Fréttablaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 28
„Ég á nú ekki von á að vera hérna
mikið lengur en dauðann óttast ég
ekki. Ég trúi á annað líf og veit að
maðurinn minn bíður eftir mér.
Hann var alveg einstakur maður,“
segir Kristbjörg Kristjánsdóttir,
sem er hundrað ára í dag. Engum
sem á hlýðir dylst að missir hennar
var þungur þegar Jóhannes Eiríks-
son, eiginmaður hennar, féll frá.
Þau hjón eignuðust engin börn en
ólu upp bróðurson Jóhannesar, Kol-
bein Kristjánsson bifreiðarstjóra,
og síðar son hans, Jóhannes Möller
sem ber nafn fóstra síns.
Kristbjörg fæddist í Eyrarhús-
um í Tálknafirði, dóttir Kristjáns
Kristjánssonar, frá Mýri í Bárðar-
dal og síðar skógarvarðar á Vöglum
í Fnjóskadal, og Þórunnar Jóhann-
esdóttur en faðir hennar var al-
kunnur útvegsbóndi á Sveinseyri
við Tálknafjörð. Foreldrar Krist-
bjargar eignuðust 11 börn; níu
komust á legg en tvö dóu í frum-
bernsku.
Ung stúlka fór Kristbjörg til
Danmerkur og dvaldi þar í þrjú ár
við matreiðslu- og handiðnarnám.
Árið 1939 kvæntist hún Jóhannesi,
sem var frá Sölvanesi í Lýtings-
staðahreppi og bjuggu þau lengst
af á Kristnesi í Eyjafirði þar sem
þau störfðu bæði. Jóhannes var
starfsmaður Kristneshælis og
Kristbjörg matráðskona allt þar til
þau fluttu í Þórunnarstræti á Akur-
eyri árið 1979. Þau hjónin fluttu á
Hjúkrunarheimilið Sel á Akureyri
haustið 2000 og lést Jóhannes að-
eins 10 dögum síðar. Var það erfið-
asta lífsreynsla Kristbjargar á
langri ævi en þau hjónin voru afar
samheldin og miklir vinir.
Þrátt fyrir háan aldur er Krist-
björg furðu ern. Hún er skýrmælt,
með þokkalega heyrn en sjóninni
tapaði hún að fullu fyrir 11 árum.
Alla jafnan er hún minnug, fróð og
skýr í hugsun, þó dagamunur sé
þar á. Hún fer flestar sínar ferðir í
hjólastól en getur gengið með
stuðningi. Hún fylgist vel með því
sem er að gerast í þjóðfélaginu,
hlustar mikið á útvarp, ekki síst
fréttir, og stundum hlustar hún
einnig á sjónvarpsfréttirnar.
Kristbjörg þakkar heilsusam-
legu líferni háum aldri. „Ég hef ekki
reykt eða drukkið áfengi. Fiktaði
eitthvað með sígarettur á mínum
yngri árum en tók aldrei ofan í mig.
Maðurinn minn bragðaði einstaka
sinnum áfengi en aldrei þannig að
hann yrði kenndur.“
Kristbjörg segir ólíku saman að
jafna, lífinu í dag og lífinu þegar
hún var ung stúlka. „Tæknin er slík
að það tekur ekki að telja upp
breytingarnar. Það hefur einfald-
lega allt breyst og fólk hefur það
svo miklu betra núna en þegar ég
var ung. Í dag er allt rétt upp í
hendurnar á fólki.“ kk@frettabladid.is
20 18. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
A.A. MILNE (1882-1956)
fæddist þennan dag.
AFMÆLI: KRISTBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR ER 100 ÁRA Í DAG:
„Einn kosturinn við að vera óskipulagður,
er að maður er sífellt að gera spennandi
uppgötvanir.“
Barnabókarithöfundarins er helst minnst fyrir Bangsímon, en hann
skrifaði einnig nokkur leikrit og eina sakamálasögu, auk stjórn-
málaskrifa og sjálfsævisögu sinnar.
timamot@frettabladid.is
AFMÆLI
Gunnar Kristjánsson, prófastur Kjalar-
nessprófastsdæmis, er sextugur í dag.
Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri
og stjórnarformaður Samherja, er 55 ára
í dag.
Unnur Stefánsdóttir, leik-
skólastjóri í Kópavogi, er
54 ára í dag.
Gunnar Örn Kristjánsson, fyrrum for-
stjóri SÍF, er fimmtugur í dag.
Stígur Steinþórsson leikmyndahönnuð-
ur er 45 ára í dag.
Jón Karl Helgason bók-
menntafræðingur er fertug-
ur í dag.
Páll Rósinkrans Óskarsson söngvari er
31 árs í dag.
Helgi Seljan Jóhanns-
son blaðamaður er 26
ára í dag.
ANDLÁT
Elsa Georgsdóttir, Meistaravöllum 11,
Reykjavík, lést mánudaginn 3. janúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Ragnar Örn, Fellsmúla 11, lést á Land-
spítalanum í Fossvogi, þriðjudaginn 11.
janúar.
Gylfi Árnason, Árskógum 2, andaðist á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, fimmtu-
daginn 13. janúar.
Indriði Ísfeld lést á Hrafnistu fimmtu-
daginn 13. janúar.
Sóley Magnúsdóttir andaðist á Heil-
brigðisstofnun Bolungarvíkur, fimmtu-
daginn 13. janúar.
