Tíminn - 31.01.1975, Side 20
Föstudagur 31. janúar 1975.
Nútíma b
BJIUEA
haugsugu
Heildverzlun Síöumúla 22
Símar 85694 & 85295
Guöbjörn
Guöjónsson
fyrir tjóóan mat
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
_______
Ennals, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands:
Brezka stjórnin
vill samkomulag
á hafréttarráðstefnunni í Genf
Reuter—London. Hættaá einhliöa
aögerðum af hálfu rikja heims
stóreykst, ef ekki tekst að ná
samkomulagi i meginatriðum á
hafréttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna i Genf I vor að sögn
David Ennals, aðstoöarutanrikis-
ráðherra Bretlands.
Ennals lét ofangreind ummæli
sér um munn fara á ráðstefnu
embættismanna og fulltrúa
brezka fiskiðnaðarins, er hófst i
gær.
Ráöherrann gaf I skyn, að á
ráöstefnunni I Genf, sem hefst 17.
marz og ætlað er að standa til 10.
maí, yrði e.t.v. siðasta tækifærið
til að ná samkomulagi, um
alþjóða réttarreglur á hafinu.
Ennals bætti svo við: — E t.v.
veröur efnt til enn eins fundar á
hafréttarráðstefnunni. En brezka
stjórnin gerir sér ljósa hættu á, að
ekki náist samkomulag I vor — og
þvi mun hún gera allt sem i
hennar valdi stendur til að ná
samkomulagi, er flest riki geta
sætt sig við.
Ennals staðfesti þá stefnu
brezku stjórnarinnar, að hún væri
til viðræðu um 200 sjómllna efna-
hagslögsögu, þ.m.t. fiskveiðilög-
sögu. — Sé tryggt, að skip geti
óhindrað siglt um lögsöguna og
flugvélar flogið yfir hafsvæðið, er
brezka stjórnin reiðubúin að fall-
ast á þetta atriði sem lið i alls-
herjarsamkomulagi bætti hann
við. — Aftur á móti er útilokað, að
fallizt verði á, að strandriki fái
svo viðtækar heimildir innan lög-
Getur með vissum
skilyrðum fallizt á
200 mílna
fiskveiðilögsögu
sögunnar, að um eiginlega land-
helgi („territorial sea”) verði i
raun og veru að ræða.
Að dómi Ennals verður mjög
deilt um siglingar um alþjóðleg
sund á hafréttarráðstefnunni, þ.e.
hvort frjálsar siglingar um þau
verði tryggðar. Ráöherrann kvað
stefnu brezku stjórnarinnar i
meginatriðum þá, að tryggðar
yrðu friðsamar siglingar I land-
helgi rikja og frjálst flug flugvéla
og frjálsar siglingar skipa um al-
þjóöleg sund og úthafið.
Viðræður Fords og Wilsons:
Efnahagsörðugleikar
í brennidepli
Reuter—Washington. Harold
Wilson, forsætisráðherra Bret-
lands, kom til Washington I fyrra-
kvöld. 1 gær hóf hann svo viðræð-
ur við Gerald Ford Bandarikja-
forseta — viðræður, sm ætlað var
að standa i tvo daga.
Þjóðarleiðtogarnir virðast
sammála um, að allt, sem 1
mannlegu vaidi standi, verði að
gera til varnar þeim efnahags-
örðugieikum, er nú steðja að
iönrikjum heims, sem og þróun-
arrfkjunum. Ford forseti gekk
svo langt að segja, að mannkynið
stæöi nú frammi fyrir einum
mestu efnahagsörðugleikum i
sögu sinni.
Bandarisku forsetahjónin tóku
á móti Wilson og frú á grasflöt
Hvita hússins i gær við hátiðlega
athöfn. Ford fór lofsamlegum
oröum um Wilson og kvað hann
bæði traustan bandamann og
traustan vin bandarisku þjóðar-
innar. (Þetta er i fyrsta sinn, sem
fundum þeirra Fords og Wilsons
ber saman).
Að lokinni móttökuathöfninni
hófu þjóðarleiðtógarnir viðræður
sinar I skrifstofu forsetans i Hvita
húsinu. Aður sögðust þeir báðir
ætla að ræða saman á breiðum
grundvelli og koma viða við.
Fréttaskýrendur telja vist, að
eftirtalin umræðuefni beri eink-
um á góma: Sambúð austurs og
vesturs, ástandið i Miðjaröar-
hafslöndum, orkuvandamál,
málefni Atlantshafsbandalagsins
og ákvörðun brezku stjórnarinnar
um að draga úr herstyrk sinum i
Miðausturlöndum og viðar.
Eins og áður getur, lögðu þeir
Ford og Wilson áherzlu á þá erfið-
leika, er nú steðja að efnahagslífi
flestra rikja heims. Wilson lýsti
yfir, að þessum erfiðleikum yrði
að mæta þegar i stað með viðeig-
andi hætti, ef varðveita ætti það
öryggi þ.á.m. atvinnuöryggi, og
þau lifskjör, er menn byggju nú
við.
Ford ræddi sérstaklega um þátt
NATO i samskiptum Bandarikja-
manna og Breta, sem hann taldi
lifsnauðsynlegan hlekk i öryggis-
keðju beggja rikjanna. Aftur á
móti virtist nú sem samdráttur I
efnahagslifi, verðbólga og hækk-
andi oliuverð ógnaði tilvist
varnarbandalagsins. — En, bætti
forsetinn við^ — þótt nú sé við
mikla erfiðleika að etja, hef ég þá
trú, að alþjóðasamvinna geti
sigrazt á þeim — og muni sigrazt
á þeim, enda er framtið vestræns
lýðræðis i veði.
Ford: Einir mestu efnahagsörðugleikar I sögu Wilson: Erfiðleikunum þarf að mæta þegar I stað.
mannkynsins.
pllSSHORNA
.■r^.’AMILLI
AAiklir skips-
tapar 1974
Reuter-London. Samtök
tryggingamiðlara i Liverpool
hafa látið frá sér fara skýrslu
um skipstapa á siðasta ári. 1
skýrslunni — sem reyndar er
bráðabirgðaskýrsla — kemur
fram, að árið 1974 hafa farizt
fleiri skip en áður hefur gerzt
á einu ári, sé um friðartima að
ræða.
Alls hafa 194 skip, er siglt
hafa milli landa, farizt á
siöasta ári, en sambærileg
tala frá árinu 1973 er 179.
1 skýrslunni segir, að áber-
andi sé hve eldsvoði valdi
fleiri skipstöpum en áður. Þvi
er einkum kennt um, að skipin
séu nú verr mönnuð, t.d. sé
ljóst, að áhafnir þeirra hafi æ
minni reynslu.
1 framhaldi af þessu er svo
skýrt frá, að halli hafi orðið á
skipatryggingum I Bretlandi á
siðasta ári — og búizt er við
áframhaldandi halla.
Heath
spáð sigri
NTB—London. Edward Heath
er talinn sigurstranglegastur,
Heath.
þegar gengið verður til leið-
togakjörs innan Ihaldsflokks-
ins brezka n.k. þriðjudag.
Framboðsfrestur rann út I
gær. Tveir frambjóðendur
hyggjast keppa við Heath um
hnossið, en þeir eru: Margaret
Thatcher og Hugh Fraser.
Heath hefur verið leiðtogi
Ihaldsflokksins frá árinu 1965.
Fréttaskýrendur álita, að
hann fái traustan meirihluta i
atkvæðagreiðslunni n.k.
þriöjudag. Helzti keppinautur
hans — Thatcher, sem nú
gegnir embætti „fjármálaráð-
herra” i skugga.ráðuneyti
Ihaldsflokksins — er ekki talin
njóta almenns stuðnings
ihaldsmanna, þótt harðskeytt-
ur hópur flokksmanna styðji
hana.
Stjórnarkreppan í Danmörku:
Viðræður sex
flokka hafnar
Flokkarnir þrír til vinstri taka ekki
þótt í viðræðunum
Reuter—Kaupmannahöfn.
Kari Skytte, forseti danska
þjóðþingsins, hóf í gær við-
ræður við danska stjórnmála-
leiðtoga I þvf skyni að mynda
starfhæfa rikisstjórn.
Eins og skýrt var frá I
Tlmanum I gær, fól Margrét
drottning Skytte að gera
tilraun til stjórnarmyndunar i
fyrrakvöld, áður hafði drottn-
ingin ráðgazt við leiðtoga
þingflokksmanna.
Skytte hóf viðræður i gær-
morgun og kom þá i ljós að
flokkarnir lengst til vinstri —
Sósialiski þjóðarflokkurinn,
vinstri sósialistar og komm-
únistar, sem allir eru andvigir
aðild Dana að Atlantshafs-
bandalaginu og Efnahags-
bandalagi Evrópu — kærðu sig
ekki um að veita stjórn með
þátttöku borgaraflokkanna
stuðning.
Það voru þvi 6 flokkar, er
héldu áfram viðræðum um
myndun stjórnar i gær. Þeir
eru: Sósialdemókrataflokkur-
inn (sem hefur 53 þingsæti),
Vinstri flokkurinn (42 sæti),
Framfaraflokkurinn (24 sæti),
Róttæki vinstri flokkurinn (13
sæti), Ihaldssami þjóðarflokk-
Framhald á 19. siðu
Óttast öldu
hermdarverka
— sem mótmæli gegn aukinni hern-
aðaraðstoð við Saigonstjórnina
NTB-Washington. Bandariska
airikislögreglan (FBI) hefur
hafið itarlega rannsókn á
sprengjutilræðum þeim, er áttu
sér stað I byggingu bandariska
utanrikisráðuneytisins I fyrra-
dag. Yfirvöld i Bandarikjunum
óttast, að þetta sé upphafið á
nýrri öldu hermdarverka, til að
mótmæla afskiptum Bandarikja-
manna af striðinu I Suöur-VIet-
nam.
Clarence Kelley, yfirmaður
FBI hefur ekki borið til baka
oröróm um, að öfgasamtökin
„Weather-men” standi að baki
tilræðinu I ráðuneytisbygging-
unni og tilraun til sams konar
sprengjutilræðis i borginni Oak-
land I Kaliforniu.
Kelley bendir á-i skýrslu, sem
hann hefur gefið út vegna þess-
arar rannsóknar — að fyrrnefnd
öfgasamtök hafi lýst sig ábyrg
vegna nitján tilræða af þessu tagi
i Bandarikjunum á siðustu fjór-
um árum. I hópi þeirra eru
sprengjutilræðin I bandariska
þinghúsinu árið 1971 og land-
varnaráðuneytinu („Pentagon”)
árið 1972.
í nafnlausu bréfi og simtali við
fréttastofur hefur talsmaður
öfgasamtakanna lýst yfir, að
samtökin beri ábyrgð á tilræðun-
um I Washington og Oakland.
Tilgangur þeirra sé að mótmæla
þeim tillöguflutningi stjórnar
Gerald Fords forseta að auka
hemaðaraðstoð við stjórn Suður-
Vfetnam i Saigon.