Fréttablaðið - 07.02.2005, Side 14

Fréttablaðið - 07.02.2005, Side 14
Alþingi skipi rannsóknarnefnd Í mars 2003 skrifaði ég blaðagrein um Íraksstríðið og sagði þá m.a. eftirfarandi: „Það er (því) full ástæða til þess að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til þess að rann- saka hvernig ákvörðun um stuðning Íslands við innrásina í Írak var tek- in.Hvaða upplýsingar hafði utanrík- isráðherra um gereyðingarvopn Íraka? Var ákvörðun Íslands tekin á löglegan hátt?“. Þessi orð eru enn í fullu gildi. Það er jafnmikil þörf á því nú eins og á árinu 2003, þegar ég setti fram tillögu um rannsóknar- nefnd Alþingis, að fram fari rann- sókn á þessu máli. Ráðherrar og alþingismenn rík- isstjórnarinnar eru ekki sammála um það hvernig ákvörðun var tekin um stuðning við innrás í Írak. For- sætisráðherra, formaður Fram- sóknarflokksins, og landbúnaðar- ráðherra, varaformaður Framsókn- arflokksins, eru ekki sammála um málið. Nokkrir alþingismenn stjórn- arflokkanna hafa upplýst, að ákvörðun um stuðning við árás á Írak var ekki borin undir utanríkis- málanefnd eins og lög kveða á um að gert skuli. Alþingismennirnir Kristinn H. Gunnarsson og Jónína Bjartmarz hafa upplýst þetta. Magnús Stefáns- son, þingmaður Framsóknar, segir að málið hafi ekki verið rætt í þing- flokki Framsóknar. Forsætisráð- herra hefur upplýst í sjónvarpsvið- tali, að formleg ákvörðun um stuðn- ing Íslands við innrás í Írak var ekki tekin í ríkisstjórn. Ákveðið af tveimur mönnum! Ráðherrar og þingmenn segja, að ákvörðunin hafi verið tekin af tveimur mönnum, forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Samkvæmt stjórnarskránni ber að leggja mikil- væg stjórnarmálefni fyrir ráð- herrafund (fund ríkisstjórnar). Það var ekki gert í þessu máli. Ákvörð- unin um stuðning við innrás í Írak og samþykki við því að setja Ísland á lista hinna staðföstu ríkja var ekki lögð fyrir ríkisstjórn. Æ fleiri al- þingismenn telja, að framið hafi verið lögbrot með því að sniðganga utanríkismálanefnd í þessu mikil- væga máli. Var einnig framið stjórnarskrár- brot með því að leggja málið ekki fyrir ríkisstjórn? Allt þetta þarf að rannsaka. Því ber alþingi að skipa rann- sóknarnefnd til þess að rannsaka allt þetta mál og koma því á hreint. Þjóðin á heimtingu á því að það verði gert. Ekkert mark er takandi á lögfræðiáliti Eiríks Tómassonar, flokksbróður forsætisráðherra, í máli þessu. Eiríkur er vonbiðill um embætti Hæstaréttardómara. Frá því ég varpaði fram tillög- unni um rannsóknarnefnd Alþingis á árinu 2003 hafa margir áhrifa- miklir stjórnmálamenn tekið undir þá tillögu. Öll stjórnarandstaðan er sammála um það í dag, að rannsaka þurfi mál þetta og leggja öll spilin á borðið. Pólitískur kattarþvottur Kattarþvottur eins og sá, sem forsætisráðherra viðhafði í þessu máli 17. janúar sl. er ekki sæm- andi næstæðsta embættismanni þjóðarinnar. Það er ekki unnt að bera það á borð fyrir þjóðina að Íraksmálið hafi oft verið rætt á al- þingi og í ríkisstjórn þegar verið er að spyrja um það hvort „ákvörðun um innrás“ hafi verið rædd á réttum vettvangi. Þjóðin vill skýr svör. Og skýr svör fást ekki nema með rannsókn. Þess vegna þarf að skipa rannsóknar- nefnd á Alþingi. ■ 13MÁNUDAGUR 7. febrúar 2005 Hvað er Framsóknarflokkurinn? Hvaða leiðir hefur Framsókn svo reynt að fara í veikburða tilraunum sínum til að vera eitthvað annað en Sjálfstæðis- flokkurinn? Jú, rándýr stóriðjuáform til að rétta við þann litla trúverðugleika sem flokkurinn á eftir á landsbyggðinni. En slík hreppapólitík kemur ekki í stað- inn fyrir sjálfstæða stefnu. Ef ekki væri fyrir Framsókn þá á Sjálfstæðisflokkur- inn eftir sem áður Árna Johnsen og aðra slíka sérhagsmunagæslumenn. Þeir munu alltaf finna upp á sérverkefnum til að beina athyglinni frá því að ekkert dregur úr flóttanum frá landsbyggðinni. Og því hvaða afleiðingar stefna ríkis- stjórnarinnar í kvótamálum, þjóðlendu- málum, orkumálum og símamálum hef- ur í raun fyrir bændur og sjávarbyggðir. Sverrir Jakobsson á Múrinn.is Alltaf er það eiithvað Sama hve mikið menn kvarta undan námi í ríkisreknu skólunum dags dag- lega virðist svo þegar bæta við á nýjum valkostum í menntakerfinum kemur í ljós að sumir vilja hvergi hnika frá því sem fyrir er. Nýja námið er þá annað- hvort of létt, of stutt, of hagnýtt eða snýst of mikið um peninga. Pawel Bartoszek á Deiglan.com Misskilningur um atvinnu Það er almennur misskilningur að þeg- ar aukin framleiðni verður inna atvinnu- greinar sem leiðir til fækkunar starfa verði niðurstaðan langvarandi atvinnu- leysi hjá þeim sem þannig missa vinn- una. Oft heyrast þau rök að vernda beri ákveðnar greinar atvinnulífsins gegn breytingum sem aukna framleiðni [sem leiðir til fækkunar starfa] á þeim for- sendum að greini skapi svo mörg störf. Þetta er mikil rökvilla sem byggir á þeirri trú að störf séu föst tala og fækki þeim þá leiði það óhjákvæmilega til almenns atvinnuleysis. Á sama hátt mætti spyrja sig af hverju er verið sé að flytja inn Komastsu gröfur frá Japan í stað þess að nota bara skóflur því það skapa jú svo mikla vinnu fyrir alla. Ýmir Örn Finnbogason á Heimdall- ur.is Misjafnar áherslur Vissulega er það frétt að finna megi út að Framsóknarflokkurinn njóti svo lítils fylgis um þessar mundir. Eins og fyrr segir valdi Fréttablaðið að setja þetta fram á forsíðu og aðrir fjölmiðlar hafa varið miklum tíma í umfjöllun um mál- ið. Í því samhengi vekur það óneitan- lega athygli, þeirra sem til þekkja, að sömu miðlar völdu ýmist að greina mjög lauslega eða alls ekki frá könnun sem Gallup birti í seinustu viku, þar sem Framsóknarflokkurinn naut mun hærra fylgis, eða um 13%. Ragnar Þorgeirsson á Tíminn.is BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR UM ÍRAKSSTRÍÐIÐ AF NETINU SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.