Fréttablaðið - 04.02.2005, Side 2

Fréttablaðið - 04.02.2005, Side 2
2 4. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Mjöll Frigg fær ekki bráðabirgðastarfsleyfi: Bæjarráð Kópavogs hafnar klórvinnslunni KLÓRVERKSMIÐJA Mjöll Frigg fær ekki tímabundið starfsleyfi í Kópa- vogi. Bæjarráð samþykkti það á fundi í gær. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi meirihlutans fyrir Framsóknar- flokkinn, segir ljóst að fyrirtækið fái hvorki bráðabirgða- né framtíð- arleyfi til klórvinnslu á Kársnesi í Kópavogi. Ómar segir að samkvæmt upp- lýsingum Heilbrigðiseftirlits Hafn- arfjarðar- og Kópavogssvæðis á fundinum hafi Mjöll Frigg nú klárað klórgasbirgðir sínar. Eins og fram hefur komið greindi eigandi Mjallar Friggjar frá því á fundi bæjarráðs 12. janúar að fyrirtækið ætti klórgasbirgðir til klórframleiðslu sem dygðu í tvo til þrjá mánuði. Umhverfisráðuneytið bíður enn umsagnar Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins um hvort veita eigi fyrirtækinu bráðabirgða- leyfi samkvæmt upplýsingum það- an. Klórframleiðslu fyrirtækisins hefur verið mótmælt því leki klór- gas út í andrúmsloft geti skapast hætta í allt að 2,7 kílómetra fjar- lægð, auk þess sem fyrirtækið starfi án leyfa. - gag Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Metfjöldi farþega í millilandaflugi FLUGSTÖÐIN Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp sextán prósent í janúar miðað við sama tíma í fyrra. Þeir hafa aldrei verið fleiri í janúarmánuði eða tæplega 86 þúsund. Milli áranna 2003 og 2004 fjölgaði farþegum um fjórtán prósent. Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðu- maður markaðssviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, segir enga hald- bæra skýringu liggja fyrir um fjölgun farþega. Í fyrra hafi verið gripið til skýringa eins og að flug- félagið Iceland Express hafi bæst við markaðinn. „En almennt teljum við að landinn ferðist meira þar sem fleiri ferðir eru í boði á veturna en var. Fólk fer mikið til sólar- landa. Kannski spilar veðrið inn í aukna ásókn,“ segir Hrönn. Það séu þó aðeins vangaveltur. Farþegum um Flugstöðina fjölgaði um tuttugu prósent milli áranna 2003 og 2004 eða um 270 þúsund og voru um 1,6 milljónir. Samkvæmt könnun breska fyrir- tækisins BAA Plc er talið að þeir verði 3,1 milljón árið 2015. - gag Metþátttaka á framsóknarfundi Metmæting var á aðalfund Félags framsóknarmanna í Kópavogi í gærkvöld. Aðstoðarmaður Árna Magnússonar var endurkjörinn í stjórn. Framsóknar- menn í Reykjavík suður kusu fulltrúa á flokksþing án nokkurra átaka. STJÓRNMÁL Framsóknarmenn eru ekki á einu máli um hvaða þýð- ingu kjör stjórnar Félags fram- sóknarmanna í Kópavogi, sem fram fór í gærkvöld, hafi fyrir bræðurna Árna og Pál Magnús- syni. Athygli vakti að Sigurjón Örn Þórsson, aðstoðarmaður Árna Magnússonar félagsmála- ráðherra, fékk 98 af 180 gildum atkvæðum. Hann hafði sjálfur skilað inn um 90 nýskráningum á skrifstofu flokksins fyrir lokun í gær. Metþátttaka var á fundinum og var fjöldi fundarmanna til marks um þau átök sem átt hafa sér stað í flokknum að undan- förnu. Alls mættu um 250 manns á fundinn en í gær höfðu borist rúmlega 150 nýskráningar í fé- lagið. Formaður félagsins, Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi, var endurkjörinn og meirihluti stjórnarinnar einnig. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sam- þykkti fundurinn tillögu um að ná þurfi sáttum innan stjórnar um tilnefningu fulltrúa félagsins í fulltrúaráð, kjördæmisþing og flokksþing, annars verði kosið um þá á almennum félagsfundi. Framsóknarmenn í Reykjavík suður kusu 59 fulltrúa á flokks- þing á almennum félagsfundi í gærkvöldi. Þess hafði verið beð- ið með nokkurri eftirvæntingu hvort nýskráningarnar sem átt hafa sér stað í Kópavogi myndu eiga sér stað í framsóknarfélög- um utan bæjarfélagsins. Það gerðist ekki og því virðast átökin um fulltrúa á flokksþing bundin við Kópavog. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns félagsins, var tillaga stjórnar um fulltrúa samþykkt og mikilli ánægju lýst yfir vinnubrögðum félagsins við val á fulltrúum. „Stjórnin auglýsti eftir fólki sem hefði áhuga á að sitja flokksþingið og gengu þeir fyrir sem hafa verið að vinna í málefnastarfi í Reykjavík enda á þingið fyrst og fremst að snúast um málefnastarf og mótun stefn- unnar,“ segir Sigrún. Auk hinna kjörnu fulltrúa eru 20 miðstjórn- arfulltrúar félagsins sjálfkjörnir á flokksþing. sda@frettabladid.is Olíusamráð: Borgin útbýr kröfugerð BORGARMÁL Borgarráð samþykkti í gær að fela Vilhjálmi H. Vil- hjálmssyni hæstaréttarlögmanni að útbúa kröfugerð á hendur Olís, Essó og Skeljungi vegna ólög- mæts samráðs þeirra. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lagði fram tillöguna sem var samþykkt. Borgaryfir- völd telja sig eiga rétt á skaðabót- um frá olíufélögunum þar sem þau hafi haft samráð í ýmsum út- boðum borgarinnar. Þegar kröfu- gerðin liggur fyrir verður hún kynnt í borgarráði áður en hún verður lögð fram. - th Íranski flóttamaðurinn: Umsókn til skoðunar HORNAFJÖRÐUR Íranski flóttamað- urinn sem gaf sig fram við lög- reglu á Hornafirði á þriðjudags- kvöld og óskaði eftir pólitísku hæli á Íslandi var sendur til Reykjavíkur í gær. Þar munu starfsmenn Útlendingastofnunar taka afstöðu til umsóknarinnar. Lögreglan á Hornafirði hefur rannsakað málið síðustu daga. Ekki hafa nákvæmar ferðaleiðir mannsins fengist staðfestar en líklegt þykir að maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hafi komið með skipi til landsins. Norræna kom til dæmis til Seyðisfjarðar þennan sama dag. Samstarf hefur verið við túlk frá Alþjóðahúsi. - ghs Árás í Mosfellsbæ: Fáfnismaður stunginn LÖGREGLUMÁL Maður var fluttur á spítala eftir að hafa verið stung- inn í heimahúsi í Mosfellsbæ á miðvikudagskvöld. Að sögn lög- reglu hefur maður verið handtek- inn og úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 10. febrúar vegna árásinnar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun sá sem var stunginn vera félagi í vélhjólaklúbbnum Fáfni og hefur áður komið við sögu lögreglu. Hann var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans í kjölfar hnífstungunnar en sár hans munu ekki hafa verið lífs- hættuleg. - bs Ísraelsstjórn: Kallar her frá Jeríkó ÍSRAEL, AP Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti í gær að sleppa 900 Palestínumönnum úr fangelsi og að kalla hersveitir sínar frá Jeríkó á Vesturbakkan- um innan fárra daga. Með þessu vildi stjórnin sýna friðarvilja fyrir fund Ariels Sharon forsætis- ráðherra og Ma- hmoud Abbas, forseta palest- ínsku heima- stjórnarinnar, í næstu viku. Ríkisstjórnin staðfesti einnig ákvörðun hersins um að hætta árásum á eftirlýsta palestínska vígamenn og samþykkti að skipa nefnd með Palestínumönnum sem ákveður hvað eigi að gera með mennina. ■ SPURNING DAGSINS Guðmundur, á Össur ekki meiri möguleika í Framsókn? „Hann er alltaf í framsókn.“ Guðmundur Árni Stefánsson er þingmaður Sam- fylkingarinnar sem kýs sér formann innan skamms. Ingibjörg Sólrún þykir sigurstranglegri en meiri óvissa ríkir hins vegar um væntanlegan landsfund Framsóknarflokksins. 29.956,-* Subaru Legacy Wagon sjálfskiptur 2.590.000 2.790.000Ver› á›ur Ver› nú 200.000 Forsætisráðherra Georgíu: Zhavnia lést úr gaseitrun GEORGÍA AP Zurab Zhavnia, forsætis- ráðherra Georgíu, fannst látinn á heimili vinar síns. Svo virðist sem gaseitrun hafi orðið honum og vini hans að aldurtila. Lögreglumenn sem hafa rann- sakað íbúðina segja enga ástæðu til að ætla að morð hafi verið framið heldur hafi verið um slys að ræða. ■ HERNAÐARÆFING Ísraelskir hermenn sjást hér á æfingum í Suður-Ísrael. Í FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Miklar breytingar hafa verið gerðar á Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Þær miða meðal annars að því að geta tekið á móti 3,1 milljón gesta árið 2015. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T AF VINNUSVÆÐI MJALLAR FRIGGJAR Bæjarstjórinn og fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins sátu hjá þegar greidd voru atkvæði um bráðabirgðastarfsleyfi til klórframleiðslu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Akranes: Tekinn með fíkniefni LÖGREGLUMÁL Tveir menn voru handteknir við Hvalfjarðargöngin síðdegis í gær vegna gruns um að þeir hefðu fíkniefni í fórum sín- um. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi fannst lít- ilræði af amfetamíni við leit á öðr- um þeirra. Í framhaldinu var leitað á heimili mannsins og fundust þar nokkur grömm af hassi. Við yfir- heyrslur viðurkenndi hann að eiga efnin og viðurkenndi einnig sölu á fíkniefnum undanfarna mánuði. Málið er í rannsókn. - bs FRÁ FUNDI FÉLAGS FRAMSÓKNARMANNA Í KÓPAVOGI Í GÆR Alls mættu 250 manns á fundinn og var biðröð út úr dyrum í Menntaskólanum í Kópa- vogi því fara þurfti yfir hvert nafn í skrám félagsins. Á FUNDI FRAMSÓKNARMANNA Í REYKJAVÍK SUÐUR Engar nýskráningar urðu fyrir fundinn í Reykjavík, líkt og gerðist í Kópavogi. 02-03 3.2.2005 23.13 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.