Fréttablaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 30
22 18. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Við hrósum...
... Geir Sveinssyni fyrir að þora að segja sínar skoðanir á málefnum
handboltalandsins umbúðalaust. Það hefur oft viljað brenna við að menn,
sem tengjast handboltanum, hafa ekki þorað að segja sitt álit af ótta við
að styggja þá sem að liðinu koma. Geir er greinilega ekki einn af þeim!
„Ef satt skal segja þá mun ég koma með mína eigin
vínflösku þegar ég heimsæki hann næst því vínið
sem við drukkum var mjög vont.“
Jose Mourinho var ekki sáttur við vínið sem Alex Ferguson bauð upp á á Old
Trafford enda væntanlega af ódýrari gerðinni hjá Skotanum sigursæla.sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
21 22 23 24 25 26 27
Laugardagur
SEPTEMBER
HANDBOLTI „Ég er ekki ýkja bjart-
sýnn fyrir hönd landsliðsins fyrir
mótið í Túnis og finnst ólíklegt að
við komumst langt á því móti,“
segir Geir Sveinsson, fyrrverandi
fyrirliði íslenska landsliðsins í
handbolta, um möguleika Íslend-
inga á Heimsmeistaramótinu í
Túnis sem hefst um helgina.
Geir hefur marga fjöruna sop-
ið í handboltanum og eru þeir fáir
sem þekkja íslenskan handbolta
eða handboltamenn betur en
hann. Segir Geir að ýmislegt ætti
að hjálpa landsliðinu í Túnis en
kalt mat á stöðunni sé að á bratt-
ann verði að sækja fyrir landann.
„Það jákvæða er að þarna
erum við að mæta til leiks með
nýjan hóp og nýjan þjálfara og
það er að mínu viti lítil sem engin
pressa á liðinu. Það munar miklu
fyrir marga af þessum nýju strák-
um að geta spilað án þess að hafa
áhyggjur af miklum væntingum.
Þannig er nokk sama hvernig fer
að landsliðsþjálfarinn getur alltaf
gripið til þeirra skýringa að liðið
sé nýtt og tíma taki að þjappa slík-
um hóp saman.“
Þrátt fyrir þessa annmarka
hefur Viggó Sigurðsson landsliðs-
þjálfari látið hafa eftir sér að tak-
mark íslenska liðsins sé að ná einu
af efstu sex sætunum á mótinu.
Geir telur líkurnar á því litlar sem
engar. „Mín tilfinning er sú að við
komumst ekki í hóp sex efstu mið-
að við þá andstæðinga sem við
erum að takast á við. Til að ná
sjötta sætinu þurfum við að vera í
einu af þremur efstu sætunum í
milliriðli og það aftur þýðir að við
þurfum helst að sigra okkar eigin
riðil og það er aðeins meira en að
segja það.“
Í B riðli eru auk Íslands, Sló-
venía, Rússland, Alsír, Tékkland
og Kúveit en takist Íslendingum
að klára riðilinn í fyrsta eða öðru
sæti taka ekki við auðveldari lið í
milliriðlum eða Frakkar og Danir.
„Sé miðað við hversu sterkar
þessar þjóðir eru þá held ég að
óhætt sé að slá því föstu að við
náum ekki sjötta sæti, hvað þá að
vera ofar en það.“
albert@frettabladid.is
ENGAR VÆNTINGAR Geir Sveinsson segir enga pressu vera á íslenska landsliðinu í
handbolta en það hjálpi þó lítið til þegar á hólminn er komið. Fréttablaðið/E.Ól
Verðum ekki með
sex efstu í Túnis
Geir Sveinsson, sem lengi spilaði stóra rullu fyrir íslenska landsliðið í hand-
bolta, er ekki bjartsýnn á gott gengi landsliðsins á HM í Túnis. Hann dregur
mjög í efa að Ísland verði meðal sex efstu eins og Viggó Sigurðsson vonar.
■ ■ LEIKIR
19.30 ÍS og Stjarnan mætast í
Kennaraháskólanum í 1. deild
karla í körfubolta.
■ ■ SJÓNVARP
17.45 Olíssport á Sýn.
19.00 Fótbolti um víða veröld á
Sýn.
19.35 Enski bikarinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Burnley og
Liverpool í ensku bikarkeppninni
í fótbolta.
22.00 Olíssport á Sýn.
23.15 World Supercross á Sýn.
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Álftamýri 1-5 og 7-9
deiliskipulagsbreyting
FUNDARBOÐ
Til þeirra er málið varðar.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðar við Álftamýri 1-
9 var í auglýsingu 22. okt. til 3. des. Auglýsingatíminn var
6 vikur og á þeim tíma gafst íbúum tækifæri á að koma
með athugasemdir.
Athugasemdabréf bárust frá T.ark, dags. 04.11.04 ásamt
uppdrætti og Sigrúnu S. Hafstein f.h. íbúa við Álftamýri
15-27, dags. 03.12.04.
Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík og Hverfisráð Háaleitis
hafa ákveðið að halda sérstakan kynningarfund með
íbúum, á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu ásamt athuga-
semdum sem bárust.
Fundarstaður: Álftamýraskóli.
Fundartími: Miðvikudagur 19. janúar 2005 kl. 20:00
Fundarefni: Kynning á breytingu á deiliskipulagi lóða við
Álftamýri 1-5, 7-9.
2. deildin í körfubolta:
Ljónin tam-
in í Hafnar-
firði
KÖRFUBOLTI 2. deildarlið Ljónanna
mátti sætta sig við sitt fyrsta
deildartap á tímabilinu þegar þeir
steinlágu með 17 stigum., 70-87,
fyrir b-liði Haukanna á Ásvöllum
um helgina. Ljónin höfðu unnið
átta fyrstu deildarleiki sína í sex
mánaða sögu félagsins en liðið var
einnig mjög nálægt því að slá út
úrvalsdeildarlið Skallagríms í 16
liða úrslitum bikarkeppninnar
fyrr í vetur. Haukar byrjuðu vet-
urinn ekki vel en hafa bætt sig
með hverjum leik og unnu þarna
sinn fimmta leik í röð. Haukar
komust í 25-7 og komust mest í 23
stiga forustu í leiknum en Ljónin
náðu muninum niður í fimm stig í
seinni hálfleik. Ottó Þórisson
skoraði 22 stig fyrir Hauka og
þeir Þorsteinn Gunnlaugsson og
Kristján Sveinsson skoruðu 17
stig hvor. Ragnar Ragnarsson
skoraði mest 14 stig fyrir Ljónin
en þjálfari þeirra Jón Júlíus Árna-
son var rekinn út úr húsi fyrir
mótmæli við dómara leiksins. ■
Stjörnuleikur Körfuknattleikssam-
bands Íslands fór fram í Valsheimilinu
á laugardaginn var. Þar mættust tvö úr-
valslið, erlendir leikmenn annars vegar
og íslenskir hins vegar. Leikurinn var í
takt við það sem gerist annars staðar í
heiminum (t.d. í NBA-boltanum), til-
þrifin í fyrirrúmi hvort sem var í formi
troðslu eða sendinga í skrautlegri kant-
inum auk þess sem að dágóður bunki
af þriggja stiga skotum fékk að líta
dagsins ljós. Mikið var í boði fyrir aug-
að og leikurinn hin besta skemmtun
fyrir þá sem hafa gaman af slíku.
Stjörnuleikir gefa hins vegar oft
mjög falska mynd af dæmigerðum
körfuboltaleik. Eftir að hafa horft á fjöl-
marga NBA-stjörnuleiki, séð sýningar-
lið á borð við Harlem Globetrotters og
And-1, þá er þetta eitthvað sem heillar
ekki svo glatt lengur. Það mætti alveg
velta vöngum yfir því hvort að slíkur
körfubolti sé íþróttinni til góðs þegar á
heildina er litið. Ekki ber mikið á varn-
arleiknum, sem að menn þurfa að öllu
jöfnu að leggja mikinn metnað í – ætli
þeir sér langt í íþróttinni. Stigaskorið er
hátt, mistökin eru mörg, mikið af
ótímabærum skotum o.s.frv. Útkoman
verður með þeim hætti að tilþrifin
verða meiri en góðu hófi gegnir og
augað þreytist fljótt. Þegar öllu er á
botninn hvolft vill maður helst sjá ag-
aðan, kraftmikinn og árangursríkan
körfubolta sem er afar sjalfgæft í leikj-
um sem þessum.
Ætlunin með þessum skrifum er
ekki að gera lítið úr Stjörnuleik KKÍ né
þeim sem tóku þátt eða stóðu að hon-
um, heldur einfaldlega að velta upp
þeirri spurningu hvort eitthvað mætti
betur fara til að laða fleira fólk að
íþróttinni? Er hugsanlegt að leikurinn
yrði skemmtilegri ef liðin færu milli-
veginn, þ.e.a.s. leyfðu sér að bregða á
leik á köflum en spila agað þess á
milli? Myndu ekki fleiri vilja sjá baráttu-
leik milli þessara liða heldur en ein-
hvern skrípaleik?
Á hinn bóginn má velta því upp
hvort þessi leikur eigi ekki fullan rétt á
sér í þeirri mynd sem hann þekkist í
dag. Eiga leikmenn kannski fullan rétt
á að sprella út í eitt einu sinni á ári
milli þess sem að baráttan er í al-
gleymingi í deildinni þar sem allir sem
einn eru alvaran uppmáluð?
Ég hallast frekar að því að gæði
íþróttarinnar sjálfrar ættu að vera í fyr-
irrúmi og verð því að gefa millivegin-
um mitt atkvæði. Hitt er einfaldlega allt
of þreytandi til lengdar.
smari@frettabladid.is
Gefur Stjörnuleikurinn
falska mynd af körfunni?
SMÁRI JÓSEPSSON
ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR
UTAN VALLAR
STJÖRNULEIKURINN Í
KÖRFUBOLTA
NIGEL QUASHIE Harry Redknapp,
knattspyrnustjóri Southampton hefur
mikið álit á Quashie og var fljótur að
kaupa kappann frá Portsmouth.
Southampton:
Redknapp
kaupir
Quashie
FÓTBOLTI Harry Redknapp, nýráð-
inn framkvæmdastjóri Sout-
hampton í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu, festi í gær kaup á
hinum 26 ára gamla Nigel Quashie
frá Portsmouth. Quashie hittir þar
fyrir fyrrverandi þjálfara sinn
því Redknapp var sem kunnugt er
sagt upp störfum hjá Portsmouth
fyrir skömmu. Samningur leik-
mannsins er til þriggja og hálfs
árs og er andvirði samningsins
um 2,1 milljón punda.
Koma Skotans unga til Sout-
hampton er liður í uppbyggingu
Redknapps á liðinu og hefur hann
nýverið fengið nokkra leikmenn
til liðs við félagið í þeirri mein-
ingu að bjarga því frá falli úr úr-
valsdeildinni.
„Ég er mjög ánægður með að
vera kominn til Southampton og
ég er viss um að liðið nær að halda
sér uppi þótt það verði ekki auð-
velt. Ég hlakka líka mikið til að
fara að vinna með Redknapp aft-
ur,“ sagði Quashie. ■