Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2005, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 07.02.2005, Qupperneq 14
Alþingi skipi rannsóknarnefnd Í mars 2003 skrifaði ég blaðagrein um Íraksstríðið og sagði þá m.a. eftirfarandi: „Það er (því) full ástæða til þess að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til þess að rann- saka hvernig ákvörðun um stuðning Íslands við innrásina í Írak var tek- in.Hvaða upplýsingar hafði utanrík- isráðherra um gereyðingarvopn Íraka? Var ákvörðun Íslands tekin á löglegan hátt?“. Þessi orð eru enn í fullu gildi. Það er jafnmikil þörf á því nú eins og á árinu 2003, þegar ég setti fram tillögu um rannsóknar- nefnd Alþingis, að fram fari rann- sókn á þessu máli. Ráðherrar og alþingismenn rík- isstjórnarinnar eru ekki sammála um það hvernig ákvörðun var tekin um stuðning við innrás í Írak. For- sætisráðherra, formaður Fram- sóknarflokksins, og landbúnaðar- ráðherra, varaformaður Framsókn- arflokksins, eru ekki sammála um málið. Nokkrir alþingismenn stjórn- arflokkanna hafa upplýst, að ákvörðun um stuðning við árás á Írak var ekki borin undir utanríkis- málanefnd eins og lög kveða á um að gert skuli. Alþingismennirnir Kristinn H. Gunnarsson og Jónína Bjartmarz hafa upplýst þetta. Magnús Stefáns- son, þingmaður Framsóknar, segir að málið hafi ekki verið rætt í þing- flokki Framsóknar. Forsætisráð- herra hefur upplýst í sjónvarpsvið- tali, að formleg ákvörðun um stuðn- ing Íslands við innrás í Írak var ekki tekin í ríkisstjórn. Ákveðið af tveimur mönnum! Ráðherrar og þingmenn segja, að ákvörðunin hafi verið tekin af tveimur mönnum, forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Samkvæmt stjórnarskránni ber að leggja mikil- væg stjórnarmálefni fyrir ráð- herrafund (fund ríkisstjórnar). Það var ekki gert í þessu máli. Ákvörð- unin um stuðning við innrás í Írak og samþykki við því að setja Ísland á lista hinna staðföstu ríkja var ekki lögð fyrir ríkisstjórn. Æ fleiri al- þingismenn telja, að framið hafi verið lögbrot með því að sniðganga utanríkismálanefnd í þessu mikil- væga máli. Var einnig framið stjórnarskrár- brot með því að leggja málið ekki fyrir ríkisstjórn? Allt þetta þarf að rannsaka. Því ber alþingi að skipa rann- sóknarnefnd til þess að rannsaka allt þetta mál og koma því á hreint. Þjóðin á heimtingu á því að það verði gert. Ekkert mark er takandi á lögfræðiáliti Eiríks Tómassonar, flokksbróður forsætisráðherra, í máli þessu. Eiríkur er vonbiðill um embætti Hæstaréttardómara. Frá því ég varpaði fram tillög- unni um rannsóknarnefnd Alþingis á árinu 2003 hafa margir áhrifa- miklir stjórnmálamenn tekið undir þá tillögu. Öll stjórnarandstaðan er sammála um það í dag, að rannsaka þurfi mál þetta og leggja öll spilin á borðið. Pólitískur kattarþvottur Kattarþvottur eins og sá, sem forsætisráðherra viðhafði í þessu máli 17. janúar sl. er ekki sæm- andi næstæðsta embættismanni þjóðarinnar. Það er ekki unnt að bera það á borð fyrir þjóðina að Íraksmálið hafi oft verið rætt á al- þingi og í ríkisstjórn þegar verið er að spyrja um það hvort „ákvörðun um innrás“ hafi verið rædd á réttum vettvangi. Þjóðin vill skýr svör. Og skýr svör fást ekki nema með rannsókn. Þess vegna þarf að skipa rannsóknar- nefnd á Alþingi. ■ 13MÁNUDAGUR 7. febrúar 2005 Hvað er Framsóknarflokkurinn? Hvaða leiðir hefur Framsókn svo reynt að fara í veikburða tilraunum sínum til að vera eitthvað annað en Sjálfstæðis- flokkurinn? Jú, rándýr stóriðjuáform til að rétta við þann litla trúverðugleika sem flokkurinn á eftir á landsbyggðinni. En slík hreppapólitík kemur ekki í stað- inn fyrir sjálfstæða stefnu. Ef ekki væri fyrir Framsókn þá á Sjálfstæðisflokkur- inn eftir sem áður Árna Johnsen og aðra slíka sérhagsmunagæslumenn. Þeir munu alltaf finna upp á sérverkefnum til að beina athyglinni frá því að ekkert dregur úr flóttanum frá landsbyggðinni. Og því hvaða afleiðingar stefna ríkis- stjórnarinnar í kvótamálum, þjóðlendu- málum, orkumálum og símamálum hef- ur í raun fyrir bændur og sjávarbyggðir. Sverrir Jakobsson á Múrinn.is Alltaf er það eiithvað Sama hve mikið menn kvarta undan námi í ríkisreknu skólunum dags dag- lega virðist svo þegar bæta við á nýjum valkostum í menntakerfinum kemur í ljós að sumir vilja hvergi hnika frá því sem fyrir er. Nýja námið er þá annað- hvort of létt, of stutt, of hagnýtt eða snýst of mikið um peninga. Pawel Bartoszek á Deiglan.com Misskilningur um atvinnu Það er almennur misskilningur að þeg- ar aukin framleiðni verður inna atvinnu- greinar sem leiðir til fækkunar starfa verði niðurstaðan langvarandi atvinnu- leysi hjá þeim sem þannig missa vinn- una. Oft heyrast þau rök að vernda beri ákveðnar greinar atvinnulífsins gegn breytingum sem aukna framleiðni [sem leiðir til fækkunar starfa] á þeim for- sendum að greini skapi svo mörg störf. Þetta er mikil rökvilla sem byggir á þeirri trú að störf séu föst tala og fækki þeim þá leiði það óhjákvæmilega til almenns atvinnuleysis. Á sama hátt mætti spyrja sig af hverju er verið sé að flytja inn Komastsu gröfur frá Japan í stað þess að nota bara skóflur því það skapa jú svo mikla vinnu fyrir alla. Ýmir Örn Finnbogason á Heimdall- ur.is Misjafnar áherslur Vissulega er það frétt að finna megi út að Framsóknarflokkurinn njóti svo lítils fylgis um þessar mundir. Eins og fyrr segir valdi Fréttablaðið að setja þetta fram á forsíðu og aðrir fjölmiðlar hafa varið miklum tíma í umfjöllun um mál- ið. Í því samhengi vekur það óneitan- lega athygli, þeirra sem til þekkja, að sömu miðlar völdu ýmist að greina mjög lauslega eða alls ekki frá könnun sem Gallup birti í seinustu viku, þar sem Framsóknarflokkurinn naut mun hærra fylgis, eða um 13%. Ragnar Þorgeirsson á Tíminn.is BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR UM ÍRAKSSTRÍÐIÐ AF NETINU SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.