Fréttablaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 33
25ÞRIÐJUDAGUR 18. janúar 2005 In GoodCompany od any In Good Company *Aðalvinningur verður dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum • Vinningar verða afhendir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Klikkaður útsölu-leikur! Allir sem taka þá tt fá glaðning! Aðal- vinnin gur er MEDI ON XX L tölva með 1 7” flatsk já! JENS EINARSSON FJALLAR UM HESTA OG HESTAMENNSKU Á HESTBAKI Umbun og sveigjustopp Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói sl. fimmtu- dagskvöld voru flutt tvö tónverk: San Fransisco Polyphony eftir György Ligeti og „Sjö síðustu orð Krists á krossinum“ eftir Joseph Haydn. Stjórnandi var Ilan Volkov og upplesari Pétur Gunnarsson. Svo má virðast sem þessi tvö tónverk, sem koma eins og hvort úr sinni áttinni eigi fátt sameiginlegt. Györgi Ligeti er af mörgum talinn eitt merkasta tónskáld síðari hluta tuttugustu aldar. Hann fylgdi tón- listarstefnu sem upphaflega var kennd við serialisma en síðar við avant garde. Sú stefna tók kröfuna um frumleika mjög alvarlega og leituðust menn eftir því að uppfylla hana með fræðilegum aðferðum. Tónskáldið varð eins konar uppfinn- ingamaður í tónsmíðatækni. Ligeti sagði að nokkru skilið við samherja sína er honum virtist stefnan á leið í öngstræti. San Fransisco Polyphony er eitt þeirra verka sem upp af því spratt. Hér er hinn hljóðræni vefur í fyrirrúmi. Hann er litríkur eins og gólfteppi frá Persíu. Ligeti er afar hug- myndaríkur tæknilega og verk úir og grúir af skemmtilegum hljóð- fallsmyndum og hljóðasamsetning- um. Tónamálið er hins vegar al- krómatískt, eins og tíðkaðist hjá avant garde mönnum, og þar með máttlaust sem byggingarefni í tón- verki. Tónarnir verða hlutlaus burð- argreind fyrir falleg hljóð. Mönnum hefur enn ekki tekist að skapa áhugavert listrænt ferli úr fallegum hljóðum einum saman og Ligeti tekst það heldur ekki í þessu verki. Það sem gerir það skemmtilegt að stilla þessum tveimur verkum saman á tónleikum eru einmitt þau ólíku tök sem tónskáldin taka frum- leikakröfuna. Nútímamaðurinn Ligeti treystir á teoríur og tækni. Jóseph Haydn var trúaður maður og treysti Guði almáttugum. Hann leysti vanda frumleikans með því að ýta honum frá sér og fela Drottni. „Sjö síðustu orð Krists á krossin- um“ er samsett úr sjö sónötum fyr- ir hljómsveit auk inngangs og eftir- mála, allt spilað hægt í samræmi við efnið. Verkið er heldur tíðinda- lítið framan af en eftir því sem á líð- ur vex höfundi ásmegin og í lokin er hann kominn í fullan ham. Haydn notar í meginatriðum sömu form og sömu tæknilegu vinnubrögðin út í gegn. Hann bregst við vanda sköp- unarinnar einfaldlega með því að kalla út meira af kröftum sínum, krefja sjálfan sig meira, eftir að- stæðum og allt samkvæmt lögmál- inu Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Við þetta má bæta að sú skoðun er almenn, að Joseph Haydn sé eitthvert frumlegasta tónskáld sögunnar og það heyrist vel í þessu verki. Hinn ungi hljómsveitarstjóri Ilan Volkov er greinilega mjög snjall og hljómsveitin flutti þessi verk á heillandi listrænan hátt. Pét- ur Gunnarsson rithöfundur valdi er- indi úr Passíusálmunum um orð Krists á krossinum og las milli at- riða í verki Haydns og var það við hæfi og vel gert. ■ TÓNLIST FINNUR TORFI STEFÁNSSON Sinfóníuhljómsveit Íslands Ligeti og Haydn Stjórnandi: Ilan Volkov Háskólabíó Niðurstaða: Hinn ungi hljómsveitarstjóri Ilan Volkov er greinilega mjög snjall og hljóm- sveitin flutti þessi verk á heillandi listrænan hátt. Trú og tækni SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðastliðinn fimmtudag gat að heyra verk frá tveimur ólíkum tímabilum, nútímaverk eftir György Ligeti og 18. aldar klassík eftir Joseph Haydn. Nú er mikið talað um sveigjustopp og umbun. Þessi tvö orð eru álíka mikið í tísku nú og „strengur“ var þegar allir hestar, sem áttu við ein- hverskonar knapavandamál að stríða, voru skornir upp við streng. Allir eru að umbuna sí og æ og ekki laust við að sé orðið væmið á köfl- um. Ekki er annað að heyra á mæli reiðkennara en að þessar aðferðir séu svo til nýjar af nálinni. En eru þær það? Faðir minn kenndi mér þá aðferð við að hægja á hesti, að taka þéttingsfast í tauminn og gefa svo strax eftir, taka aftur í tauminn, gefa eftir, og svo koll af kolli. Alls ekki mætti toga viðstöðulaust, þá myndi hesturinn verða reiður, stífa sig á móti og auka hraðann fremur en hitt. Þetta gafst vel og ég lærði að hestum líkar illa að láta halda sér föstum, alveg eins og mannfólkinu. Best er að hafa allt sem frjálsast. Þetta var fyrir 33 árum. Faðir minn lærði þetta af pabba sínum, sem lærði það af pabba sínum. Það sama sagði Ingmar á Jaðri þegar uppá- haldsmerin hans var að springa í klofinu á mér og gekk ekki heilt spor: „Gefð' eftir!“ Jóhannes á Kleifum sagði mér að faðir sinn, Stefán Eyjólfsson, hefði haft það ráð við hrekkjótta roku- hesta að fara með þá upp á allbreið- an hjalla í fjallinu. Hann sté í ístað- ið og sveigði höfuð hestsins að sér. Þegar hann settist í hnakkinn og hesturinn rauk af stað tók hann báð- um höndum um annan tauminn, þeim megin sem hann steig á bak, og hélt hestinum sveigðum og lét hann rjúka og stinga sér í hringi þar til hann gafst upp á leiknum. Stefán var upp á sitt besta á fyrri hluta 20. aldar. Trúlega hefur hann verið búinn að kenna hestinum að „kyssa ístöð“, eins og það er kallað í dag, áður en hann lét til skarar skríða. Það sama gerir Skúli Steinsson, sem ennþá er að frumtemja trippi, kominn þrjú ár á sjötugt. Hann teymir þau í hendi við einteyming, gerir þau mjúk og sveigjanleg til beggja handa. Hann fer fyrstu skiptin á bak á fóðurganginum, alltaf með einteyming, og síðan út, ennþá bara með einteyming. Ef trippið ætlar að taka upp á því hrekkja eða rjúka sveigir hann það í hring. Þetta lag hefur hann notað í áratugi. Ég held hann hafi samt aldrei heyrt talað um sveigjustopp. Enginn hefur nokkru sinni orðið góður reiðmaður sem ekki hefur þann meðfædda eiginleika að gefa eftir. Og ósjálfráð viðbrögð flestra reiðmanna er að sveigja hestinn til hliðar ef hann ætlar að gusast áfram, menn finna að annar taum- urinn er mýkri og notfæra sér það. Þess vegna finnst mér að reiðkenn- arar ættu að kynna sveigjustopp og umbun (eftirgjöf) sem gömul sann- indi en ekki nýjar uppfyndingar. ■ UM VETUR Skyldu þessir nokkuð vera að hugsa um sveigjustopp?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.