Fréttablaðið - 07.02.2005, Page 63

Fréttablaðið - 07.02.2005, Page 63
26 7. febrúar 2005 MÁNUDAGUR Lárétt: 1 undrandi, 6 ìskammî, 7 kvað, 8 þrengsli, 9 ábreiða, 10 kúst, 12 þræta, 14 helgidómur, 15 fæddi, 16 keyr, 17 vit- skerta, 18 frjáls. Lóðrétt: 1 hvatning, 2 læri, 3 ekki, 4 geð- góð, 5 til viðbótar, 9 fugl, 11 bíða, 13 drykkjarílát, 14 mann, 17 ármynni. LAUSN 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Dessertkokkurinn Mortein Heiberg verður sérstak- ur gestur á Food & Fun hátíðinni í febrúar. Heiberg hefur komið víða við á ferli sínum og útbjó meðal annars eftirréttinn sem borinn var fram í brúðkaupi Friðriks krónprins í maí í fyrra. Hann rekur sitt eig- ið fyrirtæki, Dessertcirkus, sem sérhæfir sig í mat- reiðslu á hvers kyns eftirréttum fyrir veitingastaði. Heiberg er einnig höfundur bókarinnar Súkkulaði sem gefin var út á Íslandi fyrir jól. Food & Fun hátíðin hefst 16. febrúar og stendur yfir í fjóra daga. Kokkar víðs vegar að úr heiminum munu útbúa matseðla á íslenskum veitingastöðum og keppa sín á milli í matreiðslu. ■ Dessertkokkur prinsins til landsins MORTEN HEIBERG Dessertkóngur Danmerkur er á leið til lands- ins og mun eflaust töfra fram yndislega eftirrétti á Food & Fun hátíðinni. Tvö kvikmyndahandrit frá Bret- landi eru í lestri hjá kvikmynda- fyrirtækinu Radar um þessar myndir. Verði handritin að veru- leika hefjast tökur hér á annarri myndinni hér á landi næsta vet- ur. Önnur myndin, sem verður að mestu tekin upp hér á landi, fjall- ar um mann sem kemur úr stór- borg og inni í íslenskt samfélagi. Myndin er pólitísk, með húmor og dramatík í bland. Verið er að leita að leikstjóra fyrir þá mynd og vill Radar ráða Íslending til verksins en hefur enn ekki fund- ið þann rétta. Hin myndin er spennumynd sem verður tekin upp jafnt á Íslandi og í Englandi. Ekki er enn komið í ljós hverjir muni koma að myndunum enda enn verið að lesa handrit. Einnig er fyrirhugað að taka upp hér á landi stuttmynd eftir leikstjóra frá Suður-Afríku, sem upphaflega átti að mynda í Höfðaborg. Leikstjórinn, sem hefur gert auglýsingar hér á landi, ákvað að breyta handriti myndarinnar þannig að hægt væri að taka hana hér. Svo gæti reyndar farið að myndin yrði í fullu lengd en það á eftir að koma betur í ljós. Að sögn Selmu Karlsdóttur hjá Radar er mikill áhugi á Ís- landi í Bretlandi og til að mynda hafa margir leikstjórar sem hafa komið hingað sýnt áhuga á að leikstýra íslenskum auglýsing- um. Hingað til hefur Radar mest- megnis gert auglýsingar fyrir erlenda aðila undir nafninu Labrador, meðal annars fyrir Coca-Cola, Zero-súkkulaði og símafyrirtækið Belgacom. Nokk- ur erlend auglýsingaverkefni eru þegar komin upp á borð fyrir sumarið og má þar nefna stóra bílaauglýsingu fyrir BMW sem stefnt er að taka upp hér á landi í júní. Þess má geta að Radar vann fyrir nokkru síðan að undirbún- ingi að fyrirhuguðum tökum á Ís- landi fyrir kvikmyndina The Hitchhiker's Guide to the Galaxy en hætt var við tökur af sparnað- arástæðum. „Við vorum búin að ferðast með fólkinu um landið, en þetta voru menn sem hafa unnið með okkur áður. Síðan var senan minnkuð niður og þeir sáu ekki ástæðu til að koma hingað,“ segir Selma. freyr@frettabladid.is AUGLÝSING Úr auglýsingu Coca-Cola sem var tekin upp hér á landi fyrir skömmu. FYRIRTÆKIÐ RADAR STENDUR Í STÓRRÆÐUM: HANDRITSLESTUR STENDUR YFIR. Tvær breskar kvikmyndir „Ég er búin að eiga marga sembala í gegnum tíð- ina,“ segir Helga Ingólfsdóttir semballeikari, sem hlaut heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna í síðustu viku. „Þetta hljóðfæri á sér langa sögu og hefur mjög sér- stakan hljóm. Meðan ég var í námi ríkti sá skilningur að semballinn væri bara fyrirrennari píanósins. Menn reyndu allt til að endurbæta hljóðfærið, en það hef- ur bara orðið til hins verra. Sjálf lærði ég á slíkt hljóðfæri, sem reynt hafði verið að bæta með hlið- sjón af píanóinu, en þegar ég er nýhætt í námi átt- aði fólk sig loks á því að þetta er hljóðfæri í sínum rétti. Þá fóru menn að smíða eftirlíkingar af eldri hljóðfærum og þær hafa svo reynst best. Hljóðfæra- smíðin á þeim tíma var svo fullkomin að það hefur ekki verið hægt að bæta sembalinn neitt frá því sem var. Bestu hljóðfærin í dag eru nákvæmar eftirlíking- ar af þessum gömlu hljóðfærum.“ Helga varð fyrst Íslendinga til að læra á sembal og er því brautryðjandi í semballeik hér á landi. Fleiri hafa þó fylgt í kjölfarið, gerst nemendur Helgu og nú eru þrjár konur auk hennar starfandi semballeikarar hér á landi. Þegar Helga var nýkomin frá námi byrjaði hún fljót- lega að spila í Skálholti, sem hefur verið hennar staður æ síðan. Hún hætti í fyrra að hafa umsjón með Sumartónleikum í Skálholti, sem hún stofnaði ásamt Manuelu Wiesler flautuleikara fyrir 30 árum. Einnig tók hún þátt í að stofna Bachsveitina í Skál- holti, sem hefur einbeitt sér að flutningi barokktón- listar. „Það var fyrir einhverja handleiðslu að ég komst í Skálholt. Ég var að leita að stað þar sem ég gæti starfað sem semballeikari og þá fann ég þennan stað þar sem semballinn hljómar svo stórkostlega. Hann þarf að geta fyllt hvern krók og kima í því húsnæði sem spilað er í til að ná almennilega eyrum fólks. Kirkj- an í Skálholti er sjálf eins og hljóð- færi því hún tekur svo vel við hljómn- um.“ Helga hefur flutt töluvert af íslenskri sembaltónlist sem hefur verið samin sérstaklega fyrir hana. „Ég er nýbúin að leika inn á disk töluvert af þessum verkum, en hann kemur ekki út fyrr en líklega með sumrinu.“ Semballeikur: Hljómar hvergi betur en í Skálholti. SÉRFRÆÐINGURINN HELGA INGÓLFSDÓTTIR Semballinn á sér merkilega sögu og hefur sérstæðan hljóm sem nýtur sín ekki í stórum tónleika- höllum. Hljómurinn þarf að fylla salinn ... fær Impregilo fyrir að fagna kínverska nýárinu um helgina með kínverskum hádegisverði í aðalmatsalnum á Kárahnjúkum og kínverskri dagskrá með bíó- sýningu og karaókí. HRÓSIÐ Lárétt: 1hlessa,6vei,7ku,8ös,9lak, 10sóp,12agg,14hof, 15ól,16ak,17 óða,18laus. Lóðrétt: 1hvöt,2les,3ei,4skapgóð,5 auk,9lóa,11doka,13glas,14hal,17 ós. Selma Björnsdóttir – hefur þú séð DV í dag? Valin í Júróvisjon fyrir Íslands hönd i Á FIMMTUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins -

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.