Fréttablaðið - 04.02.2005, Side 31

Fréttablaðið - 04.02.2005, Side 31
FÖSTUDAGUR 4. febrúar 2005 Tímaritið Birta - frítt fyrir þig • Hjónasvipur Jóa og Simma • Sólgleraugu sem öryggistæki • Pæjulegir pelsar • Konur og reykingar • Bíómyndir vikunnar • Sjónvarpsdagskráin • Persónuleikapróf • Stjörnuspá og margt fleira ÚTBREIDDASTA TÍMARIT LANDSINS Í gær voru líkamsleifar Móður Maríönnu Cope fluttar í klaustur Fransisku-nunna í Sýrakúsu í Bandaríkjunum. Til greina kemur að Móðir Maríanna verði tekin í tölu dýrlinga fyrir hjálparstarf á Hawaí síðari hluta nítjándu aldar. Fjöldi manns var viðstaddur guðsþjónustu í vikunni þar sem fagnað var endurkomu líkamsleifa nunnunnar. „Lífshlaup hennar fullt af samúð og umhyggju snertir okk- ur öllu og fyllir þakklæti,“ sagði James Moynihan biskup í messunni, sem haldin var í Dómkirkju ein- getnaðarins (Cathedral of the Immaculate Conception). Líkamsleifarnar voru grafnar upp fyrir rúmri viku, en hún hafði verið jarðsett á afskekktu eiði á eyj- unni Molokai á Hawaii þar sem hún dó árið 1918, hafandi sinnt holds- veikum í 35 ár. Hún fæddist árið 1838 í Þýskalandi, en var uppalin í Utica í Illinois-fylki í Bandaríkjun- um. Hún gerðist Fransisku-nunna árið 1863 og var stofnandi fyrsta sjúkrahússins í Sýrakúsuborg. Árið 1883 fór hún með sex öðrum nunn- um til Hawaii, en þar hafa Fransisku-nunnur sinnt holdsveik- um í Kalaupapa á Molokai-eyju all- ar götur síðan. Þar búa nú tæplega fjörutíu sjúklingar. Jóhannes Páll Páfi annar viður- kenndi í desember kraftaverk sem sagt er hafa gerst fyrir milligöngu Móður Maríönnu, en það tengdist unglingi frá Sýrakúsu sem náði sér eftir að fjöldi líffæra gáfu sig. Greiddi það götu hennar inn í „sam- félag hinna blessuðu“ sem búist er við að gengið verði frá síðar á árinu. Til að hún verði tekin í dýrðlinga- tölu þarf að eigna henni annað kraftaverk. ■ Nunna sem gæti komist í dýrlingatölu Í DÓMKIRKJUNNI Nokkur hundruð manns sóttu messu í Dómkirkju kaþólska safnaðarins í Sýrakúsu í New York í Banda- ríkjunum í vikunni. AP M YN D Uppruni kjötkveðjuhátíða Segja má að á kjötkveðjuhátíð- um, sem fram fara víðs vegar um heim um þessar mundir, sé lífinu fagnað. Hátíðahöld þessi eiga sér hins vegar langa sögu og eru talin eiga uppruna sinn með- al kaþólikka á Ítalíu fyrir mörg hundruð árum síðan. Elstu skrif- legu heimildir um kjötkveðjuhá- tíðir eru frá árinu 1268 í Feneyj- um. Ítalir eru þannig taldir hafa verið fyrstir til að halda veislu með grímubúningum fyrir fyrstu daga föstunnar. Og vegna þess að á föstunni eiga kaþólikk- ar að forðast kjötát nefndu þeir hátíðina carnevale, eða kjötið lagt til hliðar. Eftir því sem tímar liðu jókst hróður ítalskra kjötkveðjuhá- tíða, enda fór svo að hátturinn var tekinn upp í Frakklandi, á Spáni og að lokum öllum kaþólsk- um löndum Evrópu. Þegar Frakkar, Spánverjar og Portúgal- ar hófu svo landnám í Ameríku og víðar um heim, höfðu þeir með sér kjötkveðjuhefðina, sem hefur enda síðan þá blandast helgisiðum annarra þjóða. ■ HÁTÍÐ Á HAÍTÍ Hópur svartmálaðra Haítíbúa tekur þátt í kjötkveðjuhátið í Jacmel, lítilli hafnarborg um 50 kílómetra frá Port-au-Prince, um mánaðamótin. M YN D A P 18-31 (18-19) Tímamót 3.2.2005 21.46 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.