Tíminn - 10.01.1975, Síða 3
Föstudagur 10. janúar 1975.
TÍMINN
3
Nú eru loðnuveiðiskipin óðum að ferðbúast. Þessa mynd tók Róbert i Reykjavlk i gær. Skipverjar á
Gisla Arna voru að taka nótina um borð og gera allt klárt. Eggert Gislason skipstjóri sagði Tíma-
mönnum, að hann byggist jafnvel við þvi, að þeir færu út í dag.
Olíukreppan
örvar þróunina
Það var ekki að ófyrirsynju,
að orkumálin voru ofarlega á
baugi á Alþingi sfðustu
vikurnar fyrir þinghlé. Heilu
landshlutarnir búa við sllkt
öryggisleysi I raforkumálum,
að jafnvel atvinnulffi er stefnt
I voða af þeim sökum. Til að
mvnda er mikið I húfi á Aust-
fjörðum, að næg raforka
sé fyrir hendi meðan
loðnuvertiðin stendur yfir.
Norðlendingar hafa heldur
ekki farið varhluta af þessu
slæma ástandi I raforkumál-
um. En það er ekki einungis
vegna þess öryggisleysis-, sem
nú rlkir, að orkumálin hafa
verið mikið rædd. Stöðugt
hækkandi verðlag á oliu ýtir
undir þá sjálfsögðu kröfu, að
innlendir orkugjafar séu
nýttir f ört vaxandi mæli.
Olíukostnaður
á Norðurlandi
Ingi
Tryggvason
alþingis-
maður benti
á það i
umræðum
um þessi
m á 1 á
Alþingi
nýlega, að
verulcgur hluti þeirrar raf-
orku, sem nú væri dreift um
Norðurland, væri framleiddur
með dlselvélum. Sagði þing-
maðurinn, að áætlaður oliu-
kostnaður fyrir árið 1974,
vegna raforkuframleiöslu á
Norðurlandi, myndi nema um
120 millj. króna, og myndi sá
kostnaður hækka um 50% á
þessu ári. Sagði Ingi Tryggva-
son, að á meðan ekki tækist að
nýta innlenda orkugjafa i
rikari mæli, héldi
kostnaðurinn við rckstur
dfselstöðva áfram að velta
upp á sig með hverju árinu
sem liði.
Kröfluvirkjun 1977
Tilefni
þessara
umræðna
var fyrir-
spurn Inga
Tryggva-
s o n a r t i 1
iðnaðar- og
o r k u -
málaráð-
herra, Gunnars Thoroddsen,
um rannsóknir og virkjunar
undirbúning á Kröflusvæðinu.
Kom fram i svari ráðherrans,
að búast mætti við raforku-
framleiðslu frá Kröfluvirkjun
árið 1977. Jafnframt upplýsti
ráðherrann, að væntanlega
yröi hægt að ganga frá kaup-
samningi á vélum og tækjum
til virkjunarinnar { næsta
mánuði, en afgreiðslufrestur á
þeim er 18-20 mánuðir. Má I
þvi sambandi geta þess, að nú
eru staddir hér á landi
japanskir aðilar, sem áhuga
hafa á sölu véla til Kröflu-
virkjunar.
Hitaveita
Suðurnesja
Orkumálin veröa áfram i
brennidepli. islendingar búa
yfir orkulindum, sem verða
nýttar i vaxandi mæli. Oliu-
kreppan flýtir þeirri þróun.
Eitt af merkari þingmálum,
sem hlaut afgreiðslu fyrir
þinghlé, var frumvarp um
hitaveitu d Suðurnesjum.
Þegar hún tekur til starfa,
mun hún þjóna byggðar-
lögum, sem nú telja um 12 þús.
manns.
Afram veröur að halda á
þessari braut með stöðugum
rannsóknum á virkjunar-
möguleikum. Og þar sem hita-
veitu verður ekki komið við,
ber aðstefna að rafhitun húsa.
-a.þ.
18,4 MILLJONIR
í NORÐFJARÐAR-
SÖFNUNINA
NORÐFJARÐARSÖFNUNIN
heldur áfram af fullum krafti.
Nú hafa safnazt nokkuð á
nítjándu milljón eða 18,351,675
kr. Stærstu gjafir frá siðasta
uppgjöri eru 250 þús. frá
Útvegsmannafélagi Akraness,
100 þús. frá Hibýlaprýði h.f. I
Reykjavík, 100 þús. frá
Verzlunarmannafélagi
Reykjavikur, Þá hefur verið
safnað 257 þús. kr. á Egils-
stöðum, 211 þús. á Seyðisfirði
og 626 þús. á Húsavik. Enn
fremur hefur borizt söfnunar-
fé úr áramótafögnuði
islendinga, sem staddir voru á
Kanarieyjum um hátiðarnar.
Búið er að úthluta einni og
hálfri milljón króna til Norð-
firðinga.
Fé til söfnunarinnar má
leggja inn á giróreikninga
númer 20003, 90003 og 90004.
Ennfremur er tekið á móti
framlögum á afgreiðslum
dagblaðanna, skrifstofu RKI
að Nóatúni 21, skrifstofu
Reykjavikurdeildar RKl og
öldugötu 4 og skrifstofu
Hjálparstofnunar kirkjunnar
að Klapparstig 27.
Söfnunarnefndin hefur beðið
blaðið að koma á framfæri
þökkum fyrir höfðinglegar
gjafir.
AAest um sjúkra- og slysa-
flutninga í janúarmánuði
gébé—Reykjavik — Frá slökkvi-
stöðinni i Reykjavik hefur borizt
skýrsla um sjúkra- og
slysaflutninga árið 1974, ásamt
skýrslu um útköll og eldsvoða i
Reykjavik og nágrenni áriö 1974.
Tala ferða i sjúkra- og
slysaflutningum á árinu 1974 er
alls 10.196, en þá eru taldar með
ógjaldskyldar ferðir til baka. 1
janúarmánuði eru flestar
ferðirnar farnar, eða 968 talsins.
Ferðir i útköll og vegna
eldsvoða urðu 426 á árinu, þar af
voru 400kvaðningar i sima, 24 um
brunaboða og 2 kvaðningar frá
sendiboða. 122 sinnum var
slökkviliðið kvatt út, án þess að
eldur væri laus. Þar af var 35
sinnum um gabb að ræða.
Oftast var slökkviliðið kvatt út
vegna eldsvoða i ibúðarhúsum,
eða alls 94 sinnum.
1 langflestum tilvikum voru
orsakir eldsvoða ikveikjur, alls
101 sinni. Ókunnugt var um
orsakir i 73 tilvikum, og 59
sinnum kviknaði i út frá raf-
magnstækjum og raflögnum.
Tjón var mikið á þrem stöðum
og talsvert i 30 tilvikum en 150
sinnum taldist það litið og ekkert i
121 tilviki.
íþróttafélag fatlaðra
stofnað á Akureyri
NOKKRU fyrir s.l. áramót var
stofnað tþróttafélag fatlaðra á
Akureyri. Það var Í.S.t., sem
beitti sér fyrir félagsstofnuninni I
samstarfi við Sjálfsbjörgu á
Akureyri, en fyrr á árinu var
stofnað sams konar félag i
Reykjavik.
Fundarstjóri stofnfundarins á
Akureyri var hinn dugmikli for-
ystumaður Sjálfsbjargar, frú
Heiðrún Steingrimsdóttir, en auk
hennar vann Magnús H. ólafsson
iþróttakennari ötullega að
framgangi málsins.
A fundinum mætti Sigurður
Magnússon, fulltrúi I.S.I., og
flutti hann kveðjur og árnaðar-
óskir Iþróttasambandsins. Hann
tilkynnti jafnframt, að l.S.Í. hefði
ákveðið að gefa hinu nýja félagi
100 þúsund krónur. Auk þess,
sýndi hann kvikmyndir frá
iþróttaiðkunum fatlaðra i öðrum
löndum og greindi frá alþjóðlegu
samstarfi á þessum vettvangi.
Isak Guðmann, form. Iþrótta-
bandalags Akureyrar, ávarpaði
einnig stofnfundinn, bauö hið nýja
félag velkomið til samstarfs
innan l.B.A. og færði þvi að gjöf
kr. 10.000.00 frá bandalaginu.
Meðal annarra, sem sátu stofn-
fundinn, voru Hermann Sig-
tryggsson, iþróttafulltr. Akureyr-
ar, og Hermann Stefánsson,
fyrrv. form. IBA og forystumaður
i iþróttahreyfingunni um áratugi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Akureyri hefur félögum fjölgað
ört, og bjartsýni rikir meðal
þeirra um starfsemina.
1 fyrstu stjórn félagsins voru
kjörin: Stefán Arnason form.,
Jakob Tryggvason varaform.,
Kristjana Einarsdóttir ritari,
Ásgeir P. Asgeirsson gjaldkeri og
Tryggvi Sveinbjörnsson.
Isak Guömann, form. lþróttabandalags Akureyrar, ávarpar stofnfund tþróttafélags fatlaðra og býður
félagið velkomið til samstarfs. Sitjandi eru Heiðrún Steingrimsdóttir fundarstjóri og Kristjana Einars-
dóttir fundarritari.