Sigrún Gísladóttir, Álfhólsvegi 70, and-
aðist á heimili sínu laugardaginn 15.
janúar.
JARÐARFARIR
13.00 Auðun Auðunsson skipstjóri, Val-
húsabraut 31, Seltjarnarnesi, verð-
ur jarðsunginn frá Neskirkju.
13.00 Kjartan Þór Valgeirsson, Akraseli
10, Reykjavík, verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju.
Árið 1912 „uppgötvaði“ Charles
Dawson fyrstu tvær hauskúpurn-
ar sem fundust í Piltdown-grjót-
námunni í Sussex á Englandi. Þar
með var hafið eitt frægasta gabb
sögunnar, en hauskúpurnar virt-
ust vera af frumstæðri mannveru,
ef til vill ættföður mannsins. Pilt-
down-maðurinn, eða Eoanthrop-
us dawsoni, vakti mikla athygli.
Þarna töldu menn jafnvel að væri
kominn „týndi hlekkurinn“ milli
manns og apa, enda með ennis-
lag manns og kjálkalag apans.
Svo var hann líka Breti og ekki
þótti mönnum það verra í gamla
heimsveldinu. En eftir því sem
árin liðu og víðar fundust leifar
gamalla mannapa, varð Pilt-
down-maðurinn að fráviki sem
hvergi féll inn í heildarmyndina.
Árið 1953 varð svo sannleikurinn
loks ljós. Piltdown-maðurinn var
ekki annað en gabb. Enn er þó
ekki komið á hreint hver stóð fyr-
ir gabbinu. Charles Dawson þykir
náttúrlega líklegur sökudólgur, en
fleiri þekktir menn hafa verið
nefndir, svo sem Arthur Conan
Doyle og Pierre Teilhard de
Chardin. Piltdown-maðurinn hef-
ur verið uppspretta margvíslegra
vangaveltna, en almennt er talið
að beinunum hafi verið komið
fyrir til að hrekkja Dawson, eða
vísindamenn almennt, en vegna
þess að beinin voru ekki til al-
mennrar sýningar uppgötvaðist
gabbið ekki strax. Þá er talið að
sú mikla athygli sem málið vakti
hafi fælt þá sem ábyrgð báru á
gabbinu frá því að upplýsa um
það.
HAUSKÚPA PILTDOWN-
MANNSINS
ÞETTA GERÐIST FUNDUR PILTDOWN-MANNSINS: MERKISATBURÐIR
1352 Étienne Aubert er kjörinn
páfi og verður Innocentíus
VI.
11865 Þrælahald er afnumið í
Bandaríkjunum.
1894 Konur í Suður-Ástralíu eru
þær fyrstu í landinu til að
fá kosningarétt og kjör-
gengi á Alþingi.
1912 Landkönnuðurinn Robert
Falcon Scott nær á Suður-
pólinn eftir tveggja mán-
aða barning og fréttir að
norski landkönnuðurinn
Roald Amundsen hafi verið
mánuði á undan í mark.
11930 Hótel Borg tók til starfa
með opnun veitingasala.
Gistihúsið var hins vegar
tekið í notkun í maí.
1969 Leigubílstjóri fannst myrtur í
Reykjavík. Við tók umfangs-
mikil rannsókn, án þess þó
að nokkur væri fundinn
sekur um glæpinn.
Eitt frægasta gabb sögunnar
Okkar innlegustu þakkir til allra þeirra er
auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar
tengdaföður, afa og langafa,
Maríusar Sigurjónssonar
Háteig 2B, Keflavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is
MOSAIK
af legsteinum
gegn staðgreiðslu
í janúar og febrúar
Sendum myndalista
15% afsláttur
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Sören M. Aðalsteinsson
Valbraut 7, Garði, áður til heimilis að
Eiðsvallagötu 3, Akureyri, lést í Víðihlíð,
Grindavík 14. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Magnús Sigurbjörn Sörensson, Sólbjört Hilmarsdóttir
Steinar Sigurjón Sörensson, Anna Magnúsdóttir
Amalía Vilborg Sörensdóttir, Einar Hermannsson
og barnabörn.
ERLEND AFMÆLISBÖRN
Lyman Abbott
rithöfundur (1835-1922)
Willy Brandt
kanslari Þýskalands
(1913-1992)
Betty Grable
leikkona (1916-1973)
Michael Moorcock
vísindaskáldsagnahöfund-
ur (1939)
Keith Richards
gítarleikari Rolling
Stones (1943)
Steven Spielberg
kvikmyndaleikstjóri
(1946)
Steve Biko
baráttumaður fyrir mannréttindum í
Suður-Afríku (1946-1977)
Leonard Maltin
kvikmyndagagnrýnandi (1950)
Ray Liotta
kvikmyndaleikari (1955)
Brad Pitt
kvikmyndaleikari (1963)
DMX
rappari (1970)
Katie Holmes
kvikmyndaleikkona
(1978)
Christina Aguilera
söngkona (1980)
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Trúir á annað líf og
kvíður ekki brottförinni
KRISTBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR EITTHUNDRAÐ ÁRA „Það eru allir góðir við mig hér á Seli,“ segir Kristbjörg sem var matráðskona
á Kristneshæli í kreppunni miklu á fjórða tug síðustu aldar.