Fréttablaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 1
SNJÓFLÓÐAHÆTTA 49 íbúar úr fimmtán húsum við Urðarstíg, Mýrar og Hóla á Patreksfirði þurftu að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu og leituðu íbúar til ættingja og vina í bæn- um. Í Bolungarvík voru sjö hús rýmd auk eins sveitabæjar og fimmtán hús voru rýmd í Ísafjarð- arbæ. Þrjú snjóflóð féllu fyrir ofan byggð í Bolungarvík í fyrr- inótt og gærmorgun og stöðvaðist eitt þeirra tíu metra frá íbúðar- húsi við Dísarland. Hörður Þór Sigurðsson, á snjó- flóðavakt Veðurstofu Íslands, seg- ir snjóflóðið sem stöðvaðist skammt frá húsi við Dísarland hafa verið þunnt þar sem nýr snjór hafi runnið ofan á eldri og harðari snjó. Flóðið hafi því ekki verið sérstaklega hættulegt en hafi þó gefið fulla ástæðu til rým- ingar. Rýmd voru nokkur hús við Dísarland og Traðarland auk þess sem bæirnir Tröð og Geirastaðir voru rýmdir. Hörður segir rým- ingu hafi verið ákveðna á Patreks- firði þar sem mikið hafi snjóað í gærmorgun auk þess sem spáin fyrir síðustu nótt hafi hljóðað upp á norðanátt. Þá hafi nokkuð víð- feðmt flóð fallið fyrir ofan Pat- reksfjörð í síðustu viku en stöðv- aðist á veginum á milli Urðargötu og Mýra. Viðbúnaðarstig var á öllum Vestfjörðum í gær fyrir utan svæðin þar sem var hættuástand og gripið var til rýminga. Fundir hjá almannavarnanefndum á Vestfjörðum verða haldnir í dag í samráði við Veðurstofuna þar sem staðan verður metin að nýju og athugað hvort hægt verði að hleypa fólki til síns heima. - hrs Sjá nánar á bls. 2 Rúmlega hundrað íbúar rýmdu hús sín 38 hús í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og á Patreksfirði voru rýmd í gær. 102 íbúar þurftu að yfir- gefa heimili sín. Þunnt snjóflóð stöðvaðist tíu metra frá íbúðarhúsi í Bolungarvík. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR SKÁLDASPÍRUR Rithöfundar lesa upp úr verkum sínum á Skáldaspírukvöldi á Kaffi Reykjavík í kvöld. Pétur Gunnarsson, Her- mann Stefánsson, Þorsteinn Guðmundsson og Árni Larsson lesa úr nýútgefnum verkum en Kristín Svava Tómasdóttir les óútgefið efni. Lesturinn hefst klukkan 21.00. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 18. janúar 2005 – 16. tölublað – 5. árgangur REGINHNEYKSLI Ögmundur Jónasson segir lífeyrisgreiðslur til fyrrverandi ráðherra sem enn vinna hjá hinu opinbera vera birt- ingarmynd hins umdeilda eftirlaunafrumvarps sem Alþingi samþykkti undir lok árs 2003. Hann segir reginhneyksli að sérsníða lög að þörfum þingmanna og ráðherra. Sjá síðu 4 HVIKAR HVERGI FRÁ Halldór Ás- grímsson segir að hann og Davíð Oddsson hafi tekið ákvörðun um að styðja innrás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak eftir að Íraksmálið var rætt á ríkisstjórnar- fundi sama dag. Guðni Ágústsson segir Írak hafa verið rætt en ákvörðun um stuðning ekki. Sjá síðu 6 OPNUÐU FLENSUDEILD Flensan og skyldir sjúkdómar hafa lagst svo harkalega á landsmenn að Landspítalinn sá sitt óvænna og setti upp sérstaka legudeild fyrir flensu- sjúklinga. Sjá síðu 4 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 HVASSAST SUÐAUSTAN TIL Él á Norður- og Austurlandi annars bjartviðri. Frost 2-8 stig. Sjá síðu 4. Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 LÖGREGLURANNSÓKN Jón H. Snorra- son segir fyrst og fremst stjórn- endur hjá Frjálsri fjölmiðlun og öðrum félögum tengdum fyrir- tækinu vera til rannsóknar hjá embættinu. Í yfirlýsingu frá Sveini R. Eyj- ólfssyni, fyrrverandi eiganda Frjálsrar fjölmiðlunar, segir að þau mál sem eru til skoðunar hjá ríkislögreglustjóra lúti að með- ferð vörslufjár einstakra dóttur- félaga fyrirtækisins og aðgerðum starfsmanna í aðdraganda gjald- þrotsins. Heimildir blaðsins segja málið þó vera víðtækara en svo. Jón H. Snorrason segir stjórn- armenn aðeins geta borið ábyrgð á þeim ákvörðunum sem þeir standa sjálfir að. Rannsóknir embættisins snúa að ætluðum auðgunarbrotum og skattalaga- brotum. Jón segir augu embættis- ins beinast að hinum og þessum aðgerðum og athöfnum sem stjórnendur tengdir Frjálsri fjöl- miðlun gætu borið refsiábyrgð á. Embættið taldi ekki nægilega rök- studdan grun vera til að óska eftir gögnum um fyrirtækið Time In- vest í Lúxemborg eins og skipta- stjóri Frjálsrar fjölmiðlunar óskaði eftir. „Það kom mér á óvart að skiptastjóri hafði ekki komið því í verk að láta klára að færa bókhald Frjálsrar fjölmiðlunar sem myndi gefa yfirsýn yfir mál- ið,“ segir Jón. Eftirlitsskylda stjórnarmanna fyrirtækja felst aðallega í því að stöðva rekstur fyrirtækis ef það greiðir ekki skatta eða opinber gjöld. - hrs Sjá nánar á bls. 2 18-40 ára Me›allestur dagblaða Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004 MorgunblaðiðFréttablaðið 62% 38% VEGIR LOKAÐIR OG UMFERÐ TAKMÖRKUÐ Á VESTFJÖRÐUM Loka þurfti ýmsum vegum á norðanverðum Vestfjörðum í gær. Veg- unum um Óshlíð og Súðavíkurhlíð var lokað. Einnig var umferð takmörkuð á Hnífsdalsvegi, Kirkjubólshlíð, Hvilftarströnd, Breiðdal og í Súgandafirði stóran hluta dagsins og var síðan lokað klukkan sex í gærkvöld. Fróðárheiði: Festi bíl í skafli HJÁLPARSTARF Björgunarsveitar- menn og lögregla frá Ólafsvík komu ökumanni til aðstoðar eftir að hann festi bíl sinn í skafli á Fróðárheiði. Mikill skafrenningur var á heið- inni og fennti í mikla skafla, öku- maðurinn lenti í einum slíkum á jeppa sínum og komst ekki lengra. Hann þurfti að ganga nokkra vega- lengd áður en hann komst í síma- samband til að óska eftir aðstoð. Björgunarsveitarmenn úr Sæ- björgu héldu til aðstoðar manninum og tóku hann upp í bíl sinn þar sem hann var á leið aftur í bílinn. -bþg Sveinn R. Eyjólfsson segir meðferð vörslufjár vera til skoðunar: Rannsóknir beinast að verkum stjórnenda Ísleifur Þórhallsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Nýr heimur í baðstofu ● heilsa Kristján Magnússon: ▲ SÍÐA 30 Fann linsu í sundlaug ● fundvís sundlaugarvörður Golden Globe-verðlaunin: ▲ SÍÐA 27 The Aviator sigursælust ● í leikstjórn martins scorsese Geir Sveinsson: ▲ SÍÐA 22 Ísland ekki meðal sex efstu í Túnis ● deilir ekki bjartýni viggós Árásir vígamanna: Á þriðja tug myrtir ÍRAK, AP Á þriðja tug manna létust í árásum vígamanna í Írak í gær. Of- beldisverk vígamanna eru nú í al- gleymingi, tæpum tveimur vikum áður en Írakar ganga að kjörborð- inu og velja stjórnlagaþing sem semur nýja stjórnarskrá Íraks. Vígamenn skutu átta íraska þjóðvarðliða til bana við vegatálma og átta manns létust í bílsprengju- árás á lögreglustöð norður af Bagdad. Vígamenn tóku tvo sjíamúslima þegar þeir komu frá bandarískri herstöð nærri Ramadi og myrtu þá með því að skera haus- inn af þeim. Þá fundust lík fjögurra manna, þriggja óbreyttra borgara og írasks hermanns í borginni. Öll voru sökuð um samstarf við her- námsliðið. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H B Í BAGDAD Tæpum tveimur árum eftir innrásina í Írak eru enn að finna ummerki bardaga, þeirra á meðal þennan skriðdrekaturn liggjandi á gangstétt í Bagdad.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.