Tíminn - 31.01.1975, Side 11
Föstudagur 31. janúar 1975.
TÍMINN
11
Frú Guörún Runólfsson.
LJÓSIN f
KIRKJU-
GÖRÐUNUM
Hvers vegna voru engin Ijós
í Fossvogskirkjugarði í vetur?
Rætt við frú Guðri
Skammdegið fer mis-
vel i menn og jólin
ganga i garð hjá öllum,
hvernig svo sem maður-
inn er á sig kominn, eða
skapi farinn. Fjöldi siða
frumstæðra og þróaðra
manna er til vitnis um
baráttuna gegn myrkri
og kviða i mannheim-
um.
Einn siður á íslandi,
sem fylgir jólunum er sá
að setja marglit ljós fyr-
ir utan hýbýli og á leiði
látinna vina og ættingja.
Ljós fylgja jólunum
viða en ef til vill þó
hvergi i eins rikum mæli
og hér á norðurhjaran-
um, þar sem skamm-
degisnæturnar eru svo
langar, að varla birtir
upp, þegar skýjað er
loft. Ljósin i kirkju-
görðunum virðast þó
næstum sérislenzkt
fyrirbrigði.
Þeir, sem leiö áttu um akveginn
framhjá Fossvogskirkjugarði um
þessi jól og áramót, tóku vafa-
laust eftir þvi, að þetta árið voru
engin ljós i Fossvogskirkjugaröi,
a.m.k. ekki i þeim mæli sem verið
hafði, hin áratuga langa hefð var
úr sögunni — i bili að minnsta
kosti.
Rætt við
Guðrúnu Runólfsson
Þetta vakti forvitni okkar
Timamanna og við fengum að
vita orsakir þess, að ljós voru
ekki höfð i garðinum, en það er
nu Runólfsson
einfaldlega af þvi að stjórn
kirkjugarðanna hefur ákveðið að
svo verði i framtiðinni.
• — Við hittum að máli frú Guð-
rúnu Runólfsson, en hún hefur
undanfarin ár séð um þessi ljós
fyrir fólk og ennfremur i kirkju-
garðinum i Hafnarfirði.
— Henni sagðist frá á þessa
leið:
— Upphafsmaðurinn að þessu
var á sinum tima maðurinn minn
Jón Guðjónsson rafvirki, en hann
er nú látinn fyrir nokkru. Svo var
mál með vexti, að hann hafði oft
verið beðinn um að aðstoða fólk
sem var að koma fyrir rafgeym-
um og serium á leiði i garðinum.
Mjög mikil óþægindi og erfið-
leikar fylgdu þessum rafgeymum
og taldi Jón að þægilegra, hrein-
legra og kostnaðarminna yrði
fyrir alla aðila að lýsa grafreitina
með raforku frá Rafmagnsveitu
Reykjavikur. Sú lýsing hófst um
jólin 1955 og nutum við aðstoðar
Rafmagnsveitu Reykjavikur við
hönnun kerfisins.
Við teljum, að i dag sé ekki
minni þörf fyrir þessa þjónustu
heldur en i upphafi.
Ef þessari þjónustu yrði hætt
má búast við að lýsing með raf-
geymum hæfist á ný með þeirri
óhagkvæmni sem þvi fylgir.
Lýsing þessi hafði verið sett
upp i ágætri samvinnu við stjórn
Kirkjugarða Reykjavikur.
Maðurinn minn annaðist hana til
dauðadags, en siðan tók ég við.
Sótt um leyfi til
lýsingar i vetur
1 byrjun árs 1974 sóttum við um
leyfi til lýsingar.
Sótt var um leyfi til þriggja ára,
þar eð margt hafði breytzt. Foss-
vogskirkjugarður hafði stækkað
til vesturs og nýrra raflína var
þörf og fl. Settum við upp það
skilyröi að leyfi yrði veitt til
þriggja ára. Þá voru einnig ýms
ákvæði önnur frá okkar hálfu, t.d.
þessi, sem við gátum um i bréfi til
tjórnar Kirkjugarða Reykjavik-
ur:
„Vegna hinna sérstæðu aðstæðna,
þá krefst allur okkar búnaður
mikils viðhalds og verulegrar
endurnýjunar árlega.
Afgreiðslufrestur á perum hefur
verið frá 10-12 mánuöir. Er þvi
nauðsynlegt, að perur til aukn-
ingar og endurnýjunar (sem er
veruleg árlega) séu pantaðar nú
þegar. Afgreiðslutimi á spennu-
breytum og öðru efni sem til þarf,
hefur verið þetta 3 til 6 mánuðir.
Reynslan hefur kennt okkur að
nauðsynlegt er að eiga ýmiskonar
varabúnað við hendina ef illa fer.
Á nýliðnum jólum var hins vegar
öllu tjaldað sem til var. Er þvi
nauðsyn á töluverðri aukningu, ef
um áframhald verður að ræða.”
Kirkjugarðar
Reykjavíkur hafna
lýsingu um jólin
— Hvað sögöu stjórnendur
kirkjugarðanna við umsókninni:
Mér barst svohljóðandi bréf:
A aðalfundi stjórnar Kirkju-
garða Reykjavikur 18. þ.m. var
lagt fram bréf yðar dags. 20.
janúar vegna jólalýsingar i Foss-
vogskirkjugarði, þar sem þér
sækið um leyfi til áframhaldandi
lýsingar i Fossvogskirkjugarði og
að leyfið miðist við þrjú ár
o.s.frv. Fundurinn geröi eftirfar-
andi samþykkt með samhljóöa
atkvæðum:
t tilefni af beiðni frú Guðrúnar
Runólfsson um einkarétt til
lýsingu leiða I Fossvogskirkju-
garði til þriggja næstu ára, sam-
þykkir stjórn Kirkjugaröa
Reykjavikur eftirfarandi:
Fyrirhugaö er aö fullkomin lýs-
ing á garðinum verði gerö á þessu
sumri og er undirbúningur þegar
hafinn og þegar hún er komin er
öll frekari lýsing óþörf.
Með tilliti til þess að frú Guðrún
hefur annazt lýsingu á leiðum
þarna, og ætla má að hún þurfi
nokkurn tima til aðlögunnar vill
stjórn kirkjugarðanna gefa henni
kost á lýsingu i einn vetur ennþá,
1974-1975, en siðan verði þessar
lýsingar með öllu lagöar niður.
Forstjóra var falið að tilkynna
Arum saman höfðu þáu lýst leiöi fyrir fólk, en svo einn góöan veöur
dag var ákveöið aö þess væri ekki lengur þörf.
frú Guðrúnu þetta og gæta þess
jafnframt, aö frú Guðrún hafi all-
ar tryggingar i þessu sambandi I
lagi. Þetta tilkynnist yður hér
með.” (Undirskrift.)
— Hvað skeður svo i málinu?
— Eins og fram kom hér að
framan, þá var ekki grundvöllur
til endurnýjunar, ef allt átti að af-
skrifast á einu ári.
Jólalýsing
óframkvæmanleg
Sendi ég stjórn Kirkjugarða
Reykjavikur eftirfarandi bréf
dags. 25. júni 1974:
,,Ég hef móttekið bréf yðar, dag-
sett 10. júní 1974, þar sem þér til-
kynniö að jólalýsing verði lögö
niður meö öllu, en þó gefið þér
kost á að lýsa eitt ár ennþá.
1 tilefni af þessu vil ég leggja
áherzlu á það, sem fram kemur i
bréfi minu, dagsettu 20. jan. 1974,
að forsenda þess að ég geti veitt
nauðsynlega þjónustu er að raf-
kerfið verði stækkað og endur-
bætt til muua. Eins árs lýsing
stendur alls ekki undir kostnaöi
við þessar framkvæmdir, auk
þess sem sex mánaða fyrirvari er
naumur timi til efniskaupa.
Það kemur fram I bréfi yðar, að
væntanleg fullkomin lýsing komi i
stað þeirrar jólalýsingar, sem ég
hef annazt undanfarin 18 ár.
Erfitt er að koma auga á það,
hvernig götulýsing getur komið i
stað ljósakreytingar einstakra
leiða, en hér er sjálfsagt um
matsatriði að ræöa.
Eini möguleikinn til lýsingar i
vetur, án áðurnefnds kostnaöar-
auka, er að takmarka þau svæði
sem lýst veröa. Eins og yöur er
kunnugt, þá er þessi jólalýsing
þjónusta við almenning, og ég tel
ekki mögulegt að veita hana
nema geta liðsinnt öllum þeim
sem þess óska. Ég tel mér þvi
ekki fært að notfæra mér þennan
aðlögunartlma, sem þér bjóðið i
bréfi yðar, en er reiðubúin til að
gera mitt bezta ef um lengri tima
væri aö ræöa nú eöa siöar.
Einnig finnst mér rétt að fram
komi, aö ég hef ekki sótt um
einkarétt til lýsingar á leiðum
eins og fram kemur I bréfi yðar.”
Undirskrift.
Þau vilja ekki
lýsa i ár.
Þar með var málið i raun og
veru úr sögunni, — eða svo hélt ég
aö minnsta kosti. En það var nú
öðru nær. Liklega hefði ég átt að
auglýsa i blöðunum þá þegar, að
lýsing yrði ekki i vetur, vegna
þeirra fjölmörgu, sem hlut áttu
aö máli. En svo ég segi eins og er,
þá fannst mér það einhvernveg-
inn ekki viðeigandi, að fara að af-
lýsa jólaljósum i Fossvogskirkju-
garði um bjartasta sumarið, svo
ég gerði ekkert. Hins vegar átti
ég eftir að sjá eftir þvi. Svo var
mál með vexti, að fjöldi fólks
hringdi i mig, þegar fór að nálg-
ast jólin, og vildi það fólk hvetja
mig til þess að lýsa i vetur. Á
skrifstofu Kirkjugaröa Reykja-
vikur var þvi aðeins sagt, að ég
vildi ekki lýsa á leiðum i ár. Það
má að visu á vissan hátt segja, að
ég hefði getað haft til þess leyfi,
en af áðurgreindum ástæðum þá
sá ég mér það ekki fært. Þegar ég
kom heim frá vinnu minni á
kvöldin var stanzlaus simi frá
óánægðu fólki og minnist ég þess
ekki, að hafa átt dapurlegri hátið.
Allt sem viðkemur grafstað ná-
inna vina og ættmenna er við-
kvæmt mál og get ég þvi ekki sagt
frá þessu frekar.
— Hver telur þú aö ástæðan sé
fyrir að stjórn Kirkjugaröa
Reykjavikur kemur I veg fyrir að
þessum sið sé viðhaldið?
— Að þvi er ég bezt veit, þá mun
þetta vera gert til þess að koma i
veg fyrir „prang" með kirkju-
garöinn. Það er sjónarmið út af
fyrir sig. Lýsing á leiði, er þó ef
að er gáð, ekki annað en eitt form
þess að hirða um grafreit og til
minningar um látna ástvini. Með
sama hætti eru krossar og leg-
steinar og annaö er viðkemur
grafsiðum okkar „prang” og ég
tel að það sé rétt að það komi
fram hér, aö ekki var hætt við lýs-
inguna af neinum öðrum orsökum
en hér hafa komiö fram.
Vetrarmynd frá Fossvogi. Myndin var tekin, meöan lýsing I Foss
vogskirkjugaröi var ennþá leyfö af stjórn kirkjugarðanna.