Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2005, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 07.02.2005, Qupperneq 12
MÁNUDAGUR 7. febrúar 2005 11 SNÚIST UM SPÚSANN Geimfarið Cassini tók þessa mynd á dögun- um af tunglinu fagra Rheu sem snýst um plánetuna Satúrnus. Satúrnus er rómverskt heiti gríska guðsins Krónosar en kona hans hét Rhea. Því hafði verið spáð að sonur Krónosar yrði honum að aldurtila og því át hann börn sín. Rhea náði hins vegar að bjarga einu þeirra, Seifi, sem varð æðstur grískra guða þegar hann óx úr grasi. SPURULUSTU ÞINGMENNIRNIR Þingmaður Fjöldi fyrirspurna Jóhanna Sigurðardóttir (S) 44 Sigurjón Þórðarson (F) 22 Björgvin G. Sigurðsson (S) 18 Mörður Árnason (S) 15 Kolbrún Halldórsdóttir (U) 11 FYRIRSPURNIR FLOKKANNA Flokkur Fjöldi fyrirspurna Framsóknarflokkur 10 Sjálfstæðisflokkur 18 Frjálslyndir 41 Samfylkingin 166 Vinstri grænir 36 ráðherrana út úr það sem af er vetri. Stjórnarandstæðingar spyrja eins og áður segir mun meira en stjórnarliðar. Samfylkingin er þar í sérflokki með ríflega helming allra fyrirspurna, enda stærsti stjórnarandstöðuflokk- urinn. Þingmenn vilja helst fræðast um menntamál og fjár- mál ríkisins en félagsmál fylgja svo þar á eftir. Engar fyrir- spurnir bárust um málefni Norðurlanda en ráðherra hag- stofu bárust þrjár fyrirspurnir. Víst er að greiða þarf úr marg- víslegum málum. Innflutningur í gámum, þrífösun rafmagns, þjóðmálakönnun í Eyjafirði, notkun risabora við jarðganga- gerð, kynþroski þorsks og sím- töl til Grænlands voru mál sem brunnu á þingmönnum síðustu mánuði. Þótt margar þessara fyrir- spurna séu góðra gjalda verðar eru fyrirspurnir ekki takmark í sjálfu sér. Bent hefur verið á að kostnaður við þessa upplýsinga- öflun sé oft og tíðum mikill og stundum sé hægur vandi fyrir þingmenn að fletta þessum upp- lýsingum einfaldlega sjálfir upp. Aðrir gagnrýna hversu lít- ill hluti af starfstíma þingsins fer í fyrirspurnir og vilja veg þeirra meiri. sveinng@frettabladid.is HVAÐ ER? POMPEII Þar sem tíminn stóð í stað Ferðamálaráð tilkynnti á dögunum að verkefnið Pompeii norðursins hlyti 5 milljóna króna styrk til uppgraftar gosminja frá Vestmannaeyjagosinu 1973. Grafin verða upp nokkur hús sem standa undir vikurlagi og útbúið sýning- arsvæði með upplýsingum um gosið. Verkefnið dregur nafn sitt af rómversk- um bæ sem á sínum tíma eyddist í miklu eldgosi. Eldi að bráð Pompeii er á fallegum stað við Napólí- flóann en talið er að bærinn hafi tekið að byggjast á 7. öld f. Kr. Fyrstu aldirnar sátu ýmsir þjóðflokkar þar að völdum og háðu þeir marga hildi við valdhafana í Róm. Það var ekki fyrr en 89 f. Kr. að Rómverjar náðu bænum á sitt vald og gerðu hann að nýlendu sinni. Þar var að verki hinn grimmi harðstjóri Súlla. Pompeii gegndi mikilvægu hlutverki sem miðstöð sjóflutninga á Appenína- skaga. Á þessum slóðum eru jarðhræringar og eldsumbrot algeng en eldfjallið Vesúví- us setur svip sinn á Napólíflóann. Árið 79 e. Kr. varð gífurlegt eldgos í fjallinu nánast fyrirvaralaust og höfðu íbúar Pompeii og nálægra bæja því ekkert ráðrúm til að forðast glóandi heitt flikrubergið sem á augabragði færði þá í kaf. Þessu lýsir sagnaritarinn Plíníus í bréfi til vinar síns Takítusar á eftirminni- legan hátt. Miklir jarðskjálftar og flóð- bylgjur fylgdu í kjölfarið. Talið er að um 20.000 manns hafi búið í Pompeii og fórust nær allir íbúarnir í hamförunum. Dýrðin opinberuð Pompeii og bæirnir í kring féllu brátt í gleymskunnar dá og lágu því hjúpaðir hrauni í hálfa aðra þúsöld. Árið 1599 uppgötvuðust þeir hins vegar fyrir tilvilj- un þegar verið var að beina ánni Sarno í nýjan farveg en sagan segir að hinir trúuðu kaþólikkar sem þar voru að verki hafi grafið í snarhasti yfir Pompeii þegar þeir sáu hinar frægu erótísku vegg- myndir sem skreyta veggi margra húsa þar. Árið 1748 var bærinn hins vegar grafin upp á ný en tíu árum áður hafði uppgröftur farið fram í nágrannabæn- um Herculaneum. Pompeii hafði verið svo vel varðveittur í tímahylki sínu að allt var þar nánast eins og verið hafði tæpum sautján öldum fyrr. Greinilegt var á öllu að íbúarnir höfðu lifað í lystisemdum, í bænum mátti finna stórt hótel, baðhús og fallegar villur prýddar fögrum veggmyndir sem margar hverjar eru afar erótískar. Hafa þessar minjar æ síðan glatt ferðamenn og fræðimenn jöfnum höndum, líkt og Pompeii norð- ursins mun vonandi gera í framtíðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.