Fréttablaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 62,45 62,75 116,76 117,32 81,80 82,26 1,00 11,06 9,98 10,04 9,04 9,09 0,61 0,61 95,20 95,76 GENGI GJALDMIÐLA 17.1.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA Króna 112,36 -0,10% 4 18. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Enn er lítið lát á fárveiku fólki sem streymt hefur inn á Landspítala - háskólasjúkra- hús undanfarna daga af völdum inflúensu og annarra um- gangspesta. Guðlaug Rakel Guð- jónsdóttir, sviðsstjóri á lyflækn- ingasviði, sagði, að opnuð hefði verið sérstök legudeild fyrir þetta fólk á Hringbraut og yrði hún væntanlega opin fram eftir vik- unni eða svo lengi sem þyrfti. „Þessi deild er skráð fyrir 13 sjúklinga,“ sagði Guðlaug Rakel. „Þá bættum við einnig við rúmum í gæsludeildinni í Fossvoginum. Nú eru á spítalanum 35 sjúklingar umfram venjulegan dag. Það hafa verið óvenjulega mikil veikindi. Það hafa verið miklar innlagnir bæði í gegnum bráðamóttökuna og hjartadeildina á Hringbraut. Fólk sem er veikt fyrir þolir illa að fá umgangspestir. Þetta leggst allt hvað á annað, en flensan topp- ar það alveg.“ Guðlaug Rakel sagði það tilfinningu fólks að álagið á spítalanum væri heldur í rénun, miðað við það sem hefði verið fyrir helgi. - jss KJARAMÁL Nú er að birtast sá veru- leiki sem margir sáu fyrir þegar lífeyrisfrumvarpið var samþykkt að mati Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri-grænna. Komið er í ljós að sjö fyrrverandi ráð- herrar fengu samtals rúmar sautján milljónir króna í eftirlaun á liðnu ári þrátt fyrir að vera enn í fullu starfi á vegum hins opinbera. Með lögum um eftirlaun þing- manna og ráðherra, sem voru sam- þykkt á Alþingi í desember árið 2003, voru heimildir til töku eftir- launa rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. „Auðvitað var það regin- hneyksli að sníða sérstök lög að þörfum þessa hóps,“ segir Ög- mundur. „Nær hefði verið að þingmenn og ráðherrar færu inn í almennan lífeyrissjóð.“ Halldór Blöndal, forseti Al- þings, mælti fyrir frumvarpinu á sínum tíma og sagði að eitt af markmiðum þess væri að draga úr sókn gamalla þingmanna í embætti í stjórnkerfinu og tryggja afkomu þeirra sem ekki kæmust í önnur störf að lokinni þingmennsku. Ögmundur segir að nú komi í ljós að það hafi ver- ið meginfirra. „Tilgangur frum- varpsins var að annars vegar að búa þingmönnum og ráðherrum betri lífeyriskjör en almennt gerist og hins vegar að gefa þeim kost á að fara fyrr á lífeyri en fólk al- mennt á rétt á. Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, segir að þessi veru- leiki hafi legið fyrir þegar lög- ið voru samþykkt á þingi. „Það var tekin umræða um að það væri ekki girt fyrir að þessi staða gæti komið upp. Í þessum tilvikum geta menn öðlast lífeyris- réttindi áður en að hefð- bundnum starfsloka- aldri er náð.“ Bjarni segir þetta einkum eiga við þá sem hafa starf- að mjög lengi í stjórn- málum og hafa náð því að vera ráðherrar eða forsætisráðherrar. „Ég hef engar athugasemdir við að þeir sem gegnt hafa forsætisráð- herraembætti njóti góðra lífeyr- iskjara. Viðkomandi hafa gegnt miklum trúnaðarstörfum fyrir þjóðina.“ ghg@frettabladid.is Breskir hermenn: Herdómstól frestað ÞÝSKALAND, AP Dómari ákvað í gær að fresta máli þriggja hermanna sem ásakaðir hafa verið um að misþyrma föngum í Írak. Upphaflega átti herrétturinn að taka mál þeirra þriggja fyrir í gær, í breskri herstöð í þýsku borginni Osnabrueck. Dómarinn ákvað hins vegar að fresta mál- inu, þar sem hann þyrfti meiri tíma til að hlýða á kröfur lög- manna. Myndir af meintri misþyrm- ingu birtust í breskum blöðum vorið 2003, leiddu til rannsókna málsins. Misþyrmingin á að hafa átt sér stað í maí 2003, þegar her- mennirnir gættu vörugeymslu þar sem hjálpargögn voru geymd fyrir utan borgina Basra í suður- hluta Írak. ■ ... og mundu eftir ostinum! RÚMUM FJÖLGAÐ Gæsludeild A – 2 í Fossvogi var stækkuð fyrir helgina og herbergjum sem hafa verið til annarra nota hefur verið breytt í sjúkrastofur. Flensuhrinan á Landspítalanum: Sérstök legudeild opin fram eftir vikunni LAUN SENDIHERRA Nokkrir fyrrverandi ráðherrar starfa sem sendiherrar erlendis og hafa þegar hafið töku eftirlauna. Laun sendiherra eru eftir- farandi: Grunnlaun: 427 þúsund Skattfrjáls staðaruppbót: 562 þúsund Alls: 989 þúsund (hluti skattfrjáls) Sérsniðin lífeyrislög þingmanna hneyksli Þingmaður Vinstri-grænna segir að það hafi verið vitað þegar eftirlaunafrumvarpið var samþykkt að fyrr- verandi ráðherrar kæmust á eftirlaun á sama tíma og þeir gegndu opinberu starfi. Þingmaður Sjálfstæðis- flokks gerir ekki athugasemdir. Þeir sem gegnt hafi trúnaðarstörfum fyrir þjóðina eigi að njóta þess. MÓTMÆLI VIÐ ALÞINGI Eggjum var kastað í Alþingishúsið til að mótmæla eftirlaunalögunum og fjöldi fólks tók þátt í mótmælum Alþýðusambands Íslands. Forysta sambandsins taldi aukin réttindi ráðherra og þingmanna ekki í réttu hlutfalli við það sem almenningur ætti að venjast. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R DÆMDIR FYRIR STRÍÐSGLÆPI Tveir fyrrum herforingjar í her Bosníu-Serba í júgóslavneska borgarastríðinu hafa verið dæmdir til níu og átján ára fang- elsis fyrir þátt sinn í fjöldamorð- um á múslimum í Srebrenica. Meira en sjö þúsund manns voru myrtir í fjöldamorðunum. MESIC ENDURKJÖRINN Stipe Mesic var endurkjörinn forseti Króatíu og hlaut tvö af hverjum þremur gildum atkvæðum í for- setakosningum sem fram fóru á sunnudag. Andstæðingur hans, hægrimaðurinn Jadranka Kosor, fékk 34 prósent atkvæða. RÉTTAÐ Á NÝ Mál fjögurra Serba var tekið fyrir á ný fyrir dóm- stólum í gær. Þeir voru í fyrra dæmdir í allt að 20 ára fangelsis- vist fyrir pyntingar og morð á sextán múslimum í júgóslav- neska borgarastríðinu en hæsti- réttur ógilti dóminn og fyrirskip- aði að málið yrði tekið fyrir aftur. ■ EVRÓPA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.