Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR FYRIRLESTUR UM NAUÐGUN Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir heldur fyrirlest- ur í Lögbergi, stofu 101 klukkan 12.15 í dag, um efni kandidatsritgerðar sinnar til emb- ættisprófs í lögfræði og ber ritgerðin heitið „Nauðgun frá sjónarhorni kvennaréttar“. DAGURINN Í DAG 4. febrúar 2005 – 33. tölublað – 5. árgangur HAFNAR KLÓRVINNSLU Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi í gær að fyrir- tækið Mjöll Frigg fengi ekki tímabundið starfsleyfi í Kópavogi. Sjá síðu 2 SKATTSVIK VERÐUR AÐ UPPRÆTA Geir H. Haarde segir eðlilegt að einstaklingar og fyrirtæki nýti sér löglegar leiðir til að lág- marka skattgreiðslur sínar. Sjá síðu 4 BOÐSFERÐIR LÆKNA Á FIMMTA HUNDRAÐ Íslenskir læknar fóru í 469 ut- anlandsferðir í boði lyfjafyrirtækja í fyrra. Þingmaður segir reglur skorta um slíkar boðsferðir. Sjá síðu 6 ÁHRIFIN GETA ORÐIÐ VERULEG Á 50 ÁRUM Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa á lífríki jarðar. Sé tekið mið af síðustu rannsóknum geta áhrifin orðið veru- leg um miðja öldina. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 26 Tónlist 28 Leikhús 28 Myndlist 28 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Útsölulok 90% AFSLÁTTUR ALLT A‹ út helgina 18-40 ára Me›allestur dagblaða Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004 MorgunblaðiðFréttablaðið 62% 38% VEÐRIÐ Í DAG SKOÐANAKÖNNUN Skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórn- málaflokkanna er á svipuðum nót- um og aðrar kannanir, að öðru leyti en því að Framsóknarflokkurinn tekur mikla dýfu. Þetta segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, en samkvæmt könnuninni styðja átta prósent kjósenda flokkinn. Hann segir möguleika á að sá styr sem hefur staðið um flokkinn að undanförnu geti valdið þessu. Hann bendir á að Framsóknarflokkurinn komi oft illa út í könnunum, þó að hann fái sjaldan svona lítið fylgi. Á síðasta ári fékk flokkurinn tvisvar svipað fylgi og nú í könnunum Frétta- blaðsins. Í júní fékk flokkurinn 8,1 prósents fylgi og í júlí sögðust 7,5 prósent styðja flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt nokkuð frá síðustu könn- unum og fær nú stuðning hjá 35 prósentum kjósenda, eða álíka mik- ið fylgi og Samfylkingin fær sam- kvæmt könnuninni. Stjórnarflokkarnir tveir fá ekki meirihlutafylgi samkvæmt könn- uninni, heldur njóta þeir stuðnings 43 prósenta kjósenda. Flokkarnir tveir myndu fá 28 þingmenn yrði boðað til kosninga nú, Framsókn fengi fimm en Sjálfstæðisflokkur- inn 23 þingmenn. Ólafur segir að fylgið við stjórnina hafi verið í kringum 50 prósent það sem af er kjörtímabilsins og þetta sé því ekki út úr korti miðað við það sem verið hefur. Vinstri-grænir njóta nú 14,4 pró- senta fylgis sem er nokkuð meira en flokkurinn fékk í kosningum. Í könnunum blaðsins hefur flokkur- inn samt ekki notið minni stuðnings síðan í maí á síðasta ári. Miðað við þetta fylgi fengi flokkurinn níu þingmenn, í stað fimm Stuðningur við Frjálslynda flokkinn rúmlega tvöfaldast miðað við könnun blaðsins í nóvember og mælist nú 6,7 prósent. Það er aðeins minna en flokkurinn fékk í kosn- ingunum en flokkurinn héldi sínum fjórum þingmönnum. - ss/Sjá síðu 4 METÞÁTTTAKA VAR Á FUNDI FÉLAGS FRAMSÓKNARMANNA Í KÓPAVOGI Í GÆRKVÖLD Siv Friðleifsdóttir þingmaður og Páll Magnússon, varaþingmaður og aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, mættu á aðalfund Félags framsóknarmanna í Kópavogi í gær. Alls mættu um 250 félagar á fundinn og var sitjandi stjórn endurkjörin. Í gær höfðu borist um 150 nýskráningar í félagið og hafa því um 250 nýir framsóknarmenn bæst við í framsóknarfélögin þrjú í Kópavogi undanfarna daga. Sjá síðu 2 LANDLÆKNIR Líknarskrá þar sem fólk getur skráð og undirritað hinsta vilja sinn varðandi læknis- meðferð er í smíðum hjá Land- læknisembættinu, að sögn Sig- urðar Guðmundssonar landlækn- is. Hann tjáði Fréttablaðinu að gert væri fyrir að hún yrði tilbú- in eftir nokkrar vikur. „Líknarskráin er plagg þar sem fólk gefur upp þá meðferð sem það vill að sé ekki veitt undir ákveðnum kringumstæð- um,“ sagði landlæknir. „Þar er hægt að taka fram, að fólk vilji ekki láta endurlífga sig eða hnoða sig í gang ef hjartað stopp- ar. Jafnframt, að það vilji ekki fara í öndunarvél fái það mjög al- varlegan öndunarsjúkdóm sem ekki er líklegt að sé hægt að lækna, að það vilji ekki fara í blóðskilun, vilji ekki láta gefa sér sýklalyf sé það komið með krabbamein á lokastigi og svo má áfram telja. Það vilji sem sagt fá að eiga síðustu dagana, vikurnar eða mánuðina í sínu lífi á eins virðulegan hátt og kostur er og að eigin vilja.“ Líknarskráin tekur einnig til líffæragjafa að sögn landlæknis. Þá útnefni viðkomandi fulltrúa, ættingja eða vin, sem hann treystir til að fara með sín mál á grundvelli undirritaðrar vilja- yfirlýsingar, geti hann sjálfur ekki tekið ákvörðun. - jss FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Spá um krónuna: Líkur á lækkun EFNAHAGSMÁL Krónan er ofmetin og veiking hennar rökrétt skref að mati greiningardeidar Ís- landsbanka. Íslandsbanki kynnti í gær skýrslu um gengi krónunnar. Þar er því spáð að krónan muni leita jafnvægis í fimmtungi lægra gengi en nú. Gengi krónunnar er nú afar hátt og raungengið nálægt sögulegu hámarki. Greining Íslandsbanka telur líkur á því að leiðréttingin geti orðið hröð með skammvinnu verðbólguskoti sem fari langt yfir þolmörk Seðlabankans. Ís- landsbanki telur að verðbólga geti orðið meira en átta prósent um mitt árið 2006. - hh sjá síðu 20 Vinnsla á lokaspretti hjá Landlæknisembættinu: Líknarskrá yfir hinsta vilja fólks LÆKNISMEÐFERÐ Í líknarskrána getur fólk skráð þá læknis- meðferð sem að það vill að sé ekki veitt undir ákveðnum kringumstæðum. SÍÐA 30 ● í aðalhlutverki í idol Stjörnuleit: ▲ SÍÐA 34 Bítlabærinn Keflavík Björgvin Richter bakari: ▲ Í miðju blaðsins Bolluhelgin fram undan ● matur ● tilboð tónlist fólk tíska dans krossgáta heilsa persónuleikapróf SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 4. feb – 1 0. feb + Sálumessa Pelsar Baunir HJÓNASVIPURINN LEYNIR SÉR EKKI Í STJÖRNULEIT » SI M M I » JÓ I Hjónasvipurinn leynir sér ekki Simmi og Jói: ▲ Fylgir Fréttablaðinu í dag ● pelsar ● baunir Tískusýning hunda ● haldin í iðu á morgun ▲ Dýraföt: FROST Á FRÓNI Norðlæg átt. Snjókoma og síðar él á Norð- austur- og Austurlandi en bjartviðri syðra. Frost 0 -8 stig, kaldast til landsins fyrir norðan. Sjá síðu 4 Framsóknarflokkurinn tekur mikla dýfu Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins segjast aðeins átta prósent kjósenda styðja Fram- sóknarflokkinn yrði kosið nú. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast svo til jöfn. B D F S U 17,7 8 35 33,7 30,9 8,87,4 6,7 35,2 14,4 FYLGI FLOKKA Í PRÓSENTUM Skv. síðustu kosningum og samkvæmt könnun 1. febrúar 2005. Skv. könnun 01.02.2005 Eftir kosningar 2003 01 Forsíða 3.2.2005 22.55 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.