Fréttablaðið - 04.02.2005, Page 21

Fréttablaðið - 04.02.2005, Page 21
3FÖSTUDAGUR 4. febrúar 2005 Á bolludaginn er nauðsynlegt að borða bollur! Sumir telja nóg að borða rjóma- bollur með kaffinu en aðrir taka daginn með trompi og borða bollur í öll mál. Fyrir þá sem hafa hug á því síðarnefnda er hér uppskrift að fiskiboll- um sem eru frægar landhorna á milli í ákveðnum hópum. Bollurnar má gera stórar sem hluta af aðalmáltíð en einnig er hægt að gera þær að skemmtilegum smárétti í veislum með því að gera minni bollur, stinga í þær tannstöngli og dýfa í góða sósu. Verði ykkur að góðu! Nýlega kom á markaðinn nýr bjór, Egils Lite, léttur íslenskur bjór með alvöru bjórbragði. Egils Lite er 4,4% að styrkleika og í hverjum 100 millilítrum eru aðeins 29 hitaeiningar. Egils Lite inniheldur því færri hitaeiningar en margir þekktustu léttbjórar á markaðnum. Léttur bjór nýtur sívaxandi vinsælda meðal karla og kvenna sem vilja njóta þess að drekka góðan bjór án þess að hafa of miklar áhyggjur af hitaeiningunum. En helsti vandinn við bruggun létts bjórs er að fá hann til að bragðast eins og alvöru bjór. Bragðprófanir gefa til kynna að bruggmeisturum Ölgerðarinnar hafi einmitt tekist að sameina hvort tveggja – framleiða léttan ís- lenskan bjór sem bragðast eins og alvörubjór. Verð í Vínbúðum, 50 cl dós á 161 kr. EGILS LITE: Nýr léttur bjór með alvöru bjórbragði Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR HÆGT. Marokkóskur lambaréttur Mörgum finnst óhugsandi að borða fisk öðruvísi en að hafa kart- öflur eða hrísgrjón sem meðlæti. Þessi réttur boðar hugarfarsbreyt- ingu hvað það varðar, því trefjaríkt salat kemur hér í staðinn fyrir kolvetnaþrungin hrísgrjón eða kartöflur. Frábær máltíð, holl og góð! Byrjið á að roðfletta fiskflakið og skerið það í 3-4 bita. Saltið, piprið og kreistið sítrónusafa yfir. Setjið fiskbitana því næst í sjóð- andi vatn. Látið sjóða í um eina mínútu, slökkvið þá á hitanum und- ir pottinum og látið hann standa með lokinu á í um 10 mínútur. Út- búið sósuna á meðan: Rífið engiferrótina með rifjárni og setjið hana ásamt hunangi, soyasósu, og fiskisósu, í pott og látið sjóða. Leysið kartöflumjöl upp í vatninu og hellið útí sósuna. Hrærið vel í á með- an sósan þykknar. Kreistið að síðustu sítrónusafa úti. Skerið salat og gúrkur niður og útbúið beð á hverjum diski. Setjið fiskbitana ofan á og hellið sósunni yfir fiskinn og svolítið yfir salatið líka. Stráið chili og ristuðum kókósflögum yfir réttinn. Samtals um 900 kr. 1 gott flak af ýsu eða þorski (roðflett og beinhreinsað) 500 kr Salt og pipar Safi úr 1/2 sítrónu 1/2 rautt chili (fræhreinsað og saxað) Handfylli af kókósflögum (ristaðar á pönnu) 1 höfuð af ísbergsalati eða 1-2 af rómversku salati (skorið í grófar ræmur) 250 kr 1/2 gúrka (skorin í sneiðar) Sósan 1,5 msk. hunang 2 msk. sojasósa 1 msk. fiskisósa þumlungsbiti af engiferrót 1 dl vatn 1 tsk. kartöflumjöl sítrónusafi ráð } Í staðinn fyrir salt EKKI BORGAR SIG AÐ SPARA HVÍTLAUKINN Það er engin ástæða til að spara við sig þegar hvítlaukur er annars vegar. Hvítlaukur er ódýr og notkun hans hefur oftar en ekki í för með sér að ekki þarf að salta matinn mik- ið. Of mikið salt getur haft slæm áhrif á blóðþrýstinginn. Hvítlaukurinn er aftur meinhollur og hefur m.a. góð áhrif á ónæmiskerfið, lækkar kólesterólið og dregur úr hættunni á blóðtappamyndun. Bollur í hvert mál Á bolludögum vilja sumir borða bollur kvölds og morgna, og um miðjan dag. SUÐURMÝRAR- FISKIBOLLUR 400g ýsuhakk 2 tsk salt 1tsk pipar 1tsk karrí hvítlaukssalt og aromat eftir smekk 1 laukur, smátt saxaður(ekki hakka) 1 egg 2 msk kartöflumjöl 3-4 msk hveiti 2-3 dl mjólk Allt hrært saman, egg og mjólk síðast. Stundum þarf meira hveiti og stundum meiri mjólk. Mótað með teskeið eða matskeið miðað við væntanlega framreiðslu. Steikt í smjöri og olíu til helminga, best er að hafa hálfs til eins sentimetra lag af fitu á pönnunni þegar byrj- að er að steikja. Bætið svo við fit- una eftir þörfum. Bollurnar má frysta. Góðar fiskibollur eru með allra besta mat. 20-21 (02-03) Allt matur ofl 3.2.2005 19:23 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.