Fréttablaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 18. janúar 2005 13
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
F
LU
2
57
71
09
/2
00
4
Komdu hópnum þínum á óvart!
Við gerum hópnum þínum frábær ferðatilboð til allra
áfangastaða okkar innanlands, hvort sem ferðinni er heitið
norður, suður, austur eða vestur, og til Færeyja að auki.
Þið njótið þeirrar fjölbreyttu afþreyingar sem í boði er
vítt um land í skemmtun, menningu, ævintýrum og
upplifun. Kannaðu hópafargjöldin fyrir þinn hóp og þá
möguleika sem í boði eru á hverjum stað í síma 570 3075.
(Lágmarksfjöldi er 10 manns.)
árshátíð - menning - áskorun - hópefli - hvíld - djamm - samstaða - óvissa - upplifun - ævintýri - félög - klúbbar - vinir - samtök - konur - karlar - stelpur - strákar
flugfelag.is | 570 3075
Taktu flugið
LANGTÍMASPÁR Norska veður-
stofan mun nú birta veðurspár
þrjá mánuði fram í tímann. Sam-
kvæmt norska ríkisútvarpinu
hefur stofnunin haft tæknina til
að gera slíkar spár í áratug, en
haft efasemdir um hversu góðar
þær eru. Efasemdaraddir hafa
heyrst um getu stofnunarinnar að
spá fyrir um veðrið þetta langt
fram í tímann, ekki síst þegar
þeir virðast oft eiga í vandræðum
með að spá fyrir um veðurhorfur
þrjá daga fram í tímann.
STAVANGER-HÁSKÓLI Hákon Nor-
egskonungur hefur í Stavangri
opnað fimmta háskóla Noregs.
Þetta er fyrsti háskólinn sem
staðsettur er í Stavangri.
YFIRDRIFIN VIÐBRÖGÐ Karl
Gústaf, konungur Svíþjóðar, seg-
ir deilurnar um sig orðnar yfir-
drifnar, eftir að hann tjáði sig í
sænska dagblaðinu Dagens Ny-
heder um viðbrögð ríkisstjórnar-
innar vegna flóðanna í Indlands-
hafi. Þetta er í fyrsta sinn sem
hann tjáir sig um málið síðan
gagnrýni Maritu Ulvskog, ritara
Sósíaldemókrata, á Karl Gústaf
kom fram.
FYRST Í FRÍ Martti Ahtisaari,
fyrrum forseti Finnlands, var ný-
lega settur formaður rannsóknar-
nefndar sem á að skoða viðbrögð
Finna við flóðbylgjunni í Asíu.
Fyrst fer hann þó í tveggja vikna
frí. Eftir því sem fram kemur í
Helsingin Sanomat vissi ríkis-
stjórnin af fyrirhuguðu fríi, þeg-
ar hann var skipaður formaður.
Tannhirða fólks á aldrinum 19 til 24 ára:
Þriðjungur fer sjaldan til tannlæknis
TANNHIRÐA Rúmur þriðjungur
fólks á aldrinum 19 til 24 ára fer
sjaldan til tannlæknis, meðan
60,8 prósent fara árlega, að því
er fram kemur í könnun Tann-
lækningastofnunar Háskólans.
2,1 prósent segjast hins vegar
aldrei heimsækja tannlækninn.
Tæp 10 prósent sögðust síð-
ast hafa farið til tannlæknis
vegna boðunar í skoðun, en rúm
8 prósent fóru vegna verkja,
eymsla eða óþæginda.
Athygli vekur að sama hlut-
fall og segist aldri fara til tann-
læknis, 2,1 prósent, segist sjald-
an bursta tennurnar. Rúm 58
prósent bursta hins vegar dag-
lega og tæp 40 prósent bursta
oft á dag, eftir hverja máltíð.
Rúmur helmingur aðspurðra
var óánægður með tannlækna-
þjónustu síðustu 10 ár og var
ástæðan helst sú að hún væri of
dýr, en 45,3 prósent báru því
við. Aðeins 1,5 prósent kvörtuðu
yfir því að erfitt væri að fá tíma
hjá tannlækni og 0,9 prósent
yfir því að of langt væri til tann-
læknis eða enginn slíkur á
svæðinu.
Könnunin var gerð árið 2000
með pósti og er liður í úttektinni
Breytingar á tannheilsu Íslend-
inga 1985 til 2000.
- óká
Fangabúðir á Kúbu:
Láti af pynt-
ingum
KÚVEIT, AP Forystumaður kúveisks
þrýstihóps um lausn fanga
Bandaríkjahers við Guantana-
mo-flóa á Kúbu hvatti í gær
Bandaríkjamenn til að láta af
pyntingum fanga. Ummælin
koma í kjölfar þess að 11 Kúveit-
ar sem þar voru í haldi voru
sendir heim.
Einn mannanna, hinn 27 ára
gamli Nasser al-Mutairi, hitti
yngri bróður sinn stundarkorn á
flugvelli í Kúveit en var síðan
fluttur í varðhald þar í landi til
yfirheyrslu um veru hans og
handtöku í Afganistan. Óljóst er
hvenær honum verður sleppt. ■
Í STÓLNUM HJÁ TANNLÆKNINUM
Spurningalisti Tannlækningastofnunar HÍ var sendur til 800 manna slembiúrtaks fólks á
aldrinum 19 til 24 ára. Svarhlutfall í könnuninni var 42,4 prósent. Í ljós kom að 70 pró-
sent þátttakenda höfðu farið til tannlæknis fyrir sex ára aldur.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM
■ NORÐURLÖND
Umferðaróhapp:
Lán í óláni
RÚTUSLYS Litlu munaði að illa færi
á laugardag þegar eitt af aftur-
dekkjum stórrar vöruflutninga-
bifreiðar hafnaði framan á rútu
sem kom úr gagnstæðri átt.
Óhappið átti sér stað á Fagradal,
milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða,
en í rútunni var knattspyrnulið
Fjarðabyggðar á keppnisferðalagi
til Akureyrar. Skemmdist rútan
töluvert, og reyndist óökufær, en
bílstjóra eða farþega sakaði ekki.
Bílstjóri vöruflutningabifreiðar-
innar varð ekki var við að dekkið
færi undan en hringt var í hann og
hann látinn vita. Kalla þurfti til
rútu frá Egilsstöðum til að sækja
knattspyrnuliðið. - kk
Þjóðverjar:
Hugsa enn í
mörkum
MUNCHEN, AP Þremur árum eftir að
Þjóðverjar skiptu úr þýskum mörk-
um í evrur, telur rúmur helmingur
þeirra enn eftirsjá í gömlu mynt-
inni, eftir því sem fram kemur í
rannsókn sem birt var í Þýskalandi.
Um 59 prósent Þjóðverja myndu
taka þýsku mörkunum aftur fegins
hendi. Aðeins fleiri, eða 61 prósent
eru óánægðir með nýju myntina.
Einnig kom fram að 68 prósent
Þjóðverja umreikna enn verð í
mörk. ■