Fréttablaðið - 07.02.2005, Qupperneq 7
6 7. febrúar 2005 MÁNUDAGUR
AUGLÝSINGAR Birtingar á auglýs-
ingum frá Umferðarstofu hafa nú
verið stöðvaðar ótímabundið, eft-
ir að Samkeppnisstofnun fór þess
á leit við Umferðarstofu. Um-
boðsmaður barna skrifaði Sam-
keppnisstofnun kvörtun, þar sem
vísað er til 22. greinar samkeppn-
islaga, en þar kemur meðal ann-
ars fram að auglýsingar skuli
miðast við að börn sjái þær og
heyri og ekki megi misbjóða þeim
á neinn hátt. Þær skuli sýna sér-
staka varkárni vegna trúgirni
barna og unglinga og að þess sé
gætt að ekki eru nein hættuleg at-
ferli eða atvik sýnd, sem geta
leitt til þess að þau eða önnur
börn komist í hættu. Birgir Há-
konarson hjá Umferðarstofu
sagði þessar auglýsingarnar hafa
þjónað sínum tilgangi, þær hefðu
vakið sterk viðbrögð og fólk til
umhugsunar, sem væri nauðsyn-
legt í umferðarmálum. „Við mun-
um skila greinargerð til Sam-
keppnisstofnunar í dag, og jafn-
framt stöðva auglýsingarnar þar
til hún kemst að niðurstöðu.“ - fgg
Stefnuræða George W. Bush:
Áherslan á lífeyrismál
BANDARÍKIN Uppstokkun banda-
ríska lífeyriskerfisins var helsta
áherslumál George W. Bush
Bandaríkjaforseta þegar hann
flutti stefnuræðu sína í fyrrinótt.
„Við verðum að tryggja lífeyris-
kerfið til frambúðar, ekki að láta
verkefnið bíða seinni tíma,“ sagði
hann.
Bush vill breyta kerfinu
þannig að launþegar geti fengið
skattaafslátt svo þeir geti lagt fé
til hliðar nú og átt það sem einka-
lífeyri þegar þeir fara á eftirlaun.
Hann sagði að yrði ekki brugðist
við nú yrði lífeyriskerfið gjald-
þrota árið 2042 og þá þyrfti hærri
skatta, miklar lántökur ríkissjóðs
eða niðurskurð á lífeyri til að
bregðast við vandanum.
Demókratar andmæla stefnu
Bush og segja að hún geti leitt til
þess að sá lífeyrir sem ríkið
tryggi ungum Bandaríkjamönn-
um í ellinni lækki um 40 prósent.
Bush fagnaði írösku kosning-
unum og sagði að fyrir lægi að
minnka hlutverk Bandaríkjahers í
Írak. Hann setti þó engin tíma-
mörk fyrir brottför Bandaríkja-
hers þaðan.
Hann hét því að vinna að því að
koma á friði í Mið-Austurlöndum
og lofaði andvirði 22 milljarða
króna í aðstoð við palestínsku
heimastjórnina. Hann hvatti Sýr-
lendinga til að hætta stuðningi við
hryðjuverkamenn og lýsti Íran
sem helsta stuðningsríki hryðju-
verkamanna. - bþg
Lykketoft hefur ekki
tekist að slá í gegn
Séra Þórir Jökull Þorsteinsson í Danmörku segir að kosningabaráttan standi
milli Jafnaðarflokksins undir forystu Mogens Lykketoft og Venstre með
Anders Fogh Rasmussen í broddi fylkingar.
DANMÖRK Kosningabaráttan hefur
verið stutt og snörp og einkum
snúist um innflytjendamálin, at-
vinnumálin og skólamálin en ut-
anríkismálin lítið verið rædd, þar
með talið Íraksmálið.
„Umræðan um innflytjendur,
ekki síst frá löndum íslam, er
óendanleg og sitt sýnist hverjum
þó flestir Danir virðist óska þess
að geta gert meira. Einhvern veg-
inn hefur sú pólitík samt orðið ofan
á að stemma stigu við straumi inn-
flytjenda,“ segir Þórir Jökull.
Honum heyrist samstarf
Venstre, íhaldsmanna (Kon-
servative) og Dansk Folkeparti
ætla að halda sér eftir kosningar.
Jafnaðarmenn undir forystu
Lykketofts virðist ekki komast í
þá stöðu að geta leitt stjórnar-
myndun. Spurningin sé sú hvort
þessir þrír flokkar muni starfa
saman áfram.
„Ég heyri samt umræðu um að
sósíaldemókrötum væri líklega
betur treystandi til þess að efla
danskt velferðarkerfi sem hefur
verið á undanhaldi,“ segir hann.
Kvikmyndaleikstjórinn Lars
von Trier lagði nafn sitt við harða
árás á Anders Fogh Rasmussen í
blaðaauglýsingu en Þórir Jökull
segist lítið hafa heyrt um áhrif
hennar.
Hin pólitíska umræða hafi náð
út í öll horn síðustu daga. Danir
séu meðvitaðir um að þeir hafi
áhrif á það hvernig þjóðfélagi
verði byggt. Stjórnmálamenn séu
líka ofurseldir fjölmiðlaumræðu
og þar séu þeir dæmdir, vegnir og
léttvægir fundnir. Fjölmiðlar taki
þá í bakaríið með óvægnum hætti
ef ástæða þyki til. - ghs
Breska leyniþjónustan:
Neitar aðild
LONDON, AP Charles Clarke, innan-
ríkisráðherra Bretlands, lýsti því
yfir í gær að breska leyniþjónust-
an, MI6, hefði ekki átt þátt í því að
Bretinn Martin Mubanga hefði
verið handtekinn og vistaður í
fangabúðum Bandaríkjamanna í
Guantanamo á Kúbu.
Breskir fjölmiðlar hafa haldið
því fram að breskur njósnari á
vegum MI6 hafi átt þátt í handtök-
unni.
Mubanga var látinn laus fyrir
um mánuði eftir að hafa setið í
þrjú ár í fangabúðunum án þess
að hafa verið birt kæra. Hann
hefur í fjölmiðlum lýst
margvíslegri illri meðferð sem
hann sætti í fangelsinu. ■
Fjórðungssjúkrahúsið í
Neskaupstað:
Fær nýjan
tækjakost
HEILBRIGÐISMÁL Breytingar
standa nú yfir á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Neskaupstað til
að hýsa nýjan tækjakost í mynd-
greiningarþjónustu sjúkrahúss-
ins.
Heilbrigðisráðuneytið hefur
ákveðið að verja fé til kaupa á
nýjum röntgentækjum sem
tengd verða stafrænum búnaði.
Þá var gengið frá kaupum á nýju
sneiðmyndatæki á gamlársdag
sem hollvinasamtök sjúkrahúss-
ins stóðu að en tækið kostaði
átján milljónir. Fimm hundruð
íbúar Austurlands leita árlega til
Reykjavíkur eða Akureyrar í
sneiðmyndatöku með tilheyrandi
ferðakostnaði greiddum af rík-
inu. - hrs
29.956,-*
Subaru Legacy Wagon sjálfskiptur 2.590.000
2.790.000Ver› á›ur
Ver› nú
200.000
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
Hefurðu farið í Þjóðminjasafn-
ið eftir endurbæturnar?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Viltu jarðgöng til
Vestmannaeyja?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
89,1%
10,9%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
UMDEILDAR AUGLÝSINGAR
Auglýsingarnar frá Umferðarstofu hafa
vakið athygli en nú hefur birting þeirra
verið stöðvuð ótímabundið.
BUSH FLYTUR STEFNURÆÐU SÍNA
George W. Bush flutti stefnuræðu sína frammi fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings. Fyrir
aftan hann standa Dick Cheney varaforseti og Dennis Hastert, forseti fulltrúadeildarinnar.
SÉRA ÞÓRIR JÖKULL ÞORSTEINSSON
Hefur fylgst með umræðunni um þingkosningarnar í Danmörku síðustu vikur og telur að
Venstre haldi velli í kosningunum á þriðjudaginn.
BÍLVELTA Í ÁRNESSÝSLU Bíll valt
á Skeiðarvegi í gær. Ein kona var
í bílnum. Slapp hún með lítils-
háttar óþægindi í baki og er talið
að notkun bílbeltis hafi þar ráðið
miklu um. Bíllinn er hins vegar
mikið skemmdur ef ekki ónýtur.
GRUNAÐIR UM ÖLVUNARAKSTUR
Tveir ungir ökumenn voru stöðv-
aðir af lögreglunni á Akureyri
grunaðir um ölvun við akstur, ann-
ar í nágrenni við Dalvíkurbyggð,
en hinn á Akureyri. Annars var
frekar rólegt um að vera í bænum
og fór skemmtanahald helgarinnar
að mestu leyti vel fram.
RUSLIÐ ALVEG ÓNÝTT Eldur kom
upp í ruslagámi á Álftanesi á
föstudag. Logaði glatt í gámnum,
sem var opinn, en tókst að
slökkva eldinn með vatni.
Skemmdir voru ekki miklar að
öðru leyti en því að ruslið er
gerónýtt. Talið er að um íkveikju
hafi verið að ræða.
Brotið á rétti barna?
Auglýsingar
stöðvaðar