Fréttablaðið - 07.02.2005, Side 58

Fréttablaðið - 07.02.2005, Side 58
21MÁNUDAGUR 7. febrúar 2005 FRÉTTIR AF FÓLKI ■ FÓLK Michael Jackson, sem hefur verið ákærður fyrir að beita ungan dreng kynferðislegu ofbeldi, seg- ist hafa fengið samþykki Guðs til að fá til sín börn í heimsókn á bú- garð sinn Neverland. Hann segir að allar ákærur á hendur sér hafi verið upplognar og eigi einungis rætur að rekja til frægðar hans. „Því stærri stjarna sem þú ert, því stærra skotmark. Sannleikurinn mun koma í ljós,“ sagði Jackson í viðtali við Geraldo á sjónvarpsstöðinni Fox. Þetta var fyrsta viðtalið sem Jackson veitir í tæpt ár. Jackson segist hafa hugsað sér Neverland sem heimili fyrir sjálf- an sig og börnin. Þar gæti hann gert hluti sem hann náði ekki að upplifa í æsku sinni sem liðsmaður hljómsveitarinnar Jackson Five. ■ George Clooney segir fólk oft halda að hann sé eldri en raunin er. Clooney er 43 ára og er því í rauninni aðeins þremur árum eldri en félagi hans, Brad Pitt. Í nýju myndinni hans, Ocean's Twelve, er sena sem leikarinn lenti í alvörunni í. „Þetta kom í al- vörunni fyrir mig, við settum þetta inn í handritið því þegar við vorum á Ítalíu á síðasta ári sagði yngri stelpa við mig: „George, hvað ertu gamall?“ Ég spurði hana þeirri heimskulegu spurn- ingu hvað hún héldi að ég væri gamall. Hún sagði: „Fimmtug- ur?“, og ég sagði: „Heldurðu í al- vörunni að ég sé fimmtugur?“, þá sagði hún: „Uuu, ertu fimmtíu og eins?“ Steven Soderbergh fannst þetta sniðugt í myndina,“ sagði Clooney. ■ Drew Barrymore hefur slitiðsamningi við umboðsmann sinn Patrick Whitesell. „Drew ætlar að leita annað en hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvert. Þau hittust á fundi í síðustu viku og ákváðu að hætta samstarfi. Þau eru þó enn góðir vinir og hann gerði margt gott fyrir hana,“ sögðu tals- menn leikkonunnar. Meðal viðskiptavina Whitesell eru Matt Damon, Ben Af- fleck, Hugh Jack- man og Christian Bale. Mariah Carey er dugleg að sparapeningana sína og segist varla hafa snert 14 milljónir dollara sem hún hlaut fyrir að skrifa undir samn- ing hjá Virgin Records árið 2001. Hún segist heldur ekkert botna í fræga fólkinu sem eyðir peningunum sínum í glæsibif- reiðir. „Ég hef ekki enn keypt bílaflota. Ég á samt Mercedes Benz en mér er alveg sama á hvernig bíl ég er í New York. Fyrir mér er bíll bara staður til þess að leggja frá mér töskuna,“ sagði söngkonan. Clint Eastwood segist ennþá faraí líkamsrækt á hverjum degi til þess að halda sér í formi. „Ég fer enn í líkamsrækt á hverjum degi og mér líkar það vel. Þegar við vorum að taka upp Million Doll- ar Baby var frá- bært að við vor- um með eigin líkamsræktarstöð og ég gat gert flestar armbeygj- ur þó ég væri 74!“ Eastwood er til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn sína í myndinni Million Dollar Baby. Myndin hlaut alls sex tilnefningar, þar á meðal fyrir bestu myndina. Imelda Staunton er tilnefnd tilÓskarsverðlauna fyrir aukahlutverk í myndinni Vera Drake. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af í sambandi við verðlaunaafhendinguna er að skórnir mínir eigi eftir að meiða mig. Þakkarlisti er frekar glötuð þakkarræða svo kannski ég ætti að standa þarna uppi og segja fólki frá fótavandræðum mín- um. Ég botna ekkert í fólki sem segist ekki trúa því að það hafi unnið. Auðvitað trúir þú því – líkurnar á að þú yrðir sigurvegari voru einn af fimm!“ sagði Staunton. Jennifer Garner er að spáí að hætta sem leikkona til þess að uppfylla aðra framtíðardrauma. „Mig langar að mennta mig meira og fá gráðu í ein- hverju. Mig langar að vera viðskiptakona, fjár- festari, rithöfundur og pí- anóleikari. Ég vildi óska að ég kynni að elda,“ sagði leikkonan. GEORGE CLOONEY Segir fólk oft halda að hann sé eldri en hann í rauninni er. Yngri en hann lítur út fyrir að vera [ MÁL ] MICHAELS JACKSON MICHAEL JACKSON Jackson segist alsaklaus af þeim ákærum sem hafa verið bornar á hann. Stór stjarna, stórt skotmark

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.