Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.02.2005, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 04.02.2005, Qupperneq 41
„Tónmálið spannar víðan völl og það eru engin tabú í gangi hjá Atla,“ segir Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari um nýja Sónötu fyrir fiðlu eftir Atla Heimi Sveinsson, sem hún frumflytur á Myrkum músíkdögum í kvöld ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanó- leikara. „Hann vitnar óspart í önnur tón- skáld og líka í sjálfan sig og þetta er mjög tilfinningaþrungið allt saman.“ Atli Heimir er greinilega í mikl- um sónötuham þessi misserin, því þessi fiðlusónata er einungis sú fyrsta sem frumflutt er af nokkrum sem hann er með í smíð- um. Hann mun vera með í takinu sónötur fyrir fiðlu, selló og klar- inett, auk annarra tónsmíða af ýmsu tagi. „Þetta er löng og bitastæð sónata í sjö köflum, sem hann samdi fyrir mig. Þetta verk brýtur finnst mér blað í íslenskri nútímatónlist. Landslagið í nú- tímatónlist hefur reyndar breyst mikið, því nú orðið eru tónskáld farin að leyfa sér að vera ekki alveg njörvuð niður í stíl 20. aldar- innar. Þau eru farin að þora að gera lög í dúr og moll og þríund. En það er bara eins og Atli hefur verið all- an tímann. Hann hefur alltaf getað brugðið sér í allra kvikinda líki og maður hefur aldrei vitað hvernig næsta verk frá honum yrði. Hann er frjáls og gerir það sem hann vill.“ Tónleikar þeirra Áshildar og Önnu Guðnýjar í Salnum hefjast ekki fyrr en klukkan 22, en á undan þeim verða haldnir svonefndir NOMUS-tónleikar á sama stað. Þeir tónleikar hefjast klukkan 20 og á efnisskránni eru þrjú raftón- listarverk eftir Indra Rise, Kjartan Ólafsson og Patrick Koak. Það verður því langt liðið á föstudagskvöld þegar flaututón- leikarnir hefjast. „Já, við verðum bara með einhvers konar næturklúbba- stemningu,“ segir Áshildur, stað- ráðin í að njóta þess út í æsar að frumflytja hina stóru Sónötu Atla Heimis. Á þessum tónleikum flytur Áshildur einnig tvö styttri verk, sem bæði eru einleiksverk fyrir flautu. Annað er Solitude eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, sem Áshildur flytur í minningu hans. Hitt er nýlegt verk frá Noregi eftir Kaare Dyvik. ■ FÖSTUDAGUR 4. febrúar 2005 ÁSHILDUR OG ANNA GUÐNÝ Frumflytja stóra Sónötu eftir Atla Heimi Sveinsson á Myrkum músíkdögum í Salnum í kvöld. Engin tabú í Salnum KRINGLUKRÁIN UM HELGINA • Fjölbreyttur sérréttamatseðill öll kvöld vikunnar • Tilboðsmatseðill fyrir Leikhúsgesti • Hópamatseðill • Sérsalur fyrir hópa Borðapantanir í síma 568-0878 www.kringlukrain.is Mannakorn með dansleik um helgina  22.00 Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari flytur verk eftir Kaare Dyvik Husby og Magnús Blöndal Jóhannsson á Myrkum músíkdögum í Salnum, Kópavogi. Einnig flytur hún ásamt Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur píanóleikara Sónötu fyrir flautu og píanó eftir Atla Heimi Sveinsson.  22.00 Reggíhljómsveitin Hjálmar heldur tónleika í Stúdentakjallaranum.  23.00 Hljómsveitin Plat heldur út- gáfutónleika á Grand Rokki ásamt Skum. ■ ■ LISTOPNANIR  17.00 Yfirlitssýning á verkum Harð- ar Ágústssonar verður opnuð í vest- ursal Kjarvalsstaða. Einnig verður opnuð í miðrými sýningin Markmið XI, sem er samvinnuverkefni Helga Hjaltalín Eyjólfssonar og Péturs Arnar Friðrikssonar. Báðar sýning- arnar standa til 24. apríl. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Mannakorn með dansleik á Kringlukránni.  DJ. Master á Café Amsterdam.  Hljómsveitin Sólon skemmtir ásamt Dúkkulísunum í Klúbbnum við Gullinbrú.  Hermann Ingi yngri spilar og syngur á Catalinu í Kópavogi. Frítt inn!  Dj Jóhann og Dj Pitti á Gauknum, neðri hæðinni. Í efra verður Dj Maggi.  Hljómsveitin Sex volt skemmtir á Classic Rock í Ármúla.  Atli skemmtanalögga og Áki Pain á Pravda.  Snúðarnir Exos, Steini og Máney á de Palace.  Hljómsveitin Tilþrif spilar á Lundan- um í Vestmannaeyjum.  Hljómsveitin Sixties heldur uppi dúndrandi stemmningu í Vélsmiðj- unni á Akureyri.  Andrea þeytir skífum á Dillon. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.15 Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir heldur fyrirlestur í Lögbergi, stofu 101, um efni kandidatsritgerðar sinn- ar til embættisprófs í lögfræði og ber ritgerðin heitið „Nauðgun frá sjónar- horni kvennaréttar“. ■ ■ DANSLIST  20.00 Dansverkið Við erum öll Marlene Dietrich eftir Ernu Ómars- dóttur og Emil Hrvatin verður frum- sýnt á nýja sviði Borgarleikhússins. hvar@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M 40-41 (28-29) menning slanga 3.2.2005 22.11 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.