimilinu Eir.
Þórunn Sveinsdóttir, Fljótakróki, Skaft-
árhreppi, lést sunnudaginn 2. janúar.
Ingólfur Arnar Þorkelsson, fyrrv. skóla-
meistari, Espigerði 4, Reykjavík, andaðist
mánudaginn 3. janúar.
JARÐARFARIR
13.00 Einar Rúnar Stefánsson vélfræð-
ingur. Bálför hans fer fram frá
Fossvogskirkju